Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 4
ÞESSI myndskreyting er á skríni sem fannst í ríkulega búinni skipsgröf við Sutton Hoo í Austur-Anglíu á Englandi. Gröfin er talin vera frá því snemma á 7. öld, líklega haugur Ráðvalds (Raedwald) konungs. Hún sýnir á stílfærðan hátt kringluleitan mann með gapandi úlf á báðar hendur. Það er nærtækt að álíta að myndin sýni úlfakreppu sólar, eins og segir frá í Snorra-Eddu. (Úr The History of Art, Hamlyn, 1985). Skolí og Hati í Egilssögu Allegóría eða launsagnalist var í hávegum höfð meðal evrópskra rithöfunda á miðöldum. í þannig sögum leynast goðsagnir og ýmis lær- dómur á bak við hina yfirborðslegu frásögn. Tilgangur þessa er að koma til skila dýpri í launsögninni eru meðlimir konungs- ættarinnar tákn sólarinnar, en sólareðli konungs var þekkt hugmynd til forna. Þeir Kveld-Úlfur og Skallagrímur leika hlutverk úlfanna, sem eyða sólu og tungli. Eftir KARL GUNNARSSON merkingu atburðarásarinnar, samkvæmt skilning höfundarins. Boðskapurinn er því ætlaður útvöldum og lærðum, en ekki til að upplýsa alþýðu. Hingað til hefur það verið ríkjandi skoðun að Islendingasögumar hafi verið að mestu lausar við slíkar tiltektir, en þó þafa komið fram sterkar ábendingar um að íslendingar hafi þá sem nú reynt að fylgj- ast með tímanum. í þessari grein verður gerð dálítil tilraun til að sannprófa ákveðna tilgátu þessa eðlis, sem lögð er fram í þeirri bók Einars Pálssonar sem heitir flEgils saga og úlfar tveirfP. .P ,B “Úlfakreppa Snorra-Eddu“ .P Einar telur helstu launsögn IEgils sögufP vera hliðstæða við frásögnina í tólfta kafla Gylfaginningar í flEddufP Snorra Sturluson- ar, sem nefnist “flFrá úlfakreppu SólarfP“. Þar ræða þeir saman Gangleri og Hárr, og hefst kaflinn þannig: ,br flÞá mælti Gan- gleri: “Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn.“fP .br Hárr útskýrir þá fyrir Ganglera hveijir of- sækja sólina á himninum: .br fI“Þat eru tveir úlfar, ok heitir sá, er eftir henni ferr, Skoll. Hann hræðist hon, ok hann mun taka hana. En sá heitir Hati Hróðvitnisson, er fyrir henni hleypr, ok vill hann taka tunglit, ok svá mun verða.“ .br Þá mælti Gangleri: “Hver er ætt úlfanna?" .br Hárr segir: “Gýgr ein býr fyrir austan Miðgarð í þeim skógi, er Járnviðr heitir. í þeim skógi byggja þær tröllkonur, er Jámviðjur heita. In gamla gýgr fæðir at sonum marga jötna ok alla í vargs líkjum, ok þaðan af eru komnir þessir úlfar. Ok svá er sagt, at af ættinni verðr sá einna máttk- astr, er kallaðr er Mánagarmr. Hann fyllist með fjörvi allra þeira manna, er deyja, ok hann gleypir tungl, en stökkvir blóði himin ok lopt öll. Þaðan týnir sól skini sínu, ok vind- ar eru þá ókyrrir ok gnýja heðan ok hand- an.“fP .P Síðan birtir Snorri tvær vtsur úr Völuspá, sem samsvara nokkuð síðustu ræðu Hás hér á undan. Þar er þó ekki minnst á úlfana tvo sem kreppa að sólu, en þá má aftur á móti fínna í 39. vísu Grímnismála, og er ólíklegt annað en hún sé einnig heimild Snorra: .P .nf flSkol! heitir úlfur, er fylgir inu skírleita goði til vama viðar, en annar Hati, hann er Hróðvitnis sonur, sá skal fyr heiða brúði himins.fP .fí .P Þessi goðsögn varðar raunveruleg fyrirbæri á himni, sem eru ljósdflar eða hjásólir sem stundum fylgja sóiu. Ekki er líklegt að þessar hugmyndir séu uppspuni Snorra, enda hafa vísbendingar um þær lifað víða í þjóðtrú. T.d. nefnast hjásólim- ar flsolulvfP eða flsolvargfP á Norðurlöndum, og flsun-dogsfP á Englandi. Jón Árnason þjóðsagnaritari greinir þannig frá: ,P fI“Hjá- sólir eða aukasólir, það eru ljósdílar í kring um sólina, eru ekki sjaldsénar á Suðurlandi. Ef tvær hjásólir sjást í einu sín hvoru megin sólarinnar, önnur á undan sól en hin á eftir, er það kallað að “sólin sé í úlfakreppu" eða að “það fari bæði undan og eftir sól“ og er hvort tveggja orðatiltækið dregið af úlfunum Sköll (svo) sem átti að gleypa sólina og Hata sem átti að taka tunglið. Stundum er þetta kallað gílaferð og hjásólin sem fer á undan gíll. Hann þykir ills viti með veður ef ekki fer einnig á eftir sólu, en sú hjásól er enn kölluð úlfur og er þaðan dreginn málsháttur- inn: “Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni“fP. .P Samkvæmt vísindum nútím- ans eru hjásólir þessar hluti af loftsjónum sem tilheyra rosabaug um sólu, sem heitir halo (geislabaugur) á erlendu fræðimáli. Baugur- inn er ljóshringur um sólu, og myndast vegna ljósbrots í ískristöllum í háloftum. Hann sést gjaman þegar sólin skín í gegn um þunna uppsláttarbliku. Baugurinn er af ákveðinni stærð, og er geisli (radíus) hans 22 gráður, mældur sem bogafjarlægð frá sólu. Hjásólim- ar tvær era beggja vegna við sólina, og lá- rétt út frá henni. Þær eru nokkuð utan við bauginn þegar sólin stendur hátt, en færast að honum þegar sólin sígur að sjóndeildar- hring. Þessar loftsjónir eru einnig skýrastar þegar sólin er lágt á himni. Á innri brún baugs og hjásóla vottar fyrir rauðleitum lit, og stafar það af mismunandi brothomi ljóss- ins eftir bylgjulengd. Stundum fylgja ýmis önnur ljós rosabaug. T.d. liggur lárétt ljóslína út frá sólinni í hjásólirnar, og efst og neðst á baugnum koma einnig fyrir aukaljós. Ann- ar ytri hringur er einnig um sólu, með 46? geisla, en hann er mun veikari, og því sjald- gæfari sýn. Rosabaugur getur einnig mynd- ast um tungl. .P .B “Úlfar Egils sögu“ .P fI“Úlfr hét maðr, sonur Bjálfa ok Hallberu, dóttur Úlfs ins óarga; hon var systir Hall- bjamar hálftrolls í Hrafnistu, föður Ketils hængs.“fP Þannig hefst Egilssaga, og þegar í stað rennum við grun í að eitthvað hrika- legt og dýrslegt sé við þetta fólk, sem síðar settist að á Mýram í Borgarfirði. Fyrsta orð sögunnar er “úlfur", og gæti verið lykilorð. Úlfur er sagður hafa verið styggur á kvöldin og kvöldsvæfur, og fl“... það var mál manna, að hann væri mjög hamrammur; hann var kallaður Kveld-Úlfur.“fP Hér er beinlínis lát- ið í það skína að Úlfur bóndi hafi farið í úlfs- ham á nóttunni, verið eins konar varúlfur. Um son hans segir: fI“Grímr var svartr maðr ok ljótr, líkr feður sínum, bæði yfirlits ok at skaplyndi“fP. .P Ekki skortir hér ábendingar um úlfseðli ættarinnar - en þarf það að tákna að Skoll og Hati komi við sögu? Einar Páls- son byggir þá túlkun einkum á frásögninni af Vermalandsför Egils Skalla-Grímssonar, og má kallá þá ævintýralegu og gegnsæu frásögn höfuðtilfelli launsagnarinnar. Hér verða þó fremur skoðuð “afrek“ þeirra feðg- anna Kveld-Úlfs og Skalla-Gríms, þar sem þeir leika hlutverk úlfanna og eyða sólu og tungli. Þannig má líta á athugun þessa sem frekari prófun á tilgátu Einars. .P Tökum upp söguþráðinn þar sem Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur leita hefnda eftir soninn og bróðurinn Þórólf, en hann lét Haraldur kon- ungur hárfagri drepa. Þeir feðgar áttu ekki annarra úrkosta en að flýja land, og bjuggu tvö skip til íslandsfarar. Þeir lágu ferðbúnir við eyjarnar Sólundir, sem eru undan vesturst- önd Noregs norðan við Sognsæ. Þar biðu þeir færis, og við skulum hugsa okkur þá sem tvo úlfa sem sitja fyrir sólu. Um þessar mund- ir lagði skip frá landi austur í Vík (nágrenni Oslóar). Því stýrðu erindrekar konungs, bræð- umir Hallvarður harðfari og Sighvatur snarf- ari, og skyldu þeir flytja tvo unga náfrændur konungs norður í Þrándheim. Hugsum okkur einnig að skipið tákni fley sólar, enda fer það sólarganginn suður og vestur fyrir Líðandis- nes, og sveigir norður með vesturströndinni. Meðlimir konungsættarinnar eru tákn sólar- innar, en sólareðli konungs var þekkt hug- mynd til forna. Glatt og bjart er- í för sólar: fl“...og varð ekki til tíðinda í þeira ferð, fyrr en þeir sigla norður um Sognsæ byr góðan ok bjart veðr ok vára þá allkátir.“fP Þeir lögðu að landi norðan Sognsæs, og tóku sér þar náttstað. Nú má segja að sólin sé sest að, eða í sæ, eftir dagleið sína. .P Þegar “úlfamir" tveir urðu þess varir hveijir komnir vóru, fóru þeir á stjá, og stýrði hvor sínu fari. Menn voru lagstir til svefns þegar þeir koma að skipinu, sem lá við land, og vora bryggjur lagðar á milli lands og skips. Kveld-Úlfur réðist út á skipið eftir skutbryggjunni, en Skalla-Grímur eftir bryggjunni í framstafni. Nú getum við séð fyrir okkur að sólin er komin í úlfakreppu og ljóst er að Úlfur leikur Skoll, þar sem hann er aftur á sólarskipinu, eij Grímur er framá og leikur Hata. Úlfur hafði í hendi biyntröll. Hann “hamaðist" þá, og fleiri hans förunautar, en það vísar til dýrseðlis. Hann óð aftur til lyftingarinnar og hjó til Hallvarðs og hnykkti honum svo út- byrðis. Grímur vó Sigtrygg í stafni. Af þessu má skilja að einnig megi líta á konungsmenn- ina tvo sem tákn sólar og mána, enda voru þeir nokkuð skyldir konungi og áttu því hlut- deild í guðlegu eðli hans. Viðurnefni þeirra má vel heimfæra á hnettina tvo sem renna yfir himinhvolfið dag og nótt. Margir hlupu fyrir borð af skipinu, og voru þeir miskunnar- laust drepnir á sundi. Þar týndust einnig dren- girnir tveir, frændur konungs, en þeir vora 10 og 12 ára. Sagt er að meira en fímm tug- ir manna Hallvarðs hafi farist, og tekið er fram að flestir þeirra fórust í sjónum. .P Launsagnameistarinn leitast við að gefa frá- sögninni margslungna táknræna merkingu. Myndrænar líkingar, hljóðlíkingar orða og hugsanatengsl era meðal tæknibragða hans. Það er t.d. ekki illa til fundið að láta úlfana unda eða særa sólina þegar hún gekk undir þar sem heita Sólundir. Vopn Kveld-Úlfs, bryntröllið, er ekki meiningarlaust frekar en annað í sögunni. Það minnir á hvernig síðar í sögunni er sagt frá vopnum þeirra bræðr- anna Egils og Þórólfs, sem brynþvarar nefnd- ust. Það vora eins konar höggspjót, og skaft þeirra var járnvafíð. Segja má að vopnið hafi verið í járnviðjum, og þá koma í hugann tröll- konur þær í Eddunni er “Járnviðjur" heita, og fyrr var frá sagt. Þannig undirstrika vopn- in tröllskap þeirra frænda. I sviðsetningu úlfa- kreppunnar mætti jafnvel hugsa sér að vopn- in ættu að tákna ljósrák þá sem gengur milli hjásólar og sólar í loftsýninni. .P Annað dæmi má nefna: Grímur varð sköllóttúr hálfþrítug- ur, og mikið er úr því gert í sögunni. Eftir fall Þórólfs gekk hann fyrir konung, og var ekki sáttfús. Fylgdarmennimir voru líkari þursum en mennskum mönnum, en sjálfur var hann fl“höfði hærri en aðrir menn og sköllóttur“.fP Þá segir konungur: fI“Þat sé ek á skalla þeim inum mikla at hann er full- ur upp úlfúðar ok hann verðr at skaða þeim mönnum nökkurum, er oss mun þykkja afnám Ljósm.Morgunblaðið/Amar Egilsson. UÓSMYND af „gílaferð" í Mývatnssveit. Úlfurinn er til vinstri en gíllinn til hægri. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.