Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Þröstur Helgason ÞAÐ HEFUR ef til vill verið tilfinning um innilokun og þrá eftir framandleika sem fékk Björgvinjarbúa til að stofna til listahátíðar í borginni árið 1953 en borgin er girt sjö fjöllum sem setja mikinn svip á hana. FRÁ LISTAHÁTÍÐ í BJÖRGVIN MEÐ SÖKNUÐI Listahátíó í Björqvin var haldin í 44. sinn frá 22. maí til 2. júní síóastlióins. Hátíóin bauó upp á fjölbreytta dagskrá þótt meqináherslan hafi verió á tóniistina, oq þá einkum norska tónlist. ÞRÖSTUR HELGASON sótti hátíóina og segir hana vel heppnaóa þóttá henni meqi finna galla eins og þeirri hátíó sem fram fer í Reykjavík um þessar mundir. Jafnframt segir hann aó Reykvíkingar geti ýmislegt lært af Björg- vinjarbúum um skipulagningu slíkra hátíóa. MIÐBORG Björgvinjar er girt sjö fjöllum sem setja mikinn svip á bæinn og lífið í hon- um. Sumir íbúar segja að þessi mikli íjallasalur einangri þá frá umheiminum, veki jafnvel með þeim innilokunarkennd. Aðrir segja að hann vemdi þá. Það hefur ef til vill verið þessi tilfínning um innilokun og þrá eftir framandleika sem fékk Björgvinjarbúa til að stofna til listahátíðar í borginni árið 1953. Astæðan hefur þó sennilega fyrst og fremst verið sú sama og fyrir stofnun margra annarra listahátíða í borgum Evrópu á fyrstu árunum eftir seinni heimsstyijöldina; von til þess að list- in gæti sameinað ólíkt fólk af ólíku þjóðemi, að hún gæti varðveitt friðinn og gert mannlífið fallegra og betra. Sé litið yfír sögu Evrópu síð- ustu fimmtíu ára eða svo er friðsæld að vísu ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hugann, en listahátíðum er þar varla um að kenna. En hverju skyldi listahátíð eins og sú sem haldin var í Björgvin i 44. sinn frá 22. maí til 2. júní síðastliðins koma til ieiðar? Hvað situr eftir í hugum og hjörtum gesta slíkrar hátíðar? í mínu tilfelli var það umfram allt söknuður sem hlýtur að vera órækt vitni þess að hátíðin hafí að einhveiju leyti verið vel heppnuð. Mikil- vægara er kannski að hátíðin kynnti manni nýja hluti og sumir viðburðanna kveiktu nýjar hugsanir. Einnig er það ánægjulegt að hátíðin reyndi að leiða í ljós ólíka fleti á listgreinum, svo sem ólíkar aðferðir leikhússins, og kynna tónlist frá ólíkum tímaskeiðum og heimsálfum, jafnvel á sömu tónleikunum. Það hlýtur einmitt að vera eitt af meginverkefnum hátíðar af þessu tagi að kanna margbreytni listanna og sund- urleitni, að stefna saman andstæðum. Höfuöáhersla á tónlist Listahátíðin sem haldin var í Björgvin árið 1953 var reyndar ekki sú fyrsta sem haldin var þar. Árið 1898 stóð norska tónskáldið Edvard Grieg (1843-1907) fyrir listahátíð í borginni. Grieg þótti hljóðfæraleikarar borgarinnar ekki nógu góðir til að flytja þá tónlist sem tónskáld hennar voru að semja á þeim tíma. Bauð hann því Concertgebouw-hljómsveitinni frá Amsterd- am til borgarinnar og hélt hún sex tónleika en á þeim var nánast eingöngu spiluð norsk tón- list. Verður það að teljast mikið afrek hjá Grieg að hafa fengið þessa þekktu hljómsveit til að ferðast langa leið í lok siðustu aldar til að leika norska tónlist; Bergljót Jónsdóttir, íslenskur framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Björgvin, segir að örlæti hljómsveitarinnar hafi verið svo mikið að hinn kunni hljómsveitarstjóri hennar, Willem Mengelberg, hafi vikið sæti á öllum MYNDLISTARMAÐUR hátíðarinnar, Hávard Vikhagen, sem býr í Ósló kvaðst ánægður með veðurfarið í Bergen; „það lætur mann finna fyrir sér og því finnst manni maður vera í meiri tengslum við náttúruna og það skiptir myndlist mína miklu.“ TÓNLIST frá miðöldum var bæði kynnt gestum á sérstökum fyrirlestrum miðalda- fræðinga og fiutt á tónleikum sem flestir fóru fram í Hákonarhöllinni sem lokið var að byggja árið 1261, ári áður en íslending- ar gengust Noregskonungi á vald. Þar fluttu til dæmis The Boston Camerata Carmina Burana og verk byggð á sögunni um Tristran og ísoldi. tónleikunum nema einum fyrir norskum tón- skáldum sem flytja vildu verk sín með hljóm- sveitinni. Listahátíðin í Björgvin leggur enn höfuð- áherslu á tónlist. Norsk tónlist situr og enn í öndvegi; gamlir meistarar eru hátt á strái, svo sem Ole BuII (1810-1880) og Edvard Grieg, en einnig er unnið ötullega að kynningu á yngri tónskáldum, svo sem Harald Sæverud (1897- 1992) og Lasse Thoresen sem var tónskáld hátíðarinnar að þessu sinni. Thoresen er fæddur í Ósló árið 1949. Hann varð snemma fyrir miklum áhrifum af tónlist Griegs og bera tónsmíðar hans þess enn merki; eins og Grieg hefur hann leitað í gnægtabrunn norskrar náttúru að yrkisefnum og orðið fyrir áhrifum af norskri þjóðlagatónlist. Thoresen er Bahai-trúar og ber tónlist hans keim af því. Bahaiskar bænir voru til dæmis meðal þeirra verka Thoresens sem flutt voru á hátíðinni í Björgvin. Ólíkt Listahátíð í Reykjavík vinnur Björgvinj- arhátíðin út frá ákveðnum þemum sem gefur henni óneitanlega meira gildi. Auk hinnar norsku áherslu voru þannig tvö meginþemu í tónlistardagskrá hátíðarinnar, miðaldatónlist og ungir tónlistarmenn. Tónlist frá miðöldum var bæði kynnt gestum á sérstökum fyrirlestrum miðaldafræðinga og flutt á tónleikum sem flestir fóru fram í Hákon- arhöllinni sem lokið var að byggja árið 1261, ári áður en íslendingar gengust Noregskonungi 6 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.