Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 13
ÍSLENSK MANNANÖFN 5 FIMM dansklr Kristjánar sem allir voru konungar Islands og Danmerkur. MAGNÚ§ OG KRISTJAN EFTIR GÍSLA JÓNSSON / Fyrsti Magnús á Islandi var Þorsteinsson, Síóu-Halls- sonar á Þvottá, talinn fæddur 1040. Um 1840 var MAGNUS Stephensen konferensráð og Magnús Stephensen landshöfðingi. Ekki færri en sjö ráðherrar hafa borið þetta nafn. nafnió þaó 4. vinsælasta á landinu. Kristján merkir þann sem játar kristna trú. Nafnið er úr grísku. X. Magnús Magnús hefur orðið mikið nafn á Norður- löndum, þó ekki sé af norrænum toga spunn- ið. Magnús er latneskt lýsingarorð og merkir mikill eða stór. Saga nafnsins er nokkuð ljós. Árum 800 eftir Krists burð fékk keisaranafn- bót Karl Pepínsson, frankverskur jöfur. Sá fékk á latínu heitið Carolus magnus, en það varð í einni romsu Karlamagnús og varð meira að segja að skírnarnafni hér úti á íslandi í ætt Oddavetja á Sturlungaöld. Miklar sögur fóru af Karlamagnúsi og köpp- um hans, svo og kveðskapur, og er þessa stór- höfðingja getið í Fjósarímu Þórðar bónda Magnússonar á Stijúgi á 16. öld: Kariamapús, keisari dýr, kenndi trúna hreina; aldrei hann fyrir aftan kýr orustu háði neina. Nú er frá því að segja, að Ólafi digra Har- aldssyni Noregskonungi fæddist ambáttarson- ur allómáttugur á næturþeli, og varð að hafa hraðan á borði að skíra bamið, þar sem það sýndist banvænt. Var mönnum tvöfaldur vandi á höndum, því að konnugur bannaði að nokkru sinni væri brugðið nætursvefni fyrir sér, og auðvitað átti hann að ráða nafni sonar síns. En við hirð hans var þá staddur íslenskur maður, skáld gott, Sighvatur Þórðarson frá Apavatni í Grímsnesi, og hafði hann einurð til að kveða upp úr með það, að sveinbarnið skyldi heita Magnús. Reiddist konungur, er hann vaknaði og frétti hvað í efni var, sagði þetta nafn ekki „í vorri ætt“, og spurði Sighvat, styggur mjög, hví hann hefði látið sveininn heita svo. En Sighvatur svaraði. „Ég hét hann eftir Karlamagnúsi keisara, því að hann vissa eg bestan mann í heimi." Líkaði þá konungi vel. Þetta varð Magnús konungur I., eða góði, og er fyrsti Magnús á Norðurlöndum, svo að menn viti, dáinn 1047. Hafa sjö Magnúsar orð- ið Noregskonungar. Til viðbótar nefni ég tvo. Magnús III. var Ólafsson (III.) kyrra, nefndur berfættur eða berbeinn(af honum voru Odda- veijar). Hann átti sér kjörorð: „Til frægðar skal konung hafa og eigi til langlífis“, og lifði og dó eftir því. Þá var það Magnús VI. Hákonar- son, sá sem varð fyrstur konungur yfir öllum íslendingum og forfeður okkar nefndu lagabæti. Víkur nú sögunni til Húna. Fyrsti Magnús á Islandi, sem sögur fara af, var Þorsteinsson Síðu-Hallssonar Þorsteinssonar á Þvottá, talinn fæddur 1040, afi Magnúsar byskups Einars- sonar, þess er inni brann i Hítardal á Mýrum röskri öld síðar. Annar Magnús með bagal og mítur í Skálholti var Gissurarson, föðurbróðir Gissurar jarls. Ekki er vitað hve marga nafna Magnús Jóns- son prúði í Ögri átti, er hann orti góðar rímur á 16. öld og vildi kenna mönnum ættjarðarást og siðprýði. Yngri samtímamaður hans var sr. Majgr.ús Ólafsson í Laufási, líka gott skáld. I manntalinu margfræga 1703 voru Magn- úsar 713 og nafnið í 6. sæti karla með 3,1%. Þá voru á dögum margfrægur úr íslandsklukk- unni Magnús Sigurðsson í Bræðratungu, og eins árs gamall vestur á Reykhólum Magnús Gíslason, bróðursonur konu þeirrar sem Halldór Laxness nefnir Snæfríði íslandssól. í þessu manntali voru germönsk nöfn alveg yfírgnæf- andi í landinu, yfír 80% á mörgum stöðum. Sókn erlendra nafna, og þó einkum nafnliða, hófst ekki að verulegu marki fyrr en á 19. öld. Sá ungi sveinn, sem eins árs var á Reykhólum 1703, átti eftir að verða fyrsti tslenski amtmað- urinn og reisti Bessastaðastofu sem enn stendur. í næsta allsheijarmanntali, 1801, voru Magnúsar 757 og sætið óbreytt. Þá var skráð- ur Magnús Ólafsson Stephensen, sá er yfirdóm- ari varð, en hann var dóttursonur Magnúsar amtmanns og hét náttúrlega eftir afa sínum, svo sem góður siður þótti. Þar var líka Magn- ús Ketilsson sýslumaður í Búðardal, systurson- ur Skúla fógeta, og boðaði löndum sínum hrossakjötsát. Árið 1845 eru Magnúsar orðnir 955 og nafn- ið komið í 4. sæti með ríflega 3%. í því mann- tali voru Magnús Stephensen, sem landshöfð- ingi varð, og Magnús Grímsson skáld og ævin- týrasafnari, sá sem orti Lóan í flokkum flýgur. Árið 1910 eru Magnúsar enn vel margir, 1299, en nafnið hefur látið 4. sætið og skipar fimmta, og þar finnum við skáldsnillinginn Magnús Ásgeirsson. Nú hefur sigið allmikið ofan, Magnús er svona í 10.-20. sæti síðustu áratugi, þó heldur á uppleið aftur. Það liggur líklega í merkingu nafnsins hversu margir ráðherrar hafa heitið Magnús á þessu blessaða landi, ekki færri en sjö. XI. Krisliún Kristján er sama sem kristinn maður, sá sem játar kristna trú. Þetta er úr grísku Krist- ianos. Danir tóku við þessu nafni fegins hug- ar, en breyttu því aðeins, þannig að latneska gerðin Christianus varð hjá þeim Kristiamus, eða Kristiernus. Langt er síðan r-ið féll niður hjá Dönum, svo og endingin, og úr varð Krist- ian (Christian). Komst til valda í Danmörku Aldinborgarætt um miðja 15. öld með Krist- jáni I. Diðrikssyni (sem reyndar hét Kristi- em), og hafa konungar þar í landi tíu sinnum heitið Kristján. Kristján II. Hansson hrök- klaðist frá völdum í sviptingum siðskiptatím- anna og var lengi fangi. Um þær mundir, og seinna þó, sendu Danir hingað fógeta hirðstjórans Kláusar (Nikulásar) af Mervits, Kristján að nafni, kallaður skrif- ari. Hann stóð yfir höfuðsvörðum Hólafeðga í Skálholti 1550, en litlu slðar drápu íslendingar hann í hefndarskyni, og fýsti þá ekki lengi síðan að láta syni sína heita þessu nafni. Árin 1588-1648 var konungur Dana og ís- lendinga Kristján IV. Friðriksson. Hann hefur fengið heldur vondan prís í íslandssögunni vegna einokunarinnar, en var löngum féfátt vegna athafna sinna stórbrotinna; byggði ekki bara fjölda stórhýsa eins og Sívalaturn, þar sem Jón Grunnvíkingur sat og teiknaði í sín memóranda, heldur og verkamannabústaði sem enn standa uppi. Hann var arfaherra Jóns Ólafssonar Indíafara og gekk á bryggjur ofan að hyggja að flota sínum og byssuskyttu. Mest kemur Kristján IV. okkur við í þessum fræðum, vegna þess að hann lét að minnsta kosti tíu börn sín heita tveimur nöfnum og er upphafsmaður þess nafnsiðar í Danaveldi, og breiddist þetta síðan út um allt ríki hans, síð- ast þó að marki hér á landi, og gekk það allt tregara en t.d. í Færeyjum, þar sem stór hluti þjóðarinnar var tvínefndur þegar um aldamót- in 1800. Einhvern tíma á 17. öld virðast íslendingar hafa tekið Kristjáns-nafn í sátt, eða kannski öllu heldur hitt, að danskir menn eða danskætt- aðir, sem hér voru, kæmu nafninu á ísland. Gils Guðmundsson telur að fyrstur kunni að hafa verið sr. Kristján Bessason á Sauðanesi austur, danskur í móðurætt. Svo mikið er víst, að 1703 voru hér níu Kristjánar, þrír í Gull- bringu og Kjós, þrír í Snæfellsnessýslu, tveir í Þingeyjarsýslu og einn í Borgarfirði. Þá var skriðan komin af stað, þó að hægt færi í fyrstu, og 1801 voru 130, langflestir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Skammt var þá í fæðingu Kristjáns Kristjánssonar amtmanns sem upp- reisn gerði gegn konungsvaldinu á þjóðfundin- um 1851 með öðrum góðum mönnum. Árið 1855 hafði mjög fjölgað Kristjánum á íslandi, voru nú 627, og höfðu ísfirðingar geng- ið til liðs við Eyfirðinga og Þingeyinga um útbreiðslu nafnsins, en Sunnlendingar þumbuð- ust við lengur og létu ekki konungdóminn hafa áhrif á nafngiftir sínar, nema í hófí. En rómantík Kristjáns konungs VIII. féll íslend- ingum vel í geð, og Jónas Hallgrímsson orti honum lof fyrir að vilja endurreisa alþingi. Vaki vaskir menn, til vinnu kveður giftusamur konunpr góða þepa. Kristján IX. kom svo „með frelsisskrá í föð- urhendi" á þúsund ára minningarhátíð íslands byggðar 1874 og þá hross að gjöf frá Eiríki á Brúnum. Nú var fyrir nokkru fæddur til fátæktar Kristján sá Jónsson sem kenndur var til Hóls- fjalla og orti af meira vonleysi og þjáningu en aðrir menn. Hann sveimaði einn um eyði- sanda lífsins, og ég vissi hvenær jólin komu á því, að hún amma mín hætti að spinna, fór í sparifötin og tók að lesa Kristján Jónsson í viðhafnarútgáfu. Annar Kristján Jónsson Þin- geyingur var borinn til meiri mannvirðinga og finnst skráður f manntalinu 1855, ungur sveinn á Gautlöndum við Mývatn; varð seinna þing- maður, ráðherra og dómstjóri. Og nú var Kristján orðið svo vinsælt nafn, að menn tóku að skíra eina og eina mey Krist- jana eða Kristjána, og sigraði fyrri gerðin fljótt, enda augljós danska fyrirmyndin Christiane. Árið 1910 var Kristján kominn upp í sjötta sæti karla, og síðan ekki hærra, 2,9%, alls 1178, þar af 244 fæddir ísfirðingar, ef talið er saman sýsla og kaupstaður, og 144 fæddir Þingeyingar. Þá var ungur sveinn Kristján Albertsson, rithöfundur og fjölspekingur, en 1916 fæddust Kristján Eldjárn Þórarinsson, sá sem forseti okkar varð, og Kristján Einarsson skáld frá Djúpalæk. í þjóðskrá 1982 voru Kristjánar 2339, nr. 10, 1,9%. Þá voru liðin 38 ár frá því að íslend- ingar skildu við síðasta konung sinn, Kristján X. Ekki veit ég hvort það er af konungsleysi að Kristjánum hefur fækkað hér verulega að tiltölu hina síðustu áratugi. Framhald í næstu Lesbók. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. GUÐRÚN ÞÓRA FYRIR- GEFNING Fyrírgefningin ev fáséð. Hún er iítii og sæt með krullur og blá augu. Hún er hljóðlát og létt, tiplar varlega á tánum. Hún vill ekki vekja þig. Hún vill að þú vaknir sjálfur og takir eftir henni, og fegurðinni í kringum hana Þú sjálfur. FRJÁLS Viðkvæm sál mín flýtur úr rimlum veraldar. Eg er frjáls. Ég er ekki brothætt. Ég get farið út, án þess að brotna niður. Ég get farið að synda, án þess að leysast upp. Ég get allt sem ég vil þegar ég vil slepptu mér! Ég er sjálfstæð. Ég er ég. OK (JÖKULLINN) Dagsbirtan hefur hjaðnað og tárvott auga jarðarínnar glitrar í rökkrinu. Vesæll maður situr á augasteininum og kveður kvæði í kapp við guð almáttugan hokinn í herðum og með sár á sálinni. Höfundurinn er ung stúlka í Hafnarfirði. GUNNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR EINLEIKURÍ TVÍLEIK Augu ykkar mættust í spegli sálir fundu samhljóm þó voru hljóðfæri ykkar svo ólík þið stilltuð saman strengi spiluðuð af ákafa oftast sitthvort lagið þönduð strengina uns þeir brustu einn af öðrum þó tókst ykkur að skapa nokkur tónverk nú er samspili ykkar löngu lokið hljóðfærin löskuð en gefa frá sér veika tóna sára og tregafulla stundum dimma og grimma tónverkin standa eftir Höfundurinn er verzlunarstjóri í Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók skóldkonunn- ar: „Sólin dansar í baðvatninu". Útgef- andi er Andblær. P LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.