Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1995, Blaðsíða 6
MINJAR um blómlegt Iand og betri tíð. Að ofan: Sveppurinn, há torfa vestan- vert við Ásbrandsá, nú fallin. Að neðan: Þessi torfa stendur enn vestur á Moldum og á ekki langt eftir nema sárinu verði lokað. A MOLDUM, vestast á Haukadalsheiði. Hér hefur Iengi verið barizt og sand- urinn alltaf sigrað þar til nú að umskipti hafa orðið. Efst: Garðarnir eru upphaflega heybaggar, sem melgresi hefur verið sáð í. Neðst: Ótal melhólar eru eins og sátur eða galtar á sléttlendinu þarna. Landvinningar á Haukadalsheiði Sú sjón er mér enn í fersku minni frá bernskudög- um í Biskupstungum, að þegar þornaði með norðanátt, mátti sjá tvo mekki fylla loftið svo blár himinninn varð grábrúnn. Annar mökkur- inn, dökkgrár á Þegar uppgræðsla hófst á Haukadalsheiði 1963 var eyðingin á fullu og stór flæmi örfoka. Árangur landgræðslunnar þar eftir rúma þrjá áratugi er ævintýri líkastur. Grein og myndir: GÍSLI SIGURÐSSON. lit, kom upp vestanvert við Heklu og var eins og veggur suður yfir Rangárþing. Hinn mökkurinn var í næsta nágrenni, kominn af Haukadalsheiði og oft brúnn eða gulbrúnn á litinn. Þar blandað- ist saman jökulleir, sandur og mold úr börðum, sem þá voru að eyðast. Sú eyðing gekk hratt og henni er ekki alveg lokið enn. Hún hættir ekki fyrr en einungis grjót og klappir eru eftir, sé ekkert gert til varn- ar. Nú er heldur betur orðin breyting á Haukadalsheiði. Ég hefði ekki trúað því þegar ég var smali á þessu svæði fyrir um 45 árum að önnur eins breyting gæti átt sér stað á tiltölulega skömmum tíma. Við- horfíð var þá, eftir því sem mig minnir, að uppblásturinn væri náttúrulögmál og ekkert við honum að gera. Viðhorfsbreytingin sem nú er orðin, ræður úrslitum ásamt tækn- inni. Menn vita nú að hægt er að stöðva landeyðingu og hefja ræktun. Það er aðeins spurning um fjármagn og vinnu hversu hratt það gengur. Fréttir af landgræðslu eru óþarflega oft neikvæðar. Þær snúast ekki um það sem áunnizt hefur, heldur framrás sandsins, t.d. við Dimmuborgir, árekstra við sauðfjár- bændur og meinta hættu af lúpínu. Þegar ég fór um Haukadalsheiði í ágústmánuði í fylgd Kristínar Sigurðardóttur, landvarð- ar í Haukadal, þá fannst mér blasa við allt annar flötur á starfi landgræðslunnar en sést í fréttum. Myndirnar sem hér fylgja með, segja raunar meira en orð um það. TÓLF BEITARHÚS FYRIR 100 ÁRUM Flestir íslendingar hafa komið að Geysi og Gullfossi. Haukadalsheiðin er inn af brún hálendisins og tekur við ofan við skógi vaxn- ar brekkurnar í Haukadal. Heiðin er um 11 þúsund hektarar og afmarkast að austan- verðu af Sandvatni og Ásbrandsá, sem raun- ar heitir Tungufljót eftir að kemur niður undir byggð. Að vestanverðu afmarkast heið- in af Sandfelli en útmörkin að norðanverðu eru nokkuð óljós. Hér er öræfafegurð eins og hún verður mest á íslandi. Svipmestar eru Jarlhettur sem standa eins og röð af tign- arlegum musterum meðfram Langjökli. Vest- ar eru Hagafell og þar fellur Hagafellsjökul niður í Hagavatn. Síðan Mosaskarðsijöllin, Lambahraunsbungan, Kálfstindar og Högn- höfði í vestri. Ekki er þó síður tilkomumikið útsýnið niður í Haukadal og framyfir sveitir Ámessýslu, þegar komið er á heiðarbrúnina eftir vegi sem liggur af Línuveginum og nið- ur í skógræktargirðingu. Sá vegur er einung- is fær jeppum. Margir hafa orðið dolfallnir yfir andstæð- unum sem birtast þarna. Annarsvegar öræ- fatignin að baki og hrikaleg landeyðing með stórgiýti og rofabörðum, en hinsvegar gróskan og skógurinn í hlíðum Sandfellsins og grösugt landið framundan. Sú var tíð að landið var einnig grösugt á heiðinni. Þegar Ásbrandur nam land í Haukadal hefur hún verið vaxin birki- og víðikjarri. Þegar vegur Haukdæla var mest- ur hefur án efa verið þar gífurlegt beitará- lag, en kannski ekki um of vegna þess að veðurfar var þá hlýrra. Eftir kólnunina sem varð laust fyrir 1300 hefur ugglasut farið að síga á ógæfuhliðina en engum sögum fer af þeirri þróun, nema hvað Árni Magnús- son getur þess í jarðabók sinni 1711, að sandur sé farinn að sækja á landið að norð- an. Guttormur Sigurbjarnarson jarðfræð- ingur telur að heiðin sunnan við Sandvatn hafi verið eydd af uppblæstri fyrir 1750. Fyrir um 100 árum voru þó slíkir hagar á Haukdalsheiði, að þar voru þá 12 beitar- hús; sum þeirra notuð fram til 1938. Nærri má þó geta hver áhrifin hafa orðið. Nú sést ekkert eftir þessi hús; vegna upþblásturs sér þeirra engan stað. J ÖKULLEIRINN ER VERSTUR Áfok, ofbeit og viðartaka hafa raskað vist- kerfinu og orsakað eyðingu. Þarna er mik- ið af gosösku í jarðveginum, sem ásamt með jökulleir gerir hann ákaflega fokgjarn- an. Jökulhlaup úr Hagavatni hafa öðru fremur skapað skilyrði fyrir áfok og eyð- ingu. Stærstu hlaupin á þessari öld urðu 1929 og aftur 10 árum síðar. Farið sem rennur úr Hagavatni skar sér þá nýja léið í gegnum gljúpt móberg og vatnsborðið lækkaði um að minnsta kosti 10 metra. . Við það komu upp víðáttumiklar leirur og sá jökulleir er eins og hveiti og þyrlast uppí loftið þegar þornar og hvessir. Haga- vatn er nú aðeins fjórðungur þess sem það var fyrir 1929. Sú minnkun hefur líka breytt grunnvatnsstöðu á heiðinni þannig að lækir, sem þar voru hafa þornað upp og Grjótá er ekki annað en örnefni og þurr farvegur bergvatnsár, sem hefur myndað fallega fossa og flúðir þar sem hún rann fram af heiðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.