Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1995, Blaðsíða 6
nM 4 10%%.' 5«' / ^ ; • ' ;■ - \'l EMIL Nolde, Hvítasunna, 1909. Gnýr af himni Hið andlega í listinni FYRRAHAUST efndi hópur myndlistarmanna til sýningar í Hafnarfirði undir heitinu Stefnumót listar og trúar. Sýnd voru um þrjátíu verk og hlaut sýning- in góðar viðtökur. Tilefnið var hinn árlegi héraðs- fundur Kjalarnesprófastsdæmis. Ahugasamur hópur um fjallabíl. Það var komið fram í ágúst þegar farið var. Menn höfðu sama hátt á og áður; óku í fyrsta áfanga að Galtalæk og sváfu þar í hlöðu. Síðan var lagt af stað í rauðabíti og um hádegi var komið í Landmannalaugar. Þá var var eftir hin ókannaða leið og öllu erfiðari áfangi. Þeir óku í fyrstu sem næst gamla Fjallabaksveginum sem var varðaður, síðan gegnum skarðið sem nefnt hefur verið Rauðarárstígur og svo inn að Kýlingavatni. Við Kirkjufellsós skiptu þeir sér. Sumir fóru inn eftir Illagili, en Mummi og fleiri reyndu að komast aðra leið,skammt frá reiðgötun- um. Þá koma boð frá hinum, sem telja sig hafa fundið betri leið inn eftir gilinu. Og þar gerist það óvænta, að menn sjá jeppaför. Þannig stóð á þeim að hópur jeppamanna hafði ætlað sér að verða á undan en höfðu strandað í brekkunni við Illagil og gefizt upp. Mummi notaði spilið á herbílnum og dró hann upp. Og Bergur frá Klaustri komst upp á sínum bíl. Eftir það gekk allt vel, yfir hjá Dalakofa, norður fyrir Grænalón og inn fyrir Grænafjall. Skaftfellingamir vora komnir á sínum bílum inn í Eldgjá, en vegna þess að sunnan- menn óku um Ströngukvíslarbotna, fórast þeir á mis. Þegar það var ljóst snera sunnan- menn við og hittu hina, en að liðnum degi var komið niður hjá Búlandi og merkum áfanga náð. Fyrirsæta Hjá Kjarval Mummi kynntist Jóhannesi Kjarval eftir að hann var orðinn leigubílstjóri hjá Stein- dóri 1930. Ekki þótti Kjarval það verra að þessi vasklegi maður hafði alizt upp í Meðal- landinu þar sem hann var sjálfur fæddur. Áður en Mummi eignaðist herbílinn og brauzt í Landmannalaugar, hafði hann feng- ið lánaðan öflugan bíl hjá Guðmundi Jónas- syni, þeim fræga ferðafrömuði og fjallabíl- stjóra og bauð þá Kjarval í ökuferð austur á Landmannaafrétt, langleiðina í Land- mannalaugar. Kjarval var þá sóttur austur að Kirkjubæjarklaustri og lék við hvem sinn fíngur í ferðinni og orti vísur. Þeir komu að Ljótapolli og sáu himbrima, sem átti hreið- ur niðri við vatnið. Þeir fóru að velta fyrir sér þeim gauragangi sem þama hefur verið þegar gaus. Mummi kastaði þá fram íyrri- parti, sísona: Aldrei hærra heyrðist hljóð heims í sigurverki. Og Kjarval botnaði strax: Himbrimarnir lcika Ijóð að loknu dagsins verki. Mummi ók Kjarval oft þegar hann fór til að mála, stundum í hraunið sunnan Hafnar- fjarðar, stundum á Þingvöll. Hann segir: „Þegar ég var búinn að eignast Sölunefnd- arbílinn bauðst ég til að aka honum í Land- mannalaugar og vera þar með honum í nokkra daga. Kjarval var til í það og tók með sér allt málaradótið. Veðrið var svo gott fyrsta kvöldið að við sváfum á gígbarm- inum við Ljótapoll og breiddum bara segldúk á jörðina. Það var ekkert verið að hafa fyr- ir því að tjalda. Seinna tjölduðum við niðri í Norðumámuverinu. Við gengum saman um þetta fagra svæði en dagamir liðu án þess að Kjarval tæki utanaf málaradótinu og heim fóram við að lokum án þess að hann málaði neitt. Seinna um sumarið eða haustið fóram við aftur með Guðmundi Jónassyni á sömu slóðir. Kjarval byijaði þá aðeins á tveimur myndum, en það fór fljótlega að snjóa. í framhaldi af þessu gerðist það að ég sat, eða öllu heldur stóð fyrir hjá Kjarval. Jón Þorsteinsson, náinn vinur hans og íþróttafrömuður, hafði hvatt hann til þess að taka mannslíkamann til meðferðar. Jón hafði sérstakan augastað á mér til þessa og spurði mig hvort hann mætti ekki benda Kjarval á mig. Ég samþykkti það. Síðan stóð ég fyrir hjá Kjarval í nokkur skipti í vinnustofunni sem hann hafði þá hjá Jóni Þorsteinssyni. Málverkið var gríðarlega stórt. Reykjavíkurborg keypti það síðar og það er núna á Kjarvalsstöðum." Nú hin síðari ár hefur hugur Mumma leit- að upprana síns austur í Skaftafellssýslu þar sem eldgos og sandar hafa eytt blómlegar byggðir. Hann hefur staðið fyrir uppgræðslu á Feðgum, æskustöðvunum í Meðallandi, þar sem hætta var á að sandfok eyðilegði bæjar- stæðið. Hann hefur staðið fyir því að stein- kross var settur á grann hinnar fomu Skarðskirkju, sem lögð var niður 1751; stað- urinn um það bil að týnast. Og þegar hann var sjötugur gróðursetti hann skógarlund í Eldhraunið, nærri gamla þjóðveginum sem lagður var 1910. Þarmeð er sannað hvað hægt er að gera í þessu úfna hrauni, sem ekki þykir fýsilegt til ræktunar. Þennan skógarlund kallar Mummi Lund Dalbæjar- bóndans og tileinkar hann afa sínum sem bjó i Dalbæ í Landbroti framyfir síðustu aldamót. í dag er opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði sýning sem ber yfirskriftina „Stefnumót listar og trúar“. Af því tilefni er greinin skrifuð, en hvernig er trúarleg list skilgreind? Um það segir svo í greininni: „Sá sem glímir við tilgang lífsins fæst við trúarleg viðfangsefni að skilningi guðfræðinnar, sömuleiðis sá sem tekst á við þjáninguna svo dæmi séu tekin. Eftir GUNNAR KRISTJÁNSSSON guðfræðinga og listamanna ákvað vorið 1994 að undirbúa listflutning í tengslum við héraðsfundinn og stóð hann fyrir myndlistar- sýningu í Portinu, leikflutningi og danssýn- ingu í Hafnarfjarðarkirkju og tónlistarflutn- ingi í Hafnarborg. Þótti það allt takast með ágætum og því ekki að undra að fram kæmi áhugi á áframhaldandi samstarfi. Hófst þá undirbúningur undir myndlistarsýningu í Hafnarborg og verður hún opnuð nú um hvítasunnuna. Verkefnið hefur notið góðs stuðnings frá stjómendum Hafnarborgar og frá Kjalamesprófastsdæmi. Sýningin sem opnuð verður nú um hvíta- sunnuna hefur verið í undirbúningi frá því sl. haust með fyrirlestram og umræðum þar sem rædd.hafa verið ýmis sígild trúarleg þemu í myndlist. Helstu umræðuefnin vora þessi: almenn táknfræði, krossinn og þján- ingin, samfélag og kvöldmáltíð og loks and- inn í listinni. Tilgangurinn með þessu samstarfi er margþættur. Einkum þó sá að beina sjónum og kröftum að innihaldi listarinnar, hugleiða dýpri merkingu lífs og listar í ljósi trúarheim- speki og listfræði. Undirbúningurinn hefur því falist í að skoða þau viðfangsefni sem nefnd vora, rekja sögu þeirra í vestrænni trúarhugsun og virða fyrir sér hvemig lista- menn hafa fengist við þau í hefðinni. Síðast en ekki síst hefur hópurinn beint sjónum sínum að því hvemig listamenn samtímans nálgast sígild trúarleg viðfangsefni á nýjum forsendum þar sem ýmist er kallast á við hefðina eða henni vísvitandi hafnað. Trú Og List Það er útbreiddur misskilningur að trúar- leg list einskorðist við list innan veggja kirkj- unnar eða að eingöngu sérstaklega trúaðir listamenn fáist við trúarleg viðfangsefni. Hér skiptir miklu máli hvernig menn skilja orðið trú og trúarleg viðfangsefni. Sá sem glímir við tilgang lífsins fæst við trúarleg viðfangsefni að skilningi guðfræðinnar, sömuleiðis sá sem tekst á við þjáninguna svo dæmi séu tekin. Margt af þessu er á mörkum trúar og heimspeki og fellur því undir hugtakið trúarheimspeki. Eitt er sem sagt kirkjuleg myndlist eða myndlist sem beinlínis er gerð fyrir kirkjur og styðst þá gjaman við biblíulegt myndefni eða táknmál. Annað er „veraldleg“ myndlist þar sem listamaðurinn fæst við trúarleg þemu á eigin forsendum. Reyndar er sá tími löngu liðinn að einhver sérstök tegund listar eigi erindi inn í kirkjur, sú list sem þar á heima er fyrst og fremst góð list. Myndlist í kirkjum á ekki að lúta neinum öðram.lög- málum. Svo virðist sem áhugi myndlistarmanna á trúarlegum viðfangsefnum hafi aukist mjög á undanförnum árum hér á landi. Það leyn- ir sér ekki þegar sýningar era skoðaðar. Þar hafa orðið mikil umskipti á skömmum tíma. Hér virðist aftur á móti oft eins og flest sem lýtur að trú í list þurfi að líða fyrir ófullnægjandi umfjöllun listgagnrýnenda sem eiga erfítt með að átta sig á þessum þætti í myndlist samtímans. Þeim veitist oft erfitt að skilgreina og túlka dýpra innihald listaverka. Hin Andlega Návist Tilefni sýningarinnar í Hafnarborg er sú hátíð sem í hönd fer. Hvítasunnan er hátíð andans og hlýtur að vekja hugsanir um hið andlega og andann, um hið guðlega og ná- vist þess. Hvað er hið andlega? Er það hug- tak gjaldgengt í vitsmunalegri umræðu um list? Þannig má vitaskuld spyija. Orð sem skírskota til hins andlega í listinni era mikið notuð í listumræðu í nágrannalöndum okkar (spiritualité í frönsku, Spiritualitát í þýsku) en hverfandi lítið hér á landi, hver sem ástæðan kann að vera. í þeirri hugmynda- fræði sem nútímalisthugsun spratt upp af var hið andlega í listinni nánast lykilhugtak (sbr. kenningar Wassily Kandinsky). Og í samtímanum þarf ekki lengi að leita til að 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.