Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 6
4* STÓRMYND Glasunovs, „Eilífa Rússland“ er sögulegt yfirlit, en um leið aðvörun og ábending til allra þjóðernissinnaðra Rússa. Stærðin er 3x6 metrar. Ein milljón manna kom á sýningu Glasunovs ILJA SERGÉVITS Glasunov er svo frægur málari í sínu stóra föðurlandi, Rússlandi, að frægð vest- rænna myndlistarmanna í sínum heimalöndum er í samanburðinum eins_ og einhver hégómi sem ekki tekur að tala um. Áþreifanlegasta sönnunin fyrir Glasunov er dáður af þjóð sinni og hann er þjóðernisstefnan holdi klædd, málari sem sífellt er að benda löndum sínum á glæsta fortíð og hinar skelfilegu og síendurteknu ógnir sögunnar. í [ ! ! ! þessari staðhæfingu er sú staðreynd að nýlega kom ein milljón sýningargesta á sýningu hans í Moskvu. Þar á meðal voru flestir sem máli skipta í stjórnmálum Rúss- lands og í þeim hópi voru bæði Yeltsín og Sírínovskí. Glasunov er 64 ára og að eigin sögn „rússneskur aristokrat“. Hann snobbar síst af öllu niður á við, heldur gengur hann með silkibindi og í jakkafötum af fínustu gerð. Hann nýtur frægðarinnar og segir: „Fólkið elskar mig, - stjórnmála- menn, ballerínur og rithöfundar jafnt sem stúdentar og gleðikonur." Fjögur ár voru liðin frá síðustu sýningu hans, þegar hann hélt risastóra sýningu fyrir tilstilli borgarstjórans í Moskvu, Yuri Lushkow. Ekki dugði minna undir sýning- una en húsakynni hins fyrrverandi kon- unglega reiðskóla, í næstu húsum við Kreml. Sýningin var talin menningarvið- burður ársins og málaranum var tekið með kostum og kynjum, sjónvarpstökufólk frá mörgum löndum kom til að mynda, og auðvitað þurftu bæði Yeltsín og vandræða- barn rússneskra stjórnmála, Sírinovskí, að láta sjást að þar sem „maður fólksins“ sýnir, þar eru þeir einnig. Glasunov er ekki beint þekktur fyrir hlédrægni og í hans huga er enginn vafi hver er langbeztur: „Nefnið mér einn rúss- neskan myndlistarmann sem betur tjáir hugsunarhátt og hagsmuni Rússlands; sem betur getur brugðið upp mynd af Guðs heimi en ég get, sem skilur kjarna góðs og ills svo gersamlega“, segir hann. Hvernig fer hann að því og hvað er það sem bæði alþýða manna, menntamenn og stjórnmálamenn í Rússlandi meta svo mik- ils. Því er hægt að svara með einu orði: Þjóðernishyggja. Glasunov málar risastór- ar, táknrænar myndir sem sýna mikilfeng- leik rússneskrar sögu og rússneskra af- burðamanna - en einnig lífsháskann og voðann sem sífellt þjakar þjóðina og er aðallega af manna völdum. Þar ber innrás- ir Napóleons og Hitlers hátt en „ísöldin" mikla var heimatilbúin; nefnilega byltingin 1917 og 70 ára ógnarstjóm kommúnista. ILJA Sergévits Glasunov. Þjóðernishyggja Glasunovs er blönduð með symbólisma, táknhyggju. í flestum mynda hans er stríð; annaðhvort allt undir- lagt, eða þá að átökin eru gefin til kynna með eldi, reykjarbólstrum og orrustuflug- vélum út við sjóndeildarhring. í einu stærsta verki sínu til þessa, sem ber titil- inn „Hið eilífa Rússland" eru hinir dauðu, þ.e. gengnar kynslóðir, yfirgnæfandi. I kringum krossfestan Krist á miðri mynd- inni er fjöldi stórmenna úr sögu Rúss- lands, þar á meðal keisarar, og allmargir heilagir menn með geislabaug. Þeir eru í einskonar skrúðgöngu, sem skáldið Leon Tolstoy, lengst til hægri, virðist stjóma. Yfir hann ber ísöldina; helfrosið fólk og fangabúðir ásamt Lenín, Stalín og fleiri kommúnistaleiðtogum á yfirreið. Annað er torráðnara svo sem nakin kona meðal Mongóla. Ungur drengur í forgrunni, sem virðist vernda viðkvæman gróðursprota, sýnist vera táknmynd hins unga Rúss- lands, sem á að baki þessa tröllauknu sögu. í myndum Glasunovs eru oftast afar vel skiljanlegar táknmyndir og alþýða manna í Rússlandi getur þessvegna með góðu móti „lesið“ þær og verið með á nótunum. Megintema málarans er baráttan milli hins góða og hins illa. Táknmynd framtíðar Rússlands og um leið hins góða er gjarnan ungur, ljóshærður maður, sem brýzt áfram að hluta til nakinn. Nærri honum er synd- in, tákngerð með ungri konu, en ungi maðurinn lítur ekki við henni. Hann er aríi, - samkvæmt skoðun Glasunovs eru Rússar hinir hreinu aríar. Hetjumóðurinn minnir óneitanlega á sósíal-raunsæið sem Stalín kom á og átti að lofsyngja hinn stritandi verkamann, eða myndir af Lenín á fjöldafundum. Munurinn er þó sá, að myndir Glasunovs eru af skáldskaparleg- um toga í aðra röndina; hann fer stundum að ekki ósvipað og Erró. Útkoman verður í plakatstíl, eða eins og Erró segir, eithvað sem náskylt er blaðamennsku. Þó skilur með þeim Glasunov og Erró, að Rússinn er sífellt að predika. Hann sér óvini í hveiju horni. Einn eftirlætis óvinur hans er til að mynda Frímúrarareglan. Ekki dvelur Glasunov einvörðungu við hörmungar fortíðarinnar. Hann sér að- steðjandi hættur úr vestri eftir fall kom- múnismans. í gríðarstórri mynd frá síð- asta ári, sem ber yfirskriftina „Vaknaðu 1 Rússland", hafa Vesturlönd hneppt föður- 1 landið í þrældóm og allt er til sölu, fólkið i líka. En ungi maðurinn, aríinn, er vel á ' verði með biblíuna í annarri hendi en byss- una í hinni. Myndin vakti óróa sem er heldur óvenju- legt með myndlistarverk á vorum dögum. Frjálslyndir blaðamenn í Moskvu stimpl- uðu Glasunov sem fasista. Hann fékk ákúr- ur í erlendri gagnrýni einnig, en það herti hann aðeins í afstöðu sinni: „Á meðal vor eru and-rússnesk öfl sem ekki vilja sjá hina rússnesku vitund í mynd“, sagði hann. Glasunov er áróðursmaður og heldur oft ræður á ferðalögum meðáTlanda sinna og þykir laginn á ná upp stemmningu; heimt- ar gjarnan lögsókn gegn „and-rússneskri hegðun“ og uppsker þá mikið lófatak. Glasunov fæddist í Leningrad 1930 og sem barn upplifði hann víti þýza umsáturs- ins um borgina í síðari heimsstyijöldinni. Það bjargaði lífi drengsins að honum var komið út í sveit, en eftir stríðið fór hann í málaraskólann sem kenndur er við rúss- neska málarann Repin. Þar var honum kennt að mála í sósíal-realískum stíl sam- kvæmt flokkslínu kommúnista. í þeim flokki rakst Glasunov ekki og þróaði sinn stíl brátt í átt til meira sjálfstæðis og ein- földunar sem stundum minnti á rússneska íkona. í skólanum þóttu koma í ljós óvenju- legir teiknihæfileikar hans. Síðan 1957 hefur Glasunov búið í Moskvu. í þeirri menningarlegu „þýðu“ sem talað var um í stjórnartíð Nikita Krús- séfs, leyfði Glasunov sér að gagnrýna sovézka samfélagið í myndum sínum, mildilega þó. Þegar hann gekk lengra, meðal annars með þvi að lofa fortíðina í myndum og mála trúarleg yrkisefni, var hann kominn útaf gráa svæðinu og engan opinberan stuðninga að hafa; harðlínu I 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.