Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 11
RANNSÓKNIR Á ÍSLANDI SKÖTUORMURINN ber nafn með réttu. Við fyrstu sýn minnir hann á skötu en sé kíkt undir skjöldinn minnir halinn á orm. Jón lærði (1640) gæti hafa átt við skötuorm þegar hann talar um „vatnalúður og skötur" með öðru „ormakyni". Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er reynd- ar krabbadýr og tilheyrir mjög fornum ætt- bálki, svokölluðum barðskjöldungum, en að- eins örfáar tegundir af þessum ættbálki eru þekktar í heiminum. Litiö þekktdýr Skötuormurinn er langstærsta krabbadýrið og reyndar stærsti hryggleysinginn sem lifir í ferskvatni á íslandi. Hann verður allt að 5 sm langur eða álíka langur og hornsíli. Skötu- ormurinn lifir í tjörnum og stöðuvötnum upp til fjalla og virðist halda sig að mestu við botninn. Dýrið er samlitt umhverfinu og getur verið erfitt að koma auga á það. Fáir vita því af honum. Skötuormurinn hefur lítið verið rannsakaður þar til nýlega en hann er áber- andi í sumum vatnavistkerfum og mikilvæg fæða fyrir fugla og silunga. Til að auka við þekkingu á líffræði skötuormsins hófu höfund- ar rannsóknir á skötuorminum í Veiðivötnum á Landmannaafrétti sumarið 1994. Um er að ræða vettvangsathuganir og vinnustofutil- raunir. í rannsóknunum hefur ýmislegt nýtt komið fram um vistfræði, lífsögu og atferli skötuormsins. Útbreiösla og búsvœöaval Samkvæmt heimildarritum og munnmælum er skötuormurinn útbreiddur um allt hálendi íslands. Enn skortir þó mikið á að hægt sé að draga upp nákvæma mynd af landsút- breiðslu dýranna. Allar upplýsingar sem les- endur kunna að búa yfir um útbreiðslu skötu- ormsins eru þegnar með þökkum. Rannsóknir okkar sýna að skötuormar lifa í ýmsum gerðum af vötnum, jafnt í stórum og djúpum stöðuvötnum sem litlum og grunn- um tjörnum, en þó ekki í mýrarpollum. Mesta dýpi sem vitað er um að skötuormar þrífist á er 14 m, en ekki er óalgengt að finna skötu- orma á 6-8 m dýpi. Skötuormurinn lifir á mjög mismunandi undirlagi, allt frá lífríkri leðju yfir í harðan, lífsnauðan hraunmalar- botn. Sýnt er þó að skötuormar eru ekki allt- af þar sem búast má við þeim. Til dæmis getur verið geysimikið af skötuormum í tjörn af tiltekinni gerð en ekki eitt einasta dýr í Skötuormurinn er stór og sérkennilegur vatnakrabbi ogal- gengur á hálendi Islandsy enmjöglítiö var vitaö um hann par til nýlega þegar rannsóknir hófust á líffræöi hans. SKÖTU- ORMURINN EFTIR ÞORLEIF EIRÍKSSON, HILMAR J. MALMQUIST OG HREFNU SIGURJÓNSDÓTTUR DÆMIGERT tjarnarbúsvæði skötuorms í Veiðivötnum. ÞEKKTIR fundarstaðir skötuorma á íslandi. annarri tjörn af nánast sömu gerð, þótt ekki séu nema nokkrir metrar á milli tjarnanna. Nokkuð eindregnar vísbendingar eru um að ijöldi skötuorma sé í öfugu hlutfalli við íjolda silunga og hornsíla. Vöxtur og varp Fiest bendir til að skötuormarnir séu að mestu fallnir í lok september og að eingöngu r egg þeirra lifi af veturinn. Strax og ísa leysir í maí-júní klekjast örsmáar sviflirfur úr eggj- unum. Svifstigið varir ekki nema í nokkrar klukkustundir en þá myndbreytist lirfan og fer að líkjast fullorðnu dýri. Síðan vex dýrið afar hratt og hefur hamskipti u.þ.b. einu sinni í viku. Um og upp úr miðju sumri er eggjafram- leiðsla komin í fullan gang enda þótt hann haldi áfram að vaxa. Skötuormarnir virðast ekki þurfa að hittast til að fijóvga eggin því þeir eru tvíkynja og geta fijóvgað sjálfa sig. Eftir að framleiðsla eggja hefst verpa skötu- ormarnir stöðugt, flestir oft á dag og jafnt að nóttu sem degi. Skötuormurinn verpir á hraunmola eða mosagrein sem hann nuddar sér utan í og losar eggin úr þartilgerðum eggjapokum. Að jafnaði eru nokkur egg losuð í senn og festir skötuormurinn eggin með lími við undirlagið. Þar hvíla eggin yfir veturinn og klekjast um vorið þegar tekur að hlýna. Atferli Afar lítil vitneskja var fyrir hendi um at- ferli skötuorma áður en rannsóknir okkar hófust. Þær hafa einkum beinst að grundvalla- reinkennum í hegðun dýranna í tengslum við umhverfi þeirra en atferlið breytist eftir að- stæðum. Skötuormar skipta sér lítið hver af öðrum. Þeir skríða og synda með botninum í sprettum, að því er virðist stefnulaust, en liggja nær kyrrir þess á milli. Stundum fara - þeir í hringi sem endar oft með róti í botnin- um. Ef þeir verða varir við mat æsist leikurinn og þeir róta oftar en ella og standa leðjustrók- ar aftur af þeim. Þeir slást um fæðubita og víla ekki fyrir sér að leggjast á veika meðbræð- ur. Skötuormurinn á það einnig til að fara hratt yfir í ákveðna stefnu og stundum syndir hann upp af botninum, og jafnvel upp á yfir- borðið. Það hefur komið í ljós að skötuormur- inn er mun hreyfanlegri en haldið var og er dæmi um að hann hafi farið 10 m á 10 mín. Feeða Skötuormurinn er aðallega grot- og hræ- æta. Hann er þó einnig rándýr að einhveiju leyti en athuganir staðfesta að skötuormar ráðast stundum á önnur lifandi dýr, svo sem á liðorma. Að hve miklu leyti skötuormar lifa * á dauðum eða lifandi dýrum er ekki gott að fjölyrða að svo komnu. Miðað við skörðótta og sterklega kjálka skötuormanna má leiða getum að því að rándýrslíf sé þeim eiginlegt. Rannsóknunum á skötuorminum er ekki lokið. Verið er að vinna úr margvíslegum gögnum sem væntanlega munu skýra betur út líffræði skötuormsins og stefnt er að síð- ustu vettvangsferðunum í verkefninu næsta sumar. Vísindaráð Islands og Rannsóknarráð íslands hafa styrkt rannsóknirnar. Höfundar eru líffræðingar. Þorleifur er verkefn- isstjóri rannsóknanna og hefur haft aóstöðu ó Nóttúrufræóistofu Kópavogs. Hilmar er for- stöðumaður Nóttúrufræóistofu Kópavogs og Hrefna er dósent við Kennarahóskóla íslands. Rannsóknarróð íslands stendur að birtingu þessa greinaflokks. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10.ÁGÚST1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.