Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 3
LESBÖKMORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTTR EFNI Morris Lester Bowie kemur nú öðru sinni á Listahátíð í Reykjavík til að „geggja og sameina" íslendinga í djassinum. Bowie mætir til leiks með Idjómsveit sinni Brass Fantasy, sem er eins konar lúðrasveit, skipuð þrem trompetleikurum auk Bowies, hornleik- ara, tveimur básúnuleikurum, túbuleik- ara, trommuleikara og ásláttar- manni.„Mig hafði alltaf langað að stofna djasshljómsveit sem notaði eingöngu lúðra," segir Bowie. Listahátíó er víðar haldin en í Reykjavík. I Björgvin var haldin listahátíð 22. maí til 2. júní sl. Framkvæmdastjóri þeirrar hátíðar var reyndar íslendingur og fleira átti hún sameiginlegt með hátíðinni í Reykjavík. En um leið var augljós munur á hátiðunum tveimur, meðal annars í afstöðunni til barna. er daglega til sýnis í sjónvarpinu, en í daglegu lífi okkar er hann fjarlægur og ekki mikið ræddur. Á Mokkakaffi og sýn- ingarsalnum Sjónarhóli eru tvær Ijós- myndasýningar þar sem dauðinn er mynd- efnið og af því tilefni skrifar umsjónar- " maður sýninganna, Hannes Sigurðsson, grein sem heitir I minningu dauðans. Enska fjöllistamannsins William Morris er minnst á 100. ártíð hans, bæði vegna þess að hann var íslandsvinur, kom tvíveg- ^ . is til í slands og gaf úr dagbækur sínar D Q U OI fl fl úr þeim ferðum og svo hins, að hann var aðdáandi íslendingasagna og þýddi sumar þeirra á ensku ásamt með Eiríki Magnús- syni. Um hinn ofvirka rómantiker og forn- _ sögurnar skrifar Sigrún Pálsdóttir, um íslandsferðirnar skrifar Jóhann J. Ólafs- son, um hönnuðinn og listamanninn Morr- is skrifar Gísli Sigurðsson, um sýningar á verkum hans í London skrifar Elín Pálmadóttir og loks eru birtir kaflar úr dagbók úr íslandsferð 1873. Erró opnar um þessar mundir stóra sýningu á verkum sínum í Vínarborg. Mörgum ís- lendingum gengur illa að átta sjg á því hvar Erró er að fara í list sinni. í tilefni sýningarinnar í Vínarborg skrifar Gunnar G. Kvaran um Iistamanninn og aðferða- fræði hans. Forsíðumyndina af Evgeny Kissin og myndina á bls. 4 tók Sverrir Vilhelmsson. STEINN STEINARR MIÐVIKUDAGUR Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang, eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það. manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt, því svona hefir það verið og þannig er það. Þér gangið hér um með sama svip og í gær, þér sigrandi futthugar dagsins, sem krónuna stífíð. I morgun var haldið uppboð á eignum manns, sem átti ekki nóg fyrir skuldum. - Þannig er lífið. Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl, og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi. Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös, og Morgunblaðið fæst keypt niðr'á Lækjartorgi. Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang, og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn. Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær, í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn. Sleinn Steinarr, 1908-1958, hét réttu nafni Aðalsteinn Kristmundsson. Hann var uppajnn- inn úr Dalasýslu, en átti lengst af heima í Reykjavík þar sem hann varð brautryðjandi í módernískri Ijóðagerð og getur talizt með mestu skáldum aldarinnar á íslandi. RABB OFTHEFURverið ságt um þann sem virðist skeytingar- laus um eigin hag og annarra að hann lifi bara fyrir líðandi stund. Slíkur maður er sagður vera ábyrgðarlaus bæði vegna þess að hann stendur ekki við þær skuldbindingar sem hann hefur skapað sér í fortíðinni og vegna þess að hann býr ekki í haginn fyrir fram- tíðina. Hann hangir bara laus í núinu og leikur sér. Slíkur einstaklingur er því eins konar ógn við siðmenninguna sem gerirtil okkar tvær meginkröfur: við eigum að kunna að haga okkur og við eigum að geta séð fyrir okkur. Þessar tvær kröfur fela það í sér að við verðum að brjótast út úr andvaraleysi augnabliksins og mynda ábyrg tengsl gagnvart hinu liðna og hinu ókomna. Sá sem ætlar að læra að haga sér verður til að mynda að halda loforð sín og greiða skuldir sínar. Sá sem ætlar að sjá fyrir sér þarf að temja sér samvizkusemi og fyrir- hyggju. Bæði vinnan og siðferðið krefjast þannig minnis og framsýni sem hrekur okkur út úr núinu, stríðir gegn leiknum og lausunginni sem fylgir því að lifa fyrir líð- andi stund. Þess vegna hafa foreldrar til dæmis þungar áhyggjur af því þegar ungl- ingurinn virðist ekki ætla að ná þessari hugsun og heldur áfram að líta á lífið eins og leik. Þá er hætta á því að hann komist ekki til manns, eins og við segjum. Af þessu má ráða að siðmenningin ein- kennist af ákveðinni alvörugefni. Menn verða að læra að lífið er ekki áhyggjulaust daður við andrána, heldur ábyrg fyrir- hyggja í efnislegu tilliti og umhyggja gagn- vart öðru fólki. Allt helgast þetta af því að við erum tímanlegar verur, verur sem lifum í senn í nútíð, framtíð og fortíð. Dýr- in virðast aftur á móti vera mun bundnari UM LIÐANDI STUND umhverfinu af eðlishvötum sínum og haf a ekki það tímaskyn að þau verði sjálfum sér verkefni eða vandamál. Þess vegna tölum við um áhyggjuleysi dýranna. En þetta svig- rúm sem við öðlumst í tímanum er sann- arlega ekki fengið án fórna; þóttþað sé forsenda allrar menningar og þar með mannlegrar hamingju er það jafnframt uppspretta okkar dýpstu vansældar. Þetta er vansældin sem staf ar af því að haf a fórnað leiknum. Sliguð af alvöru vinnusem- innar og siðprýðinnar skjótum við uppfyll- ingu langana okkar stöðugt á frest, göngumst undir taumhald samfélagsins sem stíflar lífskraftinn og virkjar hann í sína þágu. Nýtur þjóðfélagsþegn hefur lært að leggja leikinn tií hliðar. Hann verður vinnudýr í þágu siðmenningar. Til að bæta okkur upp missinn og rétt- læta tilveru okkar þurfum við á stöðugri tilbreytingu að halda. Við verðum að fá eitthvað öðruvísi, meira, betra og skemmti- legra en við höfum nú, annars stöðnum við, nemum staðar og verðum þá jafnvel að horfast í augu við okkur sjálf. Til þess að forðast það höldum við linnulaust áfram lífshlaupinu - knúin áfram af kröfum um aukinn hagvöxt og þægindi. Og allt er þetta réttlætt með ábúðarmikilli orðræðu um fyr- irhyggju og ábyrgð, þótt þessi lífsmáti sé á góðri leið með að ganga af sjálfum okkur dauðum og léggja náttúruna í rúst. Kristur var einn þeirra sem gerði sér grein fyrir þessum lífsvanda mannsins og hvatti hann til áhyggjuleysis og nánast fyrirhyggjuleysis. Hann mælist til þess að við tökum liljur vallarins og fugla himinsins okkur til fyrirmyndar og höfum ekki áhyggjur af því hverju við eigum að klæð- ast og hvað við eigum að borða. (Það er íhugunarefni í ljósi þessara orða, og líkast til mælikvarði á okkar kristnu menningu, að þegar við höldum fæðingarhátíð frelsar- ans, þá er þetta tvennt - hverju við eigum að klæðast og hvað við eigum að hafa í matinn - líklega algengustu og stærstu áhyggjuefni okkar.) Látum hverjum degi nægja sín þjáning er boðskapur Krists. Hann hvetur okkur, með öðrum orðum, til að lifa fyrir líðandi stund! Hvernig má þetta vera? Ég sagði hér að of an að einkenni þeirra sem lifðu fyrir líð- andi stund væri skeytingarleysi um eigin hag og annarra. Nú er slíkt skeytingarleysi fullkomin andstæða þess kærleiksboðskap- ar sem er inntakið í öllum orðum og gjörð- um Krists. Mér virðist að lausnin á þessari gátu liggi í því að það er hægt að lifa fyr- ir líðandi stund á tvennan, gerólíkan hátt. Annars vegar er um að ræða hinn skeyting- arlausa lífsmátta þess sem skoppar frá einu andartaki til annars, eins og stefnulaust rekáld á öldutoppum, og staldrar því aldrei við til að takast á við sjálf an sig. Þótt þessi flysjungslegi lífsmáti virðist vera andstæða hins alvörugefna borgaralega lífs, þá kemur í ljós að hvort tveggja eru leiðir til þess að forðast sjálfsákvörðun. Sá sem flögrar um án nokkurra skuldbindinga og hinn sem sligast undir oki siðmenningar eru báðir á flótta undan sjálfum sér. Sá fyrrnefndi leys- ir sjálfan sig upp í endalausum möguleikum en hinn síðarnefndi þrengir svo að sjálfum sér í heiminum að honum liggur við köfn- un. Þess vegna verður hann að sletta úr klaufunum öðru hvoru og lifa ábyrgðarlaus fyrir líðandi stund. Það kallar hann að skemmta sér og passar sig vandlega á því að tengja það ekki á neinn hátt hinni hvers- dagslegu veröld vinnunnar. Hin fáfarnari leið sem Kristur og fleiri hafa bent á felst í því að tengjast líðandi stund með allt öðrum hætti en hér hefur verið lýst. Algengasta líkingin sem gripið er til í því skyni að tákna slíkan lífsmáta er barnið. Lausnin á tilvistarvanda manns- ins er þá fólgin í því að getá orðið einsog barn, að endurheimta hina kátu alvöru barnsins sem leggur sjálft sig í leikinn af fullum heilindum. Og leikurinn er nú ekki aðskilinn í skeytingarleysi frá verkefnum lífsins, heldur verða þau að leikföngum hins lífsglaða manns. Hann hefur fundið sitt lífs- jafnvægi. Með því að taka leikinn alvarlega hefur hann lært að taka lífinu af léttleik'a. Sá sem leggur sjálfan sig að veði í lífinu með þessum hætti, snýr sig ekki út úr líð- andi stund og flýr á vit hins liðna eða hins óorðna. Hann er fyllilega til staðar vegna þess að hann tekur ábyrgð á sjálfum sér og er þar með fær um að sinna öðrum af kærleika. Þau tengsl sem hann myndar við líðandi stund eru grundvölluð átengslum hans við sjálfan sig og þau einkennast af djúpstæðri sjálfsánægju. Það er sú barns- lega gleði sem við upplifum þegar við gleymum okkur í leik og njótum lífsins ótru- fluð af sektarkennd yfir hinu liðna eða kvíða fyrir hinu óorðna. Þá sleppum við áhyggjufullu takinu sem við erum svo gjörn að hafa á eigin tilveru og fögnum henni einfaldlega eins og hún er. Þegar við náum að lifa á skapandi hátt og dansa á nálar- oddi augnabliksins mitt í hinni hversdags- legu endurtekningu lifum fyrst fyllilega í líðandi stund. VILHJÁLMUR ÁRNASON LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JUNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.