Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 7
til að sýna landamerki. Þær voru líka settar upp á viðeig- andi stöðum sem eyktarmörk til að sýna hvað tímanum leið, því að klukkur komu ekki til sögunnar hér á landi fyrr en á síðustu öldum. Af þessum sökum finnast því víða um land á fjöllum og fellum vörður eða vörðubrot sem bera hinni fornu þriggja stunda skiptingu dagsins glöggt vitni, en þrjár stundir heita eykt hjá fyrri tíðar fólki. Ef vel er leitað munum við því geta fundið dagmálavörð- ur, hádegisvörður, nónvörð- ur, miðaftansvöður og fleira í líkum dúr víða um land. Ef til vill eru margar þeirra orðnar lágreistar eða jafvel hrundar af því að þær gegna ekki lengur neinu hlutverki og því er ekkert um þær skeytt, en víða munu örnefn- in enn vera á sínum stað. Á KALDADALSVEGI. Prestahnjúkur til vinstri, Þórisjökull til hægri. leystu vörðurnar af hólmi, en það var þegar mönnum lærðist að setja tréstikur meðfram veg- um og enn síðar grönn plaströr, máluð í skærum litum. YÖRÐUR SEM Dægradvöl En þó halda menn áfram að hlaða vörður og oft er það að- eins gert til skemmtunar. Dæmi um slíkt sjáum við á Langa- hrygg sem liggur í 727 m. hæð yfir sjó og er hæsti staðurinn á Kaldadalsleið. Þar stansa ferða- menn gjarna og leggja steina í vörður sem þar eru fyrir eða hlaða nýjar. Sama má segja um vörðu eina mikla eða grjót- dyngju á Bláfellshálsi við Kjal- veg. Þar skemmta margir ferða- menn sér við að bæta nokkrum steinum við það sem fyrir er, svo að þetta vörðumannvirki verður sífellt hærra og gildara hverju. Ljósm.:Björn Jónsson. :jr:-v?. I með ál’i VORÐUR SEM MINNISMERKI BEINAKERLINGAR Á KJALVEGI. Séð á suðausturhlið Hrútfells, LangjökuIIíbaksýn. Ljósm.: Grétar Eiríksson, 1986. Á öllum tímum hafa menn líka hlaðið vörður sem minnismerki um tiltekna at- burði, svo að þeir féllu síður í gleymsku. Eitt gleggsta dæmið um slíkt eru, til dæm- is, Hallbjarnarvörður sem standa við Kalda- dalsleið, nokkru norðar en Biskupsbrekka. Vörður þessar eru hinar stæðilegustu, þótt aldnar séu. í Landnámu segir frá uppruna varðanna og kemur þá við sögu Hallbjörn Oddsson frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Hann fékk fyrir konu Hallgerði dóttur Tungu- Odds á Breiðabólsstað í Reykholtsdal. þessi ungu hjón voru um veturinn á Breiðabóls- stað og var óástúðlegt með þeim. í fardögum um vorið bjó Hallbjörn flutn- ing þeirra suður í Grímsnes. Er hann hafði lagt á hestana, gekk hann til dyngju, þar sem Hallgerður sat og kembdi hár sitt, en hún var kvenna best hærð á íslandi ásamt með Hallgerði snúinbrók, konu Gunnars á Hlíðarenda. Hallbjöm bað hana upp standa og fara með sér. Hún sat og þagði. Þá tók hann til hennar, en hún lyftist ekki og fór þrisvar á sömu leið. Hallbjöm nam staðar fyrir henni og kvað vísu. Eftir það snaraði hann hárið um hönd sér og vildi kippa henni af pallinum, en hún sat og veikst ekki. Þá brá hann sverði og hjó af henni höfuðið. Svo gekk hann út og reið brott. Þeir vom þrír saman og höfðu tvö klyfjahross. Frændi Hallgerðar, Snæbjörn galti, reið eftir þeim við tólfta mann og náðu þeir þeim við hæð- ir nokkrar. Þeir Hallbjörn fóru á nyrðri hæðina og vörðust þaðan. Þar féllu þrír menn af Snæbimi og báðir förunautar Hall- bjarnar. Snæbjörn hjó þá fót af Hallbirni í ristarlið. Þá hnekkti hann á hina syðri hæð- ina og vá þar tvo menn af Snæbirni og þar féll Hallbjörn. Því eru þrjár vörður á syðri hæðinni, en fimm á hinni nyrðri. Af þessari frásögn Landnámu má vera augljóst að Hallbjarnarvörður voru hlaðnar sem bauta- steinar yfir þá sem féllu og þá ein fyrir hvern mann. Þannig hlóðu menn vörður til minningar um vígaferli og aðra válega atburði og hef- ur svo trúlega verið á öllum tímum. En menn minntust líka merkra og gleðilegra atburða með því að hiaða vörður. Nægir í því sambandi að benda á Konungsvörðuna á Holtavörðuheiði sem hlaðin var til að minn- ast Norðurlandsferðar Kristjáns konungs X. og föruneytis hans árið 1936. Einnig má minna á vörðuþyrpingu sem stendur við veginn milli ánna Skálmar og Hólmsár á austanverðum Mýrdalssandi. Staðurinn heitir Laufskálavarða og fyrrum var það venja að allir sem þar færu um í fyrsta skipti skyldu hlaða vörðu sér til fararheilla. Sagan segir að þarna hafi staðið býlið Lauf- skálar sem hafi eyðst í Kötluhlaupi fyrir mörgum öldum. Mörg önnur örnefni í land- inu eru kennd við vörður. Má benda á Vörðu- fell á Skeiðum sem dæmi og einnig Fimm- vörðuháls sem er hálendur íjallshryggur milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. En þótt vörður væru víða hlaðnar til minn- ingar um menn og atburði, þá fer það ekki milli mála að oftast voru þær settar upp sem vegvísar á hálendisleiðum og annars staðar, þar sem slík mannvirki voru talin gagnleg. Fornmenn ferðuðust um hálendið milli landshluta og lengi fram eftir öldum þeystu þar um biskupar og aðrir höfðingjar og embættismenn með flokka sína og fylgd- armenn. Margir aðrir eins og vermenn, skreiðarflutningamenn, kaupafólk og fleiri fóru líka um fjöllin sinna erinda og hélst svo lengi. En þegar kemur fram á 18. öld virðist tekið að draga mjög úr slíkum hálend- isferðum, því að eitt af því sem Landsnefnd- in 1770 leggur áherslu á til viðreisnar með þjóðinni er að lagfærðir verði sem flestir fjallvegir ásamt með ýmsum öðrum sam- göngubótum. Lítið varð þó úr slíkum fram- kvæmdum, en víst er að farið var um Sprengisand árið 1772 í tilraunarskyni og þá hafði sú leið ekki verið farin um 30 ára skeið. Þann leiðangur fór Einar Brynjólfsson á Stóra-Núpi með föruneyti. í ferðinni rákust þeir á útilegumanninn Fjalla-Eyvind og fylgikonu hans Höllu við kofa sinn í Eyvind- arveri og fluttu til byggða, svo sem frægt varð. Annars varð lítið úr margri umbótavið- leitni á 18. öld sakir langvarandi harðinda og náttúruhamfara sem næstum höfðu gert út af við þjóðina. Þó komst á árið 1776 skipuleg póstþjónusta og landpóstar tóku þá að ferðast um byggðir og óbyggðir. Kjal- vegur hafði alltaf verið fjölfarin leið, en árið 1780 urðu þar úti þeir bræðurnir Bjarni og Einar frá Reynisstað og förunautar þeirra. Hafði sá atburður mikil áhrif á fólk og tók mjög fyrir ferðir um fjallveginn um árabil. Alltaf fóru þó einhveijir þar um og árið 1794 var Sveinn Pálsson læknir þar á ferð. Lenti hann þá í hinu versta veðri og villtist. En hann rataði á rétta leið, þegar hann fann vörður nokkrar í Kjalhrauni sem vísuðu honum til vegar. Framtak Fjallvegafélagsins Með 19. öld breyttist margt til batnaðar í landinu og fóru menn þá líka að ferðast um fjöllin í auknum mæli. Hófst þá talsverð vakning með mönnum í því skyni að lag- færa og merkja fjallvegi með vörðum. Árið 1831 var stofnað svonefnt Fjallvegafélag að frumkvæði Bjarna Thorarensen, síðar amtmanns. Fékk hann til liðs við sig ýmsa málsmetandi menn eins og Þorgrím Tómas- son, skólaráðsmann á Bessastöðum, Ólaf Finsen, yfirdómara, Bjarna Thorsteinsson, amtmann á Stapa, og fleiri. Eitthvert fjár- magn fékk félagið úr opinberum sjóðum, en félagsmenn lögðu líka mikið fram sjálf- ir. Markmið félagsins var að auðvelda ferða- lög og flutninga milli héraða og landshluta með því að ryðja reiðgötur, byggja sæluhús og hlaða vörður. Fór þetta vel af stað og þegar um sumarið 1831 var reist. sæluhús í Fornahvammi og hlaðnar um 100 vörður á leiðinni yfir Holtavörðuheiði. Á næstu árum var rudd leið um Vatnahjalla og merkt með vörðum. Þar varð kunnust varðan Sankti Pétur sem enn stendur á brún Hafr- árdals, innst í Eyjafirði. Með þessari fram- kvæmd á Vatnahjalla var mönnum auðveld- uð leiðin suður á Sprengisand sem og á Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls og af hon- um suður á Kjalveg. Félagið lét einnig lag- færa vegi og hlaða vörður á Kaldadal, Grímstunguheiði og Stórasandi sem og á Arnarvatnsheiði og víðar. En fljótlega dofn- aði yfir félaginu og hafði það fyrir nokkru lagt upp laupana, þegar Bjarni skáld féll frá árið 1841. VarðaðarLeiðir Um Aldamót En hreyfing komst aftur á þessi mál undir aldamótin síðustu. Árið 1897 kom hingað til lands danskur vísindamaður, Daniel Bruun að nafni, og ferðaðist víða í því skyni að rannsaka eyðibýli og fleira. Páll Briem, amtmaður að norðan og austan, kynntist Daniel þessum og fékk hann til að kanna vegastæði á nokkrum hálendisleið- um i ferðum sínum. í framhaldi af því var Kjalvegur merktur og varðaður sumrin 1898 og 99. Það verk unnu að mestu tveir skag- firskir bændur, Indriði Árnason á írafelli og Magnús Jónsson í Gilhaga. Síðan sneru þeir Páll og Daníel sér að Sprengisandsleið. Fylgdarmaður Danans, Jón Oddsson, varð- aði leiðina úr Bárðardal og suður fyrir Kiðagil sumarið 1901. Á næstu árum var verkinu haldið áfram og lokið við það um sumarið 1906. Þessa vörðuhleðslu önnuðust að mestu Jón Oddsson, Jón Þorkelsson og Eiríkur Sigurðsson, allir úr Bárðardal. Við þessa framkvæmd var tæknin komin á svo hátt stig að þeir félagar höfðu hest og kerru til að draga saman gijót í vörðurnar. í framhaldi af þessum samgöngubótum á helstu hálendisvegunum tóku menn víða að lagfæra vegi um fjöll og heiðar milli byggða og þá jafnframt að hressa við gaml- ar vörður og hlaða upp nýjar. Má í því sam- bandi benda á leiðina um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og Jökuldalsheiði og marga aðra fjallvegi úti um allt land. Síð- asta skipulagða stórátakið sem gert var í því að hlaða vörður á hálendisleiðum var árið 1922. Þá unnu sumarlangt við að reisa sæluhús á Hveravöllum og varða Kjalveg að nýju þeir Halldór Jónsson frá Hrauntúni í Þingvallasveit, Helgi Sigurðsson, verk- fræðingur og síðar hitaveitustjóri í Reykja- vík, og maður að nafni Þorkell Guðmunds- son. Eitthvað munu menn síðar hafa merkt leiðir með því að hlaða vörður og gera enn, þótt brátt kæmi að þvi að ný vegamerki Að endingu skal nefnd sérstök tegund af vörðum sem kallaðar voru beinakerling- ar. Voru þær margar hveijar stórar og stæðilegar. Slíkar vörður urðu í umræðu ferðamanna eins konar persónugervingar kvenna og þá einkum gleðikvenna. Ferða- mennirnir gerðu gjarna klúrar vísur í orða- stað þessara beinakerlinga, settu í hrosslegg eða sauðarlegg og stungu síðan milli steina í vörðurnar. Slíkar vísur voru sem sé stílað- ar frá beinakerlingu til þeirra sem síðar fóru um veginn. Var þetta gert til skemmt- unar í fásinni þeirra sem fóru um fjöllin. Nefnd var hér að framan beinakerling á Sprengisandi og önnur vel þekkt var á Stóra- sandi og enn ein á Kjalvegi. Þá má geta um alþekkta beinakerlingu á Smjörvatns- héiði á Austurlandi og aðra á Þorskafjarðar- heiði fyrir vestan og að sjálfsögðu ýmsar aðrar. Um beinakerlinguna á Kili er til vísa ein sem talin mun vera frá 18. öld, ef ekki eldri, og hljóðar svo: Hér er Grettis gamla borg sem gott er við að una, em eg hryggur út af sorg eftir kerlinguna. Þá má minna á beinakerlingu eina sem fyrrum stóð á miðri Höfðabrekkuheiði, þar sem lestamenn og aðrir ferðalangar höfðu fastan áningarstað. Fyrir munn hennar var eftirfarandi vísa gerð: Veri þeir allir velkomner sem við mig spjalla í tryggðum; eg get valla unað mér ein í Qallabyggðum. En frægust allra þessara kerlinga mun þó vera Beinakerlingin á Kaldadal, en hún stendur þar sem talin var hálfnuð leið frá Þingvöllum til Húsafells. í orðastað þessarar víðfrægu beinakerlingar varð fyrir margt löngu þessi staka kveðin: Sækir að mér sveina val sem þeir væri óðir; kúri ég ein á Kaldadal, komi þið, piltar góðir. Páll lögmaður Vídalin var ágætt skáld og skemmti gjarna sér og öðrum með því að kasta fram beinakerlingarvísum. í alþing- isferð einni snemma á 18. öld lætur hann kerlinguna frægu á Kaldadal mæla þessum orðum til Benedikts varalögmanns Þor- steinssoriar: Vicelðgmaður, vinur minn, veistu laganna skorður. Ljáðu mér hann Þórodd þinn, þegar þú riður norður. Auðvelt væri að halda áfram með að rifja upp gamlar beinakerlingarvísur sem margar hveijar eru haglega gerðar. En oft þóttu þær grófar í meira lagi, svo að best fer á að láta hér staðar numið að sinni. Breyttir samgönguhættir á bílaöld og meiri hraði en fyrrum hafa valdið því að menn nú á tímum staldra lítt við hjá fornum vörðum á fjallveg- um og fágætt mun orðið að kveðnar séu beinakerlingavísur. Þó munu finnast þess dæmi jafnvel nú á síðari hluta 20. aldar, svo sem þessi staka sem Gísli Gestsson, er lengi var starfsmaður við Þjóðminjasafn íslands, kvað fyrir munn einhverrar beina- kerlingar fyrir nokkrum áratugum: Hrellir kellu vol og víl, valla er góðs að bíða. Allir kallar aka í bfl, allir hættir að ríða. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri í Skógaskóla. i- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12.ÁGÚST 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.