Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 5
RAFARTA dóttir Kjarvals írakonungs eignaðist þann strák, er Helgi hét og var kallaður hinn magri. Hann nam eins ogflestir vita land í Eyjafirði og bjó í Krist- nesi. Mynd: Búi Kristjánsson. (= Ölfusá) og „nam lönd öll fyrir utan Varmá og bjó að Gnúpum". Þorgrímur Grímólfsson tók arf eftir hann. „Móðir Þorgríms var Kormlöð, dóttir Kjarvals írakonungs.“ Korm- löð var algengt nafn með írum að fornu. Þegar niðjatöl þessara fjögurra barna Kjarvals eru athuguð gaumgæfilega kemur brátt í ljós sameiginlegt atriði með þeim öllum: fyrstu biskupar okkar áttu ættir sín- ar til Kjarvals að rekja. Frá Friðgerði Kjarv- alsdóttur var kominn Þorlákur Runólfsson biskup í Skálholti (1118-33), frá Raförtu Kjarvalsdóttur Ketill Þorsteinsson Hólabisk- up (1122-45), frá Dufnjáli Kjarvalssyni Jón Ögmundarson hinn helgi Hólabiskup (1106- 1121) og frá Kormlöðu Kjarvalsdóttur tveir fyrstu biskuparnir í Skálholti, þeir feðgar ísleifur Gissurarson (1056-1080) og Gissur sonur hans (1082-1118). Ef slík ættfærsla er að einhveiju eða öllu leyti tilbúningur, má sennilegt þykja að hér sé um að ræða fróðleik sem var settur á skrá fyrir 1134 og áður Magnús Einarsson varð biskup í Skálholti. III Utan Sturlubókar eru þijú dæmi í viðbót um ættrakningar aftur til Kjarvals, og er nokkur forvitnibót að hyggja að þeim. 5. I Hauksbók er svofelldur fróðleikur, sem hefur aldrei verið í Sturlubók: „Baugur var son Rauðs Kjallakssonar, Kjarvalssonar írakonungs.“ Um þessa glefsu farast Jakobi Benediktssyni orð á þessa lund: „Þessi við- bót getur verið úr ættartöluriti, en hvorki Rauður né Kjallakur eru annars nefndir í heimildum. Ættartalan er vísast tilbúning- ur; Cerbhall í [Osraige] átti að vísu son sem hét Cellach [d. 908], en tímans vegna kem- ur ekki til mála að hann hafi verið afi Baugs." Þeir Gunnar á Hlíðarenda og Hróar Tungugoði voru komnir af Baugi, en ekki er kunnugt um neinn biskup af þessum ættmeiði. 6. í Draumi Þorsteins Síðu-Hallssonar verður írskur þræll, Gill að nafni, góðum höfðingja að bana austur á Svínafelli í Hornafirði, og getur hvergi 1 fornritum okk- ar svo argan þræl sem mátti þó státa af glæsilegum forföður. Frásögn klykkir út með svofelldum fróðleik sem hvergi er að finna annars staðar í fornum letrum: „Gilli þessi var sonur Jathguðs Gillasonar, Bjaðachs sonar, Kjarvals sonar, konungs af írlandi, hins gamla, er þar ríkti lengi.“ Hér eru öll nöfnin írsk, þótt þau séu ekki agnúalaus að vísu. 7. í fornum biskupa ættum er Klængur Skálholtsbiskup (1152- 1176) einnig talinn kominn af Kjarvali í beinan kalllegg: „Klængur biskup Þorsteinsson, Arnórssonar, Klængssonar kvígu, Þorleifssonar, Ásbjarnar- sonar, Hertilasonar, Kjarvals- sonar.“ Þótt þess sé ekki getið að Kjarvalur ættfaðir Klængs hafi verið konungur, þá er hugsanlegt að slíkt hafi fall- ið niður í uppskrift. Hertili er afbökuð mynd af alkunnu írsku nafni, Airthaile, sem er að vísu stafað á ýmsar lundir. Vafalaust er þessi ætt- artala tilbúningur, að minnsta kosti tveir elstu ættliðirnir. Ef Klængur var of seint á ferðinni til að lenda í hinu forna niðjatali Kjarvals írakonungs, sem gert var biskupum tíl virðingar- auka. IV EJns og áður yar getið, þá ríkti Kjarval- ur yfir litlu ríki, en þó var hann einhver áhrifa- mesti leiðtogi Ira um þá fjóra áratugi sem hann var konungur yfir Osraige. Hans er fyrst getið í þeim heimildum sem ég hef séð árið 874 og hann lést skyndilega árið 888. Kjarvalur virðist hafa verið mikil- hæfur maður, en þó verður að fara varlega í sakirnar og trúa ekki öllu sem um hann var skráð. Maðurinn sem skrifaði helstu heimildina um Kjarval var mikill aðdáandi hans. Hér verður hernaði Kjarvals og öðrum afrekum ekki lýst, en hann stóð í ýmsum eijum við aðra írska hertoga, Norðmenn og Dani. Hitt vakir fyrir mér að finna einhvern staf fyrir þeirri staðhæfingu Sturlubókar að fjögur börn hans eignuðust niðja á ís- landi. Samkvæmt írskum heimildum átti Cerb- hall (= Kjarvalur) fjögur börn. Einn sonur- inn var Cellach (= Kjallakur) sem var nefnd- ur áðan; hann ríkti yfir Osraige um hríð og féll í orrustu árið 908. Annar hét Diarma- it, konungur yfir Osraige 894-905 og síðan aftur eftir fall bróður síns 908-928. Þriðji bróðirinn Bráenán var drepinn árið 891. Að lokum skal minnast á dóttur Kjarvals; hún var gift höfðingja sem hét Dubgilla, en nafn hennar sjálfrar er óþekkt; þau áttu þijá syni sem komu við írska atburði. Um faðerni Raförtu gegnir sérstöku máli, enda verður rætt um hana í greinarlok, en fyrst skal drepa á hinar hræðurnar þijár sem taldar eru til barna Kjarvals í Sturlu- bók, þau Friðgerði, Dufníal og Kormlöðu. Vel má vera að hér sé um að ræða nöfn á fólki sem hafí verið til á sínum, en hitt má þykja sennilegt að sá ættfræðingur sem vildi gera veg biskupa okkar sem mestan hafí ekki kinokað við að rangfeðra þau kirkju og þjóð til dýrðar. Ekkert bendir til að þessi svokölluðu Kjarvalsböm hafi verið systkin, og ekkert atriði nema ættfærslan ein bendlar þau við Kjarval írakonung. I Sturlubók kemur síst á óvart að Kjarval- ur eignast erfíngja úti á íslandi: „Eyvindur fór þá í vesturvíking og hafði útgerðir fyrir írlandi. Hann fékk Rafortu dóttur Kjarvals írakonungs og staðfestist þar; því var hann kallaður Eyvindur austmaður. Þau Raförta áttu son þann er Helgi hét [...].“ Hugsan- legt er að hinn forni ættfræðingur hafi þeg- ið hugmyndina um írskt ætterni íslenskra biskupa frá Raförtu, enda er örðugt að synja konunni um það faðerni sem henni er feng- ið i Landnámu og víðar. Og naumast er það einber tilviljun að sonur Raförtu, Helgi hinn magri, er eini landnámsmaðurinn í þessum hópi sem er bendlaður við kristni, jafnvel þótt hann þætti nokkuð blendinn í trúnni. Höfundur er fyrrverandi prófessorvið Edinborg- arháskóla. MEGAS Bastillan ég gref hana djúpt þessa ástar og afmæliskveðju og svona illa dulbúið greftrunarljóð því þú varst jú ekki öll þarsem vildi ég geta séð þig en ég vonaði mér myndi hlotnast allt þitt dimma blóð á meðan lögðu þeir hana að velli en þar var ekki sála í haldi utan vitfirringur einn sem öllum hafði auðnast að gleyma en þú varst ekki unnin nei þó áhlaupin skörtuðu fegursta blóma hann fékk aldrei að vita hvað þú hafðir ekki að geyma hún féll einn dag er sjálf á ný heilsaði hún heimi satt er að háskaleg reyndust ófáum þau kynni þú grést jú og þú hlóst og þú gegndir banvænu nafni þess er getið en ekki hins að hann var þegar rammlæstur þar inni en hver ertu dýrðlega norn og síðan hvaðan ber hana að? jú eða hvað er ég? - ég þekki þetta - ekki framar ég sem stóð eitt sinn með bros á vör og brunnar æðsprungnar kinnar og ég bjóst ekki við neinu utan eilíft þessu sama og var svo sama í sakleysinu heimsfræga beit ég grasið gráa með gríðarmikinn stein í bandi um háls var það annað ég sem hneppti mig í mýkri og þrengri prísund þartil markleysan hún vakti mig til löngu glataðs sjálfs? en þó var svo að langa hríð enn laðaðíst ég að eldinum enda léttvæg þörfin til þess að ganga uppréttur svo kom að því að trúin þraut hún varð tilgangslaus dvölin þó á toppnum þarna á kestinum væri ég - fullyrti hún - hæst settur ég reyndi - trúðu mér - að segja eitthvað sannfærandi um það en sem mig grunaði var mér varnað máls í sakleysinu óþekkta beit ég grösin grimmu já og griðin voru bjarg í keðju um mjóan hvítan háls nema hvað þeir réðust inní þig jú og síðan rifu þig til grunna þessir refsienglar meinhelgir svo sóttust þeir eftir hefndum og þú hafðir aðeins þennan eina geðsjúkling að geyma hve þeir göptu af furðu og mjög svo djúpstæðum efasemdum eða er nokkurt vit í að vera öðru að sinna þegar vegurinn er ófær leiðin og allt saman en bara að hugsa um það eina semað áttu víst þinn eigin líkama - hann launar vel - þúsundfalt og hvenær er hann ekki tíminn til þess bara að hnuðlast litli telpukroppur skyldu dagar vænni en nætur? eða hvenær er rétt og skylt að firra sig allri firru semja fremja svik vinna heit og svo rof eða leggja í dætur köngulóarvefir - nauðganir - meiðingar - manndráp og þessi múgur sem rænulítill froður lapti svo dasaður af áfengri hugjón sljór og slæptur blaut og slefandi hundstunga lafði útúr hvers manns kjafti en hvað um það þú ert jú sjálf nú einmitt í þann veginn mjóa með ást þinni svo tærandi til hlítar að gera útaf við þennan bláeyga dreng sem svo bernskur dottar og í draumunum sínum þykist og ætlar sig raunar vera en Iöngu - löngu eftir að höllin sjálf er hrunin er ég í haldi í þessari undursamlegu gröf í flauelsmjúkri bastillu og um alla eilífð í óheyrðum munaði dansandi á ystu nöf meðan byltingar þær fæðast til að deyja drottnurum sínum með arfinn: dóm á baki sér og þetta mannkynið allt í roða feigrar lágsólar sitt lífið auma verður og að lokum þá er allt blátt svo blátt svo blátt svo blátt og kalt. Megas er listamannsnafn Magnúsar Þórs Jónssonarrdægúrlagasöngvara og skálds í Reykjavík. EDDA HRÖNN HANNESDÓTTIR Miskunn- . arleysi Náttúra aldrei fæ ég augum Iitið fegurð þína. Um ævi mína hef ég ei séð þig — ég hef aðeins snert þig, — fundið ilm þinn, — fundið þig í sálu minni. Ég er blindur ég féll í fossinn ungur að árum. Það nístir hjarta mitt að fá ekki litið aftur því þú áttir stað í vitund minni. Þú tókst sjón mína. Þú fagra, miskunnarlausa náttúra. Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON Veiðiferð Ég horfi í spegilinn fer í „veiðifötin“ til að hylja „öngulinn“ fullkomna beituna svo með silkibindinu set á mig JOOP og fæ mér Becks Hendi mér svo út í iðu mannlífsins og svamla um á Kaffi Reykjavík Bíð eftir að einhver bíti á . . . Höfundur er viðskiptafræðingur i Kópa- vogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ,.21. OKTÓBER 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.