Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1996, Page 6
Sakamanna-
dysjar í
Kópavogi
ÍBÚÐARHÚS í hinu sólríka þorpi Igaliko.
Ljósm.: Inga Dagmar Karísdóttir.
LISTA VERKIÐ á veggnum við rústir Brattahlíðar sem að hluta
er einskonar uppdráttur af fornminjum.
Ljósm.:Inga Dagmar Karísdóttir.
farið til Danmerkur til náms líkt og fleiri
ungar grænlenskar konur gera en svo virð-
ist sem ungir karlmenn fari síður í lang-
skólanám en konur, einkum fyrir þá sok
að þeir fara að vinna snemma við það sem
býðst í Grænlandi og festast þar.
Mikil veðursæld er sögð ríkja í Igaliko á
sumrin og reyndin er sú að við fengum
yndislegt veður er við vorum þar. Hafflötur-
inn í fjarðarbotninum var eins og spegill
og hitinn komst upp í að minnsta kosti 20
gráður á Celsius yfir hádaginn.
í hugum okkar er Igaliko friðsæl para-
dís. Þar er enda gróðursælla en víðast ann-
ars staðar í Grænlandi og þar ríkti friður
og kyrrð. Asinn vár enginn á fólkinu og
fuglarnir valhoppuðu syngjandi milli þúfna.
Lömbin bitu grasið í kæruleysi og náttúran
virtist öll dunda sér. Það virtist hægjast á
tímanum í Grænlandi en jafnvel enn frekar
í Igaliko. Taktur tímans virtist þar annar
en maður hefur vanist. Igaliko var ríkur
staður að heimsækja þar sem tíminn virtist
nægur en tíminn er auðlind sem víða er
takmörkuð í hinum vestræna heimi.
í þessari smáu „paradís" var einmitt bisk-
upsstólnum valinn staður til forna en þar
sem Igaliko er nú voru áður Garðar. Ýmsar
fornminjar hafa verið grafnar upp en einna
merkilegust er gröf biskups þar sem beina-
grindin er ein eftir og svo biskupsstafurinn.
Einnig eru leifar dómkirkjunnar í Görðum
merkilegar en hún var stór eða 27 metrar
á lengd og um 16 metrar á breidd og hafði
litað gler í gluggum. Kirkja þessi var helg-
uð heilögum Nikulási, verndardýrðlingi
sæfarenda. Anders Olsen hóf hér kúa- og
fjárbúskap og síðar afkomendur hans, allt
til dagsins í dag, en fyrstu húsin sem fólk-
ið bjó í voru byggð úr steinum sem teknir
voru úr fornminjunum.
Allir voru sammála um að Igaliko væri
fallegur og góður staður og vildu helst
dvelja þar lengur en áætlað var. Óskin
uppfylltist að vissu marki þar sem Erling
tafðist um sex klukkustundir í Narsaq. Um
15 mínútna gangur er frá Igaliko norður
yfir í Eiríksfjörð en þangað fór hópurinn
gangandi til móts við „Perluna" að kvöldi.
Við kvöddum Igaliko og héldum yfir til
Bröttuhlíðar í botni Eiríksfjarðar.
Qassiarsuk - Brattahlíð
Qassiarsuk er grænlenskt heiti yfír svæð-
ið sem Brattahlíð tilheyrði til foma. Eiríkur
rauði nam þama land en Brattahlíð og lönd-
in í kring eru besta landið í Suður-Græn-
landi með tilliti til fjárbúskapar. Landnem-
amir voru með nautgripi, sauðfé og hesta
en stunduðu auk þess fiskveiðar. En líkt og
mannfólkið hvarf féð úr Grænlandi líklega
einhvem timann á 16. öld.
Sauðfjárbúskapur hófst aftur í Bröttuhlíð
árið 1924. Nú er dálítil þyrping við Bröttu-
hlíð, smá verslun og farfuglaheimili. Áhrifa
Eiríks rauða gætir þó enn. Veglegt minnis-
merki eftir grænlenska listamanninn Hans
Lynge var reist Eiríki til heiðurs árið 1982
nærri farfuglaheimilinu. Tilkomumestar em
þó rústir og leifar hýbýla og fjárhúsa land-
námsmannanna sem liggja rétt utan við
þorpið. Stórt listaverk á klettavegg ofan við
rústirnar vekur einnig athygli en það er í
senn umhverfíslistaverk og leiðarvísir um
rústirnar, þ.e. nokkurskonar „kort“ af upp-
graftarsvæðinu. Einnig em merkilegar minj-
ar nærri fjöruborðinu skammt frá rústum
norræna bæjarins en þar er lítið hús hlaðið
úr torfí og gijóti. Hús þetta er leifar frá
vem Thulefólks við Qassiarsuk en nálægð
þess við norrænu minjamar minna á sam-
skipti norræns fólks og Inúíta á öldum áður.
Landið allt í kring býður upp á skemmti-
legar gönguleiðir. En næst síðasta dag okk-
ar í Grænlandi var farið að bera talsvert á
bitmýi. Að sögn er bitmýið oft til ama í
Grænlandi, sérstaklega þar sem óvanir em
á ferð.
Á síðasta degi okkar í Grænlandi flutti
Erling okkur á „Perlunni" síðasta spölinn,
yfír Eiríksfjörðinn til Narssarssuaq þar sem
Flugleiðaþota beið okkar. Þannig endaði
ferðin þar sem hún hófst og við þökkuðum
skipstjóranum fylgdina.
Grænland er sérstakt land að heimsækja.
Það er líkt og það sé í annarri vídd þar sem
tíminn Iíður hægar. Raunar er sem flest sé
frosið í einu augnabliki, fjöllin, firðimir, fugl-
amir, féð og fólkið. Aðrar hugmyndir, siðir,
náttúra og efnahagur hljóta að koma fram
í daglegu lífi fólksins þótt það þurfi auðvitað
að hafa fyrir sínu eins og annað fólk. Asinn
virðist hins vegar ekki til meðal fólksins sem
við hittum.
Hins vegar er hið „frosna augnablik"
ekki raunvemlegt nema fyrir ferðamann sem
kemur og fer. Náttúran tekur miklum breyt-
ingum í hringrás tímans. Veturinn í Græn-
landi er kaldur og dimmur en sumrin stutt.
Við upplifðum einungis „augnablik" í ævi
fólksins, komum í stutta heimsókn og vorum
farin fljótt aftur. Við upplifðum ekki vetrar-
ríki Grænlands. Hins vegar er það ekki sýnd-
arveruleiki að fólk býr í Grænlandi, lifir þar
lífí sínu í samfélagi sem á rætur sínar að
rekja til fólks sem aðlagaði sig norðrinu og
varð hæfara öðmm að nýta sér náttúru
heimskautsins.
Höfundarnir eru nemar í mannfræði.
Fyrir nokkru var ágæt frásögn í Lesbók Morgun-
blaðsins eftir Helga M. Sigurðsson um gamalt
morðmál frá 1704. Tildrög málsins voru þau að
í Árbæ bjó Sigurður Arason, 26 ára gamall
maður, með móður sinni á móti hjónunum
í fyrra birtist í Lesbók
grein um morð við
Skötufoss í Elliðaám árið
1704. Sakborningarnir,
Sigurður Arason og
Steinunn
Guðmundsdóttir voru
teknir af lífi á
Kópavogsþingi sama ár.
Fornleifarannsókn var
gerð á svonefndum
Hjónadysjum við
Kópavogslæk 1988 og
eru hér leiddar líkur að
því að þar hafi fundist
jarðneskar leifar
Steinunnar og Sigurðar.
Eftir GUÐMUND
ÓLAFSSON
Sæmundi Þórarinssyni og 44 ára gamalli
konu hans Steinunni Guðmundsdóttur.
Þann 22. september 1704 fannst Sæmund-
ur látinn í Elliðaá. Skömmu síðar vaknaði
grunur um að hann hefði verið myrtur og
við yfirheyrslur hjá Paul Beyer landfógeta
játaði Sigurður að hafa myrt Sæmund að
undirlagi Steinunnar. Þau Steinunn voru
tekin af lífi á Kópavogsþingi sama ár. Henni
var drekkt í Kópavogslæk og hann var
hálshöggvinn. í Vallaannál er þess jafn-
framt getið að höfuð Sigurðar hafi verið
sett á stöng við gröf hans. Mál þeirra hef-
ur orðið kveikja að draugasögu í nokkrum
gerðum og er afturgangan ýmist nefnd
Selsmóri, Sviðholtsdraugur eða Þorgarður.
í niðurlagi fyrrnefndrar Lesbókargreinar
segir að annað sé ekki vitað um afdrif þeirra
Steinunnar og Sigurðar en talið að grafir
þeirra hafi fundist við vegagerð á fyrri hluta
aldarinnar. Verður hér reynt að bæta
nokkru við þá frásögn.
Munnmæli og sagnir um dysjar þeirra
sem teknir voru af lífi á Kópavogsþingi
hafa jafnan fylgt svæðinu og sést enn
móta fyrir dys við gamla veginn sem liggur
frá Kópavogslæk upp Amarnesið.
Frásagnir um beinafundi sem taldir hafa
verið úr sakamannadysjum hafa einnig
minnt á aftökurnar. Nokkrum sinnum hafa
t.d. mannabein fundist í grennd við Gálga-
kletta í Garðabæjarhrauni. Þá er, eins og
áður er getið, til frásögn um að vegagerðar-
menn hafi árið 1938 fundið höfuðkúpu með
miklu hári við Kópavogslæk og aðra beina-
grind höfuðlausa. Þessi bein munu hafa
verið sett aftur á sinn stað, en ekki var
fundarstaðurinn staðsettur neitt nánar.
í þessari grein, sem er stytt útgáfa grein-
ar sem birtast mun í næsta hefti tímarits-
ins Landnám Ingólfs, er sagt frá fornleifa-
rannsókn sem gerð var á svonefndum
Hjónadysjum við Kópavogslæk vorið 1988
í sambandi við breikkun Hafnarfjarðarveg-
ar. Leitt er að því líkum að þar hafí fund-
ist jarðneskar leifar Steinunnar og Sigurð-
ar.
Fyrir rannsókn sást dálítil þúst í krikan-
um milli Hafnarfjarðarvegar og Fífu-
hvammsvegar sem talin var vera dys (mynd
1). Fyrirsjáanlegt var að nýi vegurinn hlyti
að fara yfir hana að hluta eða öllu leyti.
Auk greinarhöfundar unnu fornleifafræð-
ingarnir Sigurður Bergsteinsson og Lise
Bertelsen við rannsóknina.
HJÓNADYSJAR fyrir rannsókn.