Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1995, Blaðsíða 10
HIÐ LEYNDARDÓMSFULLA musteri Borobodur á Jövu, byggt af Búddatrúarmönnum um 750-860. Allt er þar reglubundið. Ginnheilög tala staðarins er 432. ímynd alheimsins Hinn 3. sept. 1994 birti Lesbók grein eftir Sól- veigu Kr. Einarsdóttur er bar nafnið „ímynd hins búddíska alheims - úr steini“. Fjallaði sú grein um reisu sem Sólveig og maður hennar höfðu gert til hins fræga musteris Nú er komið í ljós að bæði Borobodur- musterið á Jövu og Keisarahöllin í Kína voru skilgreind sem ímyndir hins helga alheims og mörkuð tölunni 432 eins og áður hefur komið í ljós um Þingvelli, Jalangur og Uppsali. Eftir EINAR PÁLSSON Borobudur á Mið-Jövu. Nokkru síðar heyrð- um við utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, lýsa í útvarpsþætti för þeirra í annað frægt musteri, keisarahöllina í Pek- ing. Munu þau forsætisráðherra Davíð Oddsson og eiginkona hans Ástríður Thorar- ensen hafa verið þar enn nokkru síðar, svo að mjög gerist nú gestkvæmt í musterum, er varða Islendinga meir en flest annað. Og mun nú einhverjum verða spurn, hvem- ig í ósköpunum unnt er að segja að þessi tvö, að því er virðist, gjörsamlega framandi musteri, varða íslendinga meir en flest ann- að. Og það er nú einmitt það sem hér skal rakið. Þingvellir Og Norræn KONUN GDÆMI Eitt af því fáa sem við vitum með vissu um Alþingi á Þingvöllum í öndverðu er að það var „markað". Hefur það lengi vafizt fyrir mönnum hvað þetta merkti. Það var í t i t t i — ---4KÁW*•180muOI«^-0M•»2'.2<r|•Á32MlW•)- / flifjtrnzfqwzfCTj/uip JAVA SIZES m WOO-CMINA ‘ 6HSU • 6M*p chano = 6Miookuhc * 18Msu*18Míochw«> N 11 prima 5 :4 ouADPiAGON 12: 5 ooueu ouaormcon eurhythmy 10 20 W 40 Ihuofc I- J-@- 1-2-0-" 2000 —V— GRUNNMYNDIR af Borobudur-musterinu til vinstri, og Keisarahöllinni í Peking til hægri. Eins og sést er hvorttveggja grundvallað á tölunni 432. svo um það bil fyrir 35 ámm að ég þóttist sjá lausn á þessari gátu: fomt táknmál (symbólik) gaf eindregið til kynna að Al- þingi á Þingvöllum hefði verið markað að sérstökum hætti fornrar tölvísi, nánar til tekið sem Miðja á 432.000 feta vegalengd milli Steinkross á Rangárvöllum og Álftá- róss. Alþingi var helgur staður, þar skyldi lög rétta og höfðingjar dæma sakir; í stuttu máli skyldu Þingvellir verða miðlægasti staður íslands, eftir því sem unnt var vegna náttúmfars og leiða. Annars vegar lá stað- urinn vel við með tilliti til vatns og hrossa- hafnar, hins vegar varð hann m.ö.o. ginn- helgur sem Miðja. Þetta mátti skilja af líkum sem em of flóknar til að hér verði ræddar, en hitt varð brátt ljóst, að Jalangur, kon- ungssetur Gorms hins gamla í Danmörku, auk konungsseturs Ynglinga að Uppsölum, vora svo mörkuð einnig. Voru því tilgátur settar fram er leguna varða. Þegar þetta var hafði ég aldrei heyrt getið um fornar markleiðir (,,lay-lines“), hvað þá heldur um mörkun helgra staða með þessum hætti, svo að í fyrstu vom settar fram mjög varlegar athuganir sem að þessu lutu, til prófunar. Það var svo árið 1969 að málið sýndist ful- ljóst og fram voru settar formlegar og ákveðnar hypótesur um mörkun Steinkross og Jalangurs í ritinu Baksvið Njálu (nr. 63 og nr. 64). Ári seinna var svo fyllt út í myndina með hýpótesunni um Þingvelli og Uppsali sem helgar Miðjur í ritinu Trú og landnám (k. 5 og k. 18). Af framanskráðu dró ég eftirfarandi ályktanir: a) Þingvellir, Jalangur og Uppsalir vom ímyndir alheims, b) staðimir vom af einhveijum ástæðum hugmyndafræðilegar Miðjur og c) staðirnir vom konungssetur. Þessum ályktunum hef- ur ekki verið hnikað síðan. Hefur raunar slíkur fjöldi staðfestinga borizt, að telja verður málið löngu leyst. ÚTREIKNINGAR TlNE KURENT Það var svo, er ég var að vinna við rann- sóknir í Flórenz 1980, að ég kynntist þekkt- um arkitekt, Paolo Aberto Rossi, sem vinn- ur að því að mæla út byggingar Endurfæð- ingarinnar. Ég dvaldist þama í fimm vikur að því sinni; hafði unnið heimavinnuna eftir mætti áður en ég fór út. Er frá þeim athug- unum sagt í ritinu Hvolfþak himins, sem út kom 1985. Rossi fékk þama upplýsingar um niðurstöður mínar varðandi Þtngvelli, Jalangur og Uppsali. Það var svo nokkrum mánuðum eftir að ég kom heim, að Rossi sendi mér þær forundarlegu upplýsingar sem hér em til umræðu. í stuttu máli sagt, hafði þekktur arkitekt, Tine Kurent, unnið við það um margra ára skeið að reikna út mælieiningar hofsins Borobodur á Jövu og Keisarahallarinnar í Peking. Gaf hann út niðurstöður sínar í hinu þekkta listtímariti, Critica d’Arte í Flórenz, sumarið 1980, og viti menn, hvort tveggja setrið var markað sömu tölu og Þingvellir, Jaiangurog Uppsal- ir. Fylgir myndin af þessu hér með (Critica d’Arte, Anno XLV, nuova serie, fascicolo 172-174, luglio-dicembre 1980, s. 27). Nú verða menn að muna meginatriði töl- vísinnar: hver tala í fornri tölvísi breytir ekki um eðli við tífeldi, hundraðfeldi eða þúsundfeldi. Það er að segja talan 432 er „sama talan“ og 4.320, 43.200 og 432.000 (þ.e. annað er einungis talning eininga og er aukaatriði. Hverri tölu má fjölga eða fækka um 10, 100 eða 1000 einingar án þess hún breytist). Þannig kom í ljós, mim- bile dictu, að þessi tvö helgisetur voru eins mörkuð og norræn konungssetur, svo sem þau höfðu verið reiknuð út í RÍM um aldar- fjórðungi fyrr. Þess skal getið, að bókstafur- inn M er notaður við helgar mælingar vegna þess að mælieiningarnar em ólíkar með hinu ýmsu þjóðum og á ýmsum tímum. Þar sem meginatriði er ekki stærðin sem slík, heldur hin helga mæling, er notað M fyrir orðið „modulus“ á latínu, sem merkir mælieining. Hún getur verið fet, alin, faðmur, þumlung- ur, tvífingur eða eitthvað annað sem ekki er gefið fyrirfram að unnt sé að upþgötva. En mestöll tölvísin var launhelg og mátti ekki greina frá henni í rituðum gögnum. Því liggur fyrir geysimikið rannsóknarverk- efni, t.d. hjá Rossi í Flórenz. Hliðstæðurnar En þama var fleira en tölurnar að at- huga. Bæði setrin, Borobodur á Jövu og Keisarahöllin í Peking, vora skilgreind sem a) ímyndir hins helga alheims, b) hugmynda- fræðilegar Miðjur og c) konungssetur. Þarna komu m.ö.o. ekki aðeins tölurnar, heldur beinlínis allar helztu niðurstöður RIM heim og saman. Er fróðlegt að sjá, að Kurent hefur enga hugmynd um aðra þætti málsins en hina helgu tölu, hvorki a) alheiminn b) Miðju-hugsunina, né c) konungssetrið. Er niðurstaða hans enn merkari fyrir bragðið. Hér verður að sjálfsögðu ekki farið út í stærðfræðilegar mælingar Tine Kurent, enda brestur mig kunnáttu til að ræða svo flókin mál. Kurent þurfti að finna hinar uppmnalegu mælieiningar sem hétu fornum nöfnum á þarlendum málum, og má að nokkm sjá þetta á mynd þeirri sem fylgir. Eru lausnir Kurents svo óvæntar, að flestir landar vorir munu verða furðu lostnir. Um áratug eftir að niðurstöðurnar um helga mörkun Þingvalla, Jalangurs og Uppsala vom birtar í Reykjavík, vom þær staðfestar lið fyrir lið í Flórenz á Ítalíu - án þess að sá arkitekt sem þær fann hefði hugmynd um, að niðurstöðurnar um norrænu kon- ungssetrin hefðu verði settar fram. Hvað þá heldur að flórum meginatriðum þurfti að svara í dæminu, sem öll fengu fullkomna svömn. VÍSINDALEG VINNU AÐFERÐ - TILGÁTAN Skýringin á því að lausnin fannst hér nyrðra er að unnt reyndist að beita tilgátu- forminu, þekktustu aðferð raunvísinda, við útreikninga. Tilgátan er gagnlegasta að- ferðin sem til er við að reikna út það sem nær ekkert er vitað um fyrirfram: maður setur fram ákveðna og skýra niðurstöðu til lausnar og athugar hvort hún stenzt. Ef hún stenzt ekki, reynir maður aðra leið. Tilgátan (hypotesan) er m.ö.o. bein and- stæða fullyrðingar: hún er sett fram til próf- unar, ekki til að nenni sé „trúa&'. Svo get- ur farið að engin lausn finnist, en með úti- lokunaraðferðinni finnst oft furðu glögg mynd af viðfangsefninu. Þannig var unnið að tölfræðilegri lausn Alþingis á Þingvöllum; tilgáta sannast (eða afsannast) með því að hliðstæður finnist (eða finnist ekki) þar sem við þeim er að búast. Hins vegar var í raun- inni alveg fjarstætt að ímynda-sér, að Bor- ubodur á Jövu og Keisarahöllin í Peking styddu kenninguna um Alþingi á Þingvöllum árið 930. En kraftaverkin gerast enn. Borobudur Musterið Bombodur er mesti helgidómur búddista á Jövu. Er það miðlægt, stendur um 40-50 km frá suðurströndinni, umlukið tveim ám og fjallgarði. Er talið að hofíð hafi verið reist 750-860 e.Kr., miðstöð Mahayana búddasiðar. Er allt nákvæmt og reglubundið í musteri þessu. Það er óleyst gáta hvernig hin fornu konungdæmi eyjanna urðu gagntekin af hindúa- og búddasið, en tenglin við hindúismann skýra hins vegar vel hvernig á því stendur að finna má hlið- stæðu við Þingvelli: Borobudur sem heild var hugsuð sem ímynd hins búddíska alheims úr steini. Neðst er heimur hversdagsleikans sem hringast upp á við til algleymisins - hins eilífa einskis - hugmynd búddatrú- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.