Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 5
ÓÞEKKTI pólitíski fanginn, 1953. höfuð viðfangsefni. Sagði á seinni árum að hún saknaði þess að pöntuð verk hefðu tek- ið allan hennar tíma um 10-15 ára skeið, er hún var að vinna stórverk í kirkjur og opinbera staði í Þýskalandi, Frakklandi og á íslandi, svo höggmyndirnar og sýningar á þeim urðu að víkja. Hún hafði ákveðið að taka til við að þróa höggmyndalistina áfram og var farin að einhenda sér aftur í skúlptúrinn. í grein sinni segir Guðbjörg Kristjánsdótt- ir listfræðingur um þann nýja kafla, sem hafinn var á listferli Gerðar þegar hún veikt- ist af alvarlegu krabbameini: „Verkin sem hún vann á þessum árum eru. formfögur, sterk og því mjög ólík léttum og loftkennd- um málmverkum hennar. Eitt eiga þó nýju og eldri verkin sameiginlegt og það er hreyf- ingin, en með henni túlkar Gerður í þessum mótuðu og jarðbundnu verkum sigur andans yfir efninu. En Gerði vannst ekki tími til að ljúka nema fyrsta áfanganum á þessu nýja stílskeiði. Það er óbætanlegur skaði fyrir íslenska höggmyndalist, því hún átti svo margt ógert þótt hún hefði innan við fimmtugt afrekað að vinna sér sess sem einn besti myndhöggvari þjóðarinnar á 20. öld. Gerður er fyrsti myndhöggvarinn hér til KOMPOSITION, 1952. að gera fullkomlega konkretverk í þrívídd. Og telst ásamt Ásmundi Sveinssyni frum- kvöðull geómetrískrar þrívíddarlistar hér á landi." ÓTRÚLEG AFKÖST Með hinu nýja Gerðarsafni og miklu eign Listasafns Kópavogs af verkum hennar gefst íslendingum betri kostur nú og í fram- tíðinni á að njóta þessara verka. Auk þeirra verka eru mörg „naglföst" á opinberum stöðum, mosaikmyndin á Tollstöðinni, Skál- holtsgluggarnir o.fl. Þarna í nánd við safnið eru steindu gluggamir í Kópavogskirkju og ekki úr vegi að-skoða þá í framhaldi af sýningunni. Á ferðum mínum hér og erlendis hefi ég alltaf furðað mig á hvílíkum kynstrum þessi litla, fíngerða kona hefur komið í verk og undrast nú enn. Hún átti þó ekki nema 30 starfsár frá því hún hóf nám í Handíða- og myndlisterskólanum í Reykjavík 1946, hélt utan til ítalíu og Parísar til náms og starfs og þar til hún var öll á vordögum 1975. Það er eins og hún hafi fundið á sér að engan tíma mætti missa. Hún vann sleitu- laust, hlífði sér aldrei og lagði venjulega nótt við dag á stuttri ævi. „Það er harmleik- ur að hún féll frá aðeins 47 ára gömul. Hún SÍHREYFING, 1970 hefði getað átt 40 ár til listsköpunar í við- bót," sagði nýlega við mig þýska listakonan María Katzgrau, sem í hárri elli er enn að sigra í samkeppnum í Þýskalandi um steinda glugga. FÍNLEG OG HÖRÐ AF SÉR Gerður var ákaflega fínleg kona að yfir- bragði, ljúf, broshýr og heillandi, en undir niðri var járnvilji. Hún sýndi óskaplega hörku við sjálfa sig, sem aldrei var nokkurt lát á þegar um listræn vinnubrögð var að ræða. Hún stóð úti-við sjó að höggva fyrstu grágrýtismynd sína fyrir neðan vinnustofu Sigurjóns í Laugarnesi. Hnoðaði gifs í kaldri vinnustofu sinni í Flórens svo að tær og fingur kól. I París lýstu blaðamenn furðu sinni að sjá svo litla konu vinna með fruss- andi logsuðutækjum við stórar járnmyndir og síðar bronsmyndir. Ef framkvæmd verks eins og steindu glugganna var unnin af sérhæfðum listiðn- aðarmönnum var hún alltaf með í verki, lagði hönd að og samþykkti hvert handtak. Gætti þess að það væri nákvæmlega lit- brigðið eða formið sem hún hafði ætíað, enda hafði hún lagt á sig að læra hvert handverk til hlítar og kynnast. efnunum; finna fyrir þeim eins og hún orðaði það. ÞOGN, 1968. Höggmyndirnar vann hún sjálf í vinnustofu sinni, bræddi, sauð og klippti járn, allt þar til hún var helsjúk orðin. Hún bræddi bronsstengur á sinn sér- kennilega hátt í myndirnar og kallaði listiðn- aðarmanninn, vin sinn frá Þýskalandi, í vinnustofuna í París til að kenna honum sitt nákvæma handbragð við verkið áður en hún gekk frá því að hann lyki við síð- ustu verkin hennar. Og lét eftir að hann hafði æft sig færa sér bronsprufu frá honum að rúminu á Landspítalanum, til að leggja blessun sína yfir handbragðið. Hún fýlgdi listaverkum sínum niður í smæstu einingar í mósaik og kirkjugluggum, gerði vinnu- teikningar í formi og litum af hverri stein- völu og hverjum glerbút og var síðari hluta ævinnar stöðugt á ferðinni milli Parísar, Hollands og Þýskalands með þung karton og bronstillögur að verkum, draslandi því milli lesta á brautarpöllum eða í flugstöðv- um, því ekki sleppti hún af þeim hendinni. Aldrei var gefið eftir. Þessi vandaða sýning á verkum Gerðar Helgadóttur var opnuð á hvítasunnu og verður opin til 16. júlí. Höfundur er blaðamaður og hefur skrifað ævi- sögu Gerðar Helgadóttur. f. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JÚN( 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.