Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 5
-i var að flytja farþegana og hörkuðu af sér að verða ekki sjóveikir. Svo sveif þetta allt í loft upp, vél, fólk og farangur, en hann sat eftir í trillu sinni, undirleitur og lét rifa í augun, eins og hann væri úti í byl. Þann- ig hafði hann alltaf verið frá því hann var barn. Eftir að hann fór að eldast hvarflaði hugur hans stöðugt oftar aftur til stór- hríðardægranna í litla bænum. En hann orðaði ekki þessar hugsanir sínar við nokk- um mann. Þótt hann hefði reynt að segja frá afa sínum, og dægrunum sem hann beið hans, hefði enginn skilið hvað slíkir löngu liðnir atburðir komu fólki við. Það hefði horft á hann hissa önnum kafið.við fiskprísa og launabaráttu og vonir, sem áttu að rætast og undrast að hann skyldi vera að bera með sér gagnslausa minningu úr lífi annarrar þjóðar og frá öðrum tíma, fyrst komin voru veltiár þegar allir áttu að verða ríkir. Ríkir, já. Hann hafði heyrt þetta orð. En hann vissi ekki alminlega hvað það þýddi. Afi hans hafði ekki verið ríkur. Þó leið öllum vel í návist hans. Þetta orð hafði almennt ekki verið notað í æsku hans. Það varð mönnum hins vegar tamt eftir seinna stríð. Þá var farið að tala um ríka menn. Hann hafði séð þá af því þeir ferðuðust yfirleitt með flugvélum. Það var eins og þeir vildu verða á undan tækifærunum til að verða ríkir. Fundin höfðu verið upp fleiri hugtök sem komu honum ókunnuglega fyrir sjónir. Nú voru heilar stéttir í landinu orðnar fátækar. Hann hafði séð margt af þessu fólki. Það ferðaðist í bílum, sem það fékk með afborgunum. í æsku hans hafði enginn brugðið fyrir sig þessu orði. Enginn kom á bæ til að segja að hann væri fátæk- ur. Verið gat að hann kæmi með poka- skjatta á baki og færi ríkari af mat en hann kom. Fátæktin virtist hafa verið fundin upp síðar og dugði þeim vel, sem þurftu á henni að halda enda talað um menn sem unnu sig til fátækar. Hún virt- ist því vera eftirsótt ekki síður en ríkidæm- ið, einkum hjá æfðum ræðumönnum. Hann minntist þess alltaf, þegar hann vaknaði í dimmri baðstofunni og þreifaði eftir afa sínum, hvernig hugur hans fyllt- ist nístandi geig þegar hann fann ekki fyrir honum fyrir framan sig í rúminu. Þá mundi hann allt í einu atvikin frá morg- undeginum þegar afi hans kvaddi hann, dúðaður í frakka og með pijónahúfu á höfði og hafði haft uppi einhver hreysti- yrði út af hríðinni. Hann lá grafkyrr und- ir sænginni á meðan hann kyngdi í sífellu til að fara ekki að gera annað verra, sem honum hafði verið kennt að karlmenn gerðu ekki. Hann vissi ekki hvað tímanum leið og hvort var enn nótt eða kominn morgunn. Það skipti svo sem engu máli. Hann hafði engar eldspýtur, svo kert- isstubburinn var gagnslaus og það hafði áreiðanlega drepist fyrir löngu í ofninum. Hann lá lengi undir sænginni á meðan geigurinn var að réna. Stundum dottaði hann, en hrökk alltaf upp aftur við að honum fannst afi hans væri að koma. Með því að snúa sér í rúminu og sveigja höfuð- ið á koddanum sá hann í áttina að glugga- num. En þar var allt kolsvart eins og ann- ars staðar í baðstofunni. Veðrið virtist ekkert minna. Hann heyrði það ýlfra í þekjunni eins og hungrað dýr. Á meðan hann mókti fannst honum eins og afi hans væri kominn. Hann var þá að segja við hann að hríðinni færi brátt að slota. Hann yrði að trúa því. Það birti alltaf upp um síðir á hveiju sem gengi. Þætti mönnum lífið erfitt á stundum kæmi oftast eitthvað gott í kjölfarið. Þetta væru sannindi, sem margur hefði tileinkað sér í hríðum og kulda og veikindum af því þau væru eng- in betri til. Drengurinn hrökk upp frá þessu tali afa síns og vissi á sömu stundu að hann hafði verið að dreyma gamla mann- inn. Eftir langan dúr, þar sem afi hans hafði verið hjá honum, vaknaði drengurinn upp kvíðalaus og teygði sig til að sjá til gluggans. Honum sýndist að nú væri farið að birta, þótt enn væri dimmt í baðstof- unni. Snjórinn í gluggakistunni var orðinn ljós og skar sig úr myrkurveggnum. En þótt auðséð væri að dagur væri kominn fyrir utan bar snjórinn litla sem enga skímu inn um gluggann. Drengurinn lá kyrr um stund og velti fyrir sér hvort hann ætti að liggja áfram í rúminu eða fara fram úr og þreifa eftir peysu sinni og skóm. Það var kalt að koma undan sænginni, en drengurinn harkaði af sér. Hann fann peysu sína fljótt, en honum varð nokkur leit að skónum. Á meðan hann var að þreifa um gólfið eftir þeim rak hann hönd- ina í eldspýtustokkinn. Drengurinn gladd- ist við og hrissti hann til að heyra hvort ekki væru eldspýtur í honum. Síðan kveikti hann á einni og bar hana logandi að borð- inu. Brátt hafði baðstofan skipt um svip. Kertaloginn stóð með yfirbragði friðar og kyrrðar og minnti á jólin. Drengurinn fann skóna sína á augabragði eftir að ljósið var komið. Síðan skaraði hann úr ofninum og fór neð öskuna í annarri hendi og kertið í hinni fram í göngin, þar sem eldhúsið var og eldiviðarhlaðinn. Innan stundar logaði glatt í ofninum og þótt ekki yrði strax hlýtt í baðstofunni mátti hafa á sér hita með því að standa nærri eldinum. Þegar drengnum fór að hlýna fann hann til svengdar, en til henn- ar hafði hann ekki fundið fýrr. Kannski hafði einveran og geigurinn orðið slíkri þörf yfirsterkari. Afi hans hafði séð um eldamennskuna og drengurinn vissi ekki hvernig átti að bera sig til við hana eða hvar matur var geymdur. Hann kom bara framan úr eldhúsi hveiju sinni. í þessum matarhugleiðingum fór drengurinn aftur fram í eldhúsið til að vita hvort hann sæi nokkuð matarkyns. En þar var ekkert að sjá. Frá öllu hafði verið snyrtilega gengið. Blá kaffikanna stóð á öðrum hlóðasteinin- um. Hann hrissti hana örlítið og heyrði að það var kaffi í henni. Samkvæmt venju hélt hann kertinu hátt á lofti á meðan hann gáði í kringum sig. Svo varð honum litið upp. Þar héngu nokkur hangikjöts- læri orðin dökk af reyk, sem hafði leikið um þau frá því á haustdögum. Hann hafði fengið svona hangikjöt ofan á brauð hjá afa sínum og vissi að ekki þurfti að sjóða það. Eftir að hafa borið læri inn í baðstof- una, fært kaffikönnuna þangað og fundið eldhúshníf afa síns, settist hann við borðið með kertaljósinu, kom lærinu fyrir á milli fóta sér og skar fleyg oní vöðvann, þar sem hann var þykkastur og fann besta bragð í heimi. Á meðan hann borðaði hangikjötið stakk hann stút könnunnar öðru hveiju upp í sig og saup á kaffinu. Honum fór strax að líða betur. Að vísu vék hugsunin um afa hans ekki frá hon- um. Hann brosti dauft þegar hann sá hann fyrir sér liggja í garðanum í fjárhúsinu hjá kindunum að bíða þess að veðrinu slot- aði. Hann vissi ekki til að afi hans hefði útilukt eða annað ljósmeti í fjárhúsinu, en augun í kindunum urðu eins og ljósdeplar. Það hafði hann sjálfur reynt í þau skipti sem hann hafði farið með afa sínum í fjár- húsið með útilukt. Augun báru hins vegar enga birtu. Það hafði eyðst nokkuð af kertinu á meðan hann var að borða hangikjötið og drekka kaffið. Kertaljósið nálgaðist borð- plötuna ískyggilega mikið. Bráðið vax hafði runnið í stórum mæli niður á borðið og myndaði rauða klessu með loga í miðj- unni. Drengurinn þreifaði á eldspýtu- stokknum í buxnavasa sínum, en það var lítið öryggi í honum fyrst kertið var að verða búið. Hann ákvað að láta hangikjöts- lærið vera kyrrt á borðinu hjá kaffikönn- unni og slökkva ljósið á meðan einhver kveikur var eftir. Þá gæti hann brugðið upp ljósi á ný ef honum lægi mikið á birtu. Hann blés á logann og kolsvart myrkrið helltist yfir hann og umlukti hann. Hann fann fyrir því eins og klæði. Það mátti enn sjá hvar mótaði fyrir glugganum í svörtum veggnum, en snjórinn var byijaður að blána vegna birtubrigða. Drengurinn fór með faðirvorið á meðan honum var að hlýna undir sænginni. Svo sofnaði hann frá umhugsuninni um afa sinn. Hann vissi ekki hvað hann hafði sof- ið lengi. Undarleg kyrrð var komin á í baðstofunni þegar hann vaknaði og hann var nokkra stund að átta sig á hveiju þetta sætti. Hann virtist hafa sofið lengi því þegar hann sveigði höfuð sitt til að líta eftir glugganum sá hann skímu af snjónum. Það hlaut því að vera kominn morgunn. Um leið áttaði hann sig á því að hljótt var í baðstofunni af því veðrið var dottið niður. Afi hann hlaut því að fara að koma og ekki var eftir neinu að bíða að fara á fætur. Hann velti sænginni ofan af sér þótt það væri kalt, settist fram- an á rúmið og kveikti á eldspýtu. Enn var nokkur stúfur af kertakveiknum eftir í miðri rauðu vaxklessunni á borðinu og hann tendraði ljós. Síðan fór hann í peysu sína og skó. Eftir nokkra stund fór að draga niður í ljósinu og honum fannst að nú yrði hann að hrökkva eða stökkva og ná í eldivið fram í eldhúsið, þótt hann yrði að fara þangað í myrkri. Hann vildi freista þess að kveikja upp í ofninum áður en afi hans kæmi. Honum gekk seint fram göngin og vonaði að kertaljósið slokknaði ekki á meðan. Eftir að hafa þreifað fyrir sér inn í eldhúsið og fundið eldiviðarhlaðann sneri hann varfærnislega til baka, en gat ekki haft hendurnar fyrir sér eins og áður. Á leiðinni stansaði hann við af því honum fannst hann heyra hundgá. Það var eins og fleiri en einn hundur væri að gelta ein- hvers staðar útivið. Hann skildi þetta ekki. Þeir áttu enga hunda svo þetta hlutu að vera aðkomudýr. Honum varð svo mikið um þetta að það lá við að henti frá sér eldiviðnum. En hann harkaði af sér og bar hann inn og lét hann í ofninn. Það var ekki um annað að gera en slökkva á kert- inu. Hann skóf vaxið af borðinu og lét það líka í ofninn. Svo kveikti hann upp í tað- inu. Þá heyrði hann hundgána aftur. Þegar fór að loga í ofninum þreifaði drengurinn sig fram í göngin og að úti- dyrahurðinni. Honum gekk greiðlega að opna hana og ýta mesta snjónum úr dyra- fölsunum. Það var komið logn og orðið sæmilega bjart. Hann braust í gegnum djúpan skafl, sem kominn var á hlaðið og stóð að lokum í ökkladjúpum snjó þar sem varpinn var. Honum varð litið til fjárhúss- ins. Það var á kafi í snjó. Hann sá að fremsti hluti mænisins stóð enn upp úr fönninni. Allt var hvítt og óvenjulega frið- sælt yfir að líta. Langt fyrir neðan túnið sá hann hreyfingu. Þar voru þrír menn á ferð sem nálguðust hægt, enda virtist snjórinn ná þeim í hné. Drengurinn fann til mikils fenginleika að sjá mennina nálg- ast. Tveir hundar voru með þeim, sem héldu sig í sporaslóð mannanna. Þessi óvænti liðsauki myndi hjálpa honum við að hafa upp á afa hans, sem honum fannst að væri fenntur inni hjá kindunum. Drengurinn stóð um stund í varpanum og horfði á mennina nálgast rólega í þæfingn- um. Svo færði hann sig út á túnið, þar sem hann sá dökka þúst upp úr snjónum, og settist á hana á meðan hann beið gest- anna. Mennimir kölluðu þegar þeir komu nær og hann kallaði á móti og veifaði. Þeir virtust fegnir að sjá drenginn og einn sagði strax, að þeir væru komnir til að huga að þeim frændum vegna óveðursins. Drengurinn sat sem fastast á dökku þúst- inni og sagðist ekki hafa séð afa sinn í nokkur dægur. Hann hafði farið í byijun óveðursins til að huga að kindunum og ekki komið til baka. Nú væri gott að þeir hjálpuðu honum við að moka hann út úr ijárhúsinu. Hann væri fenntur þar inni. Þegar mennirnir voru komnir alveg til drengsins var eins og slægi þögn á þá. Það slokknuðu öll svipbrigði á andlitum þeirra, sem höfðu verið brosandi í fyrstu við að sjá hann. Hundamir höfðu stansað í slóðinni og lögðu skottið milli fótanna og byijuðu að ýlfra. Þú ættir að standa á fætur, sagði einn mannanna. Drengurinn horfði hissa upp til hans og reis síðan hægt á fætur. Hann leit niður fyrir sig og þekkti þá að dökka þústin var pijónahúfa afa hans. Andlit hans var að hálfu í snjónum og hrím á augabrúnum. í janúar 1995. RÖGNVALDUR FINNBOGASON Emmaus Og sjá, þennan sama dag voru tveir af þeim á ferð til þorps nokkurs, sem er hér um bil sextiu skeiðrúm frá Jerúsalem, að nafni Emmaus. (Lúk. 24:13.-14.) Maímorgunninn er svalur samferðamaður minn segir mér sögu Amwas: herflokkur kom í dögun jarðýtur slitu upp ólífutrén kýprustrén, vínviðinn umturnuðu öllu dauðu og lifandi brutu húsin grófu þá sem ekki gátu flúið lifandi í rústunum þeir sem lasburða voru dóu af sorg og þreytu og þorsta þetta voru örlög Amwas þorpsins okkar. Ríkir Kanadagyðingar gáfu fé til að rækta skemmtigarð á rústum sorgar okkar. Það var hér sem Kristur birtist eftir krossfestinguna í þorpinu okkar Emmaus, segir fylgdarmaður minn. Afram höldum við eftir veginum þangað sem Emmaus eitt sinn var gljáfægðir vagnar sigurvegaranna þjóta hjá sólin er komin hátt á loft framundan varðstöð vegabréf heimtuð hyldjúp fyrirlitning hermannsins: Amwas, Emmaus, segir hann, hér hefur aldrei neitt þorp staðið hér er Kanadagarðurinn, ef þið eruð læsir sýna skiltin það. Hann lyfti ögrandi hríðskotabyssunni. Við ókum til baka, vissum að hér hafði hvert hús verið brotið hænsnin dauð dúfurnar flognar tárin orðin að salti en hatrið hafði vaxið úr grasi rústanna. Undir kýprustré við veginn stendur arabi tötralega búinn, hann veifar okkur jú, við erum á leið til Jerúsalem. Hann sest í aftursætið hvað er títt? spyrjum við, þeir hafa gróðursett tré, segir hann, en líka hatur vindi sá þeir... storm skulu þeir uppskera sá er sverði beitir mun fyrir sverði falla, síðan þögn, löng þögn. Hann tók til máls á ný sagðist þess viss að framtíðin bæri í skauti sér frið, frið. Blómailm lagði um bílinn hann talaði í hálfum hljóðum. Enn varð þögn nú reis rödd hans og orðin flugu af vörum hans: Jörðin verður full af þekkingu á Drottni eins og djúp sjávarins er vötnum hulið ólýsanlegur höfugur ilmur fyllti vit okkar ég leit um öxl þá hvarf hann mér sýn .. . Höfundur er sóknarprestur á Staðarstað, en býr nú í Borgarnesi. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók, sem jafnframt er fyrsta Ijóðabók Rögnvaldar og ber yfirskriftina: Hvar er land drauma. Teikningar eru eftir Tryggva Ólafsson, en útgefandi er Forlagið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.APRÍL1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.