Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 5
ER LÍFIÐ vélræn endurtekning? „Eins og svo margir á undan mér hafði ég komið auga á hina gífurlegu endurtekningu í lífi fólks.“ Myndin: Fernand Léger: Morgunverðurinn, 1921. ar: Hér eru bæði forrit og gervitauganet látin keppa í lausn verkefna líkt og lífverur í náttúrunni. Hæfustu einstaklingarnir úr hverri „kynslóð" eru valdir eftir árangri og nýir skapaðir með því að blanda eiginleikum sigurvegara á all tilviljanakenndan hátt líkt og gerist við kynbætur. Þar sem tölva getur framleitt og prófað milljónir kynslóða á ör- skömmum tíma getur árangurinn orðið ófyr- irsjáanlegur og til hafa orðið forrit með þessum sjálfvirka hætti sem leysa erfið verk- efni á mjög fullnægjandi og óvenjulegan hátt. En hér er hermt á ógnarhraða eftir langtímanámsaðferðum lífsins. Raunar má einnig líkja þessu við þróun menningarinnar þar sem t.d. hugmyndir, skoðanir eða kenn- ingar blandast og sigra eða deyja í hugum og skrifum manna í rás kynslóðanna.“ Að hvaða gagni kemur aðferð þín og hveijir nota hana? Hún nýtist þegar skoða á mannleg sam- skipti. Til dæmis á milli tveggja einstakl- inga; móður og barns, manns og konu eða á milli barna við ýmsar aðstæður s.s. við fýrstu kynni eða samstarf við lausn vanda- mála. Þar erum við komin í eins konar hring því þar með eru notaðar gervigreindarað- ferðir sem sprottið hafa af rannsóknum á mannlegri greind, hæfninni til að leysa vandamál við rannsóknir á því hvernig manneskjur leysa vandamál. THEME er einmitt notað við rannsóknir af þessu tagi á sálfræðideildinni í Sorbonne í París sem Binet stjórnaði á sínum tíma.“ Theme - Forritið í Sorbonne er einnig aðferðuhi og hug- búnaði Magnúsar beitt við rannsóknir á samskiptum einhverfra barna við fullorðna kennara þeirra. Magnús upplýsir að nú hafí einmitt fundist allsterkt jákvætt samhengi á milli greindar barnanna og þess hve flók- in samskiptamynstur þau mynda. Hann seg- ir, „þar má ef til vill líta svo á að gervi- greind og greind nái nokkuð saman. Ann- ars er THEME-forritið aðallega notað við Chicagóháskóla, Barcelónaháskóla, háskól- ann í Lausanne í Sviss og Besansonháskóla í Frakklandi. Nú síðast hef ég frétt af rann- sókn í ísrael á samskiptum móður og barns þar sem leitað er að sérkennum í samskipta- mynstri hjá börnum með ýmis sálræn vanda- mál. Fyrstu niðurstöður virðast vera mjög skýrar. Einnig má nefna að í Kanada er verið að undirbúa rannsóknir á einelti með- al skólabarna. í Þýskalandi," segir Magnús, „sýndu rannsóknir sem gerðar voru á samskiptum paranna að því meiri áhuga sem stúlkan hafði á manninum því flóknari mynstur mynduðust í samskiptum þeirra. Hið sama gildir ekki um áhuga pilta á stúlkum og er það í góðu samræmívið þekkingu í félagslíf- fræði. Allir vita t.d. að fjöldi kvendýra ákvarðar hámarksfjölgunarhraða hópa og að við sæmilegar aðstæður fæða nær öll kvendýrin af sér unga. Sama gildir hins vegar ekki urn karldýrin í náttúrunni því oft fá aðeins örfá þeirra að geta afkvæmi þó þau hafi öll til þess vilja. Yfirleitt kemur í ljós að atferli er miklu reglulegra en búist var við.“ Undanfari Rannsókar- STARFSINS Hvernig kom það til að þú fórst í rann- sóknir þínar á þennan hátt? „Eins og svo margir á undan mér hafði ég komið auga á hina gífurlegu endurtekn- ingu í lífi fólks. Ekki síst þótti mér sláándi að sjá margt fólk sitja fast í ógæfulegum lífsmynstrum sem það endurtók ár eftir ár án þess að gera sér það ljóst. A fyrstu menntaskólaárum mínum, þ.e. strax og ég gat farið að lesa á ensku, fann ég bækur og las um atferlislíffræði eða hátternis- fræði, sálarfræði og mannfræði svo og uin hina nýju tölvutækni. Nánast ekkert var þá til um þessi efni á íslensku. Ég sannfærðist um að þau hegðunarmynstur sem ég sá endurtekin af einstaklingum og hópum (t.d. stjórnmálaflokkum) allt í kringum mig væru afléiðing flókins samspils meðfæddra eigin- leika mannsins og umhverfisþátta sem oft- ast eru skapaðir af sömu eða öðrum mönn- um. Ég varð einnig sannfærður um að munur á mönnum og dýrum væri miklu minni en yfirleitt var (og er) talið. Síðar á ævinni, nánar tiltekið í sálarfræðináminu við Kaupmannahafnarháskóla (1972-’83) einbeitti ég mér í fyrstu að félagslegum fyrirbrigðum í náttúrunni og velti þá fyrir mér spurningunni: Hvernig lagar þjóðfé- lag (félagsleg heild) einstaklinginn að sér um leið og það sem lieild aðlagast um- hverfi sínu? Ég las mér því til um skipulag félagslegs lífs hjá nokkrum dýrategundum þar sem félagslegur lífsstíll er hvað þróaðastur, þ.e. hjá milljónaþjóðféiögum félagsskordýra (t.d. maurum, termítum) og hjá öpum, sem jafn- framt eru okkur skyldastir, en lifa yfirleitt í hópum sem í eru færri en 200 einstaklingar. Það virðist mega líta á líf í milljónasamfé- lögum manna sem afleiðingu þess þegar háþróuð apategund fer að lifa í síríkara mæli að hætti félagsskordýra þar sem mikil sérhæfing ríkir meðal einstaklinga sem hafa áhrif hver á annan gegnum boðskipti af til- tölulega ópersónulegu tagi. Hjá félagsskor- dýrum og mönnum fer þessi stjórnun eða gagnkvæma leiðbeining ásamt aðstoð þann- ig fram, að einstaklingar breyta umhverfi hver annars á all varanlegan hátt; reisa híbýli, leggja vegi, og dreifa tiltölulega var- anlegum skilaboðum. Maðurinn byggir mest á menningarlegum aðferðum en skordýrin eru undir nákvæmri stjórn líffræðilegra erfðaþátta. Peningar, sem eru eitt helsta stýritæki mannlegra samfélaga, eru dæmi um sérstaklega mikilvæga menningarlega uppfinningu í þessu sambandi. í margvísleg- um skilningi eru peningar því afl hluta sem gerðir hafa verið af skynsemi. Annars kom mér hvað mest á óvart mikilvægi náms ein- staklinga í samfélögum félagsskordýra. Nánustu samskipti manna í minni hópum, s.s. fjölskyldum, eru þó enn miklu líkari því sem gerist um ómálræn samskipti hjá öpum þar sem einstaklingar þekkja hver annan og með öflugum heila eru færir um tiltölu- lega flókna hegðun." Sannfærður Um Mögu- LEIKA TÖLVUTÆKNINNAR Á síðustu sjö árunum við Kaupmanna- hafnarháskóla einbeitti Magnús sér að því að finna leiðir til að rannsaka hin beinu mannlegu samskipti sem ekki skilja eftir spor nema í heilum þátttakenda. Með nú- tímatækni er mögulegt að láta þessi sam- skipti skilja eftir varanleg spor á filmum eða myndböndum sem síðan má greina að vild. Hann segir: „Mjög erfitt er oft að koma auga á þau reglulegu endurteknu mynstur, sem virðast einkenna samskipti manna. Til dæmis hafa menn í tugþúsundir ára rabbað við kunn- ingja sína en það er þó ekki fyrr en á síð- ustu tímum sem þeim hefur hugkvæmst að í því atferli væri það nákvæma og flókna skipulag sem þéir nú lýsa sem málfræðileg- um reglum. Ef litið er frá þessu sjónarmiði á hin samofnu málrænu og ómálrænu tjá- skipti við margvíslegar aðstæður þá vilja atferlisvísindamenn ekki einungis vita hvað er sagt og hvernig, heldur einnig hvers vegna, hver segir hvað við hvern við hvaða aðstæður og með hvaða afleiðingum. Til þess að nýta í þessu sambandi hina ótrúlegu möguleika nútímatölva, sem framkvæmt geta milljónir aðgerða á hverri sekúndu, þarf því að þróa nýjar aðferðir." Hvar hefur þú aðallega unnið að rann- sóknum þínum? „Ég stundaði sálfræðinám á rannsóknar- línu í 11 ár við Sálfræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla (1972-’83). Ég lauk þar Magisterkonferensnámi. Danir buðu mér síðan að vinna áfram að rannsóknum mínum á fullum launum og við bestu aðstæður í Kaupmannahafnarháskóla og á Riso þjóð- rannsóknastofu þeirra. Þeir veittu mér heið- urspening Kaupmannahafnarháskóla en sú viðurkenning er mjög sjaldgæf en mér var einnig boðið að halda áfram rannsóknum mínum um stundarsakir á Mannfræði-stofn- uninni á Safni mannsins í París. Ég vann þar í tæp 4 ár að rannsóknum mínum sem dósent og aðstoðarforstöðumað- ur. Á þessu tímabili myndaðist náið sam- starf við aðrar rannsóknastofnanir í fram- haldi af fyrirlestrum sem mér var boðið að halda, m.a. sálfræði- og hátternisfræðideild- ir Parísarháskóla og Rannsóknastofu í Hátt- ernisfræði inannsins við Max Planck í Þýskalandi. Síðan bauð forseti franska sál- fræðisambandsins mér að gegna prófessors- stöðu þijú ár í röð (í 6 mánuði í senn) við Parísarháskóla. Þetta var einstaklega mikil- vægt skref því til þess þurfti m.a. hópur leiðandi prófessora við Parísarháskóla að meta menntastig mitt á við hæstu frönsku doktorsgráðuna." HÁSKÓLIÍSLANDS Hvernig er að koma til starfa við Há- skóla íslands frá Mannfræðistofnuninni á Safni mannsins í París og við Parísarhá- skóla? „Við Háskóla íslands eru um 5 þúsund nemendur og nær allir í byijunarnámi (fyrstu 3-5 ár) en við Parísarháskóla eru um 300 þúsund nemendur eða fleiri en allir íslendingar og starfsmenn hans eru mun fleiri en allir nemendur og kennarar í H.í. Stór hluti nemenda Parísarháskóla er í námi á hærri stigum háskólanáms sem ekki eru til við H.í. Lengsta nám við Kaupmannahafnarhá- skóla og Parísarháskóla tekur að meðaltali 15-20 ár, og það nám sem H.í. býður, telst hreint byijendanám í flestum tilfellum; það vantar margar efri hæðirnar miðað við Par- ísarháskóla. Núverandi rektor H.í. hefur bent á að Háskólinn er í stórum dráttum. það sem á ensku er kallað undergraduate school. Við H.í. er nánast ekkert doktors- nám til, en við Parísarháskóla eru t.d. þijú stig doktorsnáms og svara þau lægri til PhD (doktor) frá Bandaríkjunum en 7-10 ára sjálfstæðra rannsókna með sérstökum ár- angri er krafist að auki til að ná hæsta doktorsstiginu sem er forsenda þess að menn megi gegna prófessorsstöðum við Parísarháskóla.“ Hverjir eru að þínu mati atvinnumögu- leikar manna á því menntastigi hérlendis? „Vegna þess hve nám við H.í. nær skammt og hve lítið er um rannsóknastöður neyðast íslenskir menntamenn, sem sumir eru færir um kennslu á efstu háskólastigum, til þess að fást einungis við byijenda- kennslu og vegna hinna ótrúlegu lágu launa íslenskra háskólamanna neyðast þeir oftast til að bæta á sig enn meiri byijendakennslu eða öðrum aukastörfum. Varla er til áhrifa- meiri leið til að drepa menn niður. íslending- ar eru því ekki að fá hámenntamenn ódýrt heldur standa þeir uppi nánanst án slíkra en það vekti óhug meðal þróaðra þjóða. Öll umræða í H.í. ber þess merki og lítil von er til að almenn umræða í þjóðfélaginu fari þar fram úr. Mestur hluti allra rannsókna t.d. í Þýskalandi munu vera framkvæmdar af doktorsnemum en hér eru nánast engir slíkir. Gott hefði verið t.d. að fá fyrir löngu vandaðar doktorsritgerðir um ástand land- búnaðar, banka- rannsókna- stjórn- og at- vinnumála á íslandi. Ef til vill hefði þannig mátt spara á síðustu áratugum margföld útgjöld ríkisins til H.í. þar sem kostnaður á hvern nemanda er aðeins þriðjungur mið- að við háskólann í Tromso í Norður-Nor- egi. Það er með ólíkindum að til séu íslend- ingar sem halda því fram að H.í. sé háskóli á heimsmælikvarða. Háskóli í fjársvelti hefur hér leiðst út í rekstur spilakassa í Las Vegas-stíl til að afla sér 100 milljóna, sem er þó áðeins einn fímmti úr einu prósenti af því sem heilbrigðiskerfið kostar. Meðal- tekjur lækna í heilbrigðiskerfinu samsvara margföldum byijunarlaunum lektora við H.í. sem eru um 76 þúsund. Háskólinn menntar þó endurgjaldslaust flesta starfs- menn heilbrigðiskerfísins. Lágmenntastefna, tómlæti gagnvart menntamönnum og skuldasöfnun er varla gott uppeldisumhverfí eða undirstaða fyrir Islendinga framtíðarinnar. Óvíst er raunar hvort þjóðin á sér nokkra framtíð með slíku framhaldi.“ Vanpekking Og LÁGMENNING „Óstjóm undanfarinna áratuga, í efna- hagsmálum, kemur hér hvað best fram í gífurlegri erlendri skuldasöfnun sem nemur t.d. einum lúxusjeppa á annað hvert manns- barn (260 þús. milljónir). Hér er verið að taka lán hjá næstu kynslóðum en við lán- töku skiptir tvennt megin máli, upphæðin og greiðsluhæfnin þegar að skuldadögum kemur. Að vanrækja menntun þeirra, sem eiga að greiða skuldirnar er að draga úr greiðsluhæfni þeirra og svarar þar af leið- andi til þess að hækka upphæðina sem tek- in er að láni. Sparnaður í menntun jafngild- ir þannig erlendri lántöku. Þar sem vanþró- un og lágmenning ríkir verða raddir skyn- seminnar (því miður) auðveldlega að hrópum í eyðimörk, m.a. raddir hagfræðinga, og þá er hætt við frekari hnignun. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að víða úti á landi alast börn upp í samfélögum þar sem 90% íbúa hafa grunnskólamenntun eðá minna og atvinnulífið eiphæft og býður því upp á fáa möguleika. Á tímum síaukinnar sjálf- virkni með tilheyrandi atvinnuleysi ber þjóð- in gífurlega ábyrgð gagnvart þessu fólki. Lausnin á þeim vanda felst ekki í að van- rækja að byggja upp efstu stig háskóla- menntunar. Sé það gert er verið að hrekja í burtu einstaklingana sem bestar forsendur hafa til að lyfta umræðunni í þjóðfélaginu og stuðla að nýsköpun. Vegna fámennis hér virðist mér einungis ein leið fær, þ.e. störefl- ing menntunar og menningar í margfalt nánara samstarfi við helstu menningarþjóð- ir. Slík umskipti krefjast m.a. stórbreyttrar áherslu í tungumálakennslu, einkum í helstu málurn meginlands Evrópu, þ.e., þýsku og frönsku." Magnús segir að lokum að kostulegasta upplifun hans af íslensku menntakerfi sé sú að tekið hafi nefnd á vegum H.Í., heila 16 mánuði að meta hann hæfan til starfa hérlendis á miklu lægra háskólastigi heldur en hann hefur starfað á áður við fjóra París- arháskóla. Hðfundurinn er Ijóðskáld og kennari i Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12.ÁGÚST 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.