Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 1
aiQAJfiWJOHOM N L A Ð S Stofnuð 1925 37. tbl. 21. október 1995 - 70. árg. Heklugos fyrr á öldum rið 1510. Eftir gosið 1389-90 var kyrrð yfir Heklu í 120 ár en það er lengsta goshlé sem orðið hefur í fjallinu frá 1104. Biskupaannálar Jóns Egilssonar nefna að vísu gos árið 1436 og bæði Jónas Hallgrímsson og Þorvaldur Árbók Ferðafélags íslands 1995heitirÁ HEKLUSLÓÐUM og geymir umfangsmikinn fróðleik um Heklu, sem Árni Hjartarson hefur tekið saman og eru þar m.a. ljóð íslenzkra skálda um Heklu. Hér er gripið niður í einn kafla bókarinnar. EftirARNA HJARTARSON Thoroddsen taka það upp í gosskrár sín- ar. Eldri höfundar, eins og Oddur biskup Einarsson, Gísli biskup Oddsson og Arn- grímur lærði Jónsson, sem allir voru uppi á dögum Jóns Egilssonar, nefna ekki þetta gos þar sem þeir tala um Heklu- gos í ritum sínum. Hugsanlegt er þó að gos hafi orðið í nágrenni fjallsins þótt ekki hafi gosið í Heklu sjálfri (samanber s. 171 og 173). En 25. júlí 1510 hófst stórgos sem olli miklum skaða um Suður- land. Biskupaannálarnir eru frumheimild um gosið. Þar segir: En þessi eldskoma ... hún kom anno 1510, Jakobsmessukvölð; þá var síra Einar afí minn 13 ára piltur í Skálholti, en þá var biskup Stephán; sagði síra Einar mér, að svo mikill jarðskjálfti og dynkur hefði komið, það þeir hugðu að allur staðurinn mundi hrapa í einu; þeir voru að borðum, og hljóp hver maður út, svo voru þeir hræddir, og ekki einn tók sinn hníf burt af borði, og nálega trað hver annan undir, og lágu eftir fjór- ir af þeim; en sem þeir komu út á hlað- ið þá var allt loftið glóanda að sjá, sem það væri í einum loga, af eldsfluginu og glóandi steinum; þríá sagði hann HEKLA árið 1856, málverk eftir franska hirðmálarann Charles Giraud sem kom til íslands með Napoleon prins það sama ár. Hér er rómantíkin í fyrir- rúmi samkvæmt tízku tímans. I skuggsælum forgrunninum situr smalastálka yfir ám en ferðamenn ríða hjá. Kindurnar eru heldur betur óíslenzkar, enda hefur málarinn skáldáðþær til að auka á hinarómantísku stemmningu. (Mynd- in er úr bók Franks Ponzi, ísland á 19. öld.) komið hafa í Vörðufell, nær Helgastöð- um, og einn maður hafi rotast fyrír karl- dyrunum í Skálholti af þessum steina- gangi ... Austur á landi skeði það svo, að sá maður bjó í Mörk, er Eysteinn hét, hann flúði í þessum eldsgángi með konu sína, ogmaður með honum; maður- inn drapst í flóttanum, en hann kom fyft#i!s ÚTSÝN til Heklu frá Feílsmúla í Landsveit. Málverk eftir W.G. Collingwood, gert í íslandsferð 1897, ári eftir stóra Suðurlandsskjálftann. Mennirnir á myndinni virða fyrir sér sprungur eftir jarðskjálftann. konunni undir einn stóran melbakka, og breiddi yfír hana 'föt og þófa, en hann komst sjálfur með harðfengni til bæja, en þó mjög barinn og stirður. (Safn til sögu íslands I, s. 44-45) Eins og fram kemur í textanum hefur Jón þessa lýsingu eftir afa sínum sr. Einari Ólafssyni (1497- 1580). Hann hefur munað vel ýmis kyndug smáatriði úr sögum gamla mannsins af gosinu en áhrif þess á hag fólks og fénaðar hefur hann því miður sleppt að skrá. Ekkert er heldur sagt frá hraun- rennsli. Öskulagarannsóknir hafa hins vegar leitt margt í ljós. Vindur stóð af norðaustri og askan barst yfir Rangárvelli og Landeyj- ar en einnig yfir Landsveit og Holt og allt vestur í Flóa. í jarðvegi á Suðurlandi er þetta öskulag langþykkasta og grófasta Heklulagið frá sögulegum tíma. Það er til- tölulega auðþekkjanlegt, víðast dökkbrúnt að lit. Rétt neðan við það í jarðveginum er þykkt, kolsvart öskulag sem dreifðist yfir Suðurland í feiknamiklu gosi í Kötlu um 1485. Það merkilega er að um þetta Kötlu- gos er ekki til stafkrókur í rituðum heimild- um. Jarðvegssnið sýna að uppblástur hefur færst mjög í aukana í kjölfar þess goss og svo virðist sem fá gos hafi orðið afdrifarík- ari fyrir byggðaþróun á Suðurlandi. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur telur að Höskuldsbjalli hafi verið einn af aðalgígum 1510-gossins og frá honum og gígum á Hekluöxl ytri hafi runnið mikið hraunflóð til suðurs að rótum Vatnahjalla. Vafalítið hafa hraun runnið víðar en þau virðast alhulin yngri gos- myndunum. 1597. Níunda Heklugosið hófst 3. jan-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.