Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 12
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður Richter Kornrannsóknir á íslandi íðustu ár hefur korn verið ræktað á liðlega 100 jörðum í flestum landshlutum og mest hafa um 600 hektarar verið undir komi samtímis. Ætla má, að korn megi rækta mun víðar en nú er gert, jafnvel á um helmingi bújarða á landinu. Landið er á norðurmörkum komræktar í heiminum og margan vanda þarf að leysa. Sú komrækt, sem nú er stunduð, byggir á áratuga rannsóknum. Segja má að þær hafi hafist árið 1927 þegar Klemenz heitinn Kristjánsson tók við nýstofnaðri landbúnað- artilraunastöð á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Bygg er sú korntegund sem langmest er ræktuð hér á landi, enda þarf hún skemmst- an vaxtartíma þeirra allra. Lítið eitt er ræktað af höfrum og hveiti hefur aðeins verið reynt, þar sem best og blíðast er. Þegar talað er um korn án nánari skilgrein- ingar er venjulega átt við bygg. Heimaræktað Korn Er Ódýrt Fóður í kornrækt er fólginn einn af vaxtarmöguleikum ís- lensks landbúnaðar og um árabil hefur verið unnið að kynbótum á byggi til að aðlaga það að íslenskum aðstæðum. RALA Eftir JÓNATAN HERMANNSSON Byggmjöl er notað lítið eitt í svokallað gróft brauð og morgunkorn. Örlítill hluti af íslensku korni fer þessa leið, í mesta lagi 1%. Fyrst og fremst er það ræktað hér til fóðurs. Sums staðar er uppskeran þurrkuð, annað hvort í eldþurrkara eða við súgþurrk- un, en víðast hvar er komið súrsað í stómm plastsekkjum og reynist þannig verkað hið ágætasta fóður. Mest er það gefið mjólkur- kúm en hentar líka vel handa sauðfé og svínum. íslenskt korn er þó enn innan við 5% af kjamfóðurnotkun landsmanna og í kornræktinni á íslenskur landbúnaður ónot- aða vaxtarmöguleika. í meðalári fást yfir 3 tonn á hektara af þurra korni. Kostnaður við ræktun er ekki mikiil og heimaræktað kom er ódýrt fóður. Stóráföll eiga engin að geta orðið. Bregðist sumarið, má s!á kornið og verka það í vothey eins og hvert annað grænfóður. HitafarRæður Kornþroska Hitaþörf korns yfir sumarið hefur verið fundin í nákvæmnistilraunum á tilrauna- stöðinni á Korpu. Þar hefur korn verið rækt- að á sama stað við sama áburð ár eftir ár. Vaxtartíminn hefur verið frá miðjum maí fram í miðjan september. Hitafar þann tíma hefur ráðið þroskanum nokkuð nákvæm- lega. Hægt er að lengja sprettutímann og auka þroska með því að sá snemma þegar vel vorar. Hitafar eitt sér er þó ekki full- nægjandi til að ákvarða möguleika á korn- þroska. Skjól og frosthætta ræðst af stað- háttum og jarðvegur er mjög mishlýr. Korn þroskast til dæjnis mörgum dögum fyrr í sandi en framræstri mýri, svo að dæmi sé tekið. Korn í Eyjafirði 1994. Kom, % af heild 8 9 10 11 Meðalhiti fjögurra mánaða sprettutíma, °C Ahrif sumarhita á þroska korns á Korpu 1981-1994. Kornræktarsveitir Þar sem bæði er vorgott og hlýtt um sumar, eru bestar kornræktarsveitir. Svo hagar til í syðstu sveitum landsins. Viðun- andi líkur á þroska koms era um allt Suður- land neðan 100 metra hæðarlínu með nokkr- um gloppum þó í Ámessýslu vegna frost- hættu síðsumars. Þar er jarðklaki líka oft til trafala við jarðvinnslu að vori. í Austur- Skaftafellssýslu er sumarhiti nálægt neðri mörkunum, en vorgóð jörð getur bætt það upp. Þar fyrir austan er ekki kornland fyrr en á innanverðu Fljótsdalshéraði og eitthvað út fyrir Egilsstaði að austan. Norðanlands er kornland mest og best í Eyjafirði og út með firðinum að austan allt út í Höfða- hverfi, en að vestan í Möðravallapláss Inn- anverð Blönduhlíð virðist geta jafnast á við Eyjafjörð, en kornrækt í Skagafirði er þó enn á tilraunastigi. Vestanlands hefur korn lítið komið við sögu á þessari öld en fjöl- skrúðugar minjar og heimildir era fyrir hendi. Þar eru líkur á að korn geti þroskast með allri strönd Faxaflóa vestan frá Búðum og suður í Garð. SÁÐTÍMIOG ÁBURÐUR Sáðkom getur virkjað forðanæringu sína íslenskar kynbótalínur og erlend afbrigði í tilraun á Korpu 1993. við afar lágt hitastig og því er kostur að sá sem fyrst á vorin, helst um leið og fært er um flög. Á haustin hættir kom venju- lega að bæta við sig um miðjan september, þótt stöku sinnum endist sum- arið lengur. Þroskinn getur líka stöðvast við eina frost- nótt, jafnvel í ágúst. Korn svarar vel áburði en þar þarf aðgát. Of mikill áburður getur öllu spillt. Komið leggst þá gjarnan og þroskast seint og illa. í fijósömum jarðvegi geta 30 kg niturs á hektara ver- ið við hæfi en á sandi þarf kornið fjórfaldan skammt. Bxggafbrigði A MARKAÐI Stöðugt þarf að fylgjast með byggaf- brigðum á markaði. Árlega verða breytingar á framboði erlendis, gömul afbrigði detta út og ný koma á markað. Um mörg af- brigði er að velja frá nágrannalöndunum en þau henta hér misvel. Þau skiptast að mestu í tvo flokka. Annars vegar era 'fljót- þroska sexraða afbrigði. Þau eru mörg hver uppskeramikil en þola alls ekki hvassviðri og slagviðri eins og hér gerir á haustin_ Helst geta þau gengið í góðviðrissveitum norðanlands og í uppsveitum syðra. Hins vegar era strásterk afbrigði sem þola flest veður en eru nærri öll of seinþroska fyrir okkur. Kynbætur Um árabil hefur verið unnið að kynbótum á byggi til þess að laga það að íslenskum aðstæðum. Þetta er líklega skemmtilegasti þáttur kornrannsóknanna en um leið þolin- mæðisvinna. Markmiðið er að sameina alla kosti er- lendu afbrigðanna, það er að fá fram fljót- þroska afbrigði, sem jafnframt er strásterkt og þolir verstu slagviðri. Auk þess er keppt að sem allra mestri uppskeru, en það er víst sameiginlegt markmið allra kynbóta- manna.Einfaldasta leiðin að markinu er að taka afbrigði af strásterku gerðinni og flýta því með því að víxla því við fljótþroska af- brigði. Afkvæmið verður arfblendið í öllum þeim eiginleikum sem foreldrana greindi á um. Ýmsar aðferðir era notaðar til þess að fá fram arfhreinar línur úr afkvæmahópnum og verður þeim ekki lýst hér. Vegna þess að bygg er sjálffijóvga gerist það þó af sjálfu sér á sex til átta kynslóðum ef menn mega vera að því að bíða eftir því. Fyrsta íslenska afbrigðið er nú komið í fjölgun erlendis og verður væntanlega á markaði hér vorið 1997. Þótt það valdi ekki byltingu, verður það vonandi steinn í grunn undir kornrækt framtíðarinnar. Rannsóknir eru nú siyrktar af Framleiðni- sjóði landbúnaðarins og Rannsóknasjóði Rannsóknarráðs ríkisins. Höfundur er jarðræktarfræðingur og tilrauna- stjóri á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Rannsóknarráð íslands stendur að birtingu þessa greinaflokks.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.