Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Síða 2
þessarar aldar. Undarlega hljótt hefur verið
um þá kröfu um langt árabil og má líklega
rekja það til þess að endurheimt handrit-
anna var látin hafa forgang. Má í þessu
sambandi kannski tala um „hina gleymdu
dýrgripi íslendinga", eins og gert er í fýrir-
sögn þessarar greinar. En nú, þegar senn
er liðinn aldarfjórðungur frá lausn handrita-
málsins og minningarhátíð mestu kaflaskila
íslandssögunnar, kristnitökunnar, er fram-
undan, virðist tímabært að hreyfa forngripa-
málinu á ný.
forngripir Úr Landi
Á 17. og 18. öld vaknaði mikill áhugi á
Norðurlöndum á fornaldarsögu norrænu
þjóðanna, ekki síst íslendinga. Erindrekum
Danakonungs var þá fyrirlagt að safna
„Rariteter" og „Antiqviteter". Hin fornu
handrit Islendinga voru sérstaklega eftirsótt
og er af því vejþekkt saga sem tæpast þarf
að rifja upp. í upphafi 19. aldar var svo
skipulega farið að safna forngripum frá
íslandi. Hafði fornleifanefnd danska ríkisins
það verkefni með höndum. Bar starf hennar
ríkulegan árangur, því að heita má að henni
hafí á nokkrum áratugum, beint og óbeint,
tekist að sópa úr landi öllum dýrustu gripum
íslensku þjóðarinnar.
Ástæðulaust er að áfellast forfeður okkar
í þessu efni. Sérstakt íslenskt forngripasafn
(síðar Þjóðminjasafn íslands) var ekki stofn-
að fyrr en 1863. Fram að þeim tima var
forngripasafnið í Kaupmannahöfn (Museet
for nordiske Oldsager sem síðar sameinað-
ist Nationalmuseet) einnig forngripasafn
íslendinga. Skilin á milli þess sem var ís-
lenskt og danskt voru að sjálfsögðu ekki
jafnskörp og nú á dögum.
Öðrum þræði var brottflutningur fom-
gripanna til Danmerkur ef til vill lán í óláni.
Hér á landi voru stundum lítil skilyrði til
varðveislu þeirra. Hér skorti stundum skiln-
ing á þýðingu þeirra fyrir sögu okkar og
menningu. Lesa má t.d. í hinni kunnu Ferða-
bók Eggerts og Bjarna (frá 1772) háðsglós-
ur (í anda upplýsingarmanna) um forna,
helga dóma úr kaþólsku. Vel má vera að
sumir gripanna hefðu glatast eða eyðilagst
ef ekki hefði komið til áhugi dönsku forn-
leifanefndarinnay.
Forngripasafnið íslenska var beinlínis
stofnað til að stemma stigu við útflutningi
þjóðminja úr landi, þegar þjóðin var loksins
vöknuð til vitundar um málið. Verður ekki
annað sagt en að þar hafi vel tekist til, því
aðeins er kunnugt um fá dæmi þess að
mjög fornir gripir hafi síðan horfið úr landi.
Krafan Um Endurheimt
FORNGRIPA
Að fenginni heimastjórn árið 1904 og
síðar fullveldi árið 1918 skapaðist grundvöll-
ur fyrir málaleitan Islendinga um endur-
heimt fornra gripa, skjala og handrita í
söfnum í Danmörku. Árið 1907 skoraði
Alþingi á stjórnina að fá til landsins öll
skjöl og handrit Árna Magnússonar sem
væru úr opinberum skjalasöfnum á íslandi.
Fékk sú áskorun litlar undirtektir Dana þá.
Árið 1924 ályktaði Alþingi enn um þetta
mál. Leiddi það til þess að Ríkisskjalasafnið
danska féllst á að láta af hendi skjöl er
vörðuðu ísland að mestu eða öllu leyti og
Árnasafn og Konungsbókhlaða skiluðu ís-
lenskum jarðabókum, manntölum og dóma-
bókum. Á móti fengu íslendingar Dönum
ýmis skjalagögn sem tilheyrt höfðu íslensku
stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn. Var
samningur um þessi skjalaskipti gerður árið
1927.
Endurheimt forngripanna var fyrst hreyft
á Alþingi árið 1925. Samþykkti þingið að
gera kröfu til íslenskra forngripa í dönskum
söfnum, þeirra er eigi væri séð að þangað
hefðu komist með réttum eignarheimildum,
eins og það var orðað. Gerði Matthías Þórð-
arson þáverandi þjóðminjavörður skrá yfír
þá muni sem óskað var eftir.
Alþingishátíðargjöfin
Forngripamálið var næstu árin rætt fram
og aftur í íslensk-dönsku ráðgjafarnefnd-
inni, sem starfaði á grundvelli sambandslag-
anna frá 1918. Dönsku nefndarmennirnir
voru frekar hliðhollir kröfunni og vildu leysa
málið með því að láta hagsýni ráða og án
þess að viðurkenndur væri lagalegur eða
siðferðislegur réttur íslendinga til forngrip-
anna. Aftur á móti var mikil fyrirstaða við
málið í Þjóðminjasafni Dana. Eftir talsvert
þóf ákvað danska stjórnin að höggva á
hnútinn og kvað upp úr um að gefa skyldi
íslenditigum nokkurt safn íslenskra fom-
gripa. Varð Alþingishátíðin 1930 tilefni
þeirrar gjafar. Meðal muna sem þannig
bárust til landsins á ný voru nokkrir af
verðmætustu dýrgripum í Þjóðminjasafni
íslands nú: Valþjófsstaðarhurðin, Þórslík-
neskið, hökuil frá tíð Jóns biskups Arason-
ar, minnishorn frá Skálholtsdómkirkju og
annar Grundarstólanna, svo nokkrir séu
nefndir. Fjöldi endurfengnu gripanna var
178 ef allt er talið, en safnnúmer nokkru
færri eða 129.
Endurheimt forngripanna var fagnað á
íslandi, en ekki var litið svo á að málinu
væri þar með lokið. Kom það viðhorf m.a.
fram hjá Matthíasi Þórðarsyni þjóðminja-
verði. Enda liðu ekki nema átta ár, þar til
Alþingi samþykkti ályktun, þar sem áréttuð
var krafan um fullnaðarskil handrita og
fomgripa í dönskum söfnum. Var málið
rætt á ný í íslensk-dönsku ráðgjafarnefnd-
inni. Fulltrúar Dana sögðu þá að forngripa-
málið hefði verið til lykta leitt með gjöfínni
á Alþingishátíðinni. íslensku fulltrúarnir
kváðust á öndverðum meiði og héldu því
sjónarmiði til streitu á fundum nefndarinnar
1938 og 1939, en þá hætti nefndin störfum
vegna ófriðarins og síðar stofnunar lýðveld-
is á íslandi.
Endurheimt
FORNGRIPANNA HAFNAÐ
Nokkru eftir lýðveldisstofnun hittust full-
trúar íslendinga og Dana til að ræða ýmis
málefni er leiddu af sambandsslitunum. Var
á þeim fundum ítrekað af íslands hálfu að
krafan um endurheimt íslenskra handrita
og fomgripa í Danmörku stæði óhögguð.
Setti danska stjórnin í framhaldi af því á
laggirnar nefnd sérfræðinga til að vega og
meta þessa kröfu. Álit hennar var kunn-
gjört í desember 1951; vildi meirihluti nefnd-
armanna koma að einhveiju leyti til móts
við óskirnar um skil handritanna en einhuga
var nefndin um að hafna fomgripakröf-
unni. Kvað hún það mál hafa fengið endan-
lega niðurstöðu árið 1930.
Áður en danska sérfræðinefndin birti álit
sitt skrifaði Kristján Eldjárn þáverandi þjóð-
minjavörður hugvekju um efnið i Stúdenta-
blaðið (1. desember 1951). Rakti hann þar
sögu fomgripamálsins og rökstuddi málstað
íslendinga. „Enginn mun geta borið oss á
brýn, að vér rekum þetta mál af ósann-
gimi,“ skrifaði hann. „Vér leggjum það til,
er vér teljum rétt, að íslenskt þjóðmenning-
arsafn geymi og njóti hinna íslensku þjóð-
minja, sem fyrir alveg sérstakar ástæður
höfnuðu í Danmörku, en verða þó ekki
danskari að heldur, hversu lengi sem þær
dveljast þar. “
Þetta er í síðasta sinn, svo mér sé kunn-
ugt, að málsmetandi maður á íslandi hreyf-
ir forngripamálinu opinberlega Um það hef-
ur síðan ríkt þögn að heita má í bráðum
hálfa öld. Virðist tímabært að spyrja, hvers
vegna og hvort íslensk stjómvöld og þjóðin
séu búin að missa áhuga á hinum fornu
dýrgripum sínum í Kaupmannahöfn.
Handritamálið Hafði
Forgang
Athugun, sem höfundur þessarar greinar
hefur gert, bendir til þess að eftir að álits-
gerð dönsku sérfræðinefndarinnar kom
fram í desember 1951 hafi íslensk stjóm-
völd ákveðið (án formlegrar samþykktar þó)
að aðhafast ekkert í forngripamálinu fyrr
en handritamálið væri til lykta leitt. Mun
helsti ráðgjafí þáverandi ríkisstjórnar um
endurheimt handritanna hafa hvatt til þess
að handritamálinu og forngripamálinu yrði
haldið aðskildum, annað gæti stefnt hand-
ritamálinu í hættu. Virðist síðan hafa orðið
ofan á að grennslast eftir því í kyrrþey,
hvort ekki fengist einhveijum gripum skil-
að, og það í trausti þess að Danir gætu
sennilega látið þá sér að meinalausu.
Umræður um mál þessi á Alþingi nokkm
fyrr, í janúar 1951, benda til þess að alþing-
ismenn hafi einnig talið rétt að blanda ekki
saman handritakröfunni og forngripamál-
inu, enda hefði þeim, með einni undantekn-
ingu, verið haldið aðskildum í ályktunum
þingsins fram að þessu. Skýrt kom þó fram
við þær umræður að í slíkri stefnumörkun
fælist alls engin eftirgjöf forngripakröfunn-
ar.
Vel má vera að þetta hafi verið skynsam-
leg ákvörðun miðað við viðkvæma stöðu
handritamálsins. Er og ástæðulaust að vera
með vangaveltur í aðra veru nú. Engin gögn
hef ég séð sem sýna að íslensk stjórnvöld
hafi að öðra leyti fallið frá kröfu Alþingis
í forngripamálinu. Það virðist einfaldlega
hafa legið óhreyft af hagkvæmnisástæðum
meðan handritadeilan var óleyst. Hafi verið
grennslast eftir lausn þess í kyrrþey, eins
og talað var um, hefur sú viðleitni ekki
borið árangur. Og ekki get ég skýrt hvers
vegna það hefur legið í þagnargildi undan-
farna áratugi.
Handritamálið var í reynd ekki til lykta
leitt fyrr en árið 1971 er við fengum fyrstu
skinnbækurnar heim á ný, Flateyjarbók og
Konungsbók eddukvæða. Er í vor liðinn ald-
arfjórðungur frá þeim atburði sem mörgum
landsmönnum er áreiðanlega í ljóslifandi
minni. Hugmyndir munu uppi um það að
ljúka handritamálinu með formlegum hætti
í tilefni þessara tímamóta. Áður en það
verður gert virðist við hæfi að stjórnvöld
marki stefnu um framhald eða lyktir fom-
gripamálsins.
Mér finnst rétt að skýra frá því hér að
þegar undirritaður gegndi starfi þjóðminja-
varðar 1992-1994 spurðist hann fyrir um
forngripamálið og vakti máls á því óform-
lega við þáverandi menntamálaráðherra og
þjóðminjaráð. Ekki vannst 'þá tími til að
taka málið upp að nýju.
Tengjast Íslenskri Sögu
Og Menningu
Rökin fyrir endurheimt íslensku forngrip-
anna í Þjóðminjasafni Dana era [ rauninni
mjög einföld. Þetta era munir sem íslending-
ar hafa átt og tengjast íslenskri sögu og
menningu óijúfanlegum böndum. Þeir vora
ýmist fluttir úr landi að skipun dönsku forn-
leifanefndarinnar, færðir danska þjóðminja-
safninu að gjöf eða seldir því, þegar það var
jafnframt forngripasafn íslendinga.
Gripirnir sem enn era í Danmörku hafa
sáralitla þýðingu fýrir Dani, en að sama
skapi afar mikla þýðingu fyrir okkur íslend-
inga sem lesum úr þeim menningarsögu
okkar. Danir era auðugir af fomgripum, sem
varpa ljósi á sögu þeirra á fyrri öldum, en
alkunna er hve fátt hefur varðveist af slíkum
munum hér á landi. Hver og einn gripur
hefur því alveg sérstakt verðmæti í okkar
augum. Og þótt Danir hafi varðveitt gripina
- og fyrir það skal þakkað - hafa þeir ekki
séð ástæðu til að rannsaka þá eða rita um
þá sérstaklega. Mér er þannig ekki kunnugt
um að nokkur danskur fræðimaður hafí vik-
ið einu vísindalegu orði að íslensku gripunum
á allri þessari öld. Þetta er ekki sagt í ámæl-
is- eða gagniýnisskyni, heldur til að vekja
athygli á því að þessir forngripir snerta
Dani með allt öðram hætti en Islendinga.
Þegar horft er til skjalaskiptanna 1927,
fomgripagjafarinnar á Alþingishátíðinni
1930 og handritaskilanna sem hófust fyrir
aldarfjórðungi verður ekki annað sagt en að
Danir hafí reynst drengir góðir. Framkoma
þeirra í þessum málum á sér ekki margar
hliðstæður, en kunn era aftur á móti mörg
dæmi frá öðrum þjóðum um allt annað hug-
arfar, þar sem gamlar herraþjóðir visa sams
konar kröfum fyrrum nýlenduþjóða á bug.
En þó að þetta sé viðurkennt, og óumdeilt
á íslandi, breytir það ekki þeirri sannfæringu
höfundar þessarar greinar að kominn sé tími
til að hreyfa forngripamálinu við Dani á ný.
Munir úr kumlum íslenskra manna, úr ís-
lenskum kirkjum og af íslenskum heimilum
frá fyrri öldum eiga heima á íslandi og hvergi
annars staðar. Þar era ræturnar, þar er
umhverfíð sem þeir njóta sín í. Danir mundu
litlu tapa ef forngripunum yrði skilað, en
íslendingar áreiðanlega hafa af því mikinn
ávinning, þjóðernislegan og fræðilegan.
Höfundur er sagnfræðingur.
íslenskir gripir í
Þjóðminjasafni Dana
Að líkindum eru um 500 íslenskir
forngripir í Þjóðminjasafni Dana
(Nationalmusseet) í Kaupmannahöfn. Auk
þeirra gripa, sem minnst er á í greininni,
má nefna eftirfarandi:
Nælur úr kumlum á Valþjófsstað, Flögu
í Skaftártungu og Miklaholti í Biskups-
tungum. Komu til safnsins á árunum
1822-1841.
Drykkjarhorn með útskurði og fanga-
merki Þorláks biskups Skúlasonar. Keypt
af skransala í Kaupmannahöfn 1832, en
sá hafði fengið það á uppboði.
Kirkjutjald frá Hvammskirkju, með sjald-
gæfum útsaumi. Sent safninu af Geir bisk-
upi Vídalín 1819 að fyrirspurn dönsku
fornleifanefndarinnar.
Vatnsdýr úr kopar, úr Vatnsfjarðarkirkju
mjög sjaldgæfur gripur hér á landi. Barst
safninu 1825.
Refill frá 1630. Útvegaður safninu 1832
af Halldóri ritara Einarssyni hjá Egg-
ert gullsmið Guðmundssyni í Sólheima-
tungu.
Kaleikur og patína í rómönskum stíl frá
miðöldum. Ur Svalbarðarkirkju, send safn-
inu fyrir silfurverð af Daníel presti Hall-
dórssyni á Stóra-Eyrarlandi 1847.
Kvensilfur frá 16. öld, m.a. brúðarkóróna
Halldóru Sigurðardóttur (líklega prests
Jónsgonar Arasonar biskups). Kom til
safnsins 1849 frá Kunstkammeret, sem
mun hafa fengið það 1753.
Textaspjöld með smeltum eirþynnum
(emaille), gefin Grundarkirkju í Eyjafírði
á 14. öld, einstæð meðal íslenskra kirkju-
gripa. Send endurgjaldslaust til safnsins
1852.
Altarisklæði frá kaþólskum tíma, með
mynd Ólafs helga, útsaumað. Sent frá
Vallakirkju í Svarfaðardal árið 1855 af
Kristjáni presti Þorsteinssyni fyrir nýtt
krossmark.
Hökulkross, mjög vandaður miðaldaút-
saumur, norðurþýskt verk að uppruna.
Úr Grundarkirkju og sent endurgjaidslaust
til safnsins 1856.
Maríulíkneski útskorið í tré, ekki yngra
en frá 14. öld, merkilegur gripur. Frá
Múlakirkju í Aðaldal, sent safninu af Skúla
presti Tómassyni 1859 og fékk kirkjan
hökul í staðinn.
Altaristafla úr alabasti, frá miðöldum,
ensk að uppruna eins og aðrar slíkar. Úr
Munkaþverárkirkju 1862. Safnið sendi
kirkjunni hökul fyrir.
Ljósahjálmur í gotneskum stíl, frá mið-
öldum. Úr Hvammskirkju. Daniel Bruun
seldi safninu þennan hjálm árið 1912 fyr-
ir kr. 300, án þess að bjóða hann Forn-
gripasafninu í Reykjavík, sem þó var
skylda eftir að fornleifalögin tóku gildi
1907.
Kirkjustóll frá Grund í Eyjnfirði (Na. 7726) smíðaður úr íslensku birki.
Talinn vera einn þríggja stóla sem Þórunn dóttir Jóns biskups Arasonar
gaf kirkjunni 1551. Einn stóllinn, stóll Þórunnar, er á Þjóðminjasafni ís-
lands, þessi er talinn hafa verið ætlaður bróður hennar Ara lögmanni Jóns-
syni, en sá þriðji er líklega glataður, en það hefur verið stóll húsbóndans
á Grund. Um Grundarstóla hefur Matthías Þórðarson skrifað í Árbók Forn-
leifafélagsins 1917.