Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 3
lesbok 1] [o) g] [g 0® 0 E s m [g H| (n| [g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Forsídan í tilefni hvítasunnu og Kirkjulistahátíðar 1995 sem hefst um þessa helgi, er á forsíðu Lesbókar vefmynd, ofin altaristafla eftir norsku myndlistar- konuna Else Marie Joakobsen. Hún sýndi verk sín í Listasafni Akureyrar í mai, en opnar í dag í Hallgrímskirkju sýningu á trúarlegum verkum sem standa mun tii'18. þ.m. Þar eru ofín vegg- teppi, aðallega altaristöflur og einnig grafíkmynd- ir. Verkið á forsíðunni er altaristafla sem Else Marie hefur ofið fyrir Haugerud-kirkju í Osló. Hún nefnir það „Frá myrkri til ljóss“. Hæð þess er 9 metrar og að ofan er það einnig 9 metra breitt. Mummi frá Feðgum í Meðallandi er hátt í nírætt og er ekki aðeins kunnur ferðagarpur sem fyrstur manna ók bíl í Landmannalaugar, heldur hefur hann staðið sem fyrirmynd hjá Kjarval og vinnu- ferillinn spannar alla íslandssöguna, frá þvi að sitja yfir kvíaám og róa á opnum báti til fískjar til þess að aka bílum og loks að læra á tölvur. Blaðamaður Lesbókar tók greinina saman. Stefnumót listar og trúar, heitir sýning sem hefst í Hafnar- borg í Hafnarfirði í dag. Af því tilefni skrifar sr. Gunnar Kristjánsson grein sem hann nefnir; „Gnýr af himni - hið andlega í listinni - “ Trúarleg við- fangsefni í list skilgreinir hann svo: „Sá sem glím- ir við tilgang lífsins fæst við trúarleg viðfangs- efni að skilningi guðfræðinngar, sömuleiðis sá sem tekst á við þjáninguna...“ JAKOB THORARENSEN Tvær heimsóknir Hið fyrra kvöld, sem kom ég þar, var kvöld í sólskinsljóma, og léttur eimur ennþá var um alla ganga og stofurnar af angan brúðkaupsblóma. Ég fann þar hjónin, heit og ör við hæstu þránna flæði, með blys í augum, bros á vör og bjartan svip og glaðleg svör, svo frjáls og fögur bæði. Þar sýndist öllu í unað breytt, hvert orð með fagnaðs hreimi. En þögn var sveipað eitthvað eitt, sem armlög höfðu sælast veitt og mest var hnoss í heimi.- Hið seinna kvöld, er kom ég þar, ég knúði hurðir lengi. A súg, en engri angan, bar. Einn áratugur liðinn var, og margt var breytt hjá mengi. Ég leit þar flest í reglu og röð, sá rós í hverjum glugga. Þó héngu sumum hnipin blöð, og húsið fannst mér drungastöð í skúmi, þögn og skugga. Og þar var kominn risi í rann, sá rammi, hljóði, bleiki - og sitt á hvoru hnénu hann með hjónin sat og létt sér vann, - hinn leiði hversdagsleiki. Jakob Thorarensen, 1886-1972, var frá Fossi í Hrútafirði, lærði tré- smíði og settist að í Reykjavík. Fyrsta Ijóðabók hans var Snæljós (1914) en síðan komu frá honum margar kvæðabækur og smásagna- söfn. Þegar ég hætti — reynslusaga að var ekki um að villast. Svipur vinar míns og líf- læknis, dr. Magna, var alvarlegur. Eg var lé- magna eftir að hafa blás- ið í tæki nokkurt sem mældi lífsloftið sem ég megnaði að draga að mér með þar til gerðum lung- um mínum. „Loftið í lungunum hefur stórlega minnk- að, Þórður." Ég sat hnípinn í stólnum með hendur í skauti eins og hver annar óknyttastrákur sem hefur verið gripinn óvænt við iðju sína. „Þú verður að hætta að reykja ef þú vilt lifa mikið lengur." Á leið minni heim fór ég að meta stöðu mína. Magni hafði sett mig í óvæntan bobba. Ég varð að meta að nýju líf mitt og gæði þess. Stöðu minnar vegna sá ég litla ástæðu til að þrauka. Ég er kennari og fátt tengir ís- lenská stjórnmálamenn traustari böndum en hatur þeirra á stétt minni. Það var sem sé fljótgert að komast að þeirri niðurstöðu að ekki gerði ég yfirvöldum þjóðarinnar mikinn greiða með því að hætta að reykja og lifa þar með lengur. Yfirstandandi kennaraverk- fall æsti ekki upp mikla lífslöngun. Á móti kom að ég hafði að ýmsu leyti gaman af þessu lífi enn auk þess sem ég vildi alls ekki gera ráðuneytum úti í bæ þann greiða að geispa golunni. Ég var sáttur við ákvörðun mína þegar ég kom heim til mín og tilkynnti öllum þar að ég væri hættur að reykja. Mér til hrelling- ar sá ég að kötturinn virtist einna fegnastur (fressinn. Virgill verður ákaflega svipljótur við óbeinar reykingar sínar). Þennan dag kvaddi ég með því að skella í mig einum pakka af gómsætinu After eight og leið þegar betur. Um nóttina svaf ég sáralítký dreymdi herfilega og vaknaði í svitabaði. Ég var alls ekki óánægður með mig þennan morgun þótt vansvefta væri og fannst jafnvel eitt- hvað karlmannlegt við það að vinna á fýsnum mínum þótt ég væri náttúrlega nær líkams- dauða mínum en lífi. Þetta ástand entist mér fram á miðjan dag og hefði sennilega treinst lengur ef ég hefði ekki orðið svo ólánsamur að komast í Dag- blaðið og lesa leiðara þess þar sem höfundur hans lýsti hugmyndum sínum um kennara og hlutverk þeirra. Mig hefur sjaldan langað svo mjög til að reykja sem eftir lestur um- rædds leiðara. Ég ákvað að lesa aldrei að eilífu Dagblaðið aftur. Leiðaraófétið bætti ég mér upp með því að gleypa þijár plötur af Síríus-súkkulaði (með hnetum og rúsínum) og skolaði þeim niður með heilum potti af nýmjólk. Á þessu stigi míns endurbætta lífs kom æ betur í ljós að hvers kyns mótlæti átti ákaflega illa við mig og leiddi ýmist til ofsabræði af litlu tilefni eða geysisnöggs ofáts, einkum leiftursóknar í kökubox og súkkulaðipakka. Næsta morgun skein sól í heiði en ég lá í djúpum svitapolli og rifjaði upp martraðir næturinnar. Þrátt fyrir það leið mér prýðilega og fann að lífíð var að ýmsu leyti gott. Um hádegið fór ég í sundlaugina í Laugardalnum enda hafði ég heyrt því fleygt, og þótt frem- ur viturlegt, að menn, sem hættu að reykja, ættu að hreyfa sig úr stað eftir föngum. Eftir 50 metra sundsprett (ég ákvað að fara hægt af stað) fór ég í einn heitu pott- anna til að láta þreytuna líða úr mér. Ég tók eftir því, sem ég gekk niður í pottinn, að hann var merktur með tölunni 40-42 og hélt ég satt að segja að það hefði etthvað með hitastigið í pottinum að gera — lengi vel. í pottinum voru u.þ.b. 10 karlar. Þeir létu dæluna ganga að sið karla sem sækja heita potta — og umræðuefnið var vitaskuld — nema hvað — kennaraverkfallið. Fyrirfram hefði ég hreint ekki trúað því að aðrir eins fjallgarðar fáfræði gæti rúmast í einum heitum potti. Kennarar voru ekki einungis illmenni — heldur ákaflega vel laun- aðir þrjótar, forríkir misindismenn og ómagar fátækrar og skuldugrar þjóðar. Steininn tók úr þegar einn pott-ormurinn færði sig í miðj- an pottinn, maður á mínum aldri í góðri stöðu, kvæntur ágætum lækni hér í bæ, blés sig út eins og hani og fullvissaði hina pottbúana um að hann þægi hvenær sem væri laun grunnskólakennara fyrir sín eigin smánar- laun. Það leifði ekki af því að maðurinn klökknaði. 'Ég fann hvernig syrti að í huga. mínum. Sú skíma lífsgleði og bjartsýni, sem þrengt hafði sér gegnum myrkur reykingabindindis- ins, hvarf sem dögg fyrir sólu. Eg tók á rás o£ forðaði mér úr pottinum með miklum boðaföllum. Ég sá sem snöggvast töluna 40-42 um leið og ég stökk úr pottinum og í sömu andrá skildist mér að talan ætti líklega við andlegt atgjörvi pottbúa. Þessi pottur væri sennilega sérstaklega hannaður fyrir þá sem byggju við greindarvísitöluna 40-42. Það sem eftir lifði þessa dags sá ég lítt til sólar. Lífslöngunin hékk á hálmstrái. Ég ákvað að bytja að reykja næsta dag og flýta með þeim hætti fyrir hinu óumflýjanlega. Ég kvaddi þennan dag með því að hesthúsa konfektkassa - en drakk nú léttmjólk með. Þriðji morgunn míns nýja og endurbætta lífs var sýnu verstur. Ég hafði að vísu ekki fengið martröð - sem á sér rætur í því að ég hafði ekkert sofnað - en svefn er náttúr- lega forsenda martraðar. í stað svefns hafði ég hins vegar svitnað svo að mér fannst ég vera að breytast í skreið. Ég fór á fætur og fann þrátt fyrir allt að lífíð var einhvers virði og mér fannst í rauninni ég vera að drýgja nokkra dáð. Ég ákvað að fara í gjaldheimt- una í Kópavogi og gera hreint fyrir mínum dyrum. Á þann stað hef ég oft átt þung spor en svo var þó ekki nú. Ég hafði borgað allar mínar skuldir í desember, horft á skulda- stöðuna kr. 0.00, og þegið hamingjuóskir gjaldkera - enda um markverð tímamót að ræða í lífi mínu og stöðu bæjarsjóðs Kópa- vogs. En viti menn. Fár veit hveiju fagna skal, stendur þar, og svo var einnig nú. Gjaldker- inn benti mér, þessum holdgervingi heiðar- leikans, skuldlausum manninum, á að ég skuldaði kr. 24.000.00 í dráttarvexti frá síð- asta ári. Ég hef stundum velt því fyrir mér í alvöru hvort hugtakið borgari hafi ekki misskilist herfílega af einhveijum kerfisþrælnum. Allir vita að sá sem leikur er leikari, sá sem bak- ar er bakari og sá sem kennir er kennnari. Mér hefur sem sé dottið í hug að margt yfir- valdið telji að borgari sé sá sem borgar. Stundum finnst mér sem ég hafi vart öðru hlutverki að gegna sem borgari. Ég vil teljast góður borgari, jafnvel góð- borgari, í Kópavogi og borgaði því upphæð- ina sem mér var sagt að ég skuldaði. Á meðan gnísti ég tönnum og lét einhver ljót orð falla. Stillti mig þó að mestu þar til ég komst út. Þar blótaði ég hátt og innilega og reif í hurð míns jeppa. í næstu andrá stóð ég með húninn í hendinni mölbrotinn og var þó úr þykku plasti. Ég varð að fara inn um skottið til að setjast undir stýri. Öðru fólki græðist fé á því að hætta að reykja. Nýr húnn og ísetning hans kostaði mig kr. 4.700.00 og hafði ég því tapað á 3ja daga bindindi alls kr. 3.850.00. Um kvöldið sofnaði ég eins og barn og svaf 12 tíma og hefur ekki langað í tóbak síðan - bara í súkkulaði. Ég hef þyngst um 12 kíló og stefni að því að verða forætisráð- herra til að megrast. Ég hef ekki snert Dag- blaðið síðan, ekki komið í heitan pott og er orðinn stórskuldugur við gjaldheimtu Kópa- vogs. En lífið er nokkurs virði. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBIAÐSINS 3. JÚNÍ 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.