Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Síða 7
SÆLUHÚS Ferðafélags íslands á Hveravöllum. Nýja skálann sem séstá myndinni tilhægriá aðrífa ogfjarlægja samkvæmt nýja deiliskipulaginu.
Ljósm.-.Kristján M. Baldursson.
fjarlægja nýja Ferðafélagsskálann og fleiri
mannvirki. Sveitarfélagið sem stóð að
skipulaginu hafði aldrei minnsta samráð
við Ferðafélagið meðan á gerð skipulags-
draganna stóð og voru Ferðafélagsmenn
því óviðbúnir því að þessi drög væru tekin
til endanlegrar afgreiðslu. Þeir höfðu ekki
ávæning af því að til stæði að skerða að-
stöðu félagsins á Hveravöllum með þeim
hætti sem raun ber vitni um, því að ann-
ars hefðu þeir andmælt kröftuglega á sín-
um tíma.
Mistök Ferðafélagsins voru hinsvegar
þau, að beðið var eftir sérstöku samráði
um breytingar og svo fór að fresturinn
rann út án þess að félagið gerði athuga-
semd. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef
fengið, var þetta mjög lítið borið undir
Náttúruverndarráð, en starfsmaður ráðs-
ins fylgdist þó með framvindunni. Þarna
hefði Náttúruverndarráð átt að láta veru-
lega til sín taka í ljósi þess að Ferðafélag-
ið og Náttúruverndarráð hafa haft með
sér náið samstarf árum saman um endur-
bætur svo sem göngustíga á Hveravöll-
um.“
Ég spurði Kristján M. Baldursson, fram-
kvæmdastjóra Ferðafélags íslands, hvernig
bæri þá að líta á „Drög að deiliskipulagi"
sem send voru í nafni Ferðafélags Islands
til Skipulags ríkisins í janúar 1995. Fyrir
þeim er skrifaður Pálmar Kristmundsson
arkitekt og það er afar líkt hinu umdeilda
deiliskipulagi Svínvetninga. Um það sagði
Kristján:
„Innan Ferðafélagsins hefur verið hugað
að ýmsum hugmyndum og tillögum er
varða starfsemi félagsins á Hveravöllum,
og þá með það að leiðarljósi að hún verði
þar til frambúðar. Þær skipulagshugmynd-
ir fyrir Hveravelli sem Pálmar Kristmunds-
son arkitekt kom með, eru ekki gerðar að
frumkvæði stjórnar F.í og hún hefur aldr-
ei afgreitt þær.
Þetta eru hugmyndir arkitektsins og
hann fór af stað með þær að beiðni þáver-
andi formanns byggingarnefndar félags-
ins. Á þeim eru byggingar óskilgreindar
að stærð, en allavega mun minni en þær
byggingar sem koma fram í skipulagshug-
myndum Svínavatns- og Torfalækjar-
hreppa.
Áf þessu má sjá að Ferðafélagið hefur
ekki sjálft látið skipuleggja Hveravalla-
svæðið. Hugmyndir Pálmars um Hvera-
velli ásamt hugmyndum sem snertu önnur
svæði voru kynntar á stjórnarfundi F.í. í
febrúar 1995, en engin afstaða var tekin
til þeirra og þær voru aldrei afgreiddar frá
stjórn félagsins."
Góð Byrjun - Lakara
Framhald
Það er vel skiljanlegt að Ferðafélagið
taki því ekki þegjandi ef nota á skipulags-
lögin og misskildar hugmyndir um eignar-
hald til að skáka því út af staðnum. Sé
litið á starfsemi Ferðafélagsins á Hvera-
völlum, þá nær hún aftur til 1938. Ferðir
félagsins þangað hófust raunar fljótlega
eftir 1927 að félagið var stofnað. Skömmu
síðar var farið að beita sér fyrir vegarlagn-
ingu norður á Kjalarsvæðið og merkir
áfangar voru brúin á Hvítá og bygging
fyrsta sæluhússins í Hvítárnesi árið 1930.
Fá eru þau hús í óbyggðum sem fara eins
vel í umhverfi sínu og skálinn í Hvítár-
nesi, sem Jón Víðis teiknaði. Af einhveijum
ástæðum var sæluhúsið sem byggt var á
Hveravöllum 1938 í öðrum stíl, sem ekki
fer eins vel við umhverfið og er auk þess
nær hverasvæðinu en nú þætti æskilegt.
En húsið var upphitað og þangað var stór-
fenglegt að koma blautur og kaldur; það
þekki ég sjálfur frá þeim árum er ég var
íjallmaður á afrétti Tungnamanna.
Það er miður að húsið hefur verið málað
í litum sem eiga líklega að vekja sérstaka
athygli á því í stað þess að láta liti þess
falla að umhverfinu. Timburklæðning að
utanverðu fer auk þess betur á svona stað
en málaðir fletir. Það verður að viðurkenna
að skálar Ferðafélagsins á Hveravöllum
eru langt í frá að vera eins og æskilegast
þætti núna. Hvað sem líður framtíðar
ákvörðunum um yfirráð og eignarhald á
Hveravöllum, þykir mér líklegast að þeim
muni fundið fegurra form og betri staðsetn-
ing.
Aðeins eru um 6 ár síðan Ferðafélagið
byggði nýrri skálann við bílastæðið, mun
Ijær hverasvæðinu en þann gamla. Þar er
sérstakt salernishús, rotþrær hafa verið
gerðar og síðast en ekki sízt er að geta
um timburklæddan göngustíg frá bílastæð-
inu og uppá hverasvæðið með afleggjurum
að einstökum hverum, svo og Eyvindart-
óft. Þessir stígar, lagðir í sameiningu af
Ferðafélaginu og Náttúruverndarráði,
skipta sköpum og vegna þeirra þolir svæð-
ið mikla og vaxandi umferð gangandi fólks.
Stígurinn er ekki til prýði; hann er nauðsyn-
legt neyðarúrræði og hvort hann á að vera
úr timbri eða einhvetju öðru, náttúrulegu
efni, getur verið vafamál. Þess má svo
geta að lokum að Ferðafélagið hefur haft
forgöngu um kynningu á Hveravöllum með
bæklingi sínum, „Hveravellir - Dvalarstað-
ur á fjöllum - Þar eru í stuttu máli upplýs-
ingar um náttúru staðarins og söguleg
atriði ásamt uppdrætti með helztu örnefn-
um.
Mannvirki á Hveravöllum sem öðrum
tilheyra en Ferðafélaginu eru veðurat-
hugunarstöð Veðurstofu íslands; óþarflega
áberandi hús á hæð norðaustanvert við
hverasvæðið. í aðalskipulagi var gert ráð
fyrir að flytja það, en deiliskipulag Svín-
vetninga gerir ráð fyrir því áfram á sama
stað. Þá er og á staðnum smáhýsi í eigu
sauðfjárveikivarna, sem gert er ráð fyrir
að hverfi.
Eru Stórbyggingar
í SlGTI?
Haukur Jóhannesson jarðfræðingur og
varaforseti Ferðafélags íslands hefur verið
að fara yfir þau drög að deiliskipulagi
Hveravalla sem auglýst hafa verið og telur
að samkvæmt þeim geri Svínvetningar nú
ráð fyrir 600-900 fermetra húsi í fyrsta
áfanga og síðan er gert ráð fyrir 1500
fermetra viðbótar byggingarreit. „Þennan
mikla húsakost á að hita upp með af-
rennsli frá hverunum“, sagði Haukur, „en
áætlun um nýtingu er ófullnægjandi, reikn-
ingar rangir og allt bendir til að ekki sé
nægilega mikið til af heitu vatni á svæðinu
miðað við þá nýtingu sem áætluð er. Á
hinn bóginn á svo að taka hitann af eldri
skála Ferðafélagsins. Þarna á að verða
veitingarekstur og gistiaðstaða fyrir '70-80
í fyrsta áfanga, en það er kallaður hótel-
rekstur á mannamáli.“
Hér virðast miklar fyrirætlanir vera á
prjónunum. Um þær sagði Páll Sigurðs-
son: „Ljóst er að hugmyndir Svínvetninga
eru í reynd mun stórtækari en hingað til
hefur verið látið í veðri vaka. Ekki fer
milli mála, að mjög er vafasamt, hvort
þessi viðkvæmi staður í hjarta óbyggðanna
muni þola þau miklu mannvirki Svínvetn-
LAUGIN við eldriskála Ferðafélagsins erfrumstæð en vinsæl.
Ljósm. greinarhöf. um 1960.
Eru Hveravellir Að
Drabbast Niður?
ÖSKURHÓLSHVER er einna sér-
stæðastur hveranna á HveravöIIum.
inga sem drög að deiliskipulagi gera ráð
fyrir og einnig má leiða hugann að því,
hverskonar ferðamennsku eða ferðaþjón-
ustu skuli reka á Hveravöllum í framtíð-
inni. Víst er einnig, að ekki var Seyðisá
norðan Hveravalla brúuð nýlega í þágu
þessara náttúruunnenda. Sú brú var óþörf;
það ævintýri að aka yfir ána er úr sög-
unni og vegna brúarinnar leggja nú of
margir á Kjalveg á alltof illa búnum bíl-
um.“
Um þá hugmynd að samstarf geti orðið
á Hveravöllum með Svínvetningum og
Ferðafélagi íslands, kvað Páll rétt að láta
það koma fram, að þótt Svínvetningar
hafi einstaka sinnum látið að því liggja í
fjölmiðlum, með mismunandi óljósu orða-
lagi, að ekki væri loku skotið fyrir sam-
starf, hafi þeir ekki boðið til neinna slíkra
viðræðna og aimennur áhugi meðal stjórn-
armanna Ferðafélagsins sé naumast fyrir
hendi. Ennfremur er þess að geta, að í
ágústmánuði síðastliðnum fór Ferðafélagið
þess formlega á leit við hreppsnefnd Svína-
vatnshrepps, að hún veitti svokallað stöðu-
leyfi til allmargra ára fyrir núverandi að-
stöðu Ferðafélagsins á Hveravöllum. Því
erindi hefur aldrei verið svarað þrátt fyrir
margar ítrekanir.
Sú skoðun hefur heyrzt frá þeim norðan-
mönnum að Hveravellir hafi látið á sjá og
er þá einkum átt við hverasvæðið, en einn-
ig gróðurfar í kring. Sjálfur kom ég fyrst
á Hveravelli 1945 og síðan hef ég bæði
komið þangað margsinnis og tekið urmul
af ljósmyndum. í ljósi þess sem ég hef séð
get ég alls ekki tekið undir þennan hnign-
unarsöng. Þess ber að gæta að kísilmynd-
anir kringum hveri eru ákaflega viðkvæm
náttúrusmíð og sjálf er náttúran ýmist að
hlaða þær upp eða bijóta þær niður. Gaml-
ir sveitungar mínir úr Biskupstungum þótt-
ust geta greint breytingu á Öskurhólshver
frá því þeir sáu hann fyrst og samkvæmt
Þorvaldi Thoroddsen hefur hvinurinn verið
hærri á hans tíð.
Ég minntist á þetta við Jóhann oddvita
í Holti og hann stóð fastur á hnignunar-
kenningunni. Hann hafði komið til Hvera-
valla fyrir mörgum áratugum og kvaðst
þá hafa séð gijófyí hverunum sem fólk
hafði kastað í þá. Áreiðanlega er það ekki
til núna að slíkt sé gert. Þjónusta væri
ekki sem skyldi, sagði hann; til dæmis
kæmi oft fyrir að alveg matarlausir ferða-
langar gerðu vart við sig á Hveravöllum
og þeir gætu ekkert matarkyns fengið
þar. Fé væri á beit við hverasvæðið, sem
væri til vansa. Þá taldi Jóhann að ekki
dygði að hafa landverði á Hveravöllum ein-
ungis að sumarlagi. Aðkoman síðla vetrar
hafi ekki verið góð; nýi skálinn óupphitað-
ur og málningin flögnuð af, sagði oddviti
Svínvetninga.
Ugglaust er rétt að gróðurinn niður með
læknum sé mjög viðkvæmur og þoli illa
áníðsluna þar sem tjaldað er. En um það
að stórsjái á Hveravöllum frá fyrri tíð erum
við Jóhann alveg ósammála.
Um meinta hnignun á staðnum sagði
Páll Sigurðsson: „Mér fínnst vera gert of
mikið úr henni af norðanmönnum. Maður
gæti ímyndað sér að sæist rusl á staðnum
eftir alla þessa ferðamenn, en það sést
furðu lítið. Ferðamenningin hefur batnað.
Ferðafélag íslands og Náttúruverndarráð
eru með sameiginlega starfskrafta á
Hveravöllum. Þeir sjá um skálana, vísa þar
til rekkju, sjá um þrif á skálunum og einn-
ig er þeim stranglega uppálagt að hirða
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1996 7