Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 7
MATTHIAS
JOHANNESSEN
Padúa
Þau sátu við Caffé
Gattamelata
og hann fékk sér
cappuccino og virti
fyrir sér sjö fugla
á hestsstyttu
Donatellos
utanvið dómkirkjuna, tíminn
á hestbaki
hugsar hann tíminn
á leið í kaupstað
í köldum storknuðum kopar
og minnir á spansk-
grænulitað fljótið
sem er hætt að renna, fuglarnir
hugsar hann tylla sér
á hugmynd Donatellos
um hest og mann, þannig
tyllir tíminn sér einnig
á minningu okkar
og kirkjuklukkurnar hringja
og strætisvagn nr. 16
stanzar og fólk kemur
og fer eins og fuglar
á hestsstyttu tímans, hann
fær sér annan cappuccino
og þau tala um torgið
á næstu grösum, Prato
della Valle ólíkt öllu öðru
sem augu þeirra hafa veitt
í smágerð net sín, Eins og
mynd á konfektkassa segir hann
og þeir draga sóltjaldið upp
og þau sitja undir því miðju
og kvöldsett kirkjutorgið
fellur að augum þeirra
eins og hlýr andvari sem strýkur
nasir
hestsins og hann frýsar
og torgið og kirkjan koma
undan tjaldinu og þrír
Hestur Donatellos.
býsanskir himnar og hundur
á kvöldgöngu gengur um
eins og poppstjarna meðal
dúfnanna
og fylgir hesti og riddara
inní áleitna hugmynd
um leiksvið
tímans þar sem lifandi hendur
löngu molnaðar kjúkur hafa skilið
handbragð sitt eftir
eins og hugsun
sem dagar uppi á sporlangri leið
í kaupstað, Nú fljúga þeir
af styttunni, segir hún
og bendir en skítugur
fúlskeggjaður karl gengur
undir sólsnjáðum hatti
með gamlar flíkur og poka
inná leiksviðið, Eins og útúr
Dickens segir hún
og Odysseifur dulbúinn betlari
og gengur yfir torgið, Förum,
segir hann og stendur upp
og þau ganga
inní grasdautt hófatak
tímans.
Bologna
Innhverf kirkjan
við Via Giacomo
Matteotti
er að reynslu
gamals manns hjarta, að
utan látlaus
og ógestrisin
og lítt áleitin
forhlið
en stór
sál þegar inn er komið,
opinn hugur og gestrisinn.
Það er laugardagur
11. ágúst '90 og við
eigum af tilviljun
leið fram hjá kirkjunni, það
er sólheitur dagur
og tvö ungmenni
standa á gang-
stéttinni og stúlkan
fer að kjassa
piltinn eins og. fugl.
Við stönzum,
göngum svo inn
en ungmennin
núa saman
neíjum eins og dúfur
í garðinum
við næsta torg.
Meðhjálparinn
að taka til
á altarinu
kveikir
á tveimur kertum
og gefur okkur auga,
gengur afsíðis
og kemur aftur
inní kórinn
að vörmu spori
og fylgir nú
lágvöxnum hvíthærðum
presti
í róshvitum kufli
að altarinu,
presturinn
byijar athöfnina
og talar lágri röddu
uppúr bænabókum
en Kristur rís
aftanvið háaltarið
og Ijómar af honum
á þessum sólríka
tígulsteinsgula
degi.
Þegar við göngum út aftur
eru ungmennin
farin
en dúfurnar kurrandi
í torggarðinum
handan stórmarkaðarins,
þannig hafa þær
kurrað
frá upphafi
kirkjunnar við Via
Giacomo Matteotti
þar sem dagarnir renna
saman, ár og dagar
falla
að faxhvítu brimhljóði
tímans.
Húsafelli eftir Ásgrím Jónsson, málað
1935 og gefur það góða hugmynd um eld-
húsið eins og það var á meðan búið var í
húsinu. Mynd af málverkinu fylgir grein-
inni. Þar er horft til norðurs og sést gamla
eldavélin lengst til hægri. Hún er enn á
sínum stað og var eldiviðarvél enda nóg
af eldiviði úr Húsafellsskógi. í dyrunum
þar sem komið er inn í eldhúsið úr anddyr-
inu_ stendur Jakob vinnumaður.
Á kassa undir glugganum sem veit að
hlaðinu lætur Ásgrímur Herdísi ráðskonu
sitja fyrir og fyrir framan hana er skápur
sem var undir góðgerðalyftu upp í stofu
og var smíðuð 1930. Það ár varð Kaldidal-
ur bílfær og jókst þá gestagangur verulega
sérstaklega í kringum Alþingishátíðina.
Ferðamannastraumur hafði þó alltaf verið
mikill fyrir enda staðurinn ævaforn áning-
arstaður. Greiðasala var í gangi á Húsa-
felli og bornar fram veitingar í stofunni á
miðhæðinni og því nauðsynlegt að koma
þeim beint úr eldhúsinu þangað. Gamli
bærinn var ekki eingöngu íbúðarhús og
má því telja hann til elstu gistihúsa lands-
ins.
Stofuhæð
Á miðhæðinni voru stofur og gestaher-
bergi. Fremri stofan var viðhafnarborð-
stofa hússins og gestastofa en innri stofa
stássstofa með betri húsgögnum og mynd-
um_ á veggjum.
Á einum veggnum í innri stofunni hékk
áður kringlótt smámynd af Mugg með
Magnús elsta son Þorsteins bónda á armin-
um. Guðmundur Thorsteinsson eða Mugg-
ur var á Húsafelli part úr sumri árin 1921
og 1922. Seinna sumarið undi hann lítið
úti við en var þeim mun meira heima á
bæ með fólkinu og dundaði með pappírss-
nepla, efnisbúta, skæri og nál. Frá þessu
sumri er myndin „Flyðran", óhlutbundinn
leikur að efni og litum. Kannski má telja
„Flyðruna" til fyrstu abstrakt listaverka
sem gerð voru á Islandi þó svo að Muggur
ÁSGRÍMUR, Herdís Jónasdóttir ráðskona á Húsafelli og Guðrún Jónsdóttir
vinnukona.
Ljósmynd Björn Þorsteinsson.
GAMLI bærinn íjanúar 1993.
teljist alls ekki til abstraktmálara og ann-
að gildi um textílverk en málverk. Blárönd-
ótta silkið í myndinni mun vera úr sparisv-
untu Guðrúnar vinnukonu eða Gunnu
gömlu enda fór sérstaklega vel á með
henni og listamanninum.
ÁSGRÍMSHERBERGI
Herbergið sem er til vinstri handar þeg-
ar komið er inn á ganginn var svefnher-
bergi _sem notað var fyrir fastagesti. Þar
sem Ásgrímur Jónsson var tíðasti fasta-
gesturinn festist nafn hans við herbergið.
Ef vel er að gáð má sjá för eftir teikniból-
ur á dyrakörmum og eru það spor list-
mannsinns sem oft hengdi verk sín upp
þegar hann vann _að þeim heima við.
Alkunna er að Ásgrímur dvaldi mikið á
Húsafelli en hann kom þangað fyrst sum-
arið 1915 og upp frá því aftur og aftur
allt fram á sjötta áratuginn. Margir fleiri
listamenn dvöldu á Húsafelli lengri eða
skemmri tíma þó svo að hans þáttur sé
langstærstur. Það var fyrst og fremst
landslagið sem dró hann þangað en líkt
og um Mugg fór vel um hann á heimilinu
og lét heimilisfólk sér annt um hann.
Hann fór mikið einförum og lagði oft á
sig langar göngur áður en hann kom á
staðinn þar sem hann gat verið einn með
náttúrunni og list sinni. Hann segir frá því
í viðtölum að bæði Ástríður húsfreyja
móðir Þorsteins bónda og Guðrún vinnu-
kona frændkona hennar hafi fylgst ná-
kvæmlega með því sein hann var að mála
og báru furðulega gott skyn á málverk.
Þær frænkur munu reyndar einnig hafa
haft dulrænar gáfur til að bera sem Ás-
grímur kunni vel að meta. Hér voru list-
menning og alþýðumenning í góðu sam-
neyti.
RISHÆÐIN
Á rishæðinni voru aðalvistarverur heim-
ilisfólksins, Baðstofan vestanmegin og tvö
svefnherbergi austanmegin.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.APRÍL1995 7