Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 11
Og blómin vaxa
á þakinu
Eftir EIRÍK JÓNSSON
Fjórþáttungurinn um Ólaf
Kárason Ljósvíking eftir
Halldór Laxness kom út
á árunum 1937-1940,
en heildarútgáfa skáld-
verksins kom fyrst út
árið 1955 og þá undir
nafninu Heimsljós.
Nafnið er sótt í síðustu ljóðlínur kvæðisins
Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson: „Hnig-
ið er heimsljós,/ himinstjörnur tindra./Eina
þreyi eg þig“.
Alkunna er að Halldór Laxness nýtti
sjálfsævisögubrot og dagbækur Magnúsar
Hj. Magnússonar (1873-1916) skálds auk
ýmissa annarra aðfanga þegar hann samdi
Heimsljós. Ævi Ólafs skálds Kárasonar á
sér því allnána frummynd í lífi Magnúsar
Hj. Magnússonar, þótt persónur þeirra séu
um margt gerólíkar. Atburðir og persónur
ritunartímans setja einnig mark sitt á
skáldverkið og aðalpersónu þess.
í öðru bindi Heimsljóss, Höll sumar-
landsins, sem kom út árið 1938, segir
meðal annars frá sumarást ungmennanna
Ólafs Kárasonar og Vegmeyjar Hansdótt-
ur í Sviðinsvík undir Óþveginsenni. En að
sumri liðnu er komið hausthljóð í vindinn;
ástarsambandið rofnar. Á skilnaðarstundu
dregur Vegmey upp mynd hamingju-
draums þeirra sem ekki mátti rætast, dulít-
ils bæjar út með fírðingum með blómum
á þaki: blómin eru sem stef í þeim draumi:
Hérna út með firðinum, ef þú geingur
sosum í klukkutíma, það stendur þar
dulítill bær. Hann stendur alveg niðr-
undir flæðarmálinu einn sér. Og það er
duggunarlítið tún í kríng og duggunar-
legadulítill kálgarður sem þarf að lú.
Það vaxa blóm á þakinu. Og það er
vör, og bátur í fjörunni, og það er færi,
og kannski netstubbur. Og það vaxa
blóm á þakinu [...] Og fjallið það stend-
ur yfir ofan litla bæinn, en ekki alveg
oní honum fyrir því, það er undirlendi
á bak við sem tekur skriðinn af snjóflóð-
inu, svo það er eingin hætta. Og þilið
er rauðmálað og veit að sjónum, og það
er hvítt í kríngum gluggann, og það
þarf að fara að setja blæu fyrir
gluggann; og það vaxa blóm á þakinu.
Og það er lítið fjós á bak við bæinn,
og kýrin geingur í brekkunni, og hún á
lítinn kálf, og kýrin heitir bara Skjalda,
en kálfurinn, hann heitir Ljómalind. Og
það eru sjö lambær á fjalli [...] Og litli
bærinn í vörinni, allir segja að hann sé
svo prúður og dást að því hvað það sé
þokkalegt í kríng. Og blómin vaxa á
þakinu — (Halldór Laxness 1938,
205-206).
Kveikjur að þessum texta Halldórs Lax-
ness um „dulitla bæinn út með firðinum"
sem Vegmey segir elskhuga sínum frá
virðast vera tvær. Annarsvegar frásögn
Magnúsar Hj. Magnússonar í dagbókunum
um löngun hans og tilraunir til að eignast
kotið Grænagarð sem stóð á húsmannslóð
við sunnanverðan Skutulsíjörð, miðja vegu
milli ísafjarðarkaupstaðar og býlisins
Tungu við fjarðarbotninn. Grænigarður
stóð á sjávarbakka en nokkru ofar var
fjallið. Hann var því staðsettur líkt og
„dulitli bærinn“ í Heimsljósi. Túnið í Græ-
nagarði var „duggunarlítið tún“, töðufeng-
ur af því árið 1901 var um tuttugu föng.
Kjarni lýsingarinnar á „dulitla bænum“
virðist hinsvegar sóttur í stutta frásögn
af lýsingu á svonefndum Brúnsbæ í
Reykjavík sem stóð þar sem nú er Tjarnar-
gata 4. Enskur grasafræðingur, Wiliam
Jackson Hooker, sem kom hingað til lands
árið 1809, bjó í Brúnsbæ og lýsti honum
í riti sínu Journal of a Tour in Iceland
in the summer 1809 sem kom út í Eng-
landi árið 1811. Frásögn af þeirri lýsingu
er að finna í bók dr. Helga P. Briem: Sjálf-
stæði íslands 1809, sem Hið íslenska þjóð-
vinafélag gaf út árið 1936. Þar segir með-
al annars um Brúnsbæ:
Segir Hooker að hann hafi verið svo vel
um genginn, að manni hafi orðið star-
sýnt á hann, og hafí hann boðið af sér
góðan þokka, með torfþakið vaxið blóm-
um. (Helgi P. Briem 1936, 146-147).
Grænigarður stóð út með firðinum „al-
veg niðrundir flæðarmálinu einn sér. Og
það var duggunarlítið tún í kríng“. Brúns-
bær var svo þokkafullur og „svo prúður“
að mönnum varð starsýnt á hann með
„þakið vaxið blómum“. Ur þessum þráðum
virðist hinn duldi saknaðaróður ofinn sem
Vegmey Hansdóttir flytur ástmanni sínum
þegar öll sund hafa lokast.
Höfundur er kennari á eftirlaunum og hefur
áður skrifað i Lesbók um ýmis föng Halldórs
Laxness.
ERLA JÓHANNSDÓTTIR
KRISTINN BJÖRNSSON
Lausnarorðið
Kristur minn, ég kom að þinni
kærleiks lind, sem fyrirgaf.
Traust mér halt í trú hér inni,
tak mig yfir vonsku haf.
Elskuríki andans faðir
augum líknar líttu mig.
Sjúkir, mæddir, sælir, glaðir,
syndum léttir, lofum þig.
Ver þú áfram vægur, Drottinn,
veg þinn feta ætlum við.
Gef þú öllum vonar vottinn,
vitni þín og trúarmið.
Sjáðu hvernig sægur manna,
sér þig vart sem vera ber.
Ljáðu þeim um lífið sanna
lausnarorð, er gafstu mér.
Höfundur er sóknarprestur á Hvamms-
tanga.
Jr
^ * * 4% ^ • * * * *
* v ’ /Ofefeur' \ .
.. / A nimíw^to •folomír * ■
• 'íg Qtovc QtosÁ t
jjeteur jót&ma. cg zpegUisb
/ Evv Vumv r vsríí vc
torUuvs.
/ krp-
Og jðjfVwH tyAitoí reuHur
tk fe/vf v ivtjáuui, ðg ióXðM' éf brofcúv
C þú^tu^i
•fariwsvýcvuwHítíBí btut.
Höfundurinn er 12 ára Reykjavíkurtelpa en var 11 ára þegar hún orti Ijóðiö og
sjálf hefur hún skrifað það eins og það birtist hér.
m][e][r][g][u][r] [m]|a]E[s]Q][n][s
Tímanna tákn
— kyíðbogi
Eftir JÓN G. FRIÐJÓNSSON
rnútímamáli er oft talað um að eitthvað sé tímanna tákn með vísun til
þess sem er einkennandi eða búast mátti við. í kristilegum ritum eru teikn
eða tákn af himni mikilvæg sem fyrirboði ókomins tíma. Elsta dæmi sem
svipar til orðatiltækisins e-ð er tímanna tákn er frá fyrri hluta 16. aldar:
að vita teikn þessara tíma kunni þér eigi (Oddur Gottskálksson). í íslensku
eru til allmargar samstæður sem vísa til tákna eða teikna, t.d. tákn og stór-
merki (fornt), undur og stórmerki (sl6), teikn og stórmerki (fl6), teikn
og fádæmi (sl6), undur og stórmerki (sl6) og tákn og undur (fl9). Það er
því ekkert nýtt að menn leiti eftir táknum þegar spáð er í tímann (samtíðina)
eða framtíðina.
Veðurglöggir menn hafa og löngum ráðið veðurhorfur af skýjafari og öðrum
táknum himins, sem síðan var fært yfir á önnur svið, sbr. ýmsar blikur eru á
lofti. En slíkir spádómar eru engan veginn einskorðaðir við veðurhorfur. Menn
töldu sig geta ráðið ýmislegt af móður náttúru. I þessu sambandi nægir að
nefna hinn forna málshátt sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur [á] eftir renni.
Frá lokum 16. aldar er kunnugt orðatiltæki bera kvíðboga fyrir einhveiju.
Ekki er mér kunnugt um viðhlítandi skýringu á uppruna þess og ekki tel eg
mig geta skýrt það með óyggjandi hætti en mig langar að varpa fram skýring-
artilgátu. Elstu afbrigði orðatiltækisins er að finna i Guðbrandsbiblíu: þar fyrir
skaltu ekki kvíðbug bera fyrir honum í merkingunni ‘hræðast hann’. I Bisk-
upasögunum, Páls sögu, er að finna áhugavert dæmi, sem kann að varpa ljósi
á það sem að baki liggur. Dæmið er eftirfarandi: en hér mátti sjá hversu
margur kvíðbjóður /[kvíðbogi] hefir farið fyrir fráfalli Páls biskups. Innan
hornklofa er tilgreint lesbrigði úr öðru handriti en aðalhandritinu. Hér virðist
kviðbjóður eða kvíðbogi vísa til kvíðvænlegra tákna á himni, sbr. einnig að
rosabaugur og regnbogi gátu verið túlkaðir sem váboðar. Því dettur mér í hug
að kvíðbogi/-bugur hafi upprunalega vísað til neikvæðs teikns á himni. Sé
þessi tilgáta rétt felur orðmyndin kvíðbogi í sér tilraun til að skýra torskilið orð
og elsta myndin kvíðbugur virðist geta stutt þá tilgátu. Rétt er að geta þess að
í seðlasafni Orðabókar Háskólans er að finna afbrigðið bera kvíðboða fyrir
einhveiju. Dæmið er frá síðari hluta 19. aldar og virðist fela í sér skýringartil-
raun. Næsta skref er þá að tengja kvíðboga sögninni að bera sem oft er notuð
til að vísa til tilfinninga eða hugarástands, sbr. bera ugg í bijósti og bera
kvíða fyrir einhverju, auk þess sem stuðlar styrkja (bera—kvíðboga) búning
orðatiltækisins.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚNl 1995 1 1