Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 3
IMK* ® 11E ® [0] 01) E 0 m [U □ [n] g] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. greind er tengd tölvum og dæmi um tæki sem styðst við gervigreind er skáktölvan. Magnús S. Magn- ússon, forstöðumaður Rannsóknarstofnu um mannlegt atferli við Háskóla íslands og áður prófessor við Sorbonne-háskólann, hefur unnið mikið við að þróa gervigreindarkerfi. Hann segir frá þeim og stöðu Háskóla íslands í viðtali við Ágústínu Jónsdóttur. Hörm- ungar og hugarfar, er heiti á grein eftir þijá nemendur Menntaskólans við Sund, sem unnu hana í samráði við tvo af kennurum skólans. þar er rak- ið hve víðtæk áhrif náttúruhamfarir geta haft og bent á samhengi milli kólnunar og uppskerubrests í Evrópu af völdum Skaftárelda og Frönsku byltingarinnar skömmu síðar. Vörður og varðaðar leiðir, er heiti á grein eftir Jón R. Hjálmarsson. Sumar vörður eru með elstu mann- virkjum á þslandi og hafa mörgum bjargað. Elzt- ur fjallvega er Kjalvegur; hann var farinn milli Norður- og Suðurlands skömmu eftir landnám. Sérstaka stöðu meðal varða hafa síðan beinakerl- ingar, þar sem menn skildu gjarnan eftir sig mergjaðar vísur. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ Sumarið Vetrar þrumur flýja frá, fagnar guma sægur. Allir fuma á fót að sjá fyrsta sumardægur. Verður fríð hin forna jörð, fótum prýðist rörum, brjóst um skríður hennar hjörð, hrósar biíðum kjörum. Storma læti þagna, því' þiðnar strætið bera. Heyrast vætur hólum í, hlunkar nætur frera. Allt er kátt um heimsins hring, heiil er brátt að runnin. 0, hvað máttug umbreyting er í náttúrunni. Sínar storðir sólin hlý sæium skorðar rósum, þar sem forðum skakin ský, skulfu á norðurljósum. Mörg eru gæði minnst hér töld af mar og svæði ríka, hún, sem bæði ár og öld eyðir og fæðir líka. Skeiða fara auðar ár, eyðist skara iitur. Greiðir rara hauður hár heiðandvara þytur. Eins og fúnu urtirnar, sem aftur túnin prýða, holdsins lúnu leifarnar, lífgar hún á síðan. Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænieik sjá í vatna bláum speglum. Meðan þráum heims við hót og harma sáum dalinn, við erum strá á veikri rót vetrar stjái kaiin. Bárur naumast stumra úr stað, hjá strandar krauma fótum. Fiskar laumast fróni að fram í strauma mótum. Skeiðið löilum skammfetað, ske oft spjöll á ferðum, síðan föilum foldu að og fis með öllu verðum. Dýr af störum næring ná, í nægtum rörum baða. Úti á fjörum fuglar smá í feitum þörum vaða. En vér skulum aftur stá upp til skaptra gæða, þá moldir taptar okkar á anda kraftar hæða. Sólin vöngum hlúir hlý, hrindir þröngum dvaia. Hlíðum iöngum einatt í ymur söngur smala. Sigurður Breiðfjörð, 1798-1846, frá Rafgirðingum við Hvammsfjörð, var helzta rímna- skáld (slendinga á 19. öld og naut mikillar alþýðuhylli. Hann lærði beykisiðn í Kaup- mannahöfn og vann við tunnusmíði í Vestmannaeyjum og víðar. Til Grænlands fór hann og skrifaði bók um landið. Síðustu ár sín bjó hann í Reykjavík við bág kjör og andaðist í örbirgð. B B Hvar skal húsið? Til er saga af tóbaksmanni sem svo var nýtinn, að hann reykti annan enda vindilsins, en tuggði hinn, og tók loks öskuna í nefið. Þessi ráðdeildar- maður kemur í hug þeg- ar gengið er um gamla bæinn í Reykjavík. Þar blasir við gjörnýting af svipuðu tagi. Gömlum timburhúsum er umturnað til annarra nota en þeim bezt hæfa, og fast upp að þeim er síðan klastrað tröllháum steinbáknum af alls óskyldri stíl- tegund, unz þessi bæjarhluti er orðinn að þvílíkum óskapnaði, að hvað æpir á annað í skelfingu. Gamlibær var á sínum tíma snotur og vinalegur, eðlilega vaxinn og sjálfum sér samkvæmur. En sú tíð er löngu íiðin. íbúð- arhúsum var breytt í sölubúðir og skrifstof- ur, knæpur og læknastofur, iðnaðarverk- stæði og eitthvað allt annað en þeim hent- aði í öndverðu. Hús sem frá upphafi höfðu verið ætluð til opinberra nota, voru látin springa utan af starfsemi sinni fremur en hún yrði flutt í annað húsnæði og rýmra, þegar allt stóð á beini. Þar sem eðlileg þró- un gömlu Reykjavíkur hafði látið eftir smug- ur og hollar eyður, var troðið niður húsum í stað þess að færa út byggðarmörkin eftir þörfum í tæka tíð, áður en allt var komið í óefni sakir þrengsla. Sögufrægasta hús bæjarins, aðsetur gamla menntaskólans og Alþingis á sínum tíma, var ofnýtt svo harkalega að það biður þess ekki bætur. Og þegar loks varð ekki hjá því komizt að sinna sívaxandi húsnæðis- þörf skólans, var smíðaður steinkassi í sama gamla hverfinu sem allra næst þessu virðu- lega timburhúsi, svo hægt væri að níðast á því áfram, fremur en reisa nýtt skólahús nógu stórt á nýjum stað, og eftirláta gamla húsinu verkefni við hæfi. Og eyðilegging Gamlabæjar heldur áfram linnulaust. Nú tjóar lítt um að fást, að ekki tókst að forða veslings Tjörninni frá þeim ófögnuði sem þar getur að líta. Og nýjustu ofnýtingar-mistökin blasa við þar sem verið er að koma fyrir dómhúsi á smáreit inn á milli Arnarhváls, Þjóðleikhúss og Lands- bókasafns. Tilgangurinn með því staðarvali virðist einna helzt vera sá að neyða starfs- fólk og gesti þeirra stofnana, sem fyrir eru á svæðinu, til að kaupa sig inn á bílastæði í vanhugsaðri bílageymsluhöll, sem illa gengur að reka. Að frátöldu ráðhúshneykslinu er staðar- val Þjóðleikhússins að líkindum sorglegasta skipulagsslysið í Reykjavíkurbæ til þessa. Það hús og Landsbókasafn fara langt með að drepa hvort annað með svo æpandi sund- urleitum stíl sem verða má. Þrengslin á þessum stað hafa ýmsum þótt ærin, þó ekki bætist þar nýtt stórhýsi í troðninginn. Broslegustu rökin sem heyrzt hafa fyrir því, að þarna skuli þetta dómhús reist, eru þau, að sjálf þrengslin geri Reykjavík borg- arlegri, því aðaleinkenni borga séu þrengsli. Það á sem sé að troða upp á Reykvíkinga þeirri bölvun, sem einna verst þrúgar fólk í stórborg, til þess að þeim megi skiljast, að þeir sæti því að búa í borg. Það var ljóst orðið, að allur þorri Reykvíkinga var andvíg- ur þessu staðarvali. Enda mátti dómhús þetta standa nokkurn veginn hvar sem var og hefði sómt sér vel á Rjúpnahæðinni. Reyndar var háskalegt að halda á loft and- stöðu bæjarbúa, því hingað til hefur andvíg- ur meirihluti í slíkum málum verið kallaður almennt fylgi (svo sem í ráðhúsmálinu og hundamálinu um árið). Trúlega hafa ýmsir hikað við að skrifa undir mótmæli af þeim sökum. Ekki var fyrr farið að bollaleggja smíði tónlistarhúss en upp komu ráðagerðir um að þröngva því niður einhvers staðar í Gamlabæ. Ekki vegna þess að þar blasi við tilvalinn staður til þeirra nota. Það er nú öðru nær. En samkvæmt þeirri hugsjón að eyðileggja gömlu Reykjavík var fyrst alls farið að leita þar að einhverri skák, þar sem þessi langþráða menningarstöð gæti olnbog- að sig niður. Kannski þykir flestum sem héðan af megi einu gilda um örlög Gamlabæjar; þar hafí smekkleysan hrósað svo algerum sigri, að varla sé miklu að spilla, þótt hún láti kné fylgja kviði. Þó eru þeir enn til, sem vona í lengstu lög að aðrar og skynsam- legri hugmyndir, sem fram hafa komið um stað fyrir svo mikilvæga stofnun sem tón- listarhús, nái fram að ganga. HELGIHÁLFDANARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.