Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 15
NÝJAR BÆKUR ORT UM GOÐIN Ekki Eyvindarmúli RANGHERMT var í síðustu Lesbók í grein- inni „Svíar rannsaka stökk Skarphéðins", að bærinn Eyvindarmúli blasti þar við á mynd. Bæirnir á myndinni voru Háimúli og Ár- kvörn, en Eyvindarmúli er lengra til vinstri frá þeim en myndin sýndi. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Svandís Haralds- dóttir í Nönnukoti í NÖNNUKOTI í Hafnarfirði opnaði Savndís Haraldsdóttir sýningu á málverkum sínum þann 7. ágúst. Þar sýnir hún málverk með olíu á striga og verður sýningin opin til 21. ágúst. Sýningu Sigurðar Örlygssonar að Ijúka SÍÐASTI sýningardagur yfirlitssýningar Sig- urðar Örlygssonar í Listasafni Kópavogs er á morgun 11. ágúst. Sýningin spannar 26 ára starfsferil Sigurðar og á henni eru 64 málverk. í FYLGD með guðum nefnist ljóðabók eftir Vilhjálm H. Gíslason. Myndskreytingar eru eftir lettneska glerlistakonu, Dagnija Medne. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna yrkir höfundur um guðina, einkum hina forn- norrænu, en líka um samtímamenn. Hann seg- ir í formála að hann hafi lesið gömlu bækurn- ar fyrir börnin sín í því skyni að auka orða- forða þeirra og gera þeim auðveldara að tjá sig án þess að vera sífellt að endurtaka sömu orðin. Þegar hann las kvæði sem tilheyrðu ævintýrunum fann hann fljólega að börnin skorti skilning á tungutaki kvæðanna. „Ég ákvað þá að reyna að yrkja sjálfur kvæði sem fjalla myndi um þessi sömu ævintýri og við vorum að lesa. Við gerð þessara kvæða notaði ég að mestu orð úr daglegu máli og örlítið af orðum sem börnin notuðu ekki daglega." Hér var kominn grunnurinn að tilurð bókarinnar að sögn höfundar. / fylgd með guðum er 40 síður prentuð í Litmyndum. Bókin er tileinkuð Vigdísi Finn- bogadóttur forseta. Myndskreyting: Dagnija Medne Kogga og Edda Jónsdóttir. SYNINGU EDDU OG KOGGU AÐ LJÚKA SUMARSÝNINGU Norræna hússins á leir- verkum eftir Eddu Jónsdóttur og Koggu lýk- ur á morgun, sunnudag 11. ágúst. Sýningin er opin milli kl.13 og 18. í nýjustu heftum tímaritcmna Skírnis og Sögu má meðal annars finna afar skemmtilega umfjöllun um þjóðernishyggju og stöðu sagnfræðinnar. Þar er því meðal annars haldið fram að íslensk sagnfræði sé á villigötum og að fyrirbærin þjóð og sannleikur séu bara tilbúningur. ÞRÖSTUR HELGASON segir nánar frá því hér aó neóan. þurft að standa eftir óskaddað. En ef ís- lenskt þjóðerni er aðeins tilbúningur, í hvað er þá verið að halda? Þeirri spurningu mætti varpa til pólitíkusa í framhaldi af grein Guð- mundar. Er sagnfrceóin á villigötwm? Grein Brynhildar Ingvarsdóttur, sagnfræð- ings, í Skírni um stöðuna í íslenskri sagn- fræði er tímabær ábending. Brynhildur gerir grein fyrir þeim hræringum sem átt hafa sér stað erlendis í sagnfræðinni og skoðar í því samhengi hvað íslenskir sagnfræðingar hafa verið að vafstra. í ljós kemur að sú þróun í erlendri sagnfræði sem leitt hefur til endur- inni hér á landi og er það merkilegt; það er undarlegt að þessi umræða skuli ekki hafa komið upp fyrr því nú er ansi langt liðið síð- an þróunin í átt til endurreisnar frásagnarinn- ar hófst erlendis. Það er ef til vill skýrasta dæmið um það að fræðimenn á þessu sviði eru lokaðir af í háskólum; skrifstofur þeirra virðast svo vandlega einangraðar að þeir fylgjast ekki einu sinni með í eigin fagi. Skáldskapur og sagnfrmAi í Sögu spyr Svavar Hrafn Svavarsson spurningar sem tengist umræðunni sem Brynhildur kyndir undir með grein sinni: „Hver er munurinn á sagnfræði og söguleg- SANNLEIKURINN ER MESTA LYGIN FJÖRUG umræða hefur verið um þjóðerni, þjóðernishyggju og þjóðernisvitund í íslenskum tíma- ritum undanfarin misseri. Senni- lega er þessi umræða angi af áhuganum sem vaknað hefur á þessum málum í Evrópu í kjölfar sameiningarinnar sem þar hefur átt sér stað. Sumsstaðar hefur römm þjóðern- ishyggja blossað upp og kynnt undir átök kynþátta; þurfum við ekki að fara lengra en til frændþjóða okkar í Skandinavíu til að fmna dæmi þess. Hér á landi hefur kynþáttahatur ekki verið þekkt í sama mæli, það er að minnsta kosti ekki sýnilegt nema að litlu leyti. Tviskinnungur i umræAu wm þjóAerni í vorhefti Skírnis í fyrra varaði Arnar Guðmundsson þó við því að ákveðin eyða væri í pólitískri orðræðu hér á landi um þjóð- erni, það væri til eins konar hlutlaust svæði þar sem menn gætu beitt fyrir sig rammri þjóðernishyggju án þess að blikna. Þannig gætti ákveðins tvískinnungs í umræðunni: „Án sýnilegra vandræða er alþjóðahyggju stillt upp sem andstæðu þjóðernishyggju um leið og bent er á vaxandi vægi íslenskrar þjóðmenningar í heimi alþjóðlegra samskipta. Horft er framhjá tengslunum milli alþjóða- væðingar og vaxandi þjóðernishyggju, ras- isma eða menningarhyggju." ÞjAA er félagsleg ímyndun í nýjasta tölublaði tímaritsins Sögu fjallar Ragnheiður Kristjánsdóttir um rætur ís- lenskrar þjóðernisstefnu sem hún telur sig finna í skrifum og hugmyndum Eggerts Ól- afssonar og síðar Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna. En það er svo í málflutningi Jóns Sigurðssonar forseta sem fyrst getur að líta „ígrundaða pólitíska þjóðernisstefnu", að mati Ragnheiðar. Stefna Jóns byggði á hugmyndum forvera hans um varðveislu þjóðlegrar menningar, um ræktun tungunnar og bókmenntaarfsins. Og það virðist enn vera sá grunnur sem menn telja almennt að íslenskt þjóðerni sé reist á. í vorhefti Skírnis í ár spyr Guðmund- ur Hálfdanarson, sagnfræðingur, í skemmti: legri grein hvað geri íslendinga að þjóð. í opinberri umræðu segir hann einmitt tunguna hafa verið talda þann grundvöll sem íslenska þjóðin væri byggð á. Guðmundur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að „þótt hægt sé Forsíðumynd Skírnis Sól tór sortna, sígr fold í mar eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Æting, 1992. að fullyrða að þjóðerni sé mikilvægast form pólitískrar samkenndar í heiminum á okkar dögum er tæpast hægt að finna nokkra eina haldbæra skýringu á því hvers vegna þjóðfé- lagshópur tekur upp á því að líta á sig sem þjóð eða hvernig hann afmarkar sig frá öðr- um þjóðum.“ Ennfremur bendir Guðmundur á að „Is- lendingum [hafi] aldrei verið tamt að líta á sjálfstæðisbaráttu sína og þjóðernisvitund sem nokkuð annað en sjálfsagða. í þeirra augum er þjóðin náttúruleg staðreynd en ekki pólitísk vitund - eðli hlutanna sam- kvæmt hlýtur sérstakt menningarsamfélag að teljast þjóð út af fyrir sig.“ En svo ein- falt er þetta auðvitað ekki, segir Guðmundur sem telur „útilokað annað en að líta á þjóð- ina sem félagslega ímyndun“. Þannig er þjóð- in ekki náttúrulegt fyrirbæri heldur tilbúning- ur flokks manna; þjóð er með öðrum orðum hugtak eða hugmynd sem búin er til á ákveðnum tíma af ákveðnum hópi manna sem telur sig eiga eitthvað sameiginlegt, þjóð verður hins vegar ekki til af náttúrulegri nauðsyn, hún er ekki upprunaleg og ekki eilíf. Eins og áður sagði er umræðan um þjóð- erni hérlendis ef til vill angi af auknum áhuga á þessu efni erlendis, einkum í Evrópu þar sem menn gera tilraun til að leysa upp ákveð- ið þjóðaskipulag og koma á nýju. Áfleiðing- arnar hafa verið þær að þjóðernisvitund ein- stakra þjóða innan hins nýja bandalags hefur styrkst. Hér á landi segir Guðmundur að því fari fjarri að þjóðernisvitund sé á undanhaldi þrátt fyrir hrakspár. Hér hafa menn þannig viljað taka þátt í þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu en ekki fórna neinu í stað- inn, íslenskt þjóðerni og sjálfstæðið hefur reisnar frásagnarinnar hefur ekki skilað sér hingað. Íslenskir sagnfræðingar halda enn uppi merkjum þeirrar fræðimennsku sem kennd hefur verið við pósitívismann og Bryn- hildur kallar rannsóknarsagnfræði. Þessi vís- indalega sagnfræði hefur talið sig geta kom- ist að sannleikanum um fortíðina með hlut- lægum aðferðum sínum og vísindalegri fram- setningu sem dregið hefur dám af skýrslu- gerð náttúruvísindanna og gert hana þurra og leiðinlega aflestrar. Eins og Brynhildur bendir á hafa vaknað efasemdir um að hin vísindalega sagnfræði geti fundið sannleikann um fortíðina með hlutlægum aðferðum sínum. Þessar efasemd- ir hafa einkum verið reistar á breyttum hug- myndum manna um sannleikshugtakið sem eiga rætur sínar í heimspeki Nietzsches. Hann- leit svo á að „tungumál mannsins væri ekki í eðlislægum tengslum við efnis- heiminn. Tungumálið hafi einungis verið fundið upp til þess að mennirnir gætu haft vitræn tjáskipti um það sem er í kringum þá.“ Tungumálið sé þannig í raun „lygi“ mannsins og hafí „ekki neina möguleika á að lýsa heiminum eins og hann er í raun.“ „Sannleikurinn" um heiminn er því aðeins tilbúningur (á sama hátt og sagt var að hug- takið þjóð væri tilbúningur hér að framan). Reyndar sagði Nietzsche að sannleikurinn væri mesta lygi mannsins. Þessar hugmyndir segir Brynhildur að „ættu að gjörbylta viðhorfum þeirra rann- sóknarsagnfræðinga sem hafa talið að þeir gætu komist að sannleikanum um fortíðina.“ Ef marka má könnun Brynhildar virðast þær ekki hafa gert það hér á landi. Framsetningarmáti hinnar vísindalegu sagnfræði hefur einnig verið gagnrýndur mjög fyrir að vera þurr og fráhrindandi fyr- ir hinn almenna lesanda. Rannsóknarsagn- fræðingar hafa verið gagnrýndir fyrir „að loka sig af í háskólum óg vanrækja samfé- lagslegt hlutverk sagnfræðinnar". Með tyrf- inni og óspennandi framsetningu hafa þeir einnig vanrækt menntunarhlutverk sitt; al- menningur hefur hvorki þekkingu né löngun til að beijast í gegnum lærð skrif þeirra. Sökum þessa hefur komið fram krafa um „endurvakningu „einingar listar og vísinda" í sagnfræði“, segir Brynhildur, sem nefnd hefur verið „endurreisn frásagnarinnar“. Eins og Brynhildur bendir á hefur lítið verið rætt um þessa nýju strauma í sagnfræð- um skáldskap?" Niðurstaða Svavars Hrafns er sú að þrátt fyrir að afstæðishyggjan, sem einkennt hefur söguspeki síðari hluta tuttug- ustu aldar, hafi gert hugtakið „söguleg stað- reynd“ (eitthvað sem hefur gerst í raun) flóknara og viðsjárverðara í meðhöndlun þá sé það enn eini mælikvarðinn á það hvort frásögn teljist til sagnfræði eða skáldskapar. „Eftir stendur hugmynd Aristótelesar um ólík markmið þess sem semur sagnfræðirit og hins sem semur sögulegt skáldverk. Svo virðist sem áhrifamáttur skáldskaparins hafi heillað sagnfræðinga og vakið til umhugsun- ar um markmið söguritunnar sinnar." En eins og Brynhildur benti á virðist þetta ekki eiga við um íslenska sagnfræðinga. KafaA dýpra Hér hefur einungis verið tæpt á fáum áhugaverðum greinum úr þeim tveimur tíma- ritum sem til umfjöllunar eru. Auk þeirra greina sem hér hafa verið nefndar má í Skírni til að mynda finna bráðskemmtilega og ljósa grein Vilhjálms Árnasonar, heimspekings, um þá spurningu hvort maðurinn sé frjáls. Vilhjálmur svarar henni bæði játandi og neit- andi og segir ennfremur að frelsi mannsins velti á ýmsu. Einnig er grein Daisy L. Neij- mann um íslensku röddina í kanadískum bókmenntum athyglisverð og tengist á vissan hátt umræðunni um þjóðerni. í Sögu mætti að auki benda sérstaklega á grein Gunnars Á. Gunnarssonar sem nefn- ist ísland og Marshalláætlunin 1948-1953, Atvinnustefna og stjórnmálahagsmunir þar sem sýnt er fram á að íslendingar hafi hlut- fallslega fengið þjóða mest út úr aðstoð Marshalláætlunarinnar og að féð hafi einkum verið notað til að stuðla að vexti í ríkisrektrin- um og styrkja stöðu frumatvinnuveganna en það hafi hins vegar ekki leitt til breyttrar stefnu í viðskiptamálum eða frjálsari við- skiptahátta. Bæði þessi tímarit eru vettvangur gagn- rýnnar umræðu um ýmis þjóðmál sem eru ofarlega á baugi á hveijum tíma. Vegna takmarkaðrar útbreiðslu þeirra vill þó oft verða svo að innlegg þeirra verður ekki jafn áberandi og annarra útbreiddari og kannski hávaðasamari miðla. Vonandi verð- ur einhver breyting þar á í framtíðinni því að í tímaritum sem þessum gefst tækifæri til að kafa dýpra ofan í mál en í flestum öðrum miðlum. LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.