Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 7
 i?£N WiIIikens, Ben Willikens: „Herbergi - tileinkað - Andrea del Sarto“. Gouache 1982 finna listamenn sem glíma einmitt við hið andlega og hina guðlegu návist. Þar virðist ekki vera neinn munur eftir listastefnum. Með hinu andlega er annars vegar átt við andann í listinni, þann kraft sem býr í lista- verki og hefur áhrif á þá sem njóta þess. Það hlýtur að vera meginmarkmið lista- mannsins að verk hans búi yfir krafti sem gefur formum og litum líf. Þetta er eitt atr- iði þegar rætt er um andann í listinni. Hitt atriðið er túlkun listamannsins á andanum í hefðbundinni trúarlegri merkingu. Þá styðst hann oft við biblíulega texta sem fjalla um andann. Hið fyrrnefnda, andann í listaverkinu sjálfu, hefur Wassily Kandinsky manna best útlistað í bók sinni um listfræði expressionis- mans (Um hið andlega í listinni, 1911) og sagt er frá í sýningarskrá. Hugmyndir hans um mátt listaverksins standa vel fyrir sínu enn í dag. Textar Um Andann Hvað hið síðarnefnda snertir, andann í Biblíunni, er um auðugan garð að gresja. I því efni er fróðlegt að líta til myndlistarhefð- arinnar og virða fyrir sér helstu myndefni um andann en þau eru býsna mörg. Eitt hið algengasta er frásögn Lúkasar um boðun Maríu. Sú saga hefur reynst myndlistar- mönnum gjöfull brunnur alla tíð. Lúkas seg- ir svo frá að Gabríel engiil hafí komið til Maríu og heilsað henni með orðunum „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs“ og sagt henni að hún myndi fæða son og hann ætti að heita Jesús, hann skyldi sitja á hásæti Davíðs, þ.e.a.s. verða konungur. Síðan segir engillinn: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heil- agt, sonur Guðs... Þá sagði María: Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum. Og engillinn fór burt frá henni. Sá texti sem tengist hvítasunnunni þó mest er frásögn Lúkasar í Postulasögunni af úthellingu andans. Kristnir menn víða að voru samankomnir í Jerúsalem þegar andi Guðs kom skyndilega yfir þá: Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris ogfyllti allt húsið, þar sem þeir (þ.e. lærisveinarnir) voiv. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og and- inn gaf þeim að mæla. Orðið sterkviðri á gríska frumtextanum getur merkt vindur, andardráttur og andi, það gildir einnig um merkingu orðsins í hebresku. Hinn mikli „gnýr af himni“ er greinileg skírskotun til lýsingar Annarrar Mósebókar á birtingu boðorðanna á Sínaífjalli. I gnýnum eru einnig textatengsl við lýsingu Pyrstu Mósebókar á sköpun heimsins þar sem andi Guðs sveif yfír vötnunum. En sterkasta vís- unin er til goðsagnar Fyrstu Mósebókar um Babelsturninn þegar mennimir ætluðu í of- metnaði sínum að reisa turn sem næði til himins og taka stjórn heimsins í sínar hend- ur. Þá steig Guð niður og ruglaði tungumál þeirra svo að þeir skildu ekki lengur hver annan og fóru sundraðir hver sína leið. í frásögn Lúkasar er dæminu snúið við og mennirnir skilja hver annan rétt eins og í árdaga. Nýtt samfélag verður til. Hér er ný sköpunarsaga að gerast, andi Guðs táknar hér nýtt upphaf. ANDY Warhol, Madonna, myndin er byggð á Sixtínsku madonnu Rafaels. Hvítasunnan var og er ein af stórhátíðum gyðinga. Tilefni hennar á tímum Jesú var einmitt sérstaklega minningin um birtingu boðorðanna - hvítasunnan átti sér einnig annað tilefni en það var fyrsta kornuppskera vorsins. Það sem setur þó sérstakan blæ á frásögn Lúkasar er hið annarlega eða upp- hafna ástand lærisveinanna, þeir eru að nokkru leyti í öðrum heimi, nánast eins og andinn hrífi þá með sér og opni þeim nýja vídd sem var þeim áður óþekkt. Ein frásögn Nýja testamentisins um and- ann tengist upprisufrásögnunum. Jesús birt- ist lærisveinunum eftir upprisuna og segir við þá: Friður sé með yður. Síðan segir að hann hafi andað á þá og sagt: meðtakið heilagan anda. Merking þessa atburðar er dýpri en við fyrstu sýn virðist. Vafalaust hefur ritandi frásagnarinnar, Jóhannes, haft í huga goðsögn Fjístu Mósebókar um sköp- un mannsins þar sem Adam er búinn til úr leiri jarðar og síðan blæs Guð lífsanda í nasir honum „og þannig varð maðurinn lif- andi vera“. Atburðurinn þar sem Jesús and- ar á lærisveinana er því eins konar önnur sköpun, það litla samfélag sem fylgir honum er upphaf nýiTar mennsku. Loks mætti nefna sérstakt viðhorf hinna fornu Hebrea til lífsandans eins og það birt- ist í Davíðssálmum. Þar segir að náttúran lifi fyrir anda Guðs, Guð gefur skepnunum anda sinn og þá lifna þær við, þær andast þegar hann tekur aftur anda sinn. Þannig skynjaði Hebreinn lífríkið: andi Guðs gefur því líf. Án anda hans er ekkert líf. Nokkrir Listamenn Meðal listamanna sem hafa fengist við túlkun hvítasunnufrásagnar Lúkasar er Emil Nolde (1867-1956), einn af frumkvöðl- um expressionismans. Hann segist hafa ver- ið gagntekinn af sterkri löngun til þess að gera myndverk sem næði að túlka „dýptina í mannlegri tilvist, andann og trúna“. Árið 1909 málaði hann nokkrar áhrifa- miklar myndir með biblíulegu myndefni. Fyrstu myndimar voru „Kvöldmáltíðin" og ALFRED Hrdlicka, Emmaus, Kvöld- máltíð, Páskar. 1972. „Hvítasunnan", síðar komu fleiri. Á árunum 1911 og 1912 gerði hann sérstakan flokk biblíumynda, alls ellefu myndir. Lýsing Nol- des sjálfs er til á því þegar hann hóf að vinna að kvöldmáltíðarmyndinni. Hann segist hafa málað og málað án þess að vita hvort dagur var eða nótt og „hvort hann væri maður eða málari“ eins og hann orðar það. Hvítasunnu- myndina einkennir mikil litadýrð, m.a. hinn konunglegi purpuralitur á kyrtli Péturs og sami litur á eldtungunum. Yfír myndinni allri hvílir annarlegur og upphafinn blær sem nær vel anda frásögunnar. Lærisveinarnir eru einlægir og allt að því barnslegir á svip. Glíman við hið andlega í listinni kemur fram á margvíslegan hátt eins og áður er vikið að. í þeirri glímu þarf listamaðurinn ekki að binda sig við ákveðna texta, reynsla hans af návist hins guðlega getur komið fram á ótal vegu, í biblíulegu myndefni, í abgtraktlist, í litum, í formum. Þar eru eng- in takmörk. Fróðlegt er að virða fyrir sér nokkra samtímalistamenn í þessu samhengi. Fyrir nokkrum árum var austurríski myndlistarmaðurinn Alfred Hrdlicka fenginn til að vinna mikið myndverk fýrir nýja kirkj- umiðstöð í útborg Berlínar sem heitir Plötz- ensee. Þarna var áður fangelsi nazista og aftökustaður. Hrdlicka vann þarna flokk stórra veggmynda þar sem þjáningin er rauði þráðurinn, vonin er þó aldrei langt undan. Aðferð listamannsins er óvenjuleg eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þemað er Em- mausfararnir og páskarnir. Lúkas er eini guðspjallamaðurinn sem segir frá Emmaus- förunum en það voru tveir lærisveinar Jesú sem fóru gangandi frá Jerúsalem til þorpsins Emmaus skammt fyrir utan Jerúsalem að kvöldi páskadags og þeim var ókunnugt um upprisuna. Á leiðinni slóst ókunnur maður í för með þeim og talaði við þá á leiðinni. Þegar þeir setjast til borðs í Emmaus og hinn ókunni göngumaður brýtur brauðið lýkst upp fyrir vinunum tveimur að þessi maður er enginn annar en Jesús - en þá hverfur hann þeim sýnum. í myndinni sem hér birtist er fangi leiddur til aftöku. í lofti klefans eru kjötkrókar sem voru notaðir við aftökurnar. Milli glugganna tveggja sem birtan streymir óhindruð inn um situr einn fanginn, bjartur eins og ljósið í gluggunum og brýtur brauð. Skírskotunin til Emmaus leynir sér ekki. Annað dæmi um svipað efni er verk þýska myndlistarmannsins og prófessorsins Ben Willikens. Þar er reyndar um að ræða mun meiri tvíræðni en í fyrra dæminu. Willikens hefur fengist við kvöldmáltíðarþemað á afar sérstakan hátt og farið þar ótroðnar slóðir. Hann ólst upp í Austur-Þýskalandi en flutt- ist með foreldrum sínum til Vestur-Þýska- lands í stríðslok, þar bjó fjölskyldan í yfir- gefnu hóteli þar sem hátt var til lofts og vitt til veggja. Þessi rúmgóðu herbergi koma fyrir í verkum hans af kvöldmáltíðinni þar sem hann beitir þeirri aðferð að mála upp á nýtt gamlar, þekktar kvöldmáltíðarmynd- ir, en ekkert er eftir af upphaflega myndefn- inu annað en herbergin sjálf og borðið. Yfír þessum myndum ríkir annarleg kyrrð og allt að því ógnvænlegur tómleiki sem vekur til umhugsunar. Hér hefur hann notað mynd eftir endurreisnarmálarann Andrea del Sarto. í fyrstu er tómleikinn yfírþyrmandi en síðar vekur hin mikla birta til umhugsun- ar. Það er ekki myfkur fyrir utan heldur birta sem gæti hæglega verið tákn hinnar handanlægu návistar. í gullinsniðspunkti myndflatarins hefur Willikens markað fyrir staðnum þar sem höfuð Jesú var á málverki del Sartos. Endurreisnin setti manninn í miðpunktinn en hér hefur Jesús fengið enn æðri sess. Það kemur mörgum á óvart að faðir popp- listarinnar Andy Warhol, sem er ekki þekkt- ur fyrir trúarleg verk sín, hafi fengist tals- vert við trúarleg og reyndar biblíuleg við- fangsefni. Þekktustu verkin á því sviði eru gríðarstórar myndir sem hann gerði út frá hinni frægu kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci í Mílanó. Síðasta verk hans áður en hann lést árið 1987 var að opna sýningu á tuttugu kvöldmáltíðarmyndum eftir sjálfan sig við sama torg og Maríuklaustrið í Mílanó er sem hýsir hina frægu mynd Leonardos. Warhol var úkraínskur að uppruna og sótti reglulega messur í úkraínskri, kaþólskri kirkju í New York og tók þátt í safnaðar- starfínu. John Richardson, hinn þekkti bandaríski listfræðingur, hefur rakið þessi kirkjulegu tengsl Warhols og jafnframt sýnt hvernig þau koma fram í myndlist hans. 1 nokkrum bandarískum söfnum eru viðamikl- ar kvöldmáltíðarmyndir eftir Andy Warhol. Einnig fékkst hann við Sixtínsku madonnu Rafaels eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. LOKAORÐ Dæmi af þessu tagi mætti rekja í það óendanlega. Hér hefur verið brugðið upp sýnishornum af einum þætti í myndlist sam- tímans og reyndar allra tíma, það er þáttur hins trúarlega í lífí og list. Hin trúarlegu viðfangsefni hljóta að kalla listamanninn til sín svo lengi sem hann fæst við dýpri hugs- anir og tilfinningar mannsins. Það hlýtur að vera spennandi fyrir guðfræðina að fylgj- ast með því hvemig listamenn samtímans túlka reynslu sína í þeim efnum. Sýningin í Hafnarborg sem opnuð verður um hvíta- sunnuhelgina er því viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Höfundur er sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNÍ1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.