Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Side 2
Lífróður Endurminning eftir ÓLAF ORMSSON rabáturinn barst frá landi, það var öldu- gangur á vatninu og skyndilega fór vind- kviða um dalinn og hvolfdi bátnum og við Óli bróðir duttum út- byrðis í vatnið og tókst með erfíðismunum að komast í land. Við sáum hvar séra Jóhann, gráhærður öldung- urinn með grátt alskeggið kom álengdar gangandi frá sumarbúðunum og niður að vatninu, hægum skrefum og við jgóndum á séra Jóhann og ég hvíslaði að Ola bróður er við skriðum holdvotir uppá bryggjuna: — Kannski að hann sé sjálfur Guð og hafí séð til okkar og viljað bjarga okkur. Sjáðu, hrópaði ég. Þama er hann og ég bendi á séra Jóhann sem nálgast okkur. Séra Jóhann brosti og bað okkur að fara ávallt gætilega á vatninu. Við höfðum ekki séð hann fyrr þá um sumarið. Hann hafði komið frá Reykjavík um morguninn í sumar- búðirnar þar sem hver dagur hófst með fánahyllingu er drengirnir fjölmenntu fyrir framan skálann. Það minnisstæða sumar tók óvænta og ánægjulega stefnu dag einn í júnímánuði er rútubifreið lagði upp frá Amtmannsstígn- um í Reykjavík með hóp kátra drengja og sem leið lá út úr borginni um Mosfellssveit- ina, Kjósina, Hvalfjörðinn, Borgarijörðinn og yfír skógivaxnar hlíðar, niður brekkur, um stiga og götutroðninga, í glampandi sólskini og heiðríkju og rykmökkurinn um- hverfís rútubifreiðina byrgði um stund sýn yfír náttúrufegurðina í dalnum þar sem sumarbúðirnar standa í skóginum við vatn- ið. Og mýið tók á móti okkur, kom þúsund- um saman á móts við rútubifreiðina. Vel man ég þá lífsgleði sem einkendi þá daga. Hópur kátra drengja var fyrir á staðn- um með séra Marinó í fararbroddi og fagn- aði komu okkar og ég var ekki fyrr stiginn út úr rútubifreiðinni en allt var á iði og ærslin hafín og þar var kominn pattaralegur drengur, dökkskolinhærður, í röndóttri ullarpeysu og stuttbuxum, með svolitla ýs- tru og háðsglott um varir: — Af hveiju höfum við ekki sést áður, vinur? Hann var ólíkur mér sem var skolin- hærður og grannvaxinn og hlédrægur. — Þú verður í minni klíku sem öllu ræð- ur, sagði hann og glotti. Andlitið var þakið ijóma- og sultuslettum. Nammi, namm, handa frískum strákum, hrópaði hann allt í einu og tók skyndilega á rás, greip töskuna mína og hljóp með hana eins og spretthlaupari í hundrað metra hlaupi að aðalinngangi sumarbúðanna, upp tröppurn- ar og hvarf inn í húsið líkt og stormsveipur og faldi töskuna undir stólröð í fundarsal þar sem hún kom síðar í leitimar. Hann hét Valdimar og var kallaður Kúddi og ýmis uppátækja hans í sumarbúðunum vöktu ýmist furðu eða kátínu en honum var margt fyrirgefíð. Hann tók virkan þátt í kristilegu starfí og var einn drengjanna sem séra Jón hélt hvað mest uppá. Við drengirnir vorum vaktir með klukkna- hringingu árla morguns og morgunbæn og borðuðum hafragraut eða skyr í matsal í vesturenda skálans. Síðan tóku knattleikir við í skóginum, bátsferðir á vatninu og könn- unarferðir um skóginn. Að loknum erilsömum degi og kvöldverði hófust kvöldvökurnar í fundarsal sumarbúð- anna og guðræknistund. Það var kveikt upp i aminum, flöktandi logamir vörpuðu birtu framan í salinn, Séra Jóhann stóð fyrir fram- an eldinn, hann var með litla vasabók í hendi og las úr Filipíubréfínu, „verið glaðir í sambúðinni við Drottin". Og síðan var sungið og stundin ógleymanleg þegar allur hópurinn var þar saman kominn og kliður fór um salinn og stemmningin ósvikin er allur skarinn söng, Áfram kristmenn, kross- menn, kóngsmenn erum vér, við texta séra Jóhanns og þegar stundin var á enda gengu skálabúar til hvílu. Fram eftir kvöldi fór séra Jóhann eftirlitsferðir um húsið og vindlareykurinn umlukti húsakynni. Þegar ég rifja upp löngu liðna daga er ef til vill einn mánudagur öðrum minnis- stæðari. Hann hófst líkt og aðrir dagar árla morguns með klukknahringingu, morgun- bæn og fánahyllingu, húrrahrópum og glað- værð í áhyggjulausri veröld æskuáranna þar sem hið daglega amstur var víðsfjarri, sann- kallaður sólskinsdagur og nóg að starfa. Og nálægð gamla mannsins, séra Jóhanns, eins og trygging þess að yfir um og allt í kring væri handleiðsla þess sem öllu ræður og mikið var hann áhrifamikill er hann ræddi við okkur drengina um trúna, lífið og tilveruna. Hann var með svart pottlok á höfði, í dökkum klæðskerasaumuðum fötum sem voru stundum-gvolítið krumpin, í svört- um lakkskóm og reykti stóra vindla og stutt í húmorinn og átti það til að grípa knöttinn skyndilega og sparka út í loftið og gefa í skyn að nú væri nóg komið af fræðslu um sinn, leikurinn tæki við og þá dró hann sig í hlé. Eg var óþægilega minntur á staðreyndir lífsins. Ellert hét fjörmikill og lífsglaður piltur, rauðhærður, burstakliptur, freknóttur og síbrosandi er kom einmitt í sumarbúðirnar fyrr- nefndan mánudag seint í júnímánuði og var hvers manns hugljúfi. Hann kom með fulla tösku af alls kyns leikföngum, t.d. flugvél- amódelum og kvaðst ætla að verða flugmað- ur þegar hann hefði aldur til. Hann var að uppgötva heiminn, hver stund var gleði- gjafí, hvert augnablik og forvitni var ríkur þáttur í fari hans, hann rannsakaði gaum- gæfílega allt sem varð á vegi hans. Hann dvaldi langdvölum í skóginum og dáðist að umhverfínu, gróðrinum, fuglalífínu og þre- stirnir urðu snemma hændir að honum, hann lét sér annt um þá og ekki ósjaldan kom hann við hjá kokkinum í matsalnum og fékk hjá honum brauðmola sem hann síðan hafði með sér út í skóginn til vina sinna, fuglanna. Ellert skynjaði atvik og umhverfi á annan hátt en við félagarnir. Hann átti vandaða ljósmyndavél og tók myndir á vélina, af umhverfi og náttúru, fuglum og drengjum að leik og starfí. Hann var með derhúfu á höfðinu, í Ijósblárri lopapeysu og gallabux- um og í strigaskóm og myndaði stundum umhverfið klukkutímum saman. Hann póst- lagði bréf til foreldra og ættingja og lýsti í smáatriðum dvölinni í sumarbúðunum og það voru einstaklega lifandi frásagnir kryddaðar léttleika og húmor ásamt alvar- legri hugleiðingu um lífíð og tilveruna. Ég fékk stundum að líta á bréfín áður en hann póstlagði þau. Við urðum trúnaðar- vinir, nánir vinir og fórum oft á árabát út á vatnið og hann sagði mér frá draumum sínum^ og vonum. — Ég ætla að verða flugmaður, ég ætla að skoða heiminn, dýrin, fuglana, mannfólk- ið og taka myndir ef guði lofar, sagði hann og dýfði árinni í vatnið og báturinn klauf báruna. Hann trúði mér fyrir veikindum, að hann þjáðist af alvarlegum sjúkdómi og að hann hefði fengið samþykki frænda síns séra Marínós fyrir því að fá að vera í sumar- búðunum þá um sumarið. Það var eins og hann fyndi það á sér að allt væri hverfult í heimi hér. Við rérum langt út á vatnið einn morgun um mitt sumarið, tveir tólf ára drengir á morgni lífsins. í spegilsléttum fleti vatnsins sáum við nokkra kola og síli undir yfírborð- inu og í ákafanum við að ná tökum á kola sem synti upp að bátnum féll Ellert vinur minn útbyrðis í vatnið og ég sá hann sökkva þannig að hann hvarf mér sjónum og ég kastaði mér útbyrðis í vatnið og kafaði uns ég náði á honum tökum og kom vini mínum loks upp í bátinn. Hann var meðvitundar- laus. Ég greip árina og réri lífróður í land, fór úr lopapeysunni og lagði hana utan um herðar Éllerts og hann lá út af á tóftunni í bátnum og mér fannst eins og það væri ekkert lífsmark með honum. — Þú mátt ekki deyja, kjökraði ég og tók enn fastar um áramar og báturinn nálgaðist trébryggjuna og ég batt bátinn vandlega við bryggjuna með kaðalspotta. Ég gerði lífgun- artilraunir á vini minum sem báru loks þann árangur að hann vaknaði úr dáinu, og brosti. — Mig dreymdi skrýtinn draum. Mér fannst ég vera orðinn flugmaður á stórri farþegaflugvél og ég flaug svo hátt að ég flaug til himna og varð eftir og allir hinir héldu eitthvað lengra áfram, sagði hann og við gengum upp trébryggjuna áleiðis yfír að sumarbúðunum. Hann náði sér furðu fljótt eftir þetta óhapp á vatninu. Þetta minnis- stæða sumar var brátt á enda. Það var kom- ið fram í ágústmánuð. Ellert sótti eitt sinn myndavélina og hóaði saman nokkrum vinum sínum og myndaði okkur. Lífíð var honum stöðugt myndefni, áskorun. Svo var það einn morgun seint í ágústmán- uði að hann var ekki lengur á meðal okkar. Það var bjartur dagur, heiðríkt. Ég vaknaði árla morguns við fuglasöng, þrestimir vom að kveðja vin sinn sem hvern morgun hafði gefið þeim brauðmola og það var ekki laust við að væri annarlegur tónn í söng þeirra. Ég leit út um gluggann í Skógarsal og sá að fáninn var í hálfa stöng og ég skynj- aði áður óþekktan sársauka. Það gat ekki verið um nema einn að ræða, Ellert vin minn og ég fékk það svo staðfest er ég kom i borðsalinn og hitti þar séra Marínó. Ellert hafði dáið fyrr um nóttina í svefni. Á náttborðinu við rúm hans var Biblían, ljós- myndavélin og stutt bréf sem hann hafði stílað til mín. Það fjallaði um lífið, það mikla undur, og hann kunni að meta það að ég hafði reynst honum góður vinur. í bréfinu vom handskrifaðar tilvitnanir í biblíuna með einstaklega fallegri rit- hönd. „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifír og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja... JÓN FRÁ PÁLMHOLTI Glasgow Daunillur þefur og drullugir vegg- ir dimmt í lofti af regni og skít. Paufast hér guggnir en góðlyndir seggir sem grálitir maðkar í voldugri hít. Fallegar konur með fótleggi bera fiögra um strætin með augun sljó, ævitíð þeirra mun áþekkust vera ufsatorfu í gruggugum sjó. Turnar hávir í himininn mæna sem hugur þess sem úr skítnum rís, en óhreinar göturnar gleðinni ræna. Ígímaldi þessu erfólk einsogmýs. Höfundurinn er skáld i Reykjavík. GUNNAR E. RANDVERSSON Draumur / svörtu húsi við hafið sefur barn og þegar hvítar dúfurnar hefja sig til flugs afþaki hússins opnar barnið augun eitt andartak en sofnar síð- an aftur og dreymir svartar dúfur sem ber við hvítan himin. Höfundur er tónlistarkennari í Reykjavík. GUÐMUNDUR HERMANNSSON Vorkoma Gríms Vorkoma varplanda vitjað við heiðarvötnin blá Fuglar fljúga á braut að finna kyrrð ró Kærkominn kveður gesti er að koma til að sjá Fálki fyrir dyrum og fagnar Marinó Höfundur er fyrrverandi lögregluþjónn og íslandsmethafi í kúluvarpi. Ljóðið er í tilefni skúlptúrsýningar Gríms Marinós sem nú stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. KRISTJANA ATLADÓTTIR Leit Ljósið í myrkrinu var nærri en röng beygja færði það í kaf. Andardráttur í myrkrinu gaf til kynna návist þína. Ég leita en finn ekki. Skýrar sýnir í huga mínum verða óraunverulegar í húminu tilfinning að engu í dagsljósi. Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.