Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 16
KAMMERTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI í SJÖTTA SINN ARLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða í sumar um næstu helgi, 16.-18. ágúst. Á föstudeg- inum hefjast tónleikamir kl. 21.00 en laugardag og sunnudag kl. 17.00. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Edda Erlendsdóttir, sem haft hefur veg og vanda af skipulagningu tónleikanna ásamt Menningarmálanefnd Skaftárhrepps, að þetta væri t sjötta sinn sem kammertónleikahelgi væri haldin á Kirkjubæjarklaustri. „Upphaf- lega var ástæðan fyrir því að halda sllka tón- leika á Kirkjubæjarklaustri sú að ég á ættir mínar að rekja þangað. En auk þess hefur staðurinn upp á mjög góða aðstöðu að bjóða. Þetta hefur ætíð heppnast mjög vel, stðasta sumar var fullt á öllum tónleikunum. Tanór og horn i fyrsta sinn í þetta sinn verður meiri fjölbreytni í hljóð- færaskipan en hefur verið. Nú verður til dæmis í fyrsta skipti boðið upp á tenórsöng en það er Gunnar Guðbjömsson sem fyllir það hlutverk. Hom hefur heldur aldrei verið á meðal hljóð- færa á þessum tónleikum en Joseph Ognibene mun nú bæta úr því. Þessar nýjungar munu lita dagskrána nokkuð að þessu sinni. Einnig verða flutt verk sem ekki hafa verið flutt áður hér á landi, svo sem Still fails the raJn op. 55 eftir Britten, fyrir tenór, hom og píanó." Mismunandi efnisskrá er alla dagana, á föstudeginum verður fluttur Kvintett fyrir horn og strengi í Es-dúr K.407 eftir W.A. Mozart, strengjakvartett nr. 1 „Aus meinem leben“ eftir B. Smetana, Sónata fyrir horn og píanó í F-dúr eftir P. Hindemith, sönglög eftir Árna Björnsson, og Still falls the rain op. 55 eftir B. Britten, fyrir tenór, horn og píanó. Á laugardag verður flutt Divertimentó í Es-dúr eftir Haydn, fyrir horn, fiðlu og selló, Liederkreis op. 39 eftir Schumann, fyrir tenór og píanó og Tríó fyrir fiðlu, horn og píanó í Es-dúr op. 40 eftir Brahms. Á sunnudegi verð- ur strengjakvartett í D-dúr op. 64 nr. 5 „Læ- virkinn" eftir Haydn, sönglög eftir Eyþór Stef- ánsson og Jón Leifs, Auf dem Storm D. 943, fyrir tenór, horn og píanó, eftir F. Schubert og loks píanókvintett í A-dúr eftir Dvorák. Átta flyt|endur Flytjendur eru 8, það eru Edda Erlendsdótt- ir, píanó, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Joseph Ognibene, horn og Norma Fisher, píanó, en auk þess Bernardel strengjakvartettinn sem var stofnaður 1993 og hefur verið á starfslaun- um hjá Reykjavikurborg sl. ár. Hann skipa: Zbigniew Dubik, fiðla, Gréta Guðnadóttir, Morgunblaöið/Árni Sæberg GUNNAR Guðbjörnsson, Guðrún Th. Sigurðardóttir, Edda Erlendsdóttir, Gréta Guðnadóttir og Joseph Ognibene eru á meðal þeirra átta tónlistarmanna sem fram koma á tónleikum á Kirkjubæjarklaustri MEIRI FJÖLBREYTNI í HLJÓÐFÆRASKIPAN fiðla, Guðmundur Kristmundsson, víóla, og Guðrún Th. Sigurðardóttir, selló. Þarna er um þekkta hljóðfæraleikara að . ræða sem hafa komið fram hérlendis og erlend- is við góðan orðstír. Söngvarann Gunnar Guð- björnsson, tenór, þarf vart að kynna íslending- um. Hann hefur sungið við ýmis óperuhús í Evrópu og einnig m.a. í Royal Albert Hall, Queens Hall og Wigmore Hall en var sl. vetur fastráðinn einsöngvari við óperuna í Lyon. Joseph Ognibene hefur verið fyrsti hornleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands frá 1981 og er einn af stofnendum Blásarakvintetts Reykjavíkur. Norma Fisher varð mjög ung að árum þekktur píanóleikari og hefur ferðast víða um heim og haldið tónleika auk þess að leiðbeina og kenna. Hún er listrænn stjórnandi London Masterclasses. Eins og nýlega kom fram í fréttum er Edda Erlendsdóttir nú fastráðinn kennari við Tón- listarskólann í Versölum, en hún er einmitt frumkvöðull að þessum árlegu kammertónleik- um á Kirkjubæjarklaustri. Að sögn Eddu er efnisskrá tónleikanna byggð þannig upp að fólk getur komið til Kirkjubæjarklausturs og dvalið þar alla helg- ina. „Dagskráin er það fjölbreytt að fólk ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi alla dag- ana. Vonumst við því til þess að fólk nýti sér þann möguleika, eins og undanfarin ár, að gista á Kirkjubæjarklaustri og eiga með okkur góða helgi.“ Skipulagning fyrir menningarárið 2000 er komin vel á veg í Björgvinjarborg Peningunum varið í fólk, ekki byggingar Björgvin í Noregi veróur ein af níu menningar- borgum Evrópu órió 2000 eins og Reykjavík og er undirbúningur þar kominn allvel á veg. ÞRÖSTUR HELGASON hitti menningarfulltrúa k jorgarinnar, 1 3jorn Holmvik, að móli og ræddi við hann um sk ipulagningu hátíðarinnar, kostn- aðinn við hana og megináherslur. Björgvinjarborg mun veija svipaðri íjár- hæð til hátíðarhaldanna árið 2000 og Reykja- vík, eða um 900 milljónum íslenskra króna og er þá einungis átt við útgjöld til hátíðar- haldanna sjálfra það ár en ekki til undirbún- ings og ýmissa fjárfestinga fram til alda- móta. Inni í þessari tölu er heldur ekki það fjármagn sem hinar ýmsu menningarstofnan- ir borgarinnar hafa til umráða þetta ár, svo sem Sinfóníuhljómsveitin og Þjóðleikhúsið. Bjorn Holmvik, menningarfulltrúi Björg- vinjarborgar, segist sæmilega ánægður með þessa upphæð. „En miðað við það sem Kaup- mannahöfn, sem er menningarborg Evrópu í ár, er að leggja í þetta verkefni eru þetta vissulega afskaplega litlir peningar. Kaup- mannahöfn hefur úr 7500 milljónum ís- lenskra króna að moða. Ég held þó að það velti algjörlega á okkur skipuleggjendunum hvemig þessir peningar nýtast, þetta er fyrst og fremst spurning um að veija þeim skyn- samlega. Þannig verður engu af þessum pen- ingum varið í að reisa nýjar byggingar í borginni, frekar verður reynt að byggja á því sem fyrir er. Við teljum skynsamlegast að veija þeim penningum sem við höfum í fólk og I þau verkefni sem það vill vinna að í list sinni. Við höfum líka lagt áherslu á að hafa stjórnunarlega yfirbyggingu eins litla og mögulegt er.“ Af þessum 900 milljónum munu 360 koma frá norska menningarmálaráðuneytinu, 270 frá borginni sjálfri og aðrar 270 frá ná- grannasveitarfélögum, Evrópusambandinu og styrktaraðilum. Tengcl milli unga fólkslns Aðspurður segir Holmvik að Björgvin hafi sett sér fimm meginmarkmið fyrir árið 2000. „Hún mun bjóða upp á menningarviðburði í Ljósmynd/Þröstur Holgason „Björgvin er tónlistarborg", segir Bjern HoLmvik, menningarfulitrúi borgarinnar. Hann stendur hér viö styttu Edvards Grieg sem fæddist f borginni og bjó þar um tfma en ekki er ólíklegt aö nokkur áhersla verði lögð á tónlist hans þegar Björgvin verður menningarborg Evrópu árið 2000. háum gæðaflokki, styrkja menningarlíf borg- arinnar til langs tíma, renna styrkari stoðum undir sögulegan grunn borgarinnar, nota árið 2000 til að skapa ný tækifæri í við- skipta- og atvinnulífi borgarinnar og síðast en ekki síst munum við tryggja að Björgvin verði hér eftir sem hingað til einn af bestu stöðum til að búa á í heiminum. Annars á Björgvin það sameiginlegt með Reykjavík að vera lítil borg á norðurhjara og því hlýtur það að verða eitt af meginhlut- verkunum að koma okkur á kortið í listheim- inum. Björgvin og Reykjavík eiga líka sam- eiginlegar menningarlegar og sögulegar ræt- ur. Sennilega verður því um einhvers konar samstarf að ræða á milli þeirra og þá líka Helsinki. En þótt mikil áhersla verði lögð á sögulega arfleifð verður ekki síður lagt mikið upp úr því að kynna samtímalist. Sérstök áhersla verður lögð á unga fólkið; þar getur skólinn gegnt stóru hlutverki með aukinni áherslu á tungumála- og bókmenntakennslu. Einnig með því að koma á tengslum við skóla í hin- um borgunum sem verða menningarborgir Evrópu þetta ár. Þar má notast við alnetið. Þetta er spurning um að koma á tengslum milli unga fólksinS sem svo má byggja á í framtíðinni." Björgvin er tónlistarborg Holmvik segir að engin þessara hugmynda sé orðin fulhnótuð. „Við höfum heldur ekki ákveðið hvort við munum leggja meiri áherslu á einhverja eina listgrein; Björgvin er auðvit- að tónlistarborg, við eigum langa og merki- lega tónlistarhefð sem við getum byggt á og það eru uppi hugmyndir um að við ættum að leggja mesta áherslu á hana og styrkja ímynd borgarinnar sem tónlistarmiðstöðvar. Það er hins vegar spurning hvort við ættum ekki frekar að leggja áherslu á eitthvað ann- að einmitt vegna þess að tónlistin í borginni er svo sterk. Það á allt eftir að koma í ljós þegar nær dregur árinu 2000.“ 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.