Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 11
i til er eftir Morris: Jane kona hans. BULLERSVOOD- gólfteppið. EIRÍKUR Magnússon í Cambridge, sem starfaði með William Morris að þýðingum á íslendingasögum. Bókasafn og vinnuherbergi Morris íKelmscott-húsinu. Þar átti hann og geymdi fágætt safn miðaldahandrita. Karl Marx taldi Morris að hinir nýju framleiðslu- hættir, sem byggðu á aukinni verkaskiptingu, hefðu rænt verkamanninn gleðinni af daglegum störfum, þar eð hann hann tók ekki lengur þátt í sköpuninni frá upphafí til enda. Fyrirtækið, sem hélt velii til ársins 1940, fékkst við glerlist, hannaði húsgögn, vefnað og veggfóður og voru fyrirmyndirnar sóttar til miðalda og í náttúruna sjálfa. Morris hefur verið nefndur upphafsmaður nútímahönnunar en gagnrýni hans á prjál og ódýra skrautmuni átti þátt í að beina hönnun í átt að einfaldari formum og notagildi framleiðslunnar: „Hafðu ekkert í húsi þínu, nema það sem þér þykir nýtilegt eða fallegt." (The Beauty ofLife, 1880) Áhugi ó íslenskum fornbókmenntum Þótt samtíminn minnist Williams Morris fýrst og fremst sem listhönnuðar var hann um sína daga ef til vill þekktari fyrir skáldskap. Ferill hans sem ljóðskálds hófst með útgáfu The Life and Death of Jason (1867), en „The Lovers of Gudrun“, söguljóð byggt á efni Laxdæla sögu í ljóðsögubálki hans The Earthly Paradise (1868-1870), markar upphaf að áhrifum ís- lenskra miðaldabókmennta á ljóð hans. Ahugi á íslenskum fornbókmenntum á Englandi hafði þróast hægt en stöðugt framan af öldinni. og bar þar hæst útdrátt Sir Walter’s Scott á Eyr- byggja sögu (1817), þýðingar G.W. Dasent á Njáls sögu (1861) og Gísla sögu Súrssonar og þýðingu Benjamins Thorpe á Eddukvæðum (1866). Morris þekkti allar þessar þýðingar, og víst er að hann hafði lesið Laxdæla sögu í lat- neskri þýðingu Þorleifs Repp. Hann hreifst af frásagnarlist og persónulýsingum Islendinga- sagna og átti auðvelt með að samsama sig hetjum þeirra. Arið 1868 kynntist Morris Eiríki Magnús- syni, bókaverði í Cambridge. Fór svo að Eiríkur kenndi Morris íslensku og varð það upphaf að áratuga samstarfí þeirra að þýðingum. Eiríkur lýsir samvinnu þeirra þannig: „Fyrsta sagan, er ég las með Morris, var Gunnlaugs saga ormst- ungu. ... Bæði sökum ritstarfa og annarra knýj- andi anna ákvað Morris frá upphafi að sleppa því leiðindaverki að læra málfræðina á regluleg- an hátt: „Þú verður mér málfræði," var regla, sem hann ásetti þegar í upphafí og veik ekki frá síðan ...“ Var samstarfi þeirra því jafnan háttað þannig að Eiríkur þýddi en Morris stíl- færði. Þýðingarnar urðu eins konar orðaleikir en Morris hafði þá myndað sér mjög sérkenni- legt orðfæri sem miðaðist við að reyna að þýða íslensk kjarnyrði eins nákvæmlega og kostur var, annaðhvort með því að taka upp gömul fomensk orð eða með myndun enskra nýyrða með íslenskum fyrirmyndum. Dæmi um slíkt skáldskaparmál er sögnin „bade“ í stað „orde- red“, „befell" í stað „happened" og iýsingarorð- ið „mickle" í stað „great“. Fyrsti afrakstur af samstarfi Eiríks og Morr- is var þýðing Grettis sögu og Gunnlaugs sögu onnstungu, báðar gefnar út árið 1869.1 kjölfar fylgdu þýðingar Völsunga sögu (1870) og Frið- þjófs sögu hins frækna (1871) sem kom út aftur árið 1875 ásamt nýrri þýðingu Víglundar sögu í sagnasafninu Three Northern Love Stori- es. Varð nú nokkurt hlé á samstarfi þeirra, en um þetta leyti vann Morris að kvæði því sem jafnan er talið eitt hans fremsta verk, „Sigurd the Volsung" (1877). í upphafí níunda áratugar- ins komst skriður á samstarf þeirra á ný með útgáfu ritraðar sem nefnd var The Saga Li- brary. Þar birtust þýðingar nokkurra Islend- ingasagna og síðasta verk þeirra, þýðing Heims- kringlu. Þótt þýðingar þeirra Eiríks og Morris hafí átt drjúgan þátt í því að efla áhuga á íslenskum fombókmenntum meðal Englendinga hafa þær hlotið mjög misjafna dóma. Er einkum talið að hið skrautlega orðfæri samræmist illa þeim ein- faldleika sem er eitt aðalsmerki sagnanna. Til islands Morris fór tvær ferðir til ísiands, árin 1871 og 1873, og var Eiríkur með honum í fyrra skiptið. Ferðirnar höfðu djúpstæð áhrif á Morr- is og margþætt gildi. Hann vildi kynnast bak- sviði þeirra sagna sem hann unni svo mjög, en ásamt Eiríki ferðaðist hann um sögusvið Njálu, Eyrbyggju og Laxdælu. Þá vora ferðimar eins konar flótti frá erfiðleikum í einkalífí, og upp- gjör við andlegt umhverfí: rómantíkina og mið- aldanostalgíu For-Rafaelíatana því ísland var meira en flótti til miðalda, það var afturhvarf til hins villta og framstæða. Þess vegna varð ferðin til Islands jafnframt mikilvægur áfangi í ieit að eins konar framtíðarþjóðfélagi sem væri ósnortið af iðnvæðingu, þar sem einstakl- ingar fengju notið vinnu sinnar og afraksturs erfíðis síns, þar sem tengslin við náungann, náttúrana, lögin og söguna auðguðu mannlífið. Slíkt samfélag byggði á einingu og samvinnu og var andstæða þeirrar sundrangar af völdum vélvæðingar og samkeppni sem einkenndi hið kapítalíska samfélag Viktoríutímans. Uppspretta þessarar þjóðfélagsímyndar var samfélag íslendingasagna. Morris átti þess vegna erfitt með að horfast í augu við þær breytingar sem höfðu átt sér stað þegar hann sem ferðamaður stóð andspænis veraleikanum, Islandi fátæktar, eymdar og erlendra yfírráða. Honum fannst þó sem íslenskt þjóðfélag hefði á ýmsan hátt breyst svo lítið að þegar allt kæmi til alls væri hin ömurlega fátækt íslend- inga í raun léttvægt böl miðað við þá ríg- bundnu stéttaskiptingu og lágkúru sem ein- kenndi hans eigið samfélag. Dagbækur Morris frá ferðunum til íslands, Icelandic Joumals, gaf dóttir hans, May Morr- is, út löngu eftir lát hans. Áhrifín frá Islands- ferðinni má líka víða sjá í síðari verkum hans, svo sem í ljóðinu „Iceland fírst seen“ og í skáld- sögunum The Roots of the Mountains og The Well of the Worlds End. William Morris sýndi ást sína á landi og þjóð í verki þegar neyð svarf að íslendingum, fyrst eftir öskufallið 1875 og síðar eftir harðindin árin 1880-82, en þá beittu þeir Eirikur og Sig- ríður, kona hans, sér fyrir samskotum meðal Englendinga til aðstoðar bágstöddu fólki. Fengu þau borgarstjórann í London til að taka sér forsæti í nefnd sem annast skyldi söfnunina. Var hvergi slegið af í yfírlýsingu um ástand þjóðarinnar sem varð til þess að þeir Englend- ingar sem til Islands komu sögðu fréttirnar ýktar og granuðu nefndina um græsku. Síóustu ár Síðustu ár ævinnar vann Morris að bókagerð með stofnun Kelmscott prentsmiðjunnar. Hér var enn á ferðinni sú hugmynd að endutvekja horfið handverk. Morris leit svo á að í raun hefði prentverki byrjað að hnigna strax á 16. öld en á 19. öld keyrði um þverbak vegna vél- „Bæbi sökum ritstarfa og annarra knýjandi anna ákvad Morris frá upphafi ab sleppa því leibindaverki ab lcera málfræbina á reglulegan hátt. “ Eiríkur Magnússon væðingar og notkunar lakari hráefna. Prentiist- in var m.ö.o. komin undir vald kaupahéðna þar sem magn en ekki gæði réðu ferðinni. Þessu ætlaði Morris að breyta. Hann vildi prenta bækur sem hefðu fegurðargildi í sjálfu sér. í prentsmiðju hans var pappírinn handunninn, blekið óblandað, en sjálfur teiknaði hann letrið. Frægasta verk prentað í Kelmscott er útgáfa á verkum Geoffreys Chaueher, myndskreytt af vini Morris, listmálaranum Edward Bume- Jones, en eitt hið síðasta var ljóð Morris, Sig- urd the Volsung. Hann lá þá banaleguna en var allur áður en verkinu lauk. Hann lést 3. október árið 1896, 62 ára gamall. Morris á 20. öld William Morris er einn af þeim mönnum sem sagan fær ekki dregið uppi. Allt frá því hann lést hefur hann verið fræðimönnum stöðugt viðfangsefni. Um hann hafa verið skrifaðar fjöl- margar fræðilegar greinar og bækur og enn í dag er starfrækt sérstakt félag með nafni hans, The William Morris Society, stofnað á sjötta áratug þessarar aldar, til eflingar rannsóknum og umræðum um verk hans og áhrif. En eins og einatt er um hugsjónamenn þá hefur Morris ailt frá upphafi átt sína gagnrýn- endur, og víst er að margar af hugmyndum hans eru æði þversagnakenndar. Hann hafði þá skoðun að menntun og listir væra fyrir alla, samt framleiddi hann hluti sem voru of dýrir fyrir almenning og stofnaði prentsmiðju sem prentaði bækur í takmörkuðu upplagi. Aðrir hafa gengið lengra og spurt hvernig jafníhald- samur maður og Morris hefði getað kennt al- menningi að hugsa um lífíð og listir, og bent á að pólitískar hugsjónir hans hafi verið dauða- dæmdar frá upphafi og skáldskapur hans einn- ig. Því megi líta svo á að það sem eftir lifí sé aðeins munstrað veggfóður, í eðli sínu vélrænt og að lokum fjöldaframleitt í verksmiðjum. — En slík söguskoðun er í reynd ekki annað en en andsvar við þeirri upphafningu og þeim áhuga sem Morris hefur hlotið meðal leikra og lærðra á 20. öld. Sú rökræða sem í henni felst er í senn auðunnin og óþörf því Morris var enginn kenningasmiður, heldur hugsjónamaður, haldinn takmarkalausri athafnaþrá, ofvirkur rómantíker. Þar liggur mikilvægi hans og sér-. staða meðal þeirra fjölmörgu manna sem sner- ust öndverðir gegn þjóðfélagsþróun á 19. öld. Höfundur er í doktorsnámi í sagnfræði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.