Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 7
„ VAKNAÐU Rússlnnd“ heitir þessi mynd Glasunovs. Stærðin er 4x2,5m, máluð 1994. Draumurinn Smásaga eftir HELEN HALLDÓRSDÓTTUR íommúnistar beittu sér beinlínis gegn lonum. Nokkrum sýningum hans var ann- iðhvort lokað, eða aflýst alveg. Glasunov /arð einn hinna óalandi og ófeijandi. Þótt ótrúlegt geti virzt varð Glasunov iafnframt þekktur utan Sovétríkjanna. Frægð hans þar hófst meðal sendiráðsfólks frá ýmsum löndum í Moskvu sem keypti verk hans og í kjölfarið fylgdu pantanir frá vestrænum stjórnmálamönnum, kvik: myndastjörnum og jafnvel kóngum. í gjaldeyrishungrinu fékk Glasunov leyfi stjórnvalda til að afla þjóðinni - og um leið sjálfum sér - tekna á þennan hátt. Sól náðarinnar tók að rísa og á síðustu árum kommúnismans var Glasunov jafnvel falið að mála Brésnef og Suslov. Það hefur trúlega komið málaranum og fleirum á óvart, að eftir fall kommúnis- mans, hætti hann að fá pantanir frá Vesturlöndum, trúlega vegna orðróms um að hann málaði fjölda eftirmynda af þeim sem hann seldi dýrum dómum. Kaupendur sem telja sig vera að kaupa einstætt verk kunna ekki að meta þesskonar fjölföldun. En það kemur ekki að sök fyrir Glas- unov; hann er fyrir löngu orðinn auðugur maður og býr við traustan stuðning þjóð- ernissinnaðra fyrirtækja heima fyrir. Uppá síðkastið hefur hann helgað sig nýjum skóla: „Pan-rússneska listaskólanum fyrir málverk, höggmyndalist og arkitektúr". Það var Michael Gorbaséf og hugmynda- fræðingur flokksins, Ligaséf, sem veittu Glasunov leyfi til þess að setja þessa menntastofnun á fót fyrir sex árum. Starf- semin nýtur opinbers styrks og þar heldur Glasunov áfram baráttu sinni gegn hinum illu öflum. Stofnunin er víst sú eina sinnar tegundar, því Glasunov segir: „011 akademí og uppeldisstöðvar hinnar miklu, evrópsku menningar - sem voru helgaðar rannsókn- inni á sköpun Guðs - voru eyðilagðar milli 1910 og 1917“. Að mati Glasunovs var Paul Cézanne einn af helztu sökudólgunum; málari sem Glasunov kallar „fúskara“. 011 list hefur tvær hliðar, segir hann: „hvað“ og „Hvern- ig“. „Það er ekki til nein tvíkynja list. Það er villukenning. “Það er Satan. Cézanne og kommúnistarnir voru börn Satans". Á lista Glasunovs yfir „kommúnista og kommisara" eru listamenn eins og Wassily Kandinsky, Marc Chagall og Salvador Dali. Hann kann ekki heldur að meta Pic- asso og skýringin er einfaldlega: „Ég er ekki kommúnisti“. Aftur á móti hefur hann mætur á gömlum meisturum eins og Leonardo og Rubens. Nemendur Glasunovs í listaakademíu hans fá þessa hugmyndafræði í stórum skömmtum. Einn fyrrverandi nemandi seg- ir að þar hafi verið dreift bók um meint samsæri gyðinga og frímúrara gegn Rúss- landi. Sá sem hafði eitthvað við þessa bók að athuga varð að taka sitt hafurtask og fara. í landi íkonanna vill fólk enn geta litið á myndlistarverk sem heilagan hlut meðal innvígðra. Rússar finna þessa kennd í myndum Glasunovs. Eins og íkonamálar- inn leitast Glasunov við að opna sýningar- gestinum mynd af æðri tilveru. Að mati vestrænna manna er Glasunov öfgamaður. Hugmyndir hans eru stundum í ætt við það sem Sírínovskí lætur út úr sér. Tilfinn- iningin fyrir heilagleika hinnar miklu móð- ur, Rússlands, er yfirþyrmandi. Þegar hætta er á að þetta víðfeðma ríki geti brotnað upp í ótal smáríki, getur Glasunov með öðru reynst sá aflvaki sameiginlegrar þjóðerniskenndar sem kemur í veg slíkt ríkishrun. Að mestu byggt á Art- das Kunstmagazin. Gísli Sigurðsson tók saman. Förumaðurinn opnaði hurð- ina varlega og settist í bílstjórasætið. Hann kom föggum sínum fyrir í kjöltu sér, aleigu sinni. Hann sat dágóða stund og reyndi að fá yl í sinn aldna og slitna kropp en )að gekk seint. Honum var jú svo kalt og hafði verið það lengi. Hann reyndi að strjúka sér um lærin og bakið til að hita við núning- inn og honum hitnaði aðeins en varð fljót- lega að hætta því hann fór að verkja í axl- irnar. Förumaðurinn var stirður enda næst- um búinn að ganga bæinn á enda í dag í leit að skjóli yfir höfuðið, skjóli fyrir vindin- um sem smaug inn um allt og nísti merg og bein. Það var frost og snjór og vindurinn ham- aðist eins og hann vildi gera allt til þess að hann króknaði úr kulda, yrði úti eins og svo margir förumenn á undan honum. Loks er hann kom að bílaplaninu hjá Akraborginni sá hann að einn af bílunum á planinu var ólæstur. Hann leit í kringum sig áður en hann opnaði hurðina varlega. Hann reyndi að hringa sig saman í sætið og sofna en svefninn lét á sér standa. Hann fór að skoða bílinn og tók þá eftir að það sat gamall maður við hlið hans, í farþega sætinu. Maðurinn lá í ankannalegri stellingu upp að bílhurðinni. Förumanninum brá, greip í handfangið á hurðinni til að opna en eitthvað hélt aftur af honum. Það var eins og gamli maðurinn bæði hann að vera kyrran. Honum þótti eins og maðurinn svæfi en samt var eins og eitthvað væri öðruvísi en það átti að vera. Förumaðurinn lagði hönd sína á öxl mannsins, skók hann lítil- lega eins og til að vekja hann en við það féll maðurinn fram fýrir sig, lífvana. Gamli maðurinn var dáinn. Förumaðurinn hafði vitað það frá upphafi en gerði sér ekki grein fyrir því strax. „Ah, æ, æ! En leitt, við hefðum getað rætt saman til að gleyma kuldanum og kannski hefðum við líka getað náð í okkur hita með að sitja þétt saman.“ Hann lagði dána manninn til og hallaði sér síðan aftur í sætið. Þannig sat hann í dijúga stund þar til hann fann að hönd var lögð á öxl hans og rödd sagði: Kannt þú að keyra? Förumaðurinn hörkk við, sat þó kyrr en var hræddur: Hver skyldi þetta vera? Hvað vildi hann? Kanntu að keyra? Hver spurði svona? En svo tók hann á sig rögg og leit aftur fyrir sig. Hann gat ekki að því gert að brosa er hann sá gamla og samanhnipraða konu í aftursætinu. Gamla konan brosti aumkun- arverð. Hún endurtók spurninguna og leit á förumanninn biðjandi augnaráði. Hann hafði aldrei getað staðist konur svo að hann sagði: „Auðvitað kann ég að keyra en það eru mörg ár síðan ég hef keyrt. Missti próf- ið fyrir löngu.“ Konan klappaði honum á öxlina og sagði: „Keyrðu nú af stað, væni minn.“ Maðurinn ræsti bílinn, bakkaði og keyrði út af stæðinu. Að það var langt síðan föru- maðurinn hafði keyrt leyndi sér ekki. Hann keyrði eftir Tryggvagötunni. Vindinn hafði lægt en enn var snjókoma. „Hvert á ég að keyra?“ spurði förumaður- inn gömlu konuna. „Okkur langaði alltaf til að fara suður. Hann (hún benti á gamla manninn) þurfti að fara suður til lækninga áður en það yrði of seint. Hann varð of seinn.“ Gamla konan hélt áfram: „Þegar við kom- um hingað í gær keyrðum við að Landspítal- anum. Þegar hann sá þetta stóra hús og er hann kom inn og sá allt gamla fólkið umkomulaust á ijátli um ganginn; sumir með staf, aðrir notuðu göngugrindur sér til stuðnings og enn aðrir sátu í hjólastólum, þá snerist honum hugur. Þarna vildi hann ekki verða eftir. Honum leist ekkert á sig þarna og vildi frekar keyra um bæinn og skoða markverðustu byggingarnar í Reykja- vík; Alþingishúsið, Stjórnarráðið, nýja Ráð- húsið og Háskólann." Gamla konan laut höfði og strauk tár úr augum sér með erminni. „Ég veit ekki hvar neitt er í henni Reykja- vík svo að best er að þú ráðir ferðinni, bara ef þú keyrir okkur og þá sérstaklega gamla manninn til að skoða einhveija af þessum stöðum." Förumaðurinn yppti öxlum og keyrði út á Lækjargötuna og upp að Stjórnarráðshús- inu. Síðan að Alþingishúsinu, því gamla og virðulega húsi sem var enn virðulegra í hálfrökkrinu þennan vetrarmorgun. „Er þetta Ráðhúsið?.Við höfum heyrt svo mikið um þetta hús. Það kostaði víst ein- hver ósköp. En það er nú bara ljótt, þykir mér að minnsta kosti. Honum Gamla hefði kannski líkað það, ekki mér.“ Loks skoðuðu þau Háskóla íslands sem stóð þar upplýstur og konan benti á aðalbygginguna og sagði við mann sinn: „Sjáðu þarna er skólinn sem þig langaði svo ákaft að fara í þegar þú varst ungur. En nú er það of seint.“ Förumaðurinn reyndi að ímynda sér gömlu hjónin í sínu rétta umhyerfi og hvern- ig allt liti út heima hjá þeim. Áttu þau heima á bæ eða í borg? Mjög sennilega bjuggu þau á sveitabæ þar sem voru kindur, ein belja og nokkur hænsni. Og konan hafði útbúið sér lítinn reit þar sem hún ræktaði rabarbara, radísur og kartöflur. Gamli mað- urinn átti litla skektu og reri stundum út á fjörð til fiskjar. Og ... Lágt snökt en greinilegt heyrðist nú og truflaði förumanninn í sínum hugrenning- um. Gamlan konan grét, saug upp í nefið og tárin runnu niður kinnar hennar. Föru- manninum leist ekki á blikuna, hvað átti nú þetta að þýða? En konan leit á hann, hristi hausinn og sagði: „Vertu ekkert að velta vöngum yfir mér, ég er bara gömul og lúin kona austan af fjörðum. Það er bara fyrst nú sem ég er að gera mér grein fyrir því að hann Gamli er dáinn.“ Förumaðurinn ræsti bílinn og keyrði aftur af stað í grárri skímu dögunarinnar. Höfundurinn býr í Lundi í Svíþjóð og leggur stund á ýmis fög sem snerta þróunarlöndin. MÁLVERKeftir Francesco Clemente. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.