Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1996, Side 9
Deyjandi tungur II Yerndun deyj- andi tungumála í Rússlandi Eftir VALERIJ PAVLOVITSJ BERKOV að er alkunna að í Rúss- landi, þ. á m. í Leningrad- héraði, á fjöldi tungumála á hættu að deyja út. Hér er skjótra aðgerða þörf. Eftir 10 til 20 ár verður víða ekkert eftir til að bjarga þótt menn verði allir af vilja gerðir. Þá vaknar sú spuming hvort það sé ómaks- ins vert að bjarga þessum málum? Spuming- in er ekki út í bláinn. Sú skoðun er útbreidd jafnvel meðal þeirra sem eiga þessar tungur að móðurmáli að þessar og aðrar dvergtung- ur hafi nær engu félagslegu hlutverki að gegna og megi missa sig; þær séu mönnum frekar til óþurftar en gagns. Því sé óþarfí að vernda þessar tungur; því fyrr sem þær eru úr sögunni, þeim mun betra. Slík viðhorf eiga þó nokkru fylgi að fagna meðal þessara smáþjóða sjálfra, og kemur þá tæpast á óvart að þau em enn útbreidd- ari meðal þeirra valdsmanna sem hafa örlög þessara þjóða í hendi sér. Stjómsýsluþjóðrem- ban þröngvar einatt drottnandi tungu upp á smáþjóðir undir yfirskini «baráttu gegn þjóð- emisöfgum». Eitt dæmi af fjölmörgum: Um miðja þessa öld heyrði ég georgískan stjórnmálamann segja: «Þjóðemissinnaðir mingrelar ætluðu að gera mingrelsku að skólamáli, en við tók- um fyrir þennan nasjónalisma og alla ekkisins mingrelsku og gerðum þeim að nota georg- ísku og ekkert annað.» Margir muna enn þau ár þegar ásökun um þjóðernisstefnu var sjaldnast orðin tóm. Eld- hugar sem beittu sér fyrir kennslu í vepsu eða svanversku gátu átt á hættu langvarandi fangelsisvist eða líflát. Nú dylst engum að í samfélagi þar sem öflugri tunga er ríkjandi eiga mælendur dvergtungu þess engan kost að komast til metorða án staðgóðrar kunnáttu í aðalmáli svæðisins eða ríkisins. Þetta kom glöggt fram í lok 6. áratugarins þegar reynt var í Kazak- hstan að stofna skóla með þýsku sem kennslu- mál. Þá risu þýskumælandi foreldrar þar upp öndverðir og báru því við að ef böm þeirra gengju í slíka skóla yrðu þau að loknu skyldu- námi vanbúin til framhaldsnáms. Nú hafa þessi viðhorf breyst nokkuð. Samfélagsþróun 20. aldar gerir smáþjóðum æ erfiðara fyrir. Hvað sem tautar og raular verður fólk sem til smáþjóða telst og vill komast áfram að læra til nokkurrar hlítar tungu fjölmennari þjóða - annaðhvort þá tungu sem er ríkismál í heimkynnum smáþjóð- arinnar (t.d. dönsku í Færeyjum, hollensku í Fríslandi, norsku í samabyggðum í Noregi o.s.frv.), eða erlent tungumál (á íslandi t.d. ensku og eitthvert Norðurlandamál, venjulega dönsku). Fram hjá þessari miskunnarlausu staðreynd verður ekki gengið; það getur m.a. leitt til vanhugsaðra aðgerða í kennslumálum með hörmulegum afleiðingum. Einmitt það virðist nú vera að gerast víða í Sovétríkjunum sálugu og jafnvel í Rússlandi sjálfu. Auðvitað eru slík mistök skiljanleg og skýranleg frá mannlegu sjónarmiði. Á löngu kúgunartíma- bili hins «friðsæla heimilis sovéskra þjóða» urðu fulltrúar smáþjóðanna æ áhyggjufyllri um örlög móðurmáls síns og höfðu æma ástæðu til. Jafnframt gróf um sig gremja vegna þess misréttis sem þeim fannst þeir beittir. Þess vegna er það ofur eðlilegt að menn kunni sér ekki hóf við breyttar aðstæð- ur. Dingullinn sveiflaðist of langt í hina áttina. Til að tungumál geti talist fullveðja verður fjöldi málhafa að ná vissu lágmarki. Ella yrði ótækt að starfrækja öll fræðslustig, regluleg- ar útvarps- og sjónvarpssendingar, arðbæra bóka- og blaðaútgáfu og svo framvegis. Þetta er t.d. ofviða 7.000 manna þjóð. Samt er það ekki fjöldinn einn sem ræður úrslitum. Hér þarf að líta á a.m.k. tvo þætti að auki. í fyrsta lagi er auðsætt að málsamfélagið þarf að eiga samfellda byggð. I öðru lagi skipt- ir hugarástand fólksins sjálfs miklu; verulegum hluta þess verður að vera það kappsmál að leysast ekki upp í öðru stærra málsamfélagi, heldur varðveita tilvem sína sem sérstök þjóð (etnos) með eigin menningu. Slíkt er ógjörning- ur ef tungan glatast. Því miður virðast marg- ar smáþjóðir í Rússlandi og víðar vera að missa kjarkinn, menn óttast að þjóðmenning og þjóðtunga þeirra eigi sér ekki viðreisnar von. Sums staðar gera menn jafnvel gangskör að því að taka upp stórtungu, og á það einkum við um ungu kynlóðina. Mikilvægi þessara tveggja þátta má glöggt sjá af þróun mála á íslandi og í Færeyjum. íbúar íslands em rösklega fjórðungur milljón- ar. Þar eru fræðslukerfi á öllum stigum allt til háskóla (að vísu með takmörkuðum fjölda námsgreina), fjölbreytt útgáfa blaða og tíma- rita, um 500 bókatitlar koma út á ári, tvær sjónvarpsrásir era starfandi o.s.frv. Eigi að síður þarf íslendingur sem vill koma sér áfram að kunna a.m.k. ensku. í Færeyjum, sem hafa heimastjóm innan konungsríkisins Danmerkur, eru íbúarnir að- eins 45.000, dreifðir um 17 eyjar. Þar koma að vísu út 6 blöð, þar af 5 eingöngu á fær- eysku. Árleg bókaútgáfa er að meðaltali 15 titlar. Færeyingar, a.m.k. menntamaður, les meira á dönsku en færeysku (allir Færeying- ar era í reynd tvítyngdir); í efstu bekkjum grannskólans eru nær eingöngu notaðar danskar kennslubækur, svo til allt afþreying- arlesefni er á dönsku og færeyskt sjónvarp er (enn?) ekki til. Hve miklu máli afstaða fólks sjálfs gagn- vart tungu sinni skiptir má sjá í Fríslandi, sem er hérað í Hollandi. Þarna er samfelld byggð u.þ.b. 400.000 Frísa, en tunga þeirra er náskyld ensku og telst m.ö.o. til vesturger- manskra mála. Þótt Frísar séu sem sagt drjúgum fjölmennari en Islendingar gegnir tunga þeirra heldur rýra hlutverki þegar dag- legu talmáli sleppir, enda er hollenska notuð í skólum þegar frá era taldir fyrsti og annar bekkur grunnskóla. 79% Frisa sjá aldrei frís- neskan texta á vinnustað, 66% þeirra kaupa aldrei bækur á frísnesku. Það er aðeins 1% Frísa sem að eigin sögn era vel ritfærir á frísneska tungu! Takið eftir að þetta gerist í lýðfrjálsu ríki þar sem máli meirihlutans er ekki þröngvað upp á minnihlutann. Hollenska er ekki skólamál vegna þrýstings yfirvalda, heldur að ósk Frísa sjálfra. Hér er á tvennt að líta: í fyrsta lagi eru Frísar einungis 3% af íbúum Hollands og til að komast áfram í lífinu verða þeir að hafa gott vald á megintungu landsins, hollensku. Frísar era og hafa verið mjög áberandi á sviði stjórnmála, vísinda og menningar í Hol- landi. I annan stað er menning þeirra mjög skyld hollenskri menningu. Þótt Frísar haldi tungu sinni í heimahúsum era þeir fullgildir aðilar að hollenskri menningu og leggja drjúg- an skerf til hennar. Það er helst tvennt nú á dögum sem ræður úrslitum um ímynd þjóðmenningar: í fyrsta lagi í hvaða mæli viðkomandi þjóð hefur lagað sig að heimsmenningunni og hversu snar þátt- ur borgarlíf er í-tilvera hennar. í öðru lagi umfang og styrkur hefðbundins menningar- arfs þjóðarinnar og skyldleiki hans við menn- ingu þeirrar þjóðtungu sem helst ógn stafar af. Sem sagt: Þar sem togast á annars vegar skiljanleg viðleitni til að stuðla að framgangi eigin tungu, svo sem að veita börnum stað- góða þekkingu í henni, og hins vegar ekki síður skiljanleg viðleitni til að tryggja börnum sínum vald á þeirri tungu sem opnar þeim leið til félagslegs frama, þar verður hið síð- ara oftast ofan á. Gætir þessarar tilhneiging- ar hjá smáþjóðum víðs vegar um heim. Af þessu ber þó ekki að álykta að tungur smáþjóða séu feigar upp til hópa. Samfélags- þróun síðari tíma hefur að vísu leitt til þess að þær duga ekki lengur sem eina tunga lí- tillar þjóðar. Því miður, smáþjóðafólki eru þau örlög búin að vera tvítyngt eða eiga litla framavon ella. Með nokkurri einföldun mætti orða þetta svo að maður sem tilheyrir smá- þjóð og ekki hefur vald á höfuðtungu lands- ins geti gætt kúa eða veitt fisk en ekki orðið læknir eða verkfræðingur. Reynsla margra landa hefur að undanförnu sýnt að unnt er að varðveita tungur smáþjóða og jafnvel styrkja stöðu þeirra veralega. Fær- eyska, frísneska og samíska í Noregi geta um þessar mundir státað af sannkallaðri viðreisn. Hér skal reynt að benda á nokkur ráð og leiðir. Án eigin þjóðtungu getur engin fullveðja STÚLKA á Tahiti. Kyrrahafssvæðið er mjög málauðugt, en samt eru 40 pólinesískar tungur og 50 míkrónes- ískar í útrýmingarhættu. þjóðleg menning blómgast, og hver menning sem líður undir lok er ekki aðeins tjón fyrir viðkomandi þjóð heldur mannkynið allt. Lítum á hina fræðilegu hlið þeirrar ógæfu. Tunga og munnmæli ýmissa þjóða era að glatast fræðimönnum að eilífu. Ef ekki er tafarlaust gripið til róttækrá ráðstafana er allt um seinan. Hér má ekkert ár, engan mánuð, enga viku, missa. Til að varðveita og efla tungur smáþjóða þarf að grípa til margþættra samræmdra aðgerða sem verða að hafa lagalegan og fjár- hagslegan bakhjarl. Fyrst er brýnt að setja lög sem tryggja smáþjóðum rétt til náms í eigin tungu (hér er ekki átt við kennslu á heldur /málinu. Þau lög verða að kveða skýrt og ótvírætt á um aðgerðir. Hér duga ekki hástemmdar yfirlýsingar einar saman — þeim höfum við alltaf haft nóg af. Hætt er við að án viðhlítandi lagasetningar geti fjármögnun nauðsynlegra aðgerða reynst erfið. Eins og ástandið í Rússlandi er nú er það borin von að löggjafar taki röggsamlega á þessum málum á næstunni og þeim mun síður að nauðsynlegt ijármagn fáist til fram- kvæmda. Þess vegna þarf þegar í stað að ganga frá a) lágmarksáætlun sem væri raun- hæf við núverandi aðstæður og b) heilsteyptri langtímaáætlun. Lítum á hvora um sig. Lágmarksáætlun: Nú þegar ber að: 1. Leitast við að vinna gegn uppgjafar- hneigð þeirri sem áður var lýst og margar smáþjóðir eiga við að stríða, útrýma rótgró- inni vanmetakennd og koma fólki í skilning um gildi og einstæði eigin tungu og menning- ar. I þessu eiga sjónvarp og útvarp að leika aðalhlutverkið með dyggum stuðningi blaða. Það væri einkar vel til fallið að gefa út til ókeypis dreifingar myndskreytta bæklinga með alþýðlegri frásögn af sögu og samtíð viðkomandi þjóðar. 2. Hljóðrita eins mikið af textum og unnt er. Ef í hart fer má bíða með málvísindaleg- ar, þjóðfræðilegar og þjóðsagnafræðilegar rannsóknir á þessum textum þar til síðar. GRÆNLAND: í fámennum málsam- félögum eins og hjá grönnum okkar á Grænlandi er illgerlegt að fylgjast með, semja tunguna að nýjum kröf- um og verja einstæða menningu fyr- ir því ofurefli sem að sækir. Mestu máli skiptir nú að bjarga textum frá eilífri glötun. Það er fyrst og fremst aldrað fólk, einkum gamlar konur, sem kann slíka texta enn í dag. 3. Gera myndbandsupptökur af þjóðlegum siðvenjum og athöfnum sem enn era við lýði. 4. Safna gripum sem varða þjóðhætti og verkmenningu. Þar sem því verður ekki við komið má taka mynd af þeim og semja ná- kvæma lýsingu. Kjörlausnin er að gefa úr ritröð undir nafn- inu „Smáþjóðir Rússlands". í hveiju hefti væri svo nákvæm úttekt á tungu ákveðinnar þjóðar, þjóðhátta- og þjóðfræðilýsing, saga o.s.frv. Langtímaáætlun: 1. Tunga hverrar smáþjóðar þarf að verða námsgrein í skólum hennar. Auk þess að hressa upp á sjálfsmynd þjóðarinnar eins og áður er á minnst þarf að mennta kennslu- krafta og semja námsgögn. Við Rússar eigum dýrmæta en sumpart rykfallna reynslu af rannsóknum á tungumálum norðurslóða. Ég minni á að við Kennaraháskóla Rússlands var á sínum tíma til norðurþjóðadeild sem sá um slíka menntun. Ef ég man rétt voru þar sam- in námsgögn sem Leningraddeild forlagsins Prosvesjsenie gaf út. 2. Heíja þarf sendingu útvarps- og sjón- varpsþátta sem í fyrstu mega vera stuttir; aðalatriðið er að þeir séu fluttir reglulega. Norska ríkissjónvarpið hefur reglulega stuttar útsendingar á samísku, og gætið þess að samar eru tæplega 1% af íbúum Noregs, u.þ.b. 30.000 af rúmum 4 milljónum. 3. Útgáfa blaða og tímarita. 4. Utgáfa alþýðlegra rita á þjóðtungunni. Það fyrsta má gjarnan vera Biblían eða Kór- aninn. Þar eru hin sálfræðilegu áhrif sem hér skipta mestu. Víðtækari áætlanir eru varla raunhæfar að sinni. Það eitt að koma framangreindu í verk væri mikill ávinningur. Helgi Haraldsson þýddi. RÚSSLAND: Tungumál sem fáir tala, dvergtungur, eiga undir högg að sækja, samanber: „Þjóðernissinnaðir mingrelar ætluðu að gera mingrelsku að skóla- máli, en við tókum fyrir þennan nasjónalisma og alla ekkisens mingrelsku og gerðum þeim að nota georgísku og ekkert annað." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.