Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 2
HEKLA 25. júní 1846. Gosinu er lokið en gufur stíga upp af gígum og hraun■ um. Mynd eftir J. C. Schythe úr bók hans: Hekla og dens sidste udbrud. HEKLA gat tekið á sig undarlegar og óraunverulegar myndir, þegar útlend- ingar reyndu að ímynda sér þetta fræga eldfjall. Hér er málmstunga úr bók A.M. MiIIets, Decription de I’univers, frá 1683. í myndatexta segir: Heklu- höfði. Heklugos í baksýn. LEIÐANGUR Pauls Gaimard á Hekluslóðum 1836. Myndin er teiknuð inn með Augnhrauni, innan við Selsund. Botnalækur fellur í fossi niður kletta- haft hjá Skyggni. Heklu ber hæst fyfir miðrí mynd en Botnafjall er til hægri. Teikning eftir Auguste Meyer í bók Pauls Gaimard, Voyage en Islande. úar 1597. Það stóð í að minnsta kosti hálft ár. Margar samtímaheimildir eru til um það en rækilegasta lýsingin á því er í bréfi Odds Einarssonar Skálholtsbisk- ups til séra Böðvars Jónssonar. Þessi ógnarlega eldsuppkoma í Heklu og önnur þau býsn, sem þar með fylgja, sem eru brestir og_ dynkir, álíka til að heyra sem þá reiðarþrumur beijast mest í lopti. Bar þetta fyrst til á mánudags- kvöldið eptir áttadag um kvöldrökkurs- tíma, kom fyrst jarðskjálfti, svo menn urðu varir við nokkra kippi bæði hér og annars staðar, og þar fylgdi með ógur- legt myrkur, að sögnum þeirra, er úti voru, því þeir þóttust ei sjá niður fyrir fætur sér, en þó var áður klár heiðríkja og stjörnuljós. — í sama vetfangi gaus upp úr Heklu suðaustanverðri eldur og eisa með sandi og ösku og tilsýndar héðan sem hún væri öll í einum loga, allt eins og heitasti tígulofn. (ívitnað eftir Heklueldum, s. 77) Tjón varð iítið í þessu gosi enda hófst það á heppilegasta tíma, um hávetur. Ösku- fall var fremur lítið og barst til ýmissa átta, mest til suðausturs yfir Mýrdal. Ekkert er vitað um hraunrennsli. GOS 17. ALDAR 1636. Heklugos númer tíu hófst 8. maí 1636 að kvöldi dags eftir sólsetur. Besta heimildin um gosið er annáll Gísla Oddssonar Skálholtsbiskups. Annállinn er skráður 1637 rétt um eða eftir goslok. Hann er skrifaður á latínu en tilvitnunin hér á eftir er í ís- lensku útgáfuna (ísl. annálabrot, s. 47-48). Braust loginn upp úr gíg í fjallinu, er veit í suður, og eins og hóf sig upp um reyk- háfa eða strompa, sem ýmist voru tveir, og það var oftast, eða sex, sem sjaldnar var eða sjö til átta. Fylgdi með dökkur vikur og gjall af grjóti, sem brunnið var af ofurhita eldsins, ásamt ógurlegum brestum, svo sem af þrumum eða mörgum fallbyssum ... Eimyijan eða askan, sem upp sté, þakti eigi aðeins og sverti alveg fjallið sjálft (sem er eins stórt og önnur snævi þakin fjöll), heldur þéttist hún í skýmökk og barst til fjarlægustu staða, eftir því sem vindar blésu, og þar fyrst féll hún niður eins og smágert regn í kyrru og hægu veðri. Síðan þeyttist hún fyrir vindum í skafla, eins og þurr snjór, og varð svo mikil, að sumstaðar tók fyrir dagsljósið og varð dimmra en um nótt. íbúarnir urðu óttaslegnir og yfirgáfu nokkra nálæga bæi, en málnytupeningur snerti ekki við sýktu grasinu vegna remmu og óhollustu. En þótt þessi gos af eldi, reyk og eimyiju hafi mjög sjatnað með vetrarkomunni, þar sem líklegt er, að gosefnin f iðrum fjallsins hafi brunnið út og rénað, þá hafa þau samt sést, þótt stijálli séu, fram í byijun þessa árs, 1637, og stöðugt fram á vor, ekki einungis í fjallinu sjálfu, heldur einnig í nágrenninu. En nú hafa þau fölsknað svo, af mis- kunnsamri Guðs ráðstöfun, að vér höfum ekki orðið þeirra varir nokkra stund. Ekki er vitað hvaða staðir voru yfirgefnir en það hefur ekki verið nema um stundarsak- ir því að ekki er hægt að sjá að neinir bæir hafí farið í eyði af völdum gossins. Öskulaga- rannsóknir sýna að öskufall hefur ekki verið mikið. Ekkert er vitað um hraun. 1693. Stórgos hófst í Heklu 13. febrúar 1693. Gosið telst hið ellefta í röð sögulegra Heklugosa. Daði Halldórsson, sá sem kunn- astur er fyrir að hafa verið bamsfaðir Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, samdi greinargóða skýrslu um upphaf þessa goss. Hann var þá prestur í Steinsholti í Eystri- hreppi en þaðan blasir Hekla við í austurátt. Anno 1693, þann 13. Februarij um kvöld- ið, þá klukkan hefur verið milli sjö og átta, bar til sá skelfilegi aðburður og furðuverk, að það stóra Heklufjall, sem á sinni vestursíðu hafðistóran bing, hvörn sumir kölluðu Litlu Heklu, lyftist upp og braust upp í veðrið og loftið í skyndilegri svipan og féll aftur á bak niður til vesturs í heilstilltu veðri, þykkmiklu rneðal vor í byggðum, en sterkum landsynning að merkja á fjöllum og skýjum, og það með skelfilegum jarðskjálfta, ógna brestum og eldgangi sem stæðstu reiðarþrumu slögum sífelldum, og í þeirri svipan þetta skeði, uppgaus í loftið, þar fjallið sundur sprakk, glóandi brunagrjót, brennisteinn og saltpétur með öskuvikur og fljúgandi eldflugum til útnorðurs upp á þessar sveit- ir, Hrepp hinn eystra og Hrepp hinn ytra og Biskups tungur, svo sterklega þykkt og hraðlega, að á hálfum klukkutíma aftókust í einu af vikur og sandi þessar jarðir í Eystrahrepp, Sandártunga, Skriðufell og Ásólfsstaðir... Eigi að síður eftir þessa skyndilegu foreyðing í einum svip geysaði eldur með stórbrestum og jarðskjálfta alla þá nótt í gegnum með skelfilegum. hætti. Daginn eftir var sú Litla Hekla foreydd, en dalverpi og þurða stór í Heklufjalli eftir ... Það kvöld, sem Hekla sprakk, vildi bóndinn í Skarfanesi, sem liggur bæjarleið til útnorðurs frá Heklu [16 km vestnorðvestan fjallsins], flýja bæinn með sitt fólk (því hann hugði húsin mundi falla yfir fólkið) suður yfir bæinn út yfir túnið undir þar moldbakka nálæga, þá kom í loft fyrir hann fljúg- andi faðms vítt stykki samfast af torfi, grjóti, moldu og sandi, hvört að féll niður fyrir fætur honum og brast svo sundur mýrin í þúsund parta, hvar af maðurinn með allt sitt fólk aftur heim sneri... Svo voru brestir og dynkir skelfilegir, að mörgum doðnaði heyrnin, sem úti voru um kvöldtímann. (ívitnað eftir Heklueldum, s. 86) Ekki er gott að átta sig á ummælum Daða Halldórssonar um Litlu-Heklu. Hann var sjónarvottur að umbrotunum, bjó í Steins- holti í Gnúpverjahreppi, 28 km vestnorðvest- ur af Hekiu. Litla-Heída er kollótt bunga, þakin vikri og gosmöl, sem skagar fram úr miðri norðvesturhlíð Heklu (samanber s. 84). Hugsanlegt er að hún hafí verið stærri fyrir gosið 1693 og hluti hennar hafi sprungið eða hlaupið fram í upphafí gossins. Alltént virð- ast svo miklar breytingar hafa orðið á útliti hennar að séra Daða fannst sem Litla-Hekla væri foreydd og horfin með öllu. Gosið stóð fram á haust en sumar heimild- ir telja að það hafi haldist út árið. Öskufali varð mikið í upphafshrinu gossins. Askan barst til norðvesturs yfir Þjórsárdal og Bisk- upstungur og norður um Húnaþing og norð- anverða Vestfirði. Átta jarðir lögðust í eyði um lengri eða skemmri tíma og ein þeirra, Sandártunga í Þjórsárdal, byggðist aldrei framar. Fiskur drapst í ám og vötnum þar sem askan féll og tjúpur og fleiri fuglar dóu í hrönnum. Búpeningur sýktist af gaddi en skepnufellir varð þó ekki mikill. Hraun frá gosinu virðast að mestu horfin undir yngri hraun. Á korti Sigurðar Þórarinssonar í Heklueldum er einungis sýndur lítill hraun- bleðill, sem talinn er úr þessu gosi, sunnan við Rauðöldur og vestan við Höskuídsbjalla. STÓRGOSIÐ 1766 Árið 1764 fór fólk að veita því eftirtekt að lækir og lindir hjá Næfurholti fóru þverr- andi og einnig lækkaði í Selvatni sem er í krikanum milli Bjólfells og Tindilfells vestur af Heklu. Kunnugir sögðu að nú færi Hekla brátt að láta í sér heyra. Aðfaranótt 5. apríl 1766 urðu snarpar jarðhræringar í grennd við Heklu svo að fólk vaknaði af svefni og áður en hálfbjart var orðið af morgni risu eldar úr fjallinu og dökkan gosmökk bar við himin. Lengsta Heídugos frá því sögur hófust var byijað. Það stóð fram í maí 1768, þó lá það niðri um nær hálfs árs skeið frá ágústlok- um 1767 og fram í mars 1768. Öskufall var mikið og hraunrennsli mun meira en í nokkru öðru Heklugosi á sögulegum tíma. Flatarmál hraunsins er talið vera um 65 km2 en rúmmál- ið um 1,3 km3. Þá rann Hringlandahraun í norðausturhlíðum fjallsins og mikil hraun- breiða milli Heklu og Vatnaijalla. í gosbyijun kom mikið hlaup í Ytri-Rangá sem sennilega hefur átt upptök í jöklinum á háijallinu. Að vanda var fýrsta goshrinan kröftug og meiri- hluti gosöskunnar féll á fyrstu 5-6 tímunum. Talsvert tjón varð á Landi og í Hreppum en þó mun minna en 1693 þar sem vindur var vestanstæðari svo að askan féll austan byggða. Á Norðurlandi féll askan mest um vestanverðan Skagafjörð og olli umtalsverðu tjóni þar og um Húnaþing. Þar við bættist hið harðasta vor. Hér um skrifar prestur norð- ur í Skagafirði í bréfí haustið 1766: ... gjörði hið allra mesta snjóhríðarveður í níu dægur með furðanlegrí hörku og harðviðri, og síðan þar eptir iðugleg ill- viðrí allt fram undir sólstöður, svo hér féll ei einasta allur sauðpeningur, heldur þar á ofan fjöldi af hrossum og nautpen- ingi. (Ivitnað eftir Heklueldum, s. 107) Af 60 hestum á Hólum í Hjaltadal lifðu að- eins 6 eftir um vorið svo biskupinn, Gísli Magnússon, afsakaði sig frá að ríða til þings að sveija Kristjáni kóngi 7. hollustueiða. í Höskuldsstaðaannál segir að allvíða um sum- arið hafí hvorki heyrst strokkhljóð né smalar hóa; þó telst árið 1766 ekki til mannfellisára að mati Hannesar biskups Finnssonar (Mannfækkun af hallærum). GOSIÐ 1845 Gos hófst í Heklu 2. september 1845. All- miklar rannsóknir voru gerðar og greinargóð- ar lýsingar eru til af því bæði eftir íslend- inga og erlenda fræðimenn. Upphafi gossins verður ekki betur lýst en með orðum Odds Erlendssonar bónda á Þúfu á Landi. Hann hafði Heklu fyrir augunum á meðan á gosi stóð og skrifaði dagbók sem hann nefndi „Dagskrá um Heklugosið 1845-6 og afleið- ingar þess.“ Oddur setti það skilyrði með ritgerð sinni að stafsetningu hans skyldi fylgt yrði hún prentuð. Eftir því hefur að vísu ekki alltaf verið farið en hún hefst svo (með stafsetningu Odds): Þriðjudaginn annan dag Septembris-mán- aðar árið 1845, — var veður spakt, með skjíuðu lopti, so ei sá til sólar, blíður vest- anblær gustaði, og veítti von um indælan dag ... Að ofanverðum dagmálum fóru í einu vetfangi að heirast dunur og ofsa niður í austri með þvílíkum undirgángji, að jörð iðaði við undir fótum manna, var niður þessi því líkastur, sem menn stæði undir ógurligustu árgljúfrum, eða stríð- asta öldufalls hljóð, fundu þeír sem voru í húsum inni hæga jarðskjálpta 3 eða 4 þar er næst var fjöllum, en ekki nema eínn, þar er fjær var, en þeír er úti voru að verkum staddir, urðu þess eí varir. SIó þá uppá austur Iandnorður loptið blá- svörtum mirkva æði miklum, sem færðist alt í einu ifir gjörvalt norðurloptið til vest- urs útnorðurs og alt upp í hvolfið so nál- iga varð sem hálfrokkið ... Til voru og þeir er meíntu heímsslit komin vera. En þeir voru þó fleíri er sáu og heírðu að þetta var af völdum Heklu — eldljallsins, er so opt áður hafði ógnað landi voru með eíðingu og dauða ... (ívitnað eftir Heklueldum, s. 120-121. Samanber Dagskrá, s. 9) Upphafshrina gossins stóð í um 4 klukkutíma og þá mun mest allt efnið sem upp kom hafa verið gjóska. Askan barst til austurs og varð þykkust í byggð á Síðu. Er leið á daginn dró úr þeytigosinu og menn urðu varir við hraunrennsli. Það var mest úr gíg suðvestan við Hátind og breiddist út um vest- urhlíðarnar. Fólk flýði með kýr sínar frá Selsundi og Næfurholti en sneri aftur eftir fyrstu gosdagana. Þremur vikum síðar var hraunið í um þriggja kílómetra ljarlægð frá Næfurholti og stefndi á bæinn. Fólkið yfir- gaf því staðinn að nýju og nú til lengri tíma. Bærinn fór þó ekki í hraun en fremsta tunga þess kom niður Bæjargilið rétt neðan túns og stöðvaðist þar. Bærinn var fluttur eftir gosið og reistur að nýju þar sem hann er enn. Hraunið nefndist Næfurholtshraun og heitir svo enn. Tjón varð ekki mikið en þó olli flúoreitrun og gaddur nokkrum skepnu- felli og drápust bæði kýr og kindur. Gosið stóð samfellt fram í apríl 1846 en lá svo niðri fram í miðjan ágúst er umbrotunum lauk endanlega með smá öskugosi. Ekki er til mikið af kveðskap sem lýsir Heklugosum. Sigríður, dóttir Vatnsenda- Rósu, var kaupakona í Syðra-Langholti í Árnessýslu árið 1845. Þá orti hún þessa vísu: Hekla gýs i'ir heitum hvoft, hiir rísa mökkvar, eldi frísar langt á loft. Láðið ísa rökkvar. Höfundur er jarðfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.