Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 4
Eru íslendingar komnir af Kjarval írakonungi? fomöld var stundum kvartað undan því að enginn geti ráðið uppmna sínum eða valið sér foreldri eftir eigin hugþokka. Þó var sú bót í máli að til vom lærðir menn sem tókust á hendur að yrkja hefðar- fólki nýjar og betri ættartölur en það átti skilið. Kjarvalur ríkti yfír litlu ríki, en þó var hann einhver áhrifamesti leiðtogi íra um þá fjóra áratugi sem hann var konungur yfír Osraige. Eftir HERMANN PÁLSSON Margt bendir í þá átt að skapandi ættfræði hafi verið stunduð af miklum áhuga hérlend- is á fyrra hluta tólftu aidar. Ýmsar hug- myndir okkar um uppruna þjóðarinnar virð- ast eiga rætur að rekja til þeirra ættfræð- inga sem þá létu einkum til sín taka. Aftan við íslendingabók rekur Ari hinn fróði lang- feðgatal Ynglinga og Breiðfirðinga; sú þula hefst aftur í grárri forneskju með Yngva nokkrum Tyrkjakonungi og lýkur þrjátíu og sex kynslóðum síðar með Ara sjálfum vestur við Breiðafjörð. Hér er ekki verið að höggvast í mitt mál. Ari ber þrjá heimildarmenn fyrir því að ísland byggðist fyrst úr Noregi í þann mund er „Ivar Ragnarsson sonur loðbrókar lét drepa Játmund hinn helga Englakonung", en sá atburður gerðist árið 870. Nú hagar svo til að allir heimildarmenn Ara, þau Þuríður Snorradóttir (d. 1111), Teitur ísleifsson fóstri hans (d. 1110), Þorkell Gellisson föðurbróðir Ara og vitaskuld Ari sjálfur röktu ættir sínar til sameiginlegs forföður sem hét Játmundur. Sturla Þórðar- son segir í Landnámu sinni að Þórður skeggi, sem fyrstur manna bjó á Skeggja- stöðum í Mosfellssveit, ætti Vilborgu dóttur Ósvalds og Úlfrúnar Játmundar dóttur. Hér eru saman komin ijögur ensk nöfn, svo að ekki þarf að efast um þjóðemi þessa fólks; af þessum nöfnum er Vilborg hið eina sem hefur verið í notkun hérlendis síðan. Sturla fræðir okkur ekkert um foreldra og afa fyrstu húsfreyjunnar á Skeggjastöð- um, en Haukur Erlendsson eignar þessu fólki mikinn virðingarsess í þjóðfélaginu. Hann telur Vilborgu dóttur Ósvalds konungs „og Úlfrúnar hinnar óbornu, dóttur Ját- mundar Englakonungs". Skyld ættfærsla er í Sturlungu, þótt frábrugðin sé í einstök- um atriðum. Njála gengur feti framar en 3ui‘?£— KORMLÖÐ hét ein dóttir Kjarv- als írakonungs. Hún varmóðir Þprgríms, sem bjó á Gnúpum í Ölfusi. Mynd: Búi Kristjánsson. Hauksbók að því leyti, að þeir Ósvaldur og Játmundur eru ekki einungis taldir konung- ar heldur einnig ’helgir menn! Slíkt þykir grunsamlegt, enda lést Ósvaldur hinn helgi árið 642. Jakob Benediktsson telur að hug- myndin í Hauksbók og Sturlungu um kon- ungdóm þeirra Ósvalds og Játmundar, föður og afa Vilborgar á Skeggjastöðum, muni vera komin úr gamalli ættartölu, sameigin- legri heimild. Sú staðhæfing að Úlfrún hafi verið „óborin“ (þ.e.a.s. ófeðruð) bendir til ættfræðings sem kunni íþrótt sína til hlítar. Hann gefur í skyn sérþekkingu á faðerni konu sem öðrum er hulin. FYRSTA húsfreyjan á Höfða á Höfðaströnd varÞorgerður dóttir Friðgerðar Kjarvalsdóttur írakonungs. Hún varmeð afbrigðum kynsæl og eignaðist 19 börn. Mynd: Búi Kristjánsson. II ■ Sturla^ Þórðarson nefnir fjögur börn Kjarvals Irakonungs og rekur ættir frá þeim til íslands. Um Kjarval þennan segir Sturla enn fremur að hann sæti að ríkjum í Dyflinni um það leyti sem ísland fór að byggjast, en hér skýtur þó heldur skökku við. Kjarval- ur (d. 888) var konungur í kotríki því sem Osraige hét dijúgan spöl í útsuðurátt frá Dyflinni, sem um þessar mundir og lengi síðan laut norrænum víkingum. Yfirleitt voru íslenskir fræðimenn fyrr á öldum furðu ófróðir um írland. í Laxdælu siglir Ólafur pá til Irlands í því skyni að hitta Mýrkjart- an konung afa sinn. Fundum þeirra ber fyrst saman einhvers staðar í írskri fjöru. Eftir nokkurt þóf á móðurmáli Ólafs pá, fagnar konungur dóttursyni sínum vestan úr Dölum, skýtur undir hann gæðingi, og síðan ríða þeir saman til Dyflinnar, þar sem norræn tunga hafði gengið um langan aldur og víkingar réðu lögum og lofum. Ef Mýr- kjartan hefur nokkurn tíma verið uppi, þá hefur karl haft aðsetur annars staðar en í Dyflinni. 1. Sturla Þórðarson staðhæfir að fýrsta húsfreyjan á Höfða á Höfðaströnd væri Þorgerður, dóttir Friðgerðar Kjarvalsdóttur írakonungs. Hún giftist Þórði Bjarnasyni, niðja Ragnars loðbrókar, enda hefur löngum verið talið að þar hafi góðar ættir runnið saman. Þau hjónin áttu nítján börn, sem munu eiga dijúgan þátt í yfirburðum Skag- firðinga yfir fólk í öðrum byggðum hérlend- is. 2. Samkvæmt Sturlu og ýmsum öðrum heimildum var Helgi magri dóttursonur Kjarvals írakonungs. Foreldrar Helga voru þau Eyvindur austmaður og Raförta Kjarv- alsdóttir. Raförta er írskt nafn. Heimildum ber saman um að Helgi hafi verið alinn upp á írlandi, eftir sult í suðureysku fóstri. Síð- an gekk hann að eiga Þórunni hyrnu, dótt- ur Ketils flatnefs, sem virðist hafa dvalist um langa hríð í Suðureyjum. Þau Helgi og Þórunn munu hafa haldið brúðkaup sitt vestan hafs, og eftir að hingað kemur fara þau að búa í Kristnesi. 3. „Áskell hnokkan, son Dufþaks Dufn- íalssonar, Kjarvalssonar Irakonungs, hann nam land milli Steinslækjar og Þjórsár og bjó í Áskelshöfða.“ Svo hljóða bæði Sturlu- bók og Hauksbók. Hér vekur keltneskur svipur á niðjatali sérstaka athygli: viður- nefni Áskels og nöfnin Dufþakur og Dufn- íall eru írsk. 4. Álfur egðski flýði úr Noregi fyrir Haraldi hárfagra, kom skipi síhu í Álfsós

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.