Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 2
HÓPJJR nemenda Menntaskólans við Sund íáningarstað við Laka. félagslegum afleiðingum þeirra. Hafa þó gef- ist ákjósanleg tækifæri, svo sem þegar gosið á Heimaey leysti tímabundið upp fimm þús- und manna samfélag og raskaði tilveru fólks á öllum sviðum. Rannsóknir af þessu tagi eru mjög mikilvægur liður í að afla þekking- ar sem gerir kleift að veita fórnarlömbum náttúruhamfara raunhæfa og skipulega að- stoð. Áfallahjálp er tiltölulega nýlegt fyrir- bæri hér á landi og má segja að í þessum efnum hafi Islendingar verið eftirbátar ann- arra vestrænna þjóða. En batnandi mönnum er best að lifa. HÖRMUNGAR í SKÓLASTOFU Tvo síðustu vetur hefur verið kennd í Menntaskólanum við Sund ný valgrein sem ber nafnið „Náttúruhamfarir og mannlíf". Þar er fléttað saman ýmsum greinum nátt- úru- og félagsvísinda auk þess sem sagn- fræði er veigamikill þáttur. Greinarhöfundar tóku þátt í námskeiðinu síðastliðinn vetur. Jarðfræðingur og sagnfræðingur leiða starf- ið, en námið byggist á fyrirlestrum þeirra og gesta með sérþekkingu, umræðum, lengri og skemmri vettvangsferðum og verkefna- gerð nemenda. Verkefnin voru af ýmsum toga, s.s. heimildaöflun og söfnun upplýsinga um Kötlugos og fleira í gagnabanka. Þá voru nemendur látnir gera áhættumat að gefnum ákveðnum forsendum, t.d. ef eldgos af stærð- argráðu Lakagígagossins kæmi upp á Heng- ilssvæðinu og hvernig bæri að hátta forvarn- arstarfi gagnvart slíku. í styttri vettvangsferðunum var m.a. farið til Almannavarna ríkisins og á Veðurstofu Islands. Hápunktar vetrarins voru þó tví- mælalaust tvær vettvangs- og rannsóknar- ferðir sem farið var í sitt á hvorri önninni. Á haustönn var farið í ferð um Suðurlandshá- lendið en sérstök áhersla var lögð á Lakagíga- svæðið og Skaftárelda. Næsta haust hefur hópur, sem tekið hefur að sér framhaldsverkefni í þessu fagi, sett stefnuna á Grænland og er ætlunin að kanna nábýli manna við enn harðgerðari náttúru en hér þekkist. Einnig er fyrirhugað að kanna hvað í skapgerð inúíta hefur gert þá hæfari til að lifa þar en t.d. íslendinga. Frá Lakagígum TlL LÝÐRÆÐIS Vettvangsferðir eru til margra hluta nyt- samlegar. Þá gefst mönnum kostur að kom- ast í beina snertingu við viðfangsefnið, en ekki aðeins kynnast því af bókum. Þegar við horfðum yfir Eidhraunsins ógurlega flæmi, mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni á sögulegum tíma, fengu tölur og línurit náms- efnisins nýja vídd og raunverulega merkingu. Þetta hefur verið gríðarlegt gos! Og svona stórt gos hlýtur að þeyta upp óskaplegu magni af gosefnum, engin furða að harðind- in séu kennd við móðu. En fór móðan víðar en um ísland? Einhver hafði heyrt minnst á smávægilegt öskufall í Kína og einhver vand- ræði í Skotlandi. Voru þá kannski móðuharð- indi víðar en á Jslandi? Lausleg athugun á heimildum þegar í bæinn er komið leiddi m.a. í ljós að Benja- mín Franklín, sem staddur var í París á tím- um Skaftárelda, lýsir móðu í lofti sem skygg- ir á sólina. Af sinni kunnu glöggskyggni gisk- ar hann á að þessi mengun sé komin frá eld- gosi á íslandi og nú sé Hekla að láta vita af sér. Nánast má telja fullvíst að askan sem barst upp í háloftin frá Lakagígum hafi orð- ið til þess að lækka hitastig tímabundið í Evrópu og jafnvel víðar. (Slík áhrif stórgosa eru minni nú á dögum þar sem gróðurhúsa- áhrifin draga úr kólnuninni.) Alkunna er að ein meginorsök frönsku byltingarinnar var þrálátur uppskerubrestur og brauðskortur sem honum fylgdi. Byltingin var öðrum þræði hunguruppreisn öi’væntingarfullrar alþýðu og því er óvíst að hún hefði orðið á þessum tíma og með þessum hætti ef Skaftáreldar hefðu -ekki komið til. Byltingin sem breytti heimin- um og opnaði fyrir framrás lýðfrelsisafla sem skópu réttarríki nútímans var sem sé ræst í Skaftafellssýslu. Eru Vestmannaeyingar BÚNIR AÐ JAFNA SlG Á Tyrkjaráninu? Á vorönn var farið til Vestmannaeyja. Eins og kunnugt er urðu þar miklar hamfarir árið 1973. Björgun íbúa tókst giftusamlega, en hvað varðar félagslegar afleiðingar eru fleiri spurningar en svör. Þó má gera ráð fyrir að svipað gildi um Vestmanneyinga og fólk ann- ars staðar í heiminum, sem þarf að flýja heimili sín, að oftast farnist þeim best sem flytja aftur til baka og því fyrr sem þeir gera það þess betra. Flótta frá heimili og búsetu í bráðabirgða- húsnæði til langs tíma í nýju umhverfi fylgir gífurlegt álag og óvissa. Væri mjög þarft að gera fræðilega úttekt á því hvernig Vestman- neyingar glímdu við þolraun útlegðar og end- urkomu og þau félagslegu vandamál, sem óhjákvæmilega skutu upp kollinum, sem og hvaða lausnir reyndust farsælastar. Slíka rannsókn hefði að sjálfsögðu verið betra að gera fyrr, en það er ekki of seint. En gosið 1973 er ekki eina stóráfallið sem hefur dun- ið yfir eyjarskeggja. Eitt af verkefnum hóps- ins var að leggja mat á Tyrkjaránið 1627 í ljósi þeirrar þekkingar sem við höfum á afleið- ingum hamfara. Þessi sjóræningjaárás á ýmislegt skylt með meiriháttar náttúruham- förum. Skyndileg röskun á tilverunni, van- máttur gagnvart yfirþyrmandi og skyndilegri ógn, dauðsföll og brottnám (ígildi dauðs- falla). Eftir situr samfélag sem hefur orðið fyrir losti og afleiðingar þess geta verið býsna djúpstæðar og langvinnar, þannig að ekki er útilokað að bergmál þess sé enn til stað- ar. Eflaust þykir einhveijum hér vera langt seilst, en við gleymum því stundum að hugar- far okkar og líðan á sér djúpar sögulegar rætur. Nýjar kynslóðir alast upp í andrúms- lofti og minningu þess sem var. Rannsóknir á Fórn- ARLÖMBUM HAMFARA Eins og hefur komið fram hafa engar rann- sóknir verið gerðar á félagslegum áhrifum náttúruhamfara hérlendis. Við verðum því að styðjast við erlendar rannsóknir við álykt- un á áhrifum náttúruhamfara á íslenska þjóð- arsál. Um víða veröld hafa verið gerðar viða- miklar rannsóknir á viðbrögðum manna við miklum náttúruhamförum og eftir þær. Þegar slíkar rannsóknir eru skoðaðar kem- ur ýmislegt forvitnilegt í ljós. T.d. hrynur strax goðsögnin um einstæða yfirvegun Vest- manneyinga gosnóttina frægu. Síst skal gert lítið úr æðruleysi þeirra og skynsemi við þess- ar ógnvænlegu aðstæður, en staðreyndin er sú að það er einfaldlega ekkert einstætt við það. Alls staðar í heiminum þar sem hamfar- ir dynja yfir bregst fólk við með áþekkum hætti. Múgseíjun er mjög sjaldgæf og verður ekki nema neyðin sé algjör og flóttaleiðir beinlínis lokaðar. Á slíkum ögurstundum hugsar fólk skýrt og bregst skynsamlega við aðsteðjandi háska og margt af því sem við teljum best í fari manneskjunnar kemur fram, eins og hetjuskapur, fórnarlund, óeigingirni og náungakærleikur. Það er hins vegar þegar hættan er liðin hjá sem áfallið segir til sín. Rannsóknir á sálrænum eftirköstum náttúru- hamfara hafa leitt í ljós að fórnarlambið gengur í gegnum ákveðið ferli sem í stórum dráttum er svipað hjá öllum. Tekið skal fram að hér er um nokkra einföldun að ræða og ef um mannskæðar hamfarir er að ræða eru einkennin sterkari en ella. Fyrst kemur lost- ástand sem einkennist af doða og tilfinninga- legum sljóleika. Oft er reiði fyrsta einkenni þess að þetta ástand sé að líða hjá. Reiðin varir ekki lengi, því næst kemur skeið þar sem menn hugsa mikið um aðra, vanda- menn, vini, ókunnuga, hvernig reiddi þeim af? Óeigingirni og umhyggja fyrir velferð samfélagsins hefur nú yfirhöndina. Þá hafa menn ríka þörf fyrir að tala um áfallið og í kjölfar þess hefst skeið mikillar virkni. Þá fæst útrás fyrir uppsafnaða spennu og menn sýna oft mikinn dugnað í uppbyggingu þess svæðis sem orðið hefur fyrir hamförum. Síð- an fyllast menn gjarnan mikilli reiði og hún birtist oft í gagnrýni, réttmætri eða órétt- mætri. Gagnrýnin beinist ekki nauðsynlega að einhverju sem tengist hamförunum sjálf- um — hún getur komið fram í kvótaþrasi, hjónarifrildi eða hveiju sem er. Og það er þessi reiði sem getur setið í mönnum ævi- langt og jafnvel framkallað alvarlegt þung- Iyndi sé hún niðurbæld og engri meðferð beitt. Sumir þeirra, sem ganga í gegnum þetta ferli, fá alvarleg geðræn einkenni sem þó eru oftast læknanleg. Fæstir sleppa alveg við öll geðræn einkenni. Einnig hefur verið sýnt fram á að afkomendur fólks sem lendir í náttúruhamförum er haldið meiri ótta 'en aðrir við að lenda í þvílíku. Rannsókn sem gerð var á eftirlifendum fellibyljarins sem reið yfir borgina Darwin i Ástralíu árið 1974 leiddi í ljós að félagsleg og sálræn vandamál gátu orðið afar langvarandi. Margir borg- arbúar þurftu að flytja burt um langa hríð, Qölskyldubönd trosnuðu og það segir sína sögu um álagið sem fólk bjó undir, að tíu árum eftir hamfarirnar voru 50% hjóna sem þannig var ástatt um skilin. Þar eins og annars staðar reyndist einna heilladrýgst að vera um kyrrt ef kostur var eða flytja aftur til baka við fysta tækifæri og hefja nýtt líf í gömlu heimahögunum. Rannsóknin leiddi líka í ljós að þeir sem ekki gátu, af Ijárhagsástæðum eða öðrum, flutt aftur áttu enn erfiðari daga en þeir sem ekki vildu það. Rannsóknir á börnum bentu til hins sama, kvíða- og spennueinkenni voru mest hjá þeim sem ekki komu aftur. Meðal annars má geta þess að af börnum sem fluttu alfarin af hamfarasvæðunum vættu 7,6% rúmið, 6,8 % af börnum sem sneru aftur gerðu það, en aðeins 2,7 % þeirra sem aldrei fluttu burt. Þá reyndist ofbeldishneigð barna sem fluttu í burtu algengari en meðal hinna sem eftir urðu. Niðurstaðan sem af þessu má draga er sú, að þeir sem takast á við afleiðingar hamfaranna og taka virkan þátt í uppbygg- ingunni að þeim loknum komist að jafnaði lang best í gegnum áfallið. Þjóðarsálin Hvað þá með íslendinga sem oft hafa þurft að horfast í augu við ógnvænleg náttúruöfl? Er skapgerð okkar og hegðan ekki mótuð af þessum áföllum? Þegar á miðöldum voru íslendingar komnir með það orð á sér að þeir væru frekar þungir og fáskiptnir. Þeir voru ekki bara skartbúin glæsimenni, sem fluttu dýran kveðskap við hirðir konunga og spaðhjuggu óþjóðalýð sem var að abbast upp á þá, þó að þeirri mynd sé oftar haldið á lofti. Snemma þóttu íslendingar svolítið sér- kennilegir og þungir á bárunni og vel má vera að sambýlið við harðneskju náttúrunnar eigi þar dijúgan hlut að máli. Einnig höfum við þótt með afbrigðum hjátrúarfullir, en rannsóknir staðfesta að fólk sem starfar eða lifir við aðstæður þar sem háski er nálægur hneigist fremur til hindurvitna en þeir sem búa við öryggi og festu í umhverfinu. Dæmi um hvernig hamfarir og hjátrú geta tengst má hugsanlega sjá í álfatrúnni. Menn kenndu oft æðri verum um það sem aflaga fór í náttúrunni. Þeir reyndu til dæmis að komast hjá því að styggja huldufólk og álfa sem talið var að leyndust í klettum og hólum. Víða um land eru til svokallaðir álagablettir sem venjulega eru raktir til huldufólks. Það er talið boða ógæfu að byggja á slíkum reit- um. Ekki er ólíklegt að rekja megi tilurð sumra þessara bletta til einhvers konar nátt- úrahamfara, s.s. snjóflóða og skriðufalla. Sögnin af hamförunum hefur þá glatast en eftir stendur trúin á álagabletti. HamfarirAf Manna Völdum Ljóst má vera að náttúruhamfarir hafa sett mikinn svip á þjóðarsöguna og reyndar sögu mannkynsins. Nú er svo komið að okk- ur stendur meiri ógn af okkur sjálfum en náttúrunni. Hamfarir af mannavöldum eru reyndar ekki nýtt fyrirbæri. Allt frá upphafi landbúnaðar fyrir tíu þúsund árum hefur skógum verið eytt sem síðan hefur leitt af sér gífurlega jarðvegseyðingu og hún er enn meiriháttar vandamál. í dag stöndum við frammi fyrir fleiri og og án efa stærri vandamálum en nokkru sinni fyrr. Frá því iðnbyltingin hélt innreið sína höfum við dælt gríðarlegu magni af eitri út í andrúmsloftið, mengað ár og vötn og á síð- ustu áratugum hefur geislun af völdum kjarn- orku valdið miklum skaða. Maðurinn hefur ekki einungis unnið að því ómeðvitað að tor- tíma sjálfum sér, heldur hefur hann einnig byggt sér gereyðingarvopn sem gera honum kleift að þurrka út allt líf á jörðinni á skjót- virkan hátt. Eðlisfræðingar hafa sýnt fram á, að jafnvel minniháttar kjarnorkustyijöld geti leitt af sér gríðarlega kólnun í veðurfari og myrkur svo mánuðum skiptir — kjarnorku- vetur gæti orðið hinar endanlegu hamfarir sem myndu kæfa mestallt líf á jörðinni. Enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir náttúruhamfarir og það verðum við að sætta okkur við. Á hinn bóginn getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við hamfarir sem við sköpum sjálf. Höfundar eru nemendur í Menntaskólanum við Sund. Greinin er rituð undir leiðsögn Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðings og Þorgeirs R. Kjart- anssonar sagnfræðings. FIMMTUNGUR þjóðarinnar lét lífið í Móðuharðindun- ELDGOS í Vestmannaeyjum 1973. Hamfarir líða hjá, um í kjölfar Skaftárelda. en eftirköstin geta veríð langvinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.