Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Qupperneq 5
VATNSDÆL1HJÓL. Skipulaggoða og manna ílandnámsbyggð Ingimundar. FORN skrautgripur í líki Þórsham- ars, sem hefur verið borinn í festi. hafi verið í trúarlífi landsmanna í heiðni og ýmsir trúarsiðir og helgistaðir hafi lagst af. Þau orð að Þórólfur hafi „lagst á fé manna“ má skilja sem svo að hann hafi orðið and- staða frjósemisgoðs, og því hafi orðið að gera hann óvirkan. Frásögn sögunnar gæti þá verið afbökuð endurspeglun arfsagna um slíkar siðabreytingar. VARÞÓRÓLFUR Landmælingapunktur? Þessi krufning á launmálum frásagnar- innar um Þórólf, sem hér hefur verið verið lögð fram, getur vissulega staðið ein og óstudd á eigin forsendum. Þessa niðurstöðu má þó einnig styrkja með rökum sem sýn- ast í fljótu bragði gjörsamlega annars eðliSj og reyndar býsna annarleg og ótrú]eg. I tímaritinu Skýrni, vorhefti 1995, birti ég grein um fornar landmælingar í Húnaþingi. Þar er sett fram tilgáta um að landnáms- byggð héraðsins hafi verið mæld út og skipulögð, þannig að helstu höfðingjasetrum hafi verið komið fyrir í flatarmálsmynd sem þekur landið. Ekki er hér farið fram á að þessari niðurstöðu sé trúað, einungis að hún sé skoðuð opnum huga sem vísindaleg til- gáta. Grundvallarþættir landmælingarinnar eru ákveðin horn sem finna má í hinum rétthyrnda þríhyrningi Pýþagórasar með hliðar í hlutföllunum 3/4/5, og lengdarein- ing sem er um 13 km. Á þennan hátt hafa verið staðsettar einar 5 miðjur í landnáms- höfuðbólum Húnaþings, og ætla má að um hverja miðju hafi verið ímyndaður hringur, um 13 km að geislamáli (radíus). Þannig hringur hefur þá verið táknrænn fyrir smá- heim eða einkaheim hvers höfðingja. Ein miðjan er að Hofi í Vatnsdal þar sem Ingi- mundur sat, og um hana hverfist hugsaður hringur sem ég kalla Vatnsdælahjól. Á 3. mynd er einfaldað landakort af Vatnsdal með hjólinu. Mæling leiðir í ljós að „Friðmundur" á klettanesinu er staðsettur mjög nærri umf- ari Vatnsdælahjóls, þ.e. í um 13 km fjar- lægð frá Hofi, og ber þaðan í stefnu sem er um 36 gráður austan við suður. Hér koma í ljós sömu stærðir í fjarlægða- og hornamáli sem einkenna héraðsmælinga- kerfið, því fyrrgreindur þríhymingur hefur eitt hornið nærri 36 gráðum að stærð. Ein og sér er þessi niðurstaða engin sönnun á því að mælingin hafi verið gerð, en líta verður á þetta sem einn drátt í stærri og flóknari mynd. Þessi mælingatilgáta, hversu einkennilega sem hún annars kann að hljóma, gefur skiljanlega ástæðu fyrir því að Vatnsdælir gætu hafa haft helgi á þess- um kletti. Ingimundur hefur kannað land út frá höfuðbóli sínu með því að miða út ýmsar markverðar stefnur og mæla ákveðn- ar fjarlægðir út eftir þeim. Á þessum vís- indalega ákvörðuðu stöðum hefur hann búist við einhveijum ábendingum eða jarteiknum, enda kemur það skýrt fram í sögunni að öll tilvist hans í þessu nýja landi var ákveð- in fyrir fram af forlögunum. í þessu sam- hengi verður það skiljanlegt að þessi óglögga mynd í klettinum hafi fengið svo mikið gildi í augum landnemans. Staðsetn- ing Þórshamarsins er einkar vel við eig- andi, því helsta hlutverk Þórs í goðsögnum er að veija heim goðanna, og líta má á „Friðmund" sem vörð á mörkum hins smáa heims Ingimundar. Að Lokum Túlkun launsagnarinnar um Þórólf virðist geta gefið furðu merkilegar ábendingar um eðli hins heiðna átrúnaðar, einkum um átrúnað á kletta og önnur náttúruleg fýrir- brigði, eða þá persónugerðu krafta sem þar áttu að búa. Það má jafnvel segja að nútíma- manni verði skiljanlegt hvernig skynsamir jarðbundnir menn gátu yfirleitt trúað á slíka hluti. í stað frumstæðrar hjátrúar virðist fræðileg hugsun liggja að baki. Þá má einn- ig betur skilja hvað söguriturum miðalda gekk til að rita slíkar tröllasögur á skinn. Erfitt er að skiljast við Forsæludal án þess að minnast á aðra og enn frægari viður- eign við óvætt sem þar átti sér stað, þegar Grettir glímdi við drauginn Glám. Sam- kvæmt Grettis sögu var Þórhallur, húsbóndi Gláms, afkomandi Friðmundar, en Grettir var afkomandi Jökuls Ingimundarsonar. Skyldi þetta vera einungis merkingarlaus tilviljun, eða notuðu höfundamir sama tákn- málið? (Heimildir: Tilvitnanir í Vatnsdæla sögu eru úr útgáfu Svarts á hvítu, fslendingasögur og þættir, 1987. Frekari útleggingar á textafræði og tengslum sagnanna má finna í útgáfum Hins íslenska Fomrita- félags á Vatnsdæla sögu og Landnámabók, bæði í formálum og neðanmáls á bls. 38, 46 og 82 í Vatns- dælu en bls. 218 og 219 i Landnámabók.) Höfundur er jarðeölisfræöingúr og starfar hjá Orkustofnun. Hræðilegir atburðir í Lönguhlíð 13 (sem skóku ekki heimsbyggðina þó að til þess væru nægar ástæður) Eftir ÁSGEIR BEINTEINSSON Að kvöldi fimmtudagsins 11. jan- úar síðast liðinn vom framin morð í húsinu við Lönguhlíð 13 í Reykjavík. Fyrst var ungur drengur kyrktur í grejp ómennis er hann flýði djöfulinn. Ómennið skar úr honum hjartað og augun. Húsráðandi dröslaði illa útlítandi lík- inu inn í litla geymslu undir súð. Ung stúlka lést síðan fyrir eigin hendi þar sem hún skar sig á púls með krufn- ingshníf svo að ferskt blóðið lagaði úr henni eins og purpurarautt klæði og lá hlutlaust umhverfis stúlkuna og stækk- aði hægt en ákveðið. Hún hafði verið véluð til þess af djöfullegri gamalli konu. Húsráðandi setti hana í plastpoka þar sem blóðið draup enn úr henni og kom henni fýrir inni í stóru geymslunni þar sem hann hefur frystikistu heimilisins. Maður á fimmtugsaldri var kyrktur af kyrkislöngu sem gleypti hann síðan og spýtti út úr sér beinunum. Þau voru næstum hrein, en greina mátti kjötlufsur og blóð á þeim þar sem þau lágu á gólf- inu fýrir framan sófann. Djöfullega gamla konan virtist vera í einhveiju sambandi við slönguna, en óvíst hvemig. Húsráðandi sópaði beinunum upp í svartan plastpoka og fleygði þeim í tunn- una fyrir utan húsið sem nýlega hafði verið tæmd eftir jólahasarinn. Tveir karlmenn um fertugt ásamt myndarlegri konu á svipuðum aldri frömdu síðan sjálfsmorð á meðan gamla djöfullega konan fór með þulu yfír kerta- loga í næsta herbergi. Húsráðandi raðaði líkunum undir sóf- ana tvo í stofunni og hagræddi þeim. Karlmaður sem lék sér við tvo drengi var síðan skotinn í höfuðið svo að blóðið og heilinn slettist um allt. Átakanlegast var að sjá hvemig heilinn blandaður blóði, ataði andlit litlu saklausu drengj- anna. Nú var húsráðanda nóg boðið og hann dröslaði líkinu niður stigann og setti það inn í kústaskáp. Hann lagaði síðan kaffi í eldhúsinu og drakk einn eða tvo bolla um leið og hann reyndi að skilja. Hann frétti síðar í gegnum eiginkon- una sína er þau vom bæði komin upp í rúm að eitt morð hefði verið framið til viðbótar, en það var faðir þess sem lá í kuðling í kústaskápnum, sem framdi það af yfirlögðu ráði. Hann myrti morðingja sonar síns með aðstoð vina sinna. Það hafði víst ekki gert hann hamingjusa- man, sagði eiginkona húsráðanda. Ekki er vitað hvað varð um líkið. Þessi fregn þykir ekki merkileg þar sem sömu atburðir áttu sér stað á sama tíma í nærliggjandi húsum. Eftirmáli höfundar Ég lýsi hér reynslu minni af sjónvarps- dagskránni fimmtudagskvöldið 11. jan- úar. Ég uppgötvaði þegar ég setti at- burði, framhaldsmyndaflokksins X- FILES og stuttmynd þar á eftir, í nýtt samhengi að bæði ég að aðrir sem hlusta á frásögnina upplifa hrylling myndanna á allt annan hátt. Þessu landamærljóði er ætlað það hlutverk að vekja lesendur til umhugsunar um þann veruleika of- beldis sem við búum við í dag. Ég ræddi myndimar við 11 ára gömul börn í skól- anum hjá mér og í ljós kom að mörg þeirra höfðu horft á báðar myndirnar mér til skelfíngar. 13. janúar 1996 Höfundur er kennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.