Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 16
ÚR sýningu Þjóðleikhússins á Sögu úr Vesturbænum. Leonard Bernstein. Leonard Bemstein - sinfón- íutónskáldið frá Broadway að hefur verið sagt um Bandaríkin, bræðslupott þjóðanna, að þar birtist ljóslifandi björtustu vonir og svört- ustu martraðir gamla heimsins. Öfgarnar heilla. í það minnsta úr fjarlægð. Þegar nær er komið og tæpt er á afurðum amerískrar fjöldamenningar nútímans, þykir okkur Vesturevrópubúum kannski mest eftir- sjá að þeirri hníijöfnu biöndu úr 50% af evr- ópskum settleika og 50% af óprúttnum amer- ískum prakkaraskap sem einkenndi tímabilið 1920-1970, þegar atgervisflóttinn úr gamla heiminum stóð sem hæst og laust saman við þann baldna eiginleika sem innfæddir vestra nefna American brashness. Af hveiju? Jú, með því móti færðist hið fremsta úr hvorum heimi í fókus. Gestsaugað horfði í gagnstæðar áttir eins og úr Janusar- haus og manaði fram „The best in all possible worlds", svo vitnað sé í söng úr Candide eft- ir fulltrúa hins gamla og hins nýja: Voltaire og Bernstein. í Ameríku 'uppgötvaði Evrópa nýja og ferska hlið á staðri menningararfleifð sinni. I staðinn öðlaðist hrá og óbeizluð orka nýja heimsins þokka og dýpt. Gyðingadrengurinn frá Úkraínu náði í skottið á ameríska draumnum og naut afburða tónlistarhæfileika sinna. Hann varð heimsfrægur bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld en fyrsta og mesta ást hans var leikhúsið og leikhústónlistin. Þeirri tónlist þessa fjölhæfa „brúarsmiðs“ er nú hægt að njóta í Sögu úr Vesturbænum, sem flutt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Eftir RÍKARÐ ÖRN PÁLSSON Þetta var heillandi kokkteill. Á tónlistar- sviðinu lýsti gullöldin sér e.t.v. bezt í tveim greinum: í jassi - frumlegustu gjöf Vestur- heims til mannkynsins - og í lögum söng- Ieikjahöfunda á við Jerome Kem, George Gershwin, Cole Porter, Richard Rodgers, Ir- ving Berlin - og hinn sinfónískasta og fjölhæ- fasta þeirra allra: Leonard Bernstein. ★ Leonard Bernstein (1918-90) naut amer- íska draumsins. Móðir hans fluttist barn að aldri í byijun aldarinnar með foreldrum sínum til Ameríku frá einu af þessum gyðingaþorp- um í Úkraínu rússneska zarveldisins sem Jerry Bock lýsti svo eftirminnilega í Fiðlaran- um á þakinu, og faðir hans fór sömu ieið skömmu síðar og brauzt fljótt til velmegunar í viðskiptalífinu. Allt var það eftir bjartsýn- ustu kokkabókum, enda hlaut Leonard betri menntun en margt nýbúabarnið; gekk í latínu- skóla Bostonborgar og seinna í Curtis Instit- ute of Music (nam hljómsveitarstjórn hjá Fritz Reiner) og Harvardháskóla. Að honum skyldi takast að sniðganga ósk- ir föður síns um framabraut í viðskiptum og leita í staðinn á náðir tónlistar, var þó einkum sjálfum honum að þakka. Bæði var það, að piltur sýndi ótvíræða hæfileika á píanó, en einnig sem sviðsetjari og stjórnandi söng- leikja Gilberts og Sullivans í sumarleyfum fjölskyldunnar í Sharon, Massachusetts, þar sem vinir og kunningjar sáu um söng og hljóð- færaslátt. Útslagið virðist þó hafa gert, að Leonard samdi verk við sýnagógusöngva sem hann heyrði föður sinn raula í baði, og hlaut fyrir rest samþykki gamla mannsins til að leggja fyrir sig starf, sem faðirinn hafði ann- ars illan bifur á og tengdi í huganum við líf flökkuspilara í Úkraínu með klarínett eða fiðlu fyrir betlistaf. Sam gamli Bernstein gat síðar borið blak af sér við fréttamenn með ummælum eins og: „Hvernig gat ég vitað, að sonur minn yrði Leonard Bernstein?“ En vafalaust hefur það varðað hann miklu, að sonurinn gaf trúnni gaum í list sinni. Reyndar svo mikinn, að Leonard greip alla ævi hvað eftir annað niður í forna söngva gyðinga í tónverkum sínum. Þó að Leonard Bernstein virðist oftar hafa verið haldinn efahyggju en trúfestu, urðu þessi þúsunda ára gömlu stef honum ævar- andi innblástur og viðfangsefni í leit sem hann átti sameiginlega með meirihluta vestur- landabúa: leitinni að innri sannfæringu. Sú leit varð nokkurs konar meginstef i lífi hans og tónsköpun. ★ Það var á fárra vitorði, að Leonard Bern- stein þjáðist stundum af svartsýnisköstum, sem ágerðust eftir að hann varð stjómandi Fílharmóníusveitar New York-borgar um fer- tugt. Eflaust hefur átt hlut að máli, hversu lítill tími gafst fyrir vikið til tónsmíða og íhug- unar. Enda virðist sú togstreita hafa valdið því, að hann efaðist alla ævi innst inni um varanlegt gildi tónverka sinna. Ytri hliðin á Leonard Bemstein var allt önnur og kunnari. Hann var hinn bráð- skemmtilegi uppfræðari heimilanna um sí- gilda tónlist í sjónvarpsþáttaröðum eins og „Young Peoples’ Concerts", sem sýndir voru víða um heim (í Ungveijalandi voru þeir jafn- vel vinsælli en Bonanza). Hann var höfundur metaðsóknarsöngleikja eins og On The Town og West Side Story. En umfram allt var hann hinn kraftmikli hljómsveitarstjóri sem töfraði áheyrendur jafnt sem hljóðfæraleikara upp úr skónum heima sem heiman. Frá upphafi höfðu allir frægustu fasta- stjórnendur sinfóníuhljómsveita vestanhafs verið Evrópubúar: Toscanini, Reiner, Mitropoulös, Koussevitzky . .. Berjistein braut þar blað. Hann varð fyrsti innfæddi hljómsveitarstjóri Bandaríkjanna á heims- mælikvarða. Frægt er á annálum ameríska tónlistarheimsins, þegar Bernstein „sló í gegn“ á einni nóttu hinn 14. nóvember 1943. Gestastjórnandi N.Y. Fílharmóníunnar, Bruno Walter, forfallaðist skyndilega, meðan fasta- stjórnandinn Koussevitzky var lengst uppi í sveit og ófærð á vegum. Hálfþrítugum aðstoð- armanni Koussevitzkys — Bernstein — var gert að hlaupa í skarðið. Tónleikunum var útvarpað, og næsta dag var Bernstein orðinn landsþekktur. Blöðin skrifuðu um að nýtt „sveinsundur" (Boy Wonder (líklega með hlið- sjón af Robin, fylginaut Leðurblökumanns- ins)) hefði haslað sér völl á stjórnandapalli, og þar með hófst glæstur ferill líkt og þruma úr heiðskíru lofti, sem eins og kunnugt er leiddi Bemstein upp á stall þekktustu hljóm- sveitarstjóra vorra tíma áður en lauk. ★ Það mátti öllum ljóst vera sem til þekktu, að hæfileikar Bernsteins til að tjá sig með tónsprota (reyndar notaði hann oftast „nakta“ hægri hönd) voru óumdeilanlegir. Reynslan af sumaruppfærslunum á Gilbert og Sullivan á táningsárunum og framhaldspíanónámi hjá Helen Coates (sem seinna varð einkaritari hans) var ómetanleg og hleypti honum á fljúg- andi skeið þegar í upphafi. Hann var hraðlæs- astur nemenda Fritz Reiners í raddskrár- lestri, tónminni hans var við brugðið, og hann hafði næmt auga fyrir kjarna málsins, svo næmt, að hann komst t.d. upp með að stytta 3. sinfóníu Williams Schumans (með sam- þykki höfundar), en það greiddi mjög götu hennar fyrir frumflutning hjá Koussevitzky, sem fannst lítið til verksins koma í fyrstu. Það þótti gusta af starfsþreki hans (stökk- fimi Bernsteins á stjórnandapalli, sem spratt af einskærri innlifun („The Lenny Leap“), vakti oft kátínu hljómlistarmanna, meðan hljóðupptökumenn reyttu hár sitt), og hann þótti hafa einstakt lag á að telja fólk á sitt band, enda vinsæll nánast frá fæðingu og hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Það var því ekki nema von, að margir töldu, og telja enn, stjórnandahæfileikana sterkustu hlið Bernsteins, enda þótt hann hafí samið fyrstu siafóníu sína (Jeremías) þegar 1944. M.a.s. vinur Bernsteins, tónskáldið Aaron Copland, virðist hafa hallazt að þessu, og einnig lærifaðir hans, Koussevitzky. Ferill Bernsteins á Broadway (fyrsta verkið var Fancy Free, 1944) brenglaði mat manna á honum sem „alvarlegu" tónskáldi, enda Bern- stein sennilega fyrsti bandaríski sinfónistinn sem samdi „show“-músík. Það hvarflaði að fáum í þá daga, að skemmtun gæti verið annað og meira: að gaman og alvara gætu verið tvær hliðar á sama máli. ★ Segja má, að blessun Bernsteins, fjölhæfn- in, hafi jafnframt verið bölvun hans. Hann færðist of margt í fang. En fyrsta ást hans var leikhúsið, og Ieikhústónlist útheimtir fjöl- hæfni. Þó að Bernstein hafi fengið nóg af markaðshyggju Broadways í bili eftir Candide og West Side Stpry (1955-57), þar sem hann þurfti að kyngja endalausum kröfum um úr- fellingar og breytingar (margt af því sem hann hafði mestar mætur á þótti of háfleygt fyrir venjulega leikhúsgesti), hélzt hann samt leikhústónlistarmaður í sér alla tíð, og viður- kenndi það fúslega. Meðvitað eða ómeðvitað leitaðist hann við að höfða til sem flestra, en á hæsta mögulega plani. Það er spurning, hvort sú afstaða hafi ekki einnig hangið á spýtunni, þegar Bern- stein ákvað 1958 að bindast langtímasamn- ingi sem hljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitar New York, því hann mátti vita, að tími til tónsmíða yrði fjarska naumur (enda reyndist það ekki ganga upp að fylgja fordæmi Gustavs Mahlers og semja í sumarleyfum). Ofgafyllsta tilraunaskeið módernismans var einmitt um þær mundir að ganga í garð, með þeim afleiðingum, að listmúsík samtímans tók að færast fjær almenningi en nokkru sinni fyrr. Fyrir margmiðlara og brúarsmið eins og Bemstein hefur slíkt ástand vafalftið þótt miður uppörvandi. Engu að síður lét hann, í eitt skipti, tilleiðast að nota „lausn tímans", 12 tóna raðtækni Schönbergs og Webems, nefnilega í 3. og síðustu sinfóníu sinni, Kad- dish fyrir þul, kór og hljómsveit (1963). Þó er athyglisvert, að þegar í næsta stærra verki sínu, Chichester Psalms, snýr hann aftur til dúrs og molls, og þá fyrir fullt og allt. Síðan brast á nærri tíu ára þögn (burtséð frá Mass (Messa, frá 1971), þar til penninn komst aftur upp úr byttunni með ballettnum Dybbuk (1974). En þá voru líka famir að blása mildari vindar á ódáinsvöllum, og harð- asta bókstafstrúin liðin undir lok. Frá því „indíánasumri" tónsmíðaferilsins era m.a. söngleikurinn 1600 Pennsylvania Avenue (1976), söngvasafnið Songfest fyrir 6 söngv- ara og hljómsveit (1977), Divertimento fyrir hljómsveit (1980) óperan A Quiet Place (1983) og síðasta stærra verkið, Konsert fyr- ir hljómsveit (1989). ★ Þegar hlustað er á sinfóníur Bernsteins, í mínu tilviki var það ekki alls fyrir löngu og reyndar í fyrsta skipti, er sláandi, hversu mikil einlægni skín út úr þeim. Sú ímynd fór af Bemstein, að hann væri maður staðar og stundar, en þrátt fyrir auðfundið leikrænt yfirbragð er merkilegt, hvað tjáningin ristir samt djúpt. Fyrir mann sem þegar á unga aldri komst í náið samband við ógrynni yngri og eldri tónverka og lærði snemma að þekkja sundur snilld og sneypu í orkestrun, er ekki síður merkilegt, hversu sjaldan hann lætur undan þeirri freistingu að láta hljómsveitar- effektana draga hlassið, enda þótt tónamálið sé oftast aðgengilegt og útúrdúralaust. En kannski er það ekki svo skrýtið. Því glærari sem hjúpurinn er, því minna er hægt að fela, t.a.m. rýrt innihald. í beztu verkum Bernsteins er að finna tærleika og hlýju hug- sjónamannsins. Auðheyrt er, að hann vill eitt- hvað með músíkinni: Gleði. íhugun. Réttlæti. Bræðralag. Frið. Fyrir 20-30 árum var í tízku að afskrifa Bernstein'' sem marktækt tónskáld. Svo er ekki lengur, nema þá í mjög þröngum hópi. Menn sjá betur nú en áður fyrr, að tjáningar- máttur er óháður stíl. Enda hafa tónverk Leonards Bernsteins elzt vel. Þau lifa góðu lífi, meðan margt af því sem hæst var hossað er nú gleymt og grafið. Höfundur er tónlistarmaður. (Meginheimild: Leonard Bernstein eftir Humphrey Burton, Faber and Faber, London/Boston 1994.) Nokkur verk eftir Leonard Bernstein á geisladisk- um: (L.B. = Bemstein; + a.höf. = ásamt verkum eftir aðra höfunda). Sinf. 1, 2 & 3; Serenaða f. einleiksfiðlu, strengi, hörpu & slagverk. Fílharm. ísraels o.fl. u.stj. L.B. Deutsche Grammophon 445 245-2 (2). [ADD frá LP 1978]. Divertimento fyrir hljómsveit [+ a.höf.]. Sinf.hljsv. Ríkisútv. Bæjaralands u.stj. L.B. [,,live“ uppt. frá 1983; nokkur hóstun]. Hungaroton HCD 12631-2. Arias and Barcarolles (tvísöngslög og fjórhent píanó). Kay, Sharp, Barrett, Blier. Koch DDD 37000-2. Chichester Psalms [+ a.höf.]. Jones, Lundúnasinfón- íukórinn, Kgl. Fílharm.hljsv. u.stj. Hickox. Pickwick/ RPO DDD CDRPO 7007. Dybbuk ballett; Mass (Messa). Johnson, Ostendorf, N.Y. City Ballet hljsv., Titus, Scribner-kórinn, Berk- shire-drengjak. & rokksveit u.stj. L.B. Sony SM3K 47158 (3). Candide söngleikur (endurskoðuð lokaútgáfa). Hadl- ey, Anderson o.fl., Lundúnasinfóníuhljómsv. (LSO) u.stj. L.B. Deutsche Grammophon DDD 429 734-2 (1989). On the Town söngl. [ásamt fjölda laga, er klippt voru úr upphafl. kvikmyndarútgáfunni]. Von Stade, Daly o.fl. LSO u.stj. Tilson Thomas. Deutsche Grammophon DDD 437 516-2 (1992). A Quiet Place ópera [lengri útf. með Trouble in Tahiti (1951) í miðju]. White, Ludgin o.fl. Útv. sinf.hljsv. Austurrfkis u.stj. L.B. DDD Deutsche Grammophon 419 761-2. West Side Story söngl. On the Waterfront (sinfón- ísk svíta úr samn. kvikmynd). Te Kanawa, Carreras, Ho/ne, Troyanos, ónefndur k. & hljsv. frá „on and off Broadway". DDD Deutsche Grammophon 431 027-2.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.