Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 2
NORSKA hvalstöðin á Dvergasteinseyri, sem byggð var fyrir aldamót. Myndimar eru úr safni Sigurðar G. Kristjánssonar frá Súðavík. HVALSTÖÐIN á Langeyri, sem upp varsett 1882. Myndin er tekin fljótlega þará eftir. SÚÐAVÍK 1919. Fjaran er hér ósnert, nema hvað menn ruddu smávegis grjóti úr vörum til að auðvelda lendingu árabáta. Fremst á myndinni er Bjarnahús, en lengst til vinstri er Guðmundarhús. Önnur hús sem gamlir Súðvíkingar kannast við á myndinni eru Sameinaða húsið, Svarta húsið, Gubbaraborg, Grímsbúð, Salthúsið, Grímshús og Járnhúsið. SÚÐA VÍK á lognkyrrum sumardegi 1932. Kaupfélagið er næst á myndinni. ísafjárðafdjiiþ;. Þar löist honurn best á Langeyri við ÁÍftáfjörð ög hinfi 1. máí 1883 Íagði hánn iipp frá Noregi á gufuskiþ- inu Gratia, sém fiutti naiiðsýnlegan búnáð tií nýrrar hvalveiðistöðvár. Um rekstur stöðvarinnar á Langeyri stofnaði Foyn hlutafélag í Haugasundi og var Thomas Amlie frá Kristjaníu (Osló) einn helsti forvígismaður þess, auk Foyns sjálfs. Félagið lét smíða nýjan hvalveiði- bát, sem hlaut nafnið ísafold, og kom hann til Langeyrar um vorið 1883. Nokkrir örð- ugleikar komu upp í samskiptum Norð- mannanna við íslensk og dönsk stjórnvöld og urðu þeir til þess að Foyn dró sig út úr félaginu, en Amlie gerðist forystumaður þess og heísta driffjöður. Hann hóf þegar framkvæmdir á Langeyri og lauk byggingu nýju hvalveiðistöðvarinnar í júní 1883. Hún hlaut nafnið Alpta Hvalstation og hóf starf- semi jafnskjótt og hún var tilbúin. Hér er ekki rúm til að rekja sögu hval- veiðistöðvarinnar á Langeyri, en hún starf- aði óslitið í u.þ.b. tvo áratugi og gengu flest árin 2—3 skip til veiða frá stöðinni. Mestur virðist aflinn hafa orðið árið 1895, en þá veiddu skip Amlies alls 128 hvali og fengust úr þeim fimm þúsund tunnur lýsis. Thomas Amlie rak stöðina á Langeyri til dauðadags, árið 1897, en hann fórst á leið til íslands, þar sem hann hugðist af- hendar eigur sínar nýjum eigendum. Þeir tóku svo við rekstrinum, eins og fyrirhugað var, og var stöðin rekin í nafni A/S Hvalen í Kristjaníu til ársins 1904. Þá lagðist starf- semin niður, enda var orðið lítið um hval á hefðbundnum veiðislóðum úti fyrir Vest- fjörðum. ÚTGERÐ HNÍFSDÆLINGA Er norsku hvalveiðimennimir hurfu á braut lagðist atvinnurekstur á Langeyri niður um skeið og stóðu mannvirkin, sem þeir skildu eftir sig, ónotuð. Það stóð þó ekki lengi því árið 1916 festu þeir Sigurð- ur Þorvarðarson, útgerðarmaður í Hnífs- dal, og Þorvarður sonur hans kaup á hálfri Langeyrinni á móti togarafélaginu Græði á ísáfirði. Á þéssurri árúm veiddist ttíikil sild í ísafjarðárdjúpi og viðar við VeSlftrði og var ætlUri hinna nýjU eigenda Langeyr- árinhár Súj að reka þar urhfángsrriikíá síld- arsöltun. Þau áform fóru þó að mestu leyti út um þúfur, m.a. vegna erfiðleika af völd- um heimsstyrjaldarinnar og verðfalls á síld er ófriðnum lauk. Græðir hf. hætti að mestu starfsemi um áramótin 1916—17 og árið 1919 keyptu þeir feðgar, Sigurður og Þorvarður, hlut félagsins. Þeir smíðuðu hafskipabryggju á Langeyri og reistu þar fiskþvottahús, salt- geymslur, vélsmiðjur, lifrarbræðslu og ís- hús, sem búið var tækjum til vélfrystingar á ís. Jafnframt ráku þeir umfangsmikla útgerðog fiskverkun og gekk hún vel fyrstu árin. Árið 1926 tók hins vegar að halla undan fæti vegna almennra erfiðleika í sjávarútvegi, sem stöfuðu ekki síst af gengishækkun íslensku krónunnar árið 1925. í heimskreppunni jukust erfiðleikarn- ir enn og árið 1935 hætti Sigurður rekstrin- um á Langeyri, enda orðinn aldraður mað- ur. Þá tók Kaupfélag Isfirðinga við eignun- um og hóf myndarlegan atvinnurekstur, en rúmsins vegna verður sú saga ekki sögð hér. ÞORLÁKUR Guðmundsson - venjulega nefndur Hrefnu-Láki - bjó á Saurum í Súðavík, húsinu sem eyðilagðist í snjóflóðinu í desember 1994. UPPHAF ÞÉTTBÝLIS í SÚÐAVÍK Öll þau umsvif, sem hér hafa verið rak- in, voru mannfrek og hlutu að hvetja til þéttbýlismyndunar í nágrenni fyrirtækj- anna. Þéttbýlið reis þó ekki á Langeyri, eins og vænta hefði mátt. Utar með firðin- um var jörðin Súðavík, eitt mesta býli í Álftafirði frá fornu fari og mikilvægasta verstöð bænda í firðinum á árabátaöld. Þar tók að myndast vísir að þéttbýli á síðari hluta 19. aldar og lifðu íbúarnir af sjósókn öðru fremur, en höfðu landbúskap til styrktar, auk þess sem allmargir sóttu vinnu inn á Langeyri og í hvalveiðistöðma, sem rekin var á Dvergasteinseyri. Árið 1890 voru íbúar í þorpinu í Súðavík um 100 talsins, en fjölgaði hratt á næstu árum. Árið 1920 voru samtals 221 skráður heimil- isfastur í Súðavík, 214 árið 1930 og 218 tíu árum síðar. Sjávarútvegur var jafnan helsti bjarg- ræðisvegur Súðvíkinga og sóttu þeir sjó á áraskipum fram yfír síðustu aldamót. Vél- bátaútgerð hófst á fyrsta áratug 20. aldar og voru fyrstu vélbátamir, eins og víðar, gamlir sexæringar, sem vélar voru settar í. Þeir vora jafnan settir á kamb á milli sjóferða, en með tilkomu dekkbáta jókst þörfin á bryggjum og öðrum hafnarmann- virkjum. Fyrstu bryggjurnar vora gerðar á öndverðum 4. áratugnum. Annað vanda- mál, sem útvegsmenn í Súðavík áttu við að stríða á þessum árum, var beituútveg- un. Fram á miðjan 3. áratuginn sóttu Súð- víkingar beitu í íshúsin á Isafirði, en árið 1926 tóku nokkrir menn í þorpinu sig sam- an og stofnuðu íshúsið Frosta. Það starf- aði til ársins 1943, er Hraðfrystihúsið Frosti hf. var stofnað. Hefur það síðan verið öflug- asta atvinnufyrirtækið á staðnum. Heimildir: A. Ritheimildir: Jón Páll Halldórsson: „Beitugeymsla og upphaf íshúsa á íslandi." Hraðfryatihúsið Norðurtangi hf. Isafírði 40 ira. Isaf. 1982. Jón Þ. Þór: Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna III. ísaf. 1988. Landnámabók. Islenzk fornrit I. Rv. 1968. Ólafur Oiavius: Ferðabók I. Rv. 1964. J.N. Tonnesen:„Hvaiveiðar i Norðurhöfum 1883- 1914.“ Ársrit Sögufélags ísfirðinga 24. ár. ísafirði 1981. B. Munnlegar heimildir: Sigurður Kristjánsson frá Súðavík, Þorvarður Alfonsson, Rv. Höfundur er sagnfræðingur og hefur tekið greinina saman að beiðni Lesbókar í tilefni þeirra náttúruhamfara sem þar urðu í vetur. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.