Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1996, Síða 16
Menningarárið í Kaupmannahöfn er nú farið að síga á síðari hlutann. Fyrri hluta ársins höfðu fjórar milljónir manna sótt það sem í boði var. Söngleikir hafa nýlega orðið áberandi í dönsku leikhúslífi. Lengi vel virtust leikhús- stjórar álíta að slíkar uppsetningar væru of viðamiklar, of dýrar og að Danir hefðu ekki nægilega mörgum hæfum kröftum á að skipa til að slíkt gæti gengið. Hugaðir leikhúsmenn í 0stre Gasværk, gömlu gasstöðinni úti á Austurbrú hafa þó sýnt að slík svartsýni átti ekki við rök að styðjast. Þeir tóku áhættuna, listamennirnir létu ekki á sér standa og áhorf- endur flykktust að. Nú eru næstum engin takmörk fyrir hvað dregið er upp af söngleikjum. Ævi H.C. Andersens og Thorvaldsens hefur tekið á sig söngleikjaform, auk annarrar danskrar ný- sköpunar, en klassískir söngleikir eins og Vesalingarnir hafa einnig verið sýndir. Næsta stórvirki í gasstöðinni er bandaríski söngleikurinn Miss Saigon, sem verður sýnd- ur í fyrsta skipti á Norðurlöndum hér í byij- un október. Af öðum söngleikjum má nefna sýningu Folketeatret á Guys and Dolls. Hárið er annar kunnuglegur söngleikur, sem Betty Nansen leikhúsið á Friðriksbergi sýndi í fyrra og tekur nú aftur upp. Leikstjóri er Peter Langdal, einn af yngri og hugmyndaríkari dönskum leikstjórum og sviðsmyndin er eftir Christian Lemmerz, þýskan myndlistarmann, sem býr í Danmörku og hefur oft skekið Dani með uppátækjum sínum eins og þegar hann sýndi samansaumaða svínaskrokka fyrir nokkrum árum. Góða sálin í Sezuan er eftir Bertold Brecht, en danskur hópur hefur snúið verkinu í söngieik með tónlist eftir Sebastian. Ghita Norby og fleiri Danir eiga sér ríka farsahefð og nokkur dönsk leikhús sérhæfa sig í gamanleikjum og revíum. Eitt þeirra er Privat Teatret, sem sýnir Frænku Charleys í haust. Hjá Det Ny Teater verður Heymæði Noel Cowards sýnt með stjörnuleikurunum Susse Wold og eigin- manni hennar Bent Mejding í aðalhlutverkum. Dr. Dante leikhúsið hefur getið sér gott orð fyrir uppsetningar, sem oft höfða mjög til ungs fólks, þó dönsk leikhús kvarti- al- mennt yfir að ungt fólk sæki ekki leikhúsin nóg. I fyrra var sýnd þar áhrifamikil spennu- sýning, Ned i en kælder, eftir ungan danskan leikritahöfund Lars Kaalund. í haust verður frumsýnt nýtt verk eftir hann, Kunst eða List. Terra Nova er einnig leikhús, sem freistar þess að feta nýjar leiðir og það verður gert með sýningunni Marindvor. Hér er einnig á ferðinni ástarsaga, nútíma Rómeó og Júlíu saga með sannsögulegum kjarna. Þetta er saga úr Bosníustríðinu. Sænski rithöfundurinn Jonas Gardell hefur skrifað hvert verkið á fætur öðru og hlotið firna athygli í heimalandi sínu. Nú ætlar Teatret ved den Sorte Hest á Vesturbrú að kynna hann Dönum með verkinu Isbirnirnir. Leikritið segir frá fjölskyldulífi, sem eins og nafnið bendir til er ekki þrungið hlýju og kærleik. Gardell þykir ekki aðeins gagnrýn- inn, heldur meinlegur á kaldranalegan hátt. Konunglega leikhúsið er líka á dramatísku línunni, þegar það sýnir Mirakelmageren eftir írann Brian Friel. Leikritið fjallar um þrjár persónur, sem elska og hata, en geta ekki losað sig hver frá annarri. Það eru þrír af þekktustu leikurum Dana, sem fara með hlutverk þremenninganna, þau Ghita Norby, Henning Moritzen og Ole Ernst. Og meiri Friel, því hjá Konunglega er einn- ig verið að sýna annað leikrit eftir hann, Molly Sweeney. Einnig hér eru þjár persón- ur á sviðinu. Molly er blind og lifir viðburða- litlu lífi í sátt við bæklun sína. Einn dag kynnist hún Frank, sem fær hana til að gang- ast undir uppskurð, svo hún öðlast sjón. Það næsta sem hið Konunglega kemst söngleik er nýtt danskt tónlistardrama, Bil- limil eftir hinn gamalreynda leikhúsmann Gerz Feigenberg og tónlistarmanninn Fuzzy. Billimil er tíræður öldungur frá Vestur-Ind- íum en af dönskum ættum. Hann kemur í fjórða sinn á ævinni til Danmerkur 1996 og lítur yfir farinn veg og hugsar um ástina. Á hinu Konunglega gleymist heldur ekki dönsk klassík, svo En idealist, Hugsjónamað- ur, eftir Kaj Munch verður frumsýnt þar í haust. Leikritið þykir eitt hið merkasta í dönskum leikbókmenntum. Lwlw og Xerxes Ópera Alban Bergs, Lulu, er nú á sviði Ridehuset við Kristjánsborgarhöll og hefur ekki verið flutt öll áður á Norðurlöndunum. Síðasta sýning 7. september. ÓFELÍA, Marie-Pierre Flechais, lætur vel að Hamlet, Johan Kobborg. EKKERTLATA MENNINGAR- VEISLUNNI Menninggrórió t Kaupmannahöfn er farió aó síga á seinni hlutann. Haustió veróur vióburóaríkt eins og SIGRUN DAVIÐSDOTTIR rekur hér á síóunni. SUSSE Wold og Bent Mejding í Heymæði Noel Cowards. Óperuflutningur er mest undir þaki hins Konunglega við Kóngsins nýja torg. Allar nýjar uppfærslur á ítölskum, þýskum og frönskum óperum eru sungnar á frummálinu, sem gleður vísast erlenda óperugesti hússins. Þeim brá oft illilega, þegar söngvararnir hófu upp raust sína á_ kokkenndri dönsku. Verdi-óperan Á valdi örlaganna er_nýfar- in á sviðið aftur við góðan orðstír. Óperan Maskerade eftir danska tónskáldið Carl Ni- elsen tilheyrir dönskum þjóðartónmenntum og hún er á sviðinu núna í haust. Ný upp- færsla, sú fyrsta í Danmörku, á óperu Hánd- els, Xerxes er einn helsti listræni viðburður haustsins, en hún verður frumsýnd í septem- ber. Annar viðburður er frumsýning nýrrar STJÖRNUÞRÍEYKI Konunglega leikhúss- ins, þau Henning Moritzen, Ghita Norby og Oie Ernst í leikriti Brian Friels. danskrar óperu, Doramen eða Dómurinn, í október. Niels Rosing-Schow er tónskáldið og sagan gerist á okkar dögum. Baksviðið er örlagaríkar ástir og pólitísk átök í Evrópu og óperan er sýnd í Arken, nýja danska safn- inu fyrir samtímalist, sem er í Ishoj, ná- grannabæ Kaupmannahafnar. Önnur nútímaópera verður frumsýnd í öðr- um nágrannabæ Kaupmannahafnar, Alberts- lund, en það er Nuit des Hommes eftir danska tónskáldið Per Norgárd. í lok september hefst tónlistarhátíð, sem stendur fram í nóvemberbyijun, helguð þýska tónskáldinu Karlheinz Stockhausen. Hann þykir einn athyglisverðasti tónsmiður aldar- innar og þess má geta að Björk metur hann mikils og tók reyndar við hann viðtal í vor fyrir tónlistartímarit. Shakespeare: áhrifavaldwr i ballett Á ballettsviðinu er Shakespeare óvænt í aðalhlutverki, því leikrit hans eru bakgrunnur þriggja balletta. Miðsumarnæturdraumur er ballett eftir Bandaríkjamanninn John Neu- meier, ballettmeistara í Hamborg, sem hefur gert fleiri rómaða Shakespeare-balletta. Bal- lettáhugamenn ættu ekki að láta sýningar á verkum hans fram hjá sér fara, ef þær verða á vegi þeirra, því hann þykir einn snjallasti danshöfundur í hópi þeirra, sem semja fyrir klassíska hópa. Hann leggur mikla áherslu á persónusköpun dansaranna og nær oft miklu út úr þeim. Rómeo og Júlía er sígilt verk Bretans Sir Frederick Ashton, sem hann skóp handa Konunglega ballettinum 1955 og nýj- asta sköpunarverkið er svo Hamlet eftir Danann Peter Scaufuss, sem náði að vera ballettmeistari við Kóngsins nýja torg í eitt ár, áður en hann sá sig tilneyddan til að segja upp. Ballettinn er við tónlist danska tónskálds- ins Rued Langgaard og hins frumlega og kröftuga rokkhóps Svört sól. Hópurinn flytur sjálfur tónlist sína með ballettinum, sem var frumsýndur í skjóli Krónborgarkastala við dræmar undirtektir gagnrýnenda. í haust verður hann sýndur innanhúss við Kóngsins nýja torg. Breski sviðshönnuðurinn Steven Scott gerði sviðsmynd og ljós, sem hvort tveggja er eftirminnilegt sjónarspil. Glerflek- ar renna upp úr gólfinu, fyllast eða tæmast af vatni og stundum lituðu vatni, sem bland- ast í fraktalakennd mynstur, svo annað eins hefur sjaldan sést. En stórbrotin umgerð og góður flutningur megnaði ekki að lyfta sýn- ingunni, því sjálfur dansinn var ófrumlegur og óaðlaðandi, svo Schaufuss jók ekki hróður sinn með honum. Á Louisiana lýkur stórviðburði þeirra á menningarárinu 8. september. NowHere er viðamikil sýning á því nýjasta nýja í nútíma-1 list og titillinn er orðaleikur í kringum Nú hér og hvergi. Fimm listfræðingar voru fengnir til að setja upp hver sinn hluta sýning- arinnar. Útkoman er eiginlega sýning á æðra plani, þar sem listfræðingarnir skapa eigið verk úr verkum listamannanna. Sýningin er því ekki aðeins vísbending um hvað hrærist hjá listamönnunum, heldur einnig um stöðu og áhrif listfræðinga og annarra, sem sjá um að setja saman sýningár. En auk þessa er sýningin eiginlega hylling til Knud W. Jens- ens, listunnandans sem stofnsetti Louisiana fyrir rúmum þijátíu árum, því það var hann sem átti hugmyndina að sýningunni. Þeir sem settu hana saman sækja síðan flestir innblást- ur í sjálft safnið og í það leiðarljós sem Knud W. Jensen setti sér í upphafi. Þeim sem finnst að list sé eitthvað sem fari vel á veggnum yfir sófanum finna tæp- lega mikið fyrir sinn smekk. En þeir sem eru spenntir fyrir blikkandi ljósum, göngum með vídeómyndum og tónsettri list fá þarna ærið að hugsa um og spá í. Það er ekki allt stórt í sniðum á menningar- árinu. The Real Thing er spaugileg sýning, sett upp í gamalli rútu, þar sem munirnir eru ósmekklegir minjagripir víðsvegar að. Hafið augum hjá ykkur ef þið eruð á ferð um Kaup- mannahöfn, því rútan hefur nokkra viðkomu- staði í miðbænum. Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Lars von Trier er nýbúinn að raka að sér hrósyrð- um fyrir kvikmynd sína Breaking the Waves, bæði í Cannes og víðar. í september fær hann að spreyta sig á ísetningu hjá Kunstfor- eningen á Gamle Strand, skáhallt á móti Thorvaldsenssafninu undir nafninu Yerdens- uret eða Heimsklukkan. Von Trier hefur gert ýmsar myndir, en það voru sjónvarps- þættirnir Ríkið, um draugagang og annan gang á Ríkisspítalanum, sem lyftu honum upp á stjörnustall í Danmörku og víða og öfluðu honum gríðarlegra vinsælda. í september verður haldin viðamikil sýning á elektrónískri list á Statens Museum for Kunst við Solvtorvet, skammt frá Kongens Have. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31.ÁGÚST1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.