Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 10
SMASÖGUR NABOKOVS ÞEGAR rússneski rit- höfundurinn Vladimir Nabokov var kominn hátt á áttræðisaldur og hafði sent frá sér fjögur smásagnasöfn á ensku, velti hann því fyrir sér hvort ekki mætti fínna sögur í eitt safn til. Na- bokov skrifaði hjá sér nöfn átta smásagna sem hann taldi að ættu erindi á slíka bók og skrifaði hjá sér „Kominn niður í botn“. Ein þessara smásagna, „The Enc- hanter“ hefur komið út en hinar hafa beðið _ birtingar þar til nú. Nabokov var fæddur í Rússlandi árið 1899 en lést 1977. Hann bjó í Bandaríkjunum frá 1940. Fyrstu verk sín skrifaði hann á rúss- nesku en hlaut viðurkenningu sem ensku- mælandi rithöfundur með skáldsögunni „Lol- itu“ sem út kom 1955. Þá má nefna stórvirk- ið „Ada or Ardor: A Family Chronicle" frá 1969 og þýðingar hans á verkum Púshkíns úr rússnesku. Það eru sonur Nabokovs og þýðandi, Dim- itri, svo og ekkja hans, sem standa að út- gáfu smásagnanna. Auk þeirra sjö sagna sem Nabokov hafði tínt til, tókst mæðginunum að hafa upp á sex sögum til viðbótar. Smá- sagnasafnið hafa þau gefíð út ásamt hinum Qorum í miklum doðranti; „The Stories of Vladimir Nabokov" sem er 650 síður að lengd. Smásögumar eru flestar frá þeim tíma sem Nabokov var búsettur í Berlín og París, og svo fyrst eftir komuna til Bandaríkjanna. Hafði hann í sig og á með smásagnaritun en margar sagnanna birtust í The New York- er. Sögumar sem Dimitri og móðir hans, Vera, grófu upp, eiga að mati The European erindi á bók, þó að þær séu síður en svo á meðal þess besta sem Nabokov samdi. Nefna má „The Wood Sprite" sem fjallar um rithöfund sem telur að skógarálfur veiti sér eftirför. „La Veneziana" er um málverkafölsun, „Re- venge“ um mann sem hræðir eiginkonu sína til dauða og „Dragon" sem er um dreka er mætir riddara í skínandi herklæðum þegar hann hættir sér út úr fylgsni sínu. TWAIN-HJÓNIN í NÝJU LJÓSI BRÉF sem nýlega komu í leitirnar, varpa nýju ljósi á höfundinn, Samuel Clemens, öðru nafni Mark Twain. Það á ekki síst við um samband þessa þekkta rithöfundar við eigin- konuna, sem hefur verið talið einkennast af auðmýkt gagnvart harðlyndri og taugaveikl- aðri konu, að því er segir í Aftenposten. „Ég er ungur og fallegur. Þetta segi ég af sjálfsöryggi, því konan mín hefur sagt mér það,“ segir Twain í bréfi til kunningja síns, nokkrum dögum eftir að hann, þá 34 ára, hafði kvænst Oliviu Langdon, sem var árinu yngri. Bréf frá árunum 1870 og 1871 sem ný- lega birtust almenningi í fyrsta sinn, varpa nýju ljósi á samband Twains við eiginkon- una, en það hefur verið talin ein af skugga- hliðunum á lífí hans. „Hún var talin hin dæmigerða kona viktoríutímans, sem var sí- fellt í yfírliði og heltekin móðursýkislegum sjúkdómum. Hún hefur einnig verið sögð hafa verið harðstjóri við mann sinn. En bréf- in sýna fram á að þetta á ekki við rök að styðjast," segir Michael B. Frank, sem gaf - út bók með þessum bréfum Twains. „Olivia var í rauninni vel gefín, laus við fínheit, kraft- mikil og allt bendir til þess að sambandið hafi verið sterkt og óvenjulegt," segir Frank. „Það gleður mig að kona mín skuli sýna skrifum mínum svona mikinn áhuga,“ segir Twain í einu bréfinu. Og hann hlífir henni ekki frekar en öðrum við gn'ni: „Ég er búinn að þjálfa hana svo vel að hún hættir að tala og hlýðir skipunum rnínum." Útgefandi bréfanna segir að þau séu hin mesta skemmtilesning, enda Twain þekktur fyrir góðar gáfur, ekki síst kímnigáfuna. Dæmi um það er bréf sem hann skrifaði er hann var orðinn þreyttur á að bíða eftir bók- um sem hann hafði pantað: „Vilduð þér vera svo vænir að drepa þann sem á sök á málinu og setja í hans stað annan hæfari. Ætlun mín er ekki að vera ýtinn en það er ekki hægt að halda það út að vera án lesefnis." Vladimir Nabokov SORGARGONDÓLL ÞAGNARINNAR Ný Ijóóabók, Sorgegondolen, er komin út eftir Tomas Tranströmer eftir sjö árg hlé. JOHANN HJÁLMARSSON skrifar aó bókarinnar hafi verió beóió meó eftirvæntingu og menn gleójist nú yfir hve langt skáldió nái í list sinni þrátt fyrir erfió veikindi. SORGEGONDOLEN er ellefta ljóðabók Tomasar Tranströ- mers. Frá honum hefur ekki komið ljóðabók síðan 1989, en þá sendi hann frá sér För levande och döda sem færði honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1990. Minnena ser mig sem kom út 1993 er stutt minningabók, en allar aðrar bækur Tranströmers eru ljóðabækur. Sorgegondolen er 40 bls. með átján Ijóð- um. Flestar bækur Tranströmers eru í styttra lagi, Mörkerseende (1970) til dæmis aðeins ellefu ljóð. Nokkur ljóðanna í bókinni hafa birst áður. Menn hafa beðið ljóðabókar eftir Tranströmer með eftirvæntingu. Heilablæðing fyrir nokkrum árum svipti hann máli, en hægt og sígandi og með góðri aðstoð Monicu, konu sinnar, hefur hann getað haldið áfram ritstörfum. Hann hefur unnið úr efni sem hann átti í drögum fyrir veikindin, en einnig bætt við nýjum ljóðum. Lesendur hans hafa glaðst yfír því að enga afturför er að sjá á skáldskap hans, frekar hefur hann dýpkað. Viðtökur nýju bókarinnar hafa verið með eindæmum góðar og segja má að skáldið nái til sífellt fleiri lesenda. Hann er kunn- asta núlifandi ljóðskáld Norðurlanda og í miklum metum víða. Dökkir tónar Dökku tónamir eru áberandi í Sorgeg- ondolen, en það væri einföldun að segja að þeir væru einir ríkjandi. Fyrsta ljóð bókar- innar, Apríl og þögn, getur vakið óhug. fyað er eins og það boði ógnvekjandi tíðindi: „Ég hvíli í skugga mínum/ eins og fiðla/ í svört- um kassa sínum.// Það eina sem ég vil segja/ glitrar utan seilingar/ eins og silfrið/ í fórum veðlánarans." Auðvelt er að draga þá ályktun að hér sé skáldið að yrkja um veikindi sín, vandann að lifa með sjúkdómnum. Ljóðið mun þó ort áður og verður ekki áhrifaminna fyrir það. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu má túlka efni eins ljóðsins þannig að það fjalli um hjónin, Tomas og Monicu. Þetta er fyrsta erindi af þremur í ljóði sem nefn- ist Þijár vísur: „Riddarinn og frú hans/ steinrunnin en sæl/ á fljúgandi kistuloki/ utan við tímann." Heiti bókarinnar er sótt til ljóðsins Sorg- argondóll nr. 2. Efni ljóðsins er að stærstum hluta heimsókn tónskáldsins Liszt til dóttur sinnar Cosimu og eiginmanns hennar Ric- hards Wagners í Feneyjum um áramótin 1882-83. Wagner átti þá nokkra mánuði ólifaða. Liszt samdi meðan á dvölinni stóð tvö píanóverk sem hann kallaði Sorgargon- dól. Tranströmer er í Ijóðinu líka með hug- ann við Litháen á óróatímum i mars 1990 auk þess sem ljóðið er spegill hugsana skáldsins þar sem átök lífs og listar eru þungamiðja. Sorgargondóll nr. 2 er ljóð um dauðann og myrkt sem slíkt. Eins og fleiri ljóð Tomas- ar opnast það þó smám saman eftir vandleg- an og ítrekaðan lestur. Ég hef áður getið þess hér í blaðinu þegar það birtist upphaf- lega í tímariti. En ég er reiðubúinn að nálg- ast það á annan hátt, sjá á því nýja fleti. Fjórði hluti getur til að mynda sagt eitthvað um merkingu orðanna, erindi skáldsins: „Við hlið tengdasonarins sem er maður tímans er Liszt mölétinn eldri herra./ Það er gervi./ Djúpið sem mátar og hafnar ýmsum búningum hefur valið þennan fyrir hann - / djúpið sem vill flæða inn til mann- Tomas Tranströmer anna án þess að andlit þess sjáist.“ Umhverfi ljóðsins er eins og fyrr segir Feneyjar og þar er djúpið eða sjórinn („græn mögn hafsins stíga upp um gólfíð") ávallt nærri og brýst stundum inn. Annað djúp líka hættulegt er þó skáldinu ofar í huga. Bent hefur verið á að ljóðið Þögn (sjá þýðingu) eigi sér samhljóm í hinu fyrsta, Apríl og þögn, sem fyrr var vitnað til. Apríl og þögn virðist tjá einkareynslu en i Þögn liggi leiðin út til þjáninga annarra. Bæði ljóðin herma frá silfri; í fyrra ljóðinu er það í geymslu hjá veðlánaranum og síðara í umsjá hafsins þar sem það varðveitist. í Sorgegondolen fínn ég fyrir skærri birtu þrátt fyrir nærveru myrkursins og þunga örlaganna. Jafnvel enn betur en áður er það birta hversdagslífsins eða dul þess sem blindar lesandann á köflum og gerir hann fremur hamingjusaman en dapran eftir lest- ur bókarinnar: „En á morgun/ skín glóandi sól/ í hálfeyddum gráum skóginum/ ...“ Og í Næturferð sem er válegt draumljóð er þó talað um „fegurð kraftaverkanna". Hún á sér þrátt fyrir allt tilvist. TVÖ LJÓÐ EFTIR TOMAS TRANSTRÖMER Þögn Haltu áfram, þeir eru grafnir... Ský hylur sólina. Sulturinn er háreist bygging sem færist til um nætur í svefnherberginu opnast myrkt tóm lyftu við því sem er innanstokks. Blómin f skurðinum. Lúðraþytur og þögn. Haltu áfram, þeir eru grafnir... Borðsilfrið kemst af í stórum torfum á miklu dýpi þar sem Atlantshafið er svart. Landslag með sólum Sólin mjakast undan húsveggnum tekur sér stöðu á miðri götunni og blæs á okkur rauðum andardrætti sínum. Innsbruck ég verð að yfirgefa þig. En á morgun skín glóandi sól í hálfeyddum gráum skóginum þar sem okkur er ætlað að vinna og lifa. Jóhann Hjólmarsson þýddi 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.