Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 9
Blár himinn, blátt haf og hvít hús innan um pálmana. Þannig eru Bermúdaeyjar . og íþeirri paradís bjó greinarhöfundurinn í tvo áratugi. A Bermúdaeyjum er enginn að flýta sér La Bermuda eftir Spánvetjanum Juan de Bermúdez, sem hafði komið þar við árið 1503. Skipbrotsmenn Sea Venture áttu ekki von á öðru en hörmungum en brátt kom í ijós að ótti þeirra var ástæðulaus. Skipbrotsmennirnir fundu sannkallaða paradís. Fagurt, gróðursælt umhverfi og gnægð fæðu. Strachey sagði aðmírálinn So- mers hafa fiskað svo vel að hann var aðeins hálfa klukkustund að metta mannskapinn. Gæði aflans sagði Strachey svo ágæt, að annað eins væri varla að finna í öllum heims- ins höfum. Flestar tegundirnar voru mönnum framandi og margir fiskanna skrautlegir og skrítnir á svipinn. Tóku menn upp á því að nefna fiskana, hver eftir eigin duttlungum, og festust þau nöfn við sjávarfangið sem veiðist í kringum eyjarnar. Einnig fundu menn ógrynni af eggjum og fugla svo spaka að ekki þurfti annað en herma eftir kvaki þeirra svo þeir settust á axlir, höfuð og úrétta arma manna. Þessa fugla kölluðu menn kaa- há eftir hljóðum þeirra og stundum sæuglu vegna dagblindu þeirra. Þóttu þeir ljúffengir til matar og Strachey segir að „... teknar hafi verið 25 tylftir á tveimur klukkustund- um.“ VlLLISVÍN OG Varasamar Fíkjur Þótt varla væri á þessi gæði bætandi, uppgötvuðu menn villisvín- sem nærðust á beijum sedrusviðar og pálma. Talið er að fyrrnefndur Bermúdez hafi verið á leið til Kúbu með farm af svínum er skip hans kom við á eyjunum. Hvort hann strandaði, eða Nafnið Bermúda var upphaflega tengt dulúð og töfrum. Seinna vakti það hjá mönnum hug- myndir um galdra og yfirnáttúruleg fyrir- bæri og má í því samhengi nefna Bermúda- þríhyrninginn. Shakespeare er sagður hafa Nýlega samþykktu íbúar á Bermúdaeyjum að vera áfram innan brezka samveldisins. í þessari Paradís er stærsta vandamáið núna að halda íbúatölunni í skeQum. Eftir JÓNU MARGEIRSDÓTTUR byggt leikrit sitt Ofviðrið (The Tempest) á frásögn William Stracheys, embættismanns í Virginíu, sem var farþegi á seglskipinu Sea Venture er það strandaði í 'fárviðri við Bermúdaeyjar árið 1609. Skipið, 300 tonn að stærð, var flaggskip sjö seglskipa flota á leið til Jamestown í Virginiu með vistir og aðrar nauðsynjar. Innanborðs voru einnig 150 karlar, konur og börn. Aðmírállinn Sir George Somers, sem í upphafi feril síns vann sér frægð og frama fyrir sjórán á spænskum skipum hlöðnum gulli og gersemum frá nýja heiminum, var að sjálfsögðu við stjórnvöl flaggskipsins. Grípum nú ofan í frásögn Stracheys:.....hræðilegur stormur og ógur- legur nálgaðist úr norðaustri - fór vaxandi og hvínandi líkt og í æðisköstum, á stundum ofsafengnari en öðrum - með tímanum afm- áðist ljós himinsins og var eins og myrkur vítis umlykti oss...“ Strachey segir frá því hvernig allir um borð hjálpuðust að við að ausa og hvernig skipið skorðaðist síðan milli kletta og varð ekki haggað. Fólk var feijað í land á árabát- um og voru menn skelfdir mjög við tilhugs- unina að þurfa að fara í land á hinum ótta- legu Djöflaeyjum (Devils Islands) eins og þær voru kallaðar. Vissulega var búið að kort- leggja eyjarnar árið 1511, sem nefndar voru rataði af einhverri slembilukku gegnum hindranir kóralrifa hins torsiglda skeija- garðs, er ekki vitað með vissu, en menn eru sammála um að trúlegt sé að Bermúdez hafi skilið svínin eftir á eyjunum. Ekki var paradís aíveg laus við óþægjndi. Menn þurftu að fikra sig áfram í meðhöndlun gróðurs og ávaxta. Ávöxtur fíkjukaktusins er girnilegur á að líta, en purpurarauð fíkjan er þakin örfínum hárum sem festast í tann- hoidi og vörum þeirra sem leggja hana sér til munns. Þetta veldur miklum sársauka og jafnvel ígerð. Brennimjólk óx víða og var mönnum til ama. Þó gátu menn komið sér upp þaki yfir höfuðið með því að reisa bambu- skofa og nota pálmalauf til skjóls. Hægt var að borða það sem oft kallast „hjarta pál- mans“ og hefur þeim hluta verið líkt við hvítkál. Sem betur fer voru hvorki eiturkvik- indi né höggormar í þessum aldingarði. En flotaforinginn Somers og hans menn ætluðu ekki að vera lengi í paradís. Þetta voru landnámsmenn á leið til Jamestown og fyrirheitna landið var Virginia. Menn tóku að undirbúa brottför sína. Eyjarnar voru kortlagðar eins nákvæmlega og þáverandi aðstæður leyfðu, svo unnt væri að komast út skeijagarðinn. Sedrusviðurinn var hinn ákjósanlegsti til skipasmíða. Menn smíðuðu langskip (long-boat) og gerðu út leiðangur til að leita aðstoðar við að komast vestur, en af honum heyrðist ekkert framar. Tvö önnur skip voru smíðuð, Deliverance (mætti þýða ,,Björg“) og Patience (gæti með örlitlu skáldaleyfi kallast ,,Þreyja“) svo loks komst fólkið til hinnar langþráðu Ameríku. Þegar skipbrotsmenn bar að garði var neyðarástand í Jamestown. Frumbyggjar höfðu leikið ný- lenduna grátt. Voru þar aðeins sextíu manns á lífi og ríkti almenn hungursneyð. Sir Ge- orge Somers og hans menn sneru aftur til Bermúda til að sækja í matinn handa Ja- mestown-búum. Eins og gefur að skilja voru skipbrotsmenn síður en svo hrifnir af ástandinu í Ja- mestown. Þeir sem lifðu ævintýrið af tóku þá ákvörðun að sigla heim til Englands. Þrír uppreisnarseggir heimtuðu að verða eftir á Bermúda. Þegar leiðangur skipbrotsmanna kom heim til Englands varð uppi fótur og fit og vildu menn nú ólmir gera Bermúdaeyj- ar að löglegri nýlendu Jakobs I. Árið 1616 var hópur 60 landnámsmanna gerður út til að tryggja yfirráð Englakonungs yfir þessari paradís. Heillandi Sambland Af Fólki Bærinn St. George’s var upphaflega höf- uðstaður eyjanna, en núverandi höfuðborg er Hamilton. Hún er byggð við einstaklega fagurt og verndað hafnarsvæði, nokkurn veginn miðsvæðis og heitir í höfuðið á land- stjóranum, Henry Hamilton, sem færði stjórnsýsluna um set árið 1788. Eyjarnar teljast 138, en eyjaskeggjar segja þær 365, eina fyrir hvern dag ársins. Þá telja þe(r vissulega hvert sker sem stendur upp úr hafinu þegar fjarar. Meginþorri íbú- anna á heima á sjö eyjum sem brýr tengja. Nefndar frá austri til vesturs heita þessar stærstu eyjar: St. George’s, St. David’s, the Main Island, Somerset, Watford, Boaz- og Ireland Island, íbúar eyjaklasans eru heill- andi samansafn af afkomendum uppruna- legra landnámsmanna frá Englandi, Áfríku- manna og amerískra frumbyggja. Einnig bættust-við írar, Skotar og Portúgalar. Afr- íkumaður og indíáni voru fluttir fyrstir þræla til Bermuda 1616 og var þeim ætlað að kafa eftir perlum, en perluævintýrið varð að engu. GERT út á sjóinn og sólskinið - en í hófi. Þegar ljóst var að Bermúdaeyjar höfðu skilyrði til að verða dvalarstaður hinna vandlátu, gerðu ráðamenn sér Ijóst að eyjarnar eru „takmörkuð gæði“ eins og nú er sagt, og því hefur ekki verið leyfð óbeisluð bygging hótela. Stefnt var að því að bjóða aðeins það bezta og fá gott verð fyrir. Á BERMUDAEYJUM eru fleiri golfvellir á ferkm. en víðast hvar annarsstað- ar, enda eru þeir eitt af því sem dregur að efnaða ferðamenn. Gamlar brezk- ar hefðir eru lífseigar á golfvöllum og þar mega menn ekki láta sólina skína á bert hold nema í hófi. Þó er leyfilegt að leika á síðum stuttbuxum, svo- nefndum Bermúdabuxum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. OKTÓBER 1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.