Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Page 3
1*0 [H ® [10 0 g] 0 S [H ® El 011 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Hverjir eiga Hveravelli? er spurt í umfjöllun Lesbók- ar um það grundvallaratriði hvort öræfin séu almenningur og afréttir með upprekstar- rétti fyrir búfénað, eða hvort einstakir hreppar geti teygt skækla sína þangað til að eignast einhverskonar yfirráð yfir nátt- úruperlum og fjölsóttum ferðamannastöðum. Mála- daudi Helgi Haraldsson, prófessor í slavneskum málum í Osló, hefur þýtt grein um verndun tungumála í Rússlandi, þar sem dvergtung- um er útrýmt kerfisbundið. í forspjalli segir Helgi að af nærri 5000 þjóðtungum í heimin- um meti sérfræðinganefnd UNESCO það svo að helmingur þeirra sé í útrýmingar- hættu. Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur á Orku- stofnun, gluggar í Vatnsdæla sögu í grein sem hann nefnir „Hamarinn við Friðmund- ará“. Hann gengur út frá því að Vatnsdæla saga sé launsögn, þannig að hulin fræði megi greina á bak við frásögnina. THORKILD BJÖRNVIG Gegnum regnbogann Thor Vilhjálmsson þýddi Upp í mót sniglumst við þrátt, gegnum ljós og skugga, lengra æ upp í skarðið, lokað á vetrum, nýrutt nú gegnum sex m. snjó og síðan niður. Framundan, langt fyrir neðan regnbogi: Hér, í fyrsta sinn á ævi minni, séður að ofan, þess vegna ekki hálfur bogi, nei, heill, fullgerður hringur af ljósi, skugginn af bílnum í honum miðjum: í rúmgóðri svartri nöf. í hinu rauða og bláa, fjólubláu og purpuralitu svífandi himinshjóli. Sýnin hóf hjartað til andartaks samleiks með undri lífsins endurskóp það sem við leifðum okkur að baki, í þyrli, eim af Ijósi, svarta eldbrunna strönd, bláan flóa, bjarmandi skýjahaf og rauðbrúnt úr fjallanna sálugu eyjum. Svo gagnsætt og skýrt, Óforgengilega hverful var skilnaðargjöfin ofan úr hæðum. Thorkild Björnvig er eitt fremsta Ijóðskáld Dana. Svarl gler og samvizka Vinkona mín sagði mér frá því að þegar þau hjónin voru að láta skipta um gler í glugg- unum á íbúðinni sinni, þá hafi glerísetningar- maðurinn sagzt geta látið hana hafa svart gler. Henni fannst þetta furðulegt tilboð og svaraði því til að hún kærði sig lítið um það. Hún vildi hafa venjulegt gler sem sæist vel út um og ekkert vesen. Þá lét maðurinn hana hafa nótu. Það segir heil- mikla sögu um ríkjandi hugsunarhátt að vinkonan varð að athlægi fyrir vikið. Það þykir orðið fyndið og heimskulegt að kunna ekki að svindla. Sem betur fer er ennþá til svo granda- laust og grandvart fólk að það taki ekki við svörtu gleri. Bezt er að þetta gerist viðstöðulaust og án umhugsunar; það blasi við að það sé ekki bara heimskulegt að hafa svart gler í gluggunum hjá sér heldur líka rangt. Þetta er líklega uppistaðan í heilbrigðri siðferðiskennd. En um leið og farið er að hlusta á manninn með svarta glerið og hugsa um þann ávinning sem til- boð hans hefur, þá er þessari kennd hins vegar raskað. Þá er hætt við að maður setji kommu, þar sem samvizkan segir manni að setja punkt - svo ég grípi til málsháttar sem ég fékk einu sinni úr páska- eggi. Maður skellir svörtu gleri fyrir sið- ferðilegt innsæi sitt og slær til. En nú er ekki loku fyrir það skotið að umhugsunin geti líka leitt mann inn á veg dygðarinnar. Mér detta í hug að minnsta kosti þrjár stoðir sem skjóta má undir samvizkuna þegar hennar er freistað af svörtum sölumönnum. Stoðir þessar sæki ég í helztu kenningar vestrænnar siðfræði. Fyrsta stoðin á raunar rætur í siðferðis- kenndinni sjálfri sem segir okkur að það sé rangt að svíkja. Þetta vitum við innst inni og það er sú vitneskja sem við hættum að virða þegar við tökum þátt í skattsvik- um. Þetta gerist yfirleitt þannig að maður ákveður að gera undantekningu fyrir sjálf- an sig í einstökum aðstæðum. Okkur þykir það rétt og skynsamlegt að ,fólk borgi al- mennt þau gjöld sem því ber og það væri fráleitt að vilja að það yrði almenn regla að fólk færi á svig við skattalögin. En á stund freistingarinnar undanskiljum við sjálf okkur frá þessari almennu reglu, svæf- um samvizkuna og tökum þátt. Þá erum við orðin ósámkvæm sjálfum okkur. í stað þess að gera það sem siðferðiskenndin býð- ur verðum við eigingjörn og hugsum um það eitt að borga sem minnst. Þetta er auðvitað skiljanlegt athæfi vegna þess að yfirleitt eru menn hálfblankir, en það er rangt vegna þess að með því að undan- skilja sjálf okkur gröfum við undan þeirri reglu að borga opinber gjöld og jafnframt þyngjum við byrðar þeirra skilvísu. Hætt er við að mörgum finnist þessi stoð orðin hol og feyskin. Hvers vegna skyldi maður endilega telja að fólk eigi almennt að borga skatta? Margir myndu jafnvel segja að það raskaði samvizku þeirra ekki hætishót að svíkja undan skatti - þeim liði bezt þegar þeir gerðu það sem komi sér vel fyrir þá og þeirra fjölskyldu. Það væri meira að segja skylda þeirra. Hér mætti grípa til annarrar stoðar til varnar siðferðinu. Þeim sem svona hugsar má benda á að hann verði að hugsa málið í stærra samhengi. Með því að stunda skattsvik sé hann líkast til alls ekki að hugsa um velferð fjölskyldu sinnar. Hér verður að hafa í huga að skatt- ar eru ekki bara tapað fé sem nýtist manni sjálfum á engan hátt. Skattpeningar renna í sameiginlega sjóði landsmanna og standa undir almennri velferð þeirra. Sá sem svík- ur undan skatti er því að grafa hægt og sígandi undan menntakerfínu, heilbrigðis- kerfinu og félagslegri þjónustu sem hann og fjölskylda hans þurfa á að halda. Það er sama hversu sjálfstæðir einstaklingar menn vilja vera, það kemst enginn í gegn- um lífið án þess að njóta margháttaðra samfélagsgæða sem fjármögnuð eru með sköttum. Með þessum rökum er sem sé ekki höfðað til samvizku manna og siðferð- iskenndar, heldur til þeirra hygginda sem í hag koma til lengri tíma litið. Það er ein- faldlega betra að búa í samfélagi sem tryggir öllum félagslegt öryggi en í þjóðfé- lagi sem hendir fólki út á Guð og gaddinn þegar erfíðleikar steðja að. Ef okkur er annt um þetta sameiginlega tryggingakerfí okkar, þá borgum við skattana með glöðu geði. Sjálfsagt reka margir hornin í þennan málflutning líka. Hætt er við að einhver segði að þetta væri nú fegruð mynd af raunveruleikanum. I stað þess að nýta skattfé landsmanna á þann hátt sem lýst var, væri því sólundað í mál sem stjórn- málamenn teldu sig hafa mestan hag af hveiju sinni. Affarasælast væri að þeir menn hefðu sem minnst af almannafé á milli handanna, því þá færi það sízt til spillis. Maður legði því sitt af mörkum til að draga úr frekara sjóðasukki með því að svíkja undan skatti. Annar gæti haldið því fram að skattpíningin væri einfaldlega orðin alltof mikil og það væri ekki annað en eðlileg og réttmæt sjálfsbjargarviðleitni að reyna að komast undan þessum ágangi yfirvalda. Þegar hér er komið sögu mætti reyna að renna þriðju stoðinni undir þá siðferði- legu staðhæfingu að rangt sé að svíkja undan skatti. Þessi stoð er sú elzta og þess vegna líka mest framandi okkar hugs- unarhætti. Höfuðatriðið í þessum forna málflutningi er að sá sem svíki undan skatti sé fyrst og fremst að gera sjálfum sér illt. Hann getur staðið í þeirri trú að hann sé að efla eigin hag eða að ná sér niðri á óréttlátum valdhöfum, en þetta er hvort tveggja misskilningur. Með því að hafa rangt við, sýna óheiðarleika og sviksemi, er maðurinn að grafa undan eigin farsæld. Og þetta er ekki vegna þess, eins og við gætum haldið, að það er ákveðin hætta á því að svikin komist upp og þá eigi maður- inn refsingu yfir höfði sér. Öðru nær: Sam- kvæmt þessu viðhorfi er skattsvikari sem leikur lausum hala verr staddur en sá sem komizt hefur upp um. Sá sem staðinn er að svikum mun a.m.k. eiga þess kost að bæta ráð sitt. Hinn sem heldur áfram at- hæfi sínu óáreittur spillir sjálfum sér jafnt og þétt og verður verri manneskja. Og skýringin er ekki sú, sem okkur flýgur í hug, að skattsvikarinn sé svona illa haldinn af samvizkubiti. Þvert á móti, því sáttari sem hann er við þau rangindi sem hann hefur beitt, því verr er hann á sig kominn. Hann er einu skrefí nær því að verða samvizkulaus. Samkvæmt þessu viðhorfi sem ég var að rekja er ranglæti eins konar bilun. Og það er náttúrulega bilun þegar það þykir orðið fyndið að skilja ekki tilboð um svart gler í gluggann hjá sér og heimskulegt að hafna því. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.