Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 10
SÍÐA úr handriti Wiliams Morris að Óði Hórasar. VEGGFÓÐURSMYNSTUR eftir Morris þykja hafa til að bera einstæða fágun ílit ogformum, sem lofa meistarann. OFVIRKUR RÓMANTÍKER William Morris var svo dæmalaust fjölhæfur og gfkastamikill maóur aó sagt var aó þaó hefói kostaó hann lífió. Hann var eitt gf þekktustu skáld- um á Englandi á síóari hluta nítjándu aldar, list- hönnuóurog handverksmaóur, kaupsýslumaóur og pólitískur hugsuóur, umhverfissinni og taldi sig jafnvel feminista. Morris lifói á tímum mikilla þjóófélagsbreytinga í Evrópu og var sífellt í andstöóu vió rí íkjandi öfl og hugmyndir, en einhver mestu óhrif ó \ íugsun hans og lífsstarf höfðu kynni hans af íslandi og íslenskri menningu. EFTIR SIGRÚNU PÁLSDÓTTUR Skáldid prófí árið 1856 hóf hann því störf hjá G.E. Street, breskum arkitekt í Oxford, sem í anda Ruskin barðist fyrir endurvakningu gotnesks byggingarstíls og hugmyndinni um hið listræna handverk. Um sama leyti komst hann í kynni við listmálarann og skáldið Dante Gabriel Ro- setti og For-Rafaelíta, hóp listamanna sem flúðu veruleika Viktoríutímans aftur í miðaldir. Varð það til þess að hugur Morris snerist nú meira að myndlist en byggingarlist. Það var síðan við vinnu að veggskreytingu byggðri á goðsögn um Arthur konung í The Oxford Union að Morris kynntist fyrirsætunni Jane Burden, ungri stúlku af alþýðustétt. Árið 1859 gengu þau í hjónaband. Rauða húsið Hjónabandið batt enda á árin í Oxford og nú hófst nýr þáttur í lífí listamannsins. Morris og Jane eignuðust tvær dætur og byggðu sér eins konar draumahús. Jörðin var í Kent, skammt fyrir utan London. Húsið, eða Rauða húsið eins og það var nefnt, teiknaði Philip Webb, en innrétting þess var í höndum Morris og félaga hans. Við byggingu þessa húss vakn- aði hugmynd um stofnun samtaka handverks- manna sem varð að veruleika árið 1861 með Morris, Marchall, Faulkner og Company (síðar Morris & Co. með aðsetur í Rauða húsinu). Markmiðið var að hefja aftur til vegs og virðing- ar handverk og listiðnir sem andsvar við fjölda- framleiðsu samtímans, bæði svo handverksmað- urinn fengi notið vinnu sinnar og neytandinn lærði að meta vandaða framleiðslu. Líkt og WILLIAM Morris á miðjum aldri. NÍTJÁNDA öldin var tími efnahagslegra framfara. í Bretlandi þar sem iðn- byltingin hófst á 18. öld hafði iðnþróun alið af sér framleiðslu- og neyslu- hætti sem gjörbreyttu allri samfélagsgerðinni. Hinir nýju framleiðsluhættir einkenndust af vélvæðingu, stöðlun og hagræðingu jafnframt því sem ný hráefni voru tekin í notkun. Samf- ara þessari þróun óx trúin á framfarir, en hinn eiginlegi boðberi þeirrar trúar var hin nýja og vaxandi borgarastétt sem nú styrktist í efna- hagslegu tilliti og var í fararbroddii í mótun siðferðilegra viðhorfa og breytni. Þau grundvall- arsjónarmið sem einkenndu hina nýju stétt voru dálæti á dugnaði, einstaklingshyggja og trú- rækni. Það var í þessu umhverfí sem William Morr- is fæddist og þroskaðist. Raunar má segja að fjölskylda hans falli vel inn í þá mynd sem sagnfræðingar hafa dregið upp af bresku borga- rastéttinni, en faðir hans var vel stæður verð- bréfasali og móðir hans strangtrúuð. Eftir hefð- bundið skólanám lá leiðin til Oxford þar sem Morris kynntist mönnum og hugmyndum sem áttu eftir að hafa ævarandi áhrif á hans eigin hugsun og lífsstarf. í upphafí stefndi hugur hans að prestsnámi, en skrif breska rithöfundar- ins Johns Ruskin um tengsl siðfræði og listar og þá afsiðun í listrænum efnum sem nútíma- framleiðsluhættir hefðu í för með sér urðu Morris eins konar hugljómun. Að loknu háskóla- * < 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ1996 _L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.