Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 6
ÞÝSKU TÓNSKÁLDIN VORU ÖÐRUM FORVITNARI Síóustu Sumartónleikar Skólholtskirkju þetta sumarið hefjast í dag klukkan 14. Nýir gestir hafa heimsótt Skólholt, sem leika munu barokktónlist um helgina, en það eru þau Marijke Miessen blokkflautuleikari og Glen Wilson semballeikari, sem ORLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON tók tali. Morgunblaðió/Golli „BLOKKFLAUTAN er mjög einfalt hljóðfæri og hefur sáralítið breyst síðan á barokktíman- um,“ segir Marijke Miessen sem leikur í Skálholti um helgina. ÞAU Marijke og Glen munu flytja tríósónöt- ur eftir Bach fyrir blokkflautu og sembal, en að auki mun Gien flytja erindi og leika sembalverk eftir Buxtehude og Reincken Dó 99 ára gamall Reincken er ekki eins þekktur og Bach og Buxtehude, en hann hét Johann Adam Reincken og fæddist árið 1623 að því að talið er í Hollandi. Um tvítugt fór hann til Hamborgar til að læra á orgel hjá Heinrich Scheidemann, organista í kirkju heilagrar Katrínar og að fáum árum liðnum tók Reincken við af Scheidemann. í Hamborg ól hann manninn æ síðan og dó þar í borg rétt tæplega hundrað ára gamall árið 1722. Reincken naut mikillar hylli í lifanda lífí, sem organisti og frægð hans laðaði að marga nemendur. Sem stráklingur lagði Bach á sig ferðalög til að heyra gamla manninn leika á orgelið og vottaði hinum aldna meistara virðingu sína seinna meir með því að semja tónverk undir áhrifum frá tónsmíðum Reinckens. Þekktasta verk Reinckens er án efa Hort- us musicus, sem inniheldur sex svítur fyrir strengjasveit. Bach útsetti þær fyrir sembal og mun Glen leika úr þeim útsetningum í dag. „Þurfti aó giftast dótturinni" „Það eru skemmtilegar sögur til um sam- skipti hins unga Bachs við Reincken og Buxtehude,“ segir Glen. „Ein saga segir frá því þegar Bach var á leið heim til sín fót- gangandi frá Reincken. Fé hans var á þrot- um og hann settist niður fyrir utan veitinga- stað til að hvílast. Þá henti einhver til hans fiskhausi og þegar Bach ætlaði að leggja hann sér til munns, fann hann tvo gullpen- inga inni í hausnum. Hann var ekki seinn á sér og keypti sér strax far með vagni. Heim til sín? Ekki aldeilis. Hann fór aftur til Reinckens gamla. Onnur saga segir frá því þegar Bach var á tvítugsaldri og tók sér ferð á hendur til að heimsækja Buxte- hude í Lubeck. Líklega hefði Bach tekið við organistastöðu Buxtehudes, en sá bög- gull fylgdi skammrifi að Bach þurfti að giftast dóttur Buxtehudes, sem komin var af léttasta skeiði. Bach neitaði. Eftir því sem heimildir herma átti Hándel líka kost á stöðunni tveimur árum síðar. Hann neit- aði líka.“ Upphaflega fyrir orgel Tríósónöturnar eftir Bach, BWV 525 og 527, sem Marijke og Glen leika í dag, yoru upphaflega skrifaðar fyrir orgél, en þegar leið fram á 18. öldina fóru tónskáld að umskrifa orgelverk fyrir önnur hljóðfæri þ.á m. Mozart fyrir strengjasveit. Ekki síst var það gerlegt því að sjálfstæðar raddir voru skrifaðar fyrir orgelið og það hentaði blokkflautunni og sembalnum ágætlega. Glen og Marijke hafa nú umskrifað orgel- verkin fyrir blokkflautu og sembal þannig að nú leikur blokkflautan þá rödd sem Bach skrifaði fyrir hægri höndina og sem- ballinn vinstri höndina og fótbassaröddina. „Á tímum Bachs lögðu tónskáld ekki mikla áherslu á að vera frumleg, heldur að tjá sig á sameiginlegu máli tónlistarinn- ar, ekki ósvipað og gildir um poppið í dag. Þó voru Þjóðveijamir forvitnari og áhuga- samari um erlenda tónlist en aðrir og unnu talsvert með erlend áhrif, en það skaut Þjóðveijunum fram fyrir aðrar þjóðir í tón- listarsköpun," segir Glen. Þau Marijke og Glen hafa leikið saman í tvo áratugi og eru í fremstu röð hvort á sínu sviði. Marijke heldur reglulega nám- skeið fyrir blokkflautuleikara víða um Evr- ópu og fengu nokkrir íslenskir flautuleikar- ar að njóta leiðsagnar hennar í vikunni sem leið. „í þau tuttugu ár sem ég ég hef leikið á blokkflautu sé ég greinilega, að til að mynda tvítugir nemendur nú um stundir eru langtum betri en hér áður fyrr,“ sagði Marijke „Sérstaklega finnst mér tækni þeirra vera betri.“ Blokkf lautan „skilin eftir" Nóg er um tónverk fyrir blokkflautur frá barokktímabilinu, en minna frá klassíska tímanum og ekkert frá rómantíska tímanum. í raun má segja að blokkflautan hafi verið skilin eftir í „þróunarsögu“ hljóðfæranna. Barokkfiðlurnar og önnur barokkstrengja- hljóðfæri, sem voru veigalítil, efldust að allri gerð til að mæta kröfum sífellt harðnandi hljóðumhverfis á 18. og 19. öldinni, en svo virðist sem ekki hafi verið mikil þörf á blokk- flautunni þegar barokktímanum sleppti. „Blokkflautan er mjög einfalt hljóðfæri og hefur sáralítið breyst síðan á barokktíman- um,“ sagði Marijke „Og það sem er erfiðast við að leika á blokkflautu er að láta þennan litla götótta tréstaut hljóma eins og um eitt- hvað flóknara væri að ræða.“ Tió feróalög Marijke ferðast mikið vegna vinnu sinnar, bæði til að leika á tónleikum og SKÁLHOLTSKIRKJA OG G(L)EYMDUR EFTIR KARA BJARNASON Imessu í Skálholtskirkju á morgun verð- ur frumflutt útsetning Elínar Gunn- laugsdóttur á tveimur lögum við kvæði Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði. Markar það lok Sumartón- leika í Skálholtskirkju 1996. í tilefni af því verður hér farið örfáum orðum um þær tilraunir sem gerðar hafa verið á Sumartónleikunum á þessu sumri til að vekja athygli á tónlistararfi íslendinga sem allt of lítill gaumur hefur verið gefínn. Þá verður einnig hugað að hinni skriflegu menn- ingu okkar þar sem tónlistararfurinn er g(l)eymdur. Sú er forsaga þessa máls að fyrir um tveimur árum kom Helga Ingólfsdóttir, semb- alleikari og stjórnandi Sumartónleikanna frá upphafi (1975), að máli við undirritaðan og forvitnaðist um uppskrift Hjalta Þorsteins- sonar í Vatnsfirði á kvæðum Ólafs Jónssonar á Söndum. Það hafði vakið athygli hennar að í uppskrift Hjalta voru víða nótur við kvæði Ólafs. Það varð úr að við hófumst handa við að kanna kvæði og nótur við kvæði Ólafs á kerfisbundinn hátt. Er skemmst frá því að segja að fátt eitt reyndist vera til eftir hann á prenti, aðeins stöku kvæði á víð og dreif, og fáeinar nótna.uppskriftir í stórvirki Bjarna Þorsteinssonar, íslenzkum þjóðlögum. Á hinn bóginn kom í ljós að í handritadeild Lands- bókasafnsins eru uppskriftir á kvæðum Ólafs varðveittar í yfir 150 handritum og er hann því í hópi þeirra skálda sem einna flest kvæði eiga þar varðveitt. Að auki er þar ein kvæða- bók eftir Ólaf í heilu lagi, að vísu ekki í eigin- handarriti. Á söfnum hérlendis og erlendis eru að minnsta kosti til 25 uppskriftir af Kvæðabókinni og má hér á síðunni sjá sýnis- hom úr einni þeirra, uppskrift Hjalta Þor- steinssonar. Nótur reyndust vera í mörgum uppskriftanna og ekki alltaf við sömu kvæð- in. í vor sem leið var síðan haldin ráðstefna í Skálholti um skáldskap og tónlist á Islandi á sautjándu öld með þátttöku undirritaðs, Helgu og Margrétar Eggertsdóttur, sérfræð- ings á Stofnun Árna Magnússonar. Þar fluttu Helga og Margrét Bóasdóttir söngkona lög við nokkur kvæða Óiafs í útsetningu Helgu. Kvæði Ólafs hafa verið flutt sem stólvers í messum á meðan á Sumartónleikunum hefur staðið, meðal annars í útsetningu Helgu og Jónasar Tómassonar tónskálds. Því má segja •tS'.yiiiMV taíiifc**' v<PWu«nvTVKV.VíVi cv *V«tUð lal trn tra*ftW' Sri: wáriiUtti'. n-f:,r tn-i UttfittVá sV/VuínrMÍ rS- V0*'* tyvtr Úk-w áí MKT s££r, iuyfctt «T Vit’TAÍ ■•HBitijt «{t 'itý «At \fx i IjMIV.ii £ixm >?tít. wv fetrifáifeyr ; vta.i tób ði |<ib .tíil 8/ sÝí V 'Miikz » -&.* H pn vithky ytiWx iwfi < wH, «wm ðfsvm.**. Wtv* y' U>\ w ýiW at' ilKS’ á'VU'iVilT 01«« Vnv*.., . '' Á'va'ífM-in <V A<VU* 4Vtf ÍtttÁ tIt’rf TT.WtW AT7 VTTWtfT i WK **T ÍAtiinrtTAÍa W Jí) ■>'< V ' m :■•* ’l t»wr IðVó'/1-'jíV'?,*’?' t.T= pí>T!kTÍKTI['<Ct 'il ■ : '■ ■ ■ 1*1*í£ V^^Ttt^'W ua nVkírft-wlj'írtí rtaiujÁ. yn.rTí«? ÍB 70 4to. Uppskrift Hjalta Þorsteinssonar á Kvæðabók Ólafs Jónssonar á Söndum. að Ólafur hafí verið hjarta sumartónleikanna að þessu sinni. Og er þá loks kominn tími til að kynna skáldið. Ólafur Jónsson á Söndum Ólafur Jónsson er talinn fæddur um 1560 að Stóra-Laugardal í Tálknafirði. Hann n 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.