Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 20
í Galleríi Horninu í Hafn- arstræti stendur á Listahátíóinni sýning á verkum eftir alþýóulista- mennina Sölva Helga- son, Karl Dunganon og ísleif Konráósson, Umsjónarmaóur sýning- arinnar skrifar um listamennina. EFTIR ÓLAF J. ENGILBERTSSON (SLEIFUR Konráðsson: Drangaskörð á Ströndum. Olfa á striga. EFTIRSOTTIR EINFARAR SAMMERKT þeim þremur einför- um í listinni sem eiga verk á sýningu á Listahátíð í Galleríi Hominu er að þeir áttu við- burðaríka æsku, draum um andans líf óháð „hávaða efnis- heimsins“ og ferðuðust allir umtalsvert, þ.á m. til Kaup- mannahafnar, í mismunandi erindagjörðum þó. Listamennimir þrír eru Sölvi Helgason, nefndur Sólon Islandus, ísleifur Konráðsson, ættaður úr Steingrímsfirði og Karl Einarsson Dung- anon, er kallaði sig greifa af Sankti Kildu. Þeir teljast helstir einfara í hérlendri alþýðulist og hefur nýlega verið sóst eftir verkum þeirra af erlendum vettvangi. Við slík tíðindi vakna spumingar um það hvort réttlætanlegt sé að selja þau verk úr landi sem standa fremst í alþýðulist okkar og ná í einlægni sinni e.t.v. best að fanga það sem einkennir íslenska þjóð- arsál. Sölvi Helgason fæddist 1820 að Fjalli í Sléttu- hlíð í Skagafírði. Foreldrar hans voru blásnauð- ir og dó faðir hans um þrítugt úr lungnabólgu. Þá hraktist móðir hans á milli bæja og kom drengnum í fóstur til bróður síns í Neskoti í sömu sveit. Þaðan flýði Sölvi vegna barsmíða frænda síns að því er segir í skáldsögu Davíðs Stefánssonar, Sóloni Islandus. Ævintýralöngunin blundaði í bijósti Sölva og hann fór að ferðast á milli héraða og bar hann jafnan koffort á baki með myndum sínum og minnisbókum ásamt teikniborði. í þá daga þurfti hinsvegar reisupassa til að ferðast óhindr- að á milli héraða og voru það einungis fyrir- menn er áttu slíkan kjörgrip. Sölvi sá hinsvegar við því óréttlæti og gerði einn sjálfur á sinn listfenga hátt því hann var sitt eigið yfirvald. Fyrir svo ósvífíð yfírlæti var Sölvi dæmdur á Snæfellsnesi árið 1845 til að hýðast 40 vandar- höggum. Má því segja að hann hafi orðið píslar- vottur sjálfstæðrar íslenskrar alþýðu á þeim tíma sem sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar var að hefjast. Nokkrum árum síðar var Sölvi dæmdur til betrunarhússvistar í Kaupmanna- höfn og var þar ein þijú ár og hjálpaði Jón honum þar og fataði hann upp fyrir íslandsför- ina. Myndir Sölva eru flestar tækifærismyndir, gjaman flúraðir upphafsstafír húsráðenda og jafnvel stílfærðar myndir af þeim í blómskrúði. Svo eru íburðarmiklar myndir þar sem Sölvi var sjálfur aðalpersónan, enda var hann „allra manna og anda og engla máttugastur og vísast- ur og sterkastur". SKkar myndir lýsa e.t.v. hvað best þörf Sölva til að hefja sig yfír þá eymd sem hann þurfti að búa við mestan part ævi sinnar. Erfíðleikamir gagnvart veraldlegum yfírvöldum urðu jafnframt til þess að hann fór að gera hálfgildings skrípamyndir, m.a. af „sýslumannsaumingjanum" og kölska sparibún- um á ferð að fínna vini sína á íslandi, nokkra heldri menn. Þetta var svar Sölva við þeim of- sóknum sem hann varð að þola. Hann vissi sem var að listin lifír lengur en fordómar og forhert- ur aðall. Verk hans eru flest hver óður til feg- urðarinnar þótt andstreymi hafí einkennt lífs- hlaup þessa „heimspekings í húsgangsklæðum“ einsog Bólu-Hjálmar nefndi Sölva. ísleifur Sesselíus Konráðsson (1889-1972) átti erfíða ævi líkt og Sölvi. Hann fæddist að Stað í Steingrímsfirði, lausaleiksbam vinnuhjúa prestshjónanna þar, sem hann var svo skírður eftir. Faðir hans yfírgaf mæðginin og settist að í Danmörku. ísleifí var komið fyrir hjá Ólöfu Jörundsdóttur að Hafnarhólmi á Selsströnd, sem reyndist honum vel. Frá fímmtán ára aldri þúrfti ísleifur hinsvegar að sjá fyrir sér sjálfur. Þrítug- ur fetaði hann í slóð föður síns og fór til Dan- merkur, og þar vann hann við ýmis störf í hátt á annan áratug, m.a. á Hovedbanegaarden, í Tívolí og á Dyrehavsbakken. ísleifur hafði áhuga fyrir listsýningum og sagan segir að hann hafí eitt sinn hitt meistara Kjarval og orðað við hann þennan áhuga sinn fyrir listum og á þá Kjarval að hafa drifíð hann í að kaupa liti og léreft. ísleifur hafði auga fyrir hinu smágerða en ekki er vitað til þess að hann hafí nokkumtíma fengið leiðsögn við myndlist. Hann tók að ferðast um landið þegar hann komst á eftirlaun og skrifaði hann niður ljóð um landið og myndskreytti þau. Málverk sýndi hann fyrst á sýningu í Bogasalnum árið 1962. Myndir ísleifs sýna ekki eingöngu lands- lag, heldur eru þær nákvæm skrásetning á gróðri, fuglalífí, kennileitum og að nokkru leyti á atvinnuháttum. í augum ísleifs Konráðssonar er náttúran full af vættum sem okkur eru duldar. Ástæðu þess að við sjáum ekki huldufólk kvað hann vera þá að „filman í skynjun okkar sé undir- lýst“. ísleifur kvaðst aldrei hafa séð huldufólk, en bað fólk að hvísla á sýningum ti| að raska ekki ró huldufólksins í myndum sínum. Tröll vom ísleifí einnig hugleikin og í viðtali við Matthías Johannessen kvaðst hann aldrei mála sólsetur vegna þess að hann vildi hafa tröll í myndununum sínum og þau væru aðeins á ferli um nætur. Viðhorf ísleifs til náttúmnnar spegl- ast þó e.t.v. best íþeirri yfirlýsingu hans í sama viðtali að ef sífellt væri sumar á íslandi myndi hann „sitja endalaust undir blárri sumamóttinni og njóta þess að vera lítill álfur á þeirri mynd sem er fegurst og heitir ísland". í þessu viðhorfí kemur fram áþekk hugmynd um einhlíta fegurð náttúmkyrrðar utan hvers- dagsamsture og hjá Sölva Helgasyni. Það er ekki hægt að segja að þessir listamenn hafí fínnanlegur vættaskortur. Engar skýringar em þó einhlítar í þessum efnum og samkvæmt ísleifí Konráðssyni var áhugaleysi hans á borgamm- hverfí ekkert síður af fagurfræðilegum rótum mnnið. ísleifur kallaði Danmörku „pönnuköku- landið" og fann til lítillar samkenndar með því landi utan þeirrar sem að nauðþurftum líkam- ans snýr. í samanburði við andlaust kexkassa- landslag Reykjavíkur þótti ísleifí þó talsvert koma til dönsku tumspíranna og í fyrmefndu viðtali lét hann þau orð falla að væri hann byggingameistari myndi hann hafa húsin „skrautlegri og meira í samræmi við skýin“. ísleifur sá skýin sem „hvítt rósatraf ‘ og í hans huga vom þau tvímælalaust ein tærasta ímynd fegurðarinnar. Karl Kerúlf Einarsson, fæddur Magnússon, kallaði sig einnig Dunganon eða greifann af Sankti Kildu. Hann fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 1897, en fluttist ungur með foreldmm sínum og systkinum til Þórshafnar í Færeyjum. Innan við tvítugt var hann sendur til Kaupmannahafnar til verslunamáms. Karl afréð þó fljótlega að taka aðra stefnu og hélt með saltfískskipi til Spánar í leit að ævintýmm. Uppfrá því em ævintýr og ólíkindi hans leiðar- ljós. Karl bjó um hríð í Bmssel og tók þar að sér að leysa „öll vandamál viðskiptalífs, hjúskap- ar, heilsu og heimilisaðstæðna" sem hinn al- skeggjaði doktor Cooper. Sá síðastnefndi fékk heldur lítið að gera og spratt þá fram í dagsljós- ið prófessor doktor Emarson og alþjóðleg leið- beiningastöð hans, „Institut Psycho Ástral" sem skömmu síðar varð Tao-studio prófessors Va- lentínusar. Karl yrkir í þessu stúdíói, að eigin sögn umkringdur skrifstofudömum, kvæði á frönsku, spænsku, hinu glataða tunugmáli Atl- antis og maórí og eilítið á dönsku, „til þess að kenna Dönum að yrkja“. Hann fór jafnframt að titla sig hertoga og greifa af Sankti Kildu, óbyggðri eyju undan Skotlandsströndum og bjó til innsigli embættisins sem hann stimplaði með riddaraskjöl og vegabréf er hann útbjó sjálfur. Ljóst er af ofantöldu að Karl Einarsson hef- ur verið haldinn nokkuð áþekkri þörf til að upphefja eigin persónu og Sölvi Helgason. Báð- ir vom þeir líkt og ríki í ríkinu, lýstu yfír sjálf- stæði sínu gagnvart hverskyns yfirvaldi. Um leið vom þeir að gæða hversdagsleikann lífi sem gagnvart flestum tilheyrir einungis draumfömm og ævintýmm. Á sjötta áratugnum fór Karl að myndskreyta mikinn ljóðabálk eftir sig sem hann nefndi Oracles of St. Kilda. í myndunum birtist fantasíukennd náttúmupplifun þar sem villt dýr og vættir lifa í sátt og samlyndi. Karl var hinsvegar ekki náttúmunnandi líkt og Sölvi og fsleifur og kunni lítt við sig utan menningar- lífs stórborga Evrópu. Mestanpart ævi sinnar bjó hann í Kaupmannahöfn. Ásbjörn Ólafsson heildsali fékk hann með sér til íslands í byijun sjöunda áratugarins og stuðlaði að því að ljóða- kver hans á sautján tungumálum, Corda Atl- antica, var gefíð út hjá Helgafelli. En Karl kunni ekki við sig í „ómenningunni" í Reykja- vík, hvað þá utan borgarmarka. Hans frelsi var í rökkvaðri íbúð í borg tumspíranna í pönnu- kökulandinu á meðan annarra frelsi var á heið- um uppi. Höfundur er myndlistargagnrýnnndi og umsjónarmnður sýningnrinnar & list einfnrnnnn. KARL Einarsson Dunganon: Tvœr verur og dýr. Blönduð tækni á pappír. SÖLVI Helgason: Sjálfsmynd. verið að flýja eril borgammhverfísins. Borgin var miklu fremur óspennandi, bæði sem mynd- efni og ívemstaður. I augum Sölva var þéttbýl- ið þrúgandi og þegar hann losnaði úr betmnar- hússvistinni í Kaupmannahöfn og í ljós kom að hann hafði misst af síðasta skipi til íslands það árið, hafði hann engan áhuga á því að skoða sig um í stórborginni heldur var frelsið í hans huga norður á víðáttumiklum heiðum og snævi þöktum fjöllum íslands, einsog segir í bók Jóns Óskars um Sölva. Ýmislegt bendir til að ástæðan hafi verið sú að hinar huldu vættir tengdust landinu í sinni hreinustu og tæmstu mynd á sama hátt og þær myndir sem listamennimir leituðust við að draga á blað og léreft og í borgammhverfínu hafí því verið til- 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.