Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 2
FRUMRAUN HÖLLU MARGRÉTAR HALLA Margrét Árnadóttir sópran heldur einsöngstónleika í íslensku óperunni í dag kl. 16. Eru þetta fyrstu opinberu tónleikar hennar hér á landi en hún hefur dvalið við söngnám á Ítalíu síðastliðin sex ár. Aðdrag- andinn að tónleikunum segir Halla Margrét að hafi verið stuttur. „Eg kom eiginlega hingað heim til að taka mér frí áður en ég hæfi að æfa fyrir hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart sem ég er að fara að syngja í óperuhúsinu Imola í Bologna á Ítalíu. En síðan kom upp þessi hugmynd að sniðugt væri að ég héldi tónleika héma fyrst ég væri komin og ég sló bara til. Það er líka skemmtilegt að geta sungið fyrst hér heima áður en ég þreyi frumraun mína úti en hlut- verkið í Töfraflautunni er það fyrsta á ferl- inum. Fólk hér heima getur þá betur fylgst með mér og framförum mínum þegar ég er farin að vinna meira við þetta úti. Að auki held ég að það hafi verið orðið tíma- bært að ég héldi tónleika héma heima.“ Madur kaupir sig inn eóa bióur bara Halla Margrét fékk hlutverkið í Töfra- flautunni í kjölfar söngkeppni sem haldin var í Bologna í sumar og hún sigraði í. Hún segir að þessi sýning, sem mun fara víða á Italíu, gefí sér gott tækifæri til að koma sér á framfæri. „Reyndar er það þannig á Ítalíu að maður annaðhvort kaup- ir sig inn í óperuhúsin fyrir háar upphæðir eða fer þangað hægt og rólega. Ég á auðvit- að enga aðra kosti en fara síðari leiðina en ég held að þegar maður er á annað borð kominn á svið þá fari þetta fljótlega að vefja upp á sig. Maður verður bara að vera þolinmóður og gefast ekki upp. Áður en ég fór í keppnina í Bologna í sumar var mér sagt að það þýddi ekkert að taka þátt í henni því_ að úrslitin væru alltaf ákveðin fyrirfram. Ég neitaði að taka mark á þessu enda tel ég að maður megi ekki gefast upp fyrir spillingunni; að trúa Morgunblaóið/ÁrniSæberg HALLA Margrét Árnadóttir sópran og Ólafur Vignir Albertsson halda tónleika í íslensku óperunni í dag. á hana er raunar eins konar uppgjöf fyrir henni. Maður verður að trúa á hið góða í fólki. Það skilar sér á endanum eins og það gerði í mínu tilfelli. Þegar út í keppnina var komið kom í ljós að ég átti alveg jafnm- ikla möguleika og aðrir. Þetta er því allt spurning um að missa ekki móðinn og missa ekki trúna á að þetta gangi einhvern tímann upp.“ Létt og skemmtilegt Á efnisskrá tónleikanna í dag segir Halla Margrét að verði létt og skemmtileg tónlist sem ætti að falla öllum í geð. „Þetta eru íslensk og ítölsk lög, þekktar aríur og revíu- lög. í langan tíma hef ég einungis einbeitt mér að óperusöngnum en í dag ætla ég að leyfa mér að víkka sviðið. Fyrir mig hefur það verið sérstaklega skemmtilegt að vinna að þessum tónleikum. Mér þykir mjög vænt um að geta leyft Is- lendingum að fylgjast með mér. Mér finnst ég finna fyrir sífellt meiri áhuga hjá fólki á því sem ég er að gera; fólk er líka sátt- ara við það núna en fyrst að ég skyldi fara út á þessa braut eftir að ég tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsstöðvanna á sínum tíma og það þykir mér gott að finna.“ Undirleikari á tónleikunum verður Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. FJARAN Selfossi. Morgunblaðið. FJARAN nefnist sýning Myndlistarfélags Árnesinga í salnum að Tryggvagötu 23 á Selfossi. Þar sýna 12 listamenn 53 verk sem öll falla að meginþema sýningarinnar, fjörunni. Sýningin er mjög fjölbreytt og skemmti- leg og fróðlegt að sjá hversu ólíkum tökum listafólkið tekur fjöruna sem viðfangsefni. Þegar inn á sýninguna er komið grípur augað stór rótarhnyðja sem einn lista- mannanna, Snorri Snorrason, hefur farið höndum um og mótað. Myndirnar á sýning- unni eru með ýmsu móti og ljóst að góð breidd er í efnistökum meðal myndlistar- fólksins. Sýningin var opnuð 5. otóber og stendur yfir til 13. október. AFMÆLIS- SÝNING í SNEGLU SNEGLA listhús við Klapparstíg verður fímm ára í dag og af því tilefni verður opnuð sýning í innri sal hússins kl. 15. Ber hún yfírskriftina Langt og mjótt. Fimmtán listakonur standa að Sneglu og sýna fjórtán þeirra að þessu sinni. Þær eru Amfríður Lára Guðnadóttir, Björk Magnúsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfs- dóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingiríð- ur Óðinsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Jóna S. Jónsdóttir, Jóna Thors, Sigríður Erla, Sonja Hákansson, Vilborg Guðjóns- dóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Sýningin verður opin mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14 og stendur til 2. nóvember. HORFT TIL SEX HÖFUNDAR KEPPA UM BOOKER-VERÐLAUNIN MORÐ í Kanada á síðustu öld, barnaníðing- ar á fímmta áratugnum í Bretlandi, eldflaug- ar á Bermondsey, lögreglumenn á strætum Bombay-borgar, ógnanir og bijálsemi í Derry og ísjakar á Atlantshafi eru yrkisefni þeirra sex rithöfunda sem tilnefndir hafa verið til Booker-verðlaunanna bresku. Til- kynnt verður um verðlaunahafann þann 29. október nk. Þetta er í 29. skipti sem verðlaunin verða veitt. Gagnrýnisraddir vegna útnefninganna hafa farið óvenju lágt að þessu sinni, en allir eru höfundarnir viðurkenndir, fjórir þeirra hafa áður verið tilnefndir til verðlaun- anna. Tilnefningamar eiga það einna helst sameiginlegt að í öllum verkunum er horft til fortíðar, mislangt aftur að vísu. Atwood þekktusl Kanadíska skáldkonan Margaret Atwood er líklega þekktust þeirra sem tilnefndir eru en bók hennar kallast „Alias Graee“. Það er sagnfræðileg skáldsaga og segir af þjón- ustustúlku sem var handtekin um miðja síð- ustu öld fyrir morð á vinnuveitanda sínum og ástkonu hans. Grace sat í fangelsi í 30 ár en enn vita menn ekki hvort hún framdi morðin. Bókin „Every Man for Himself“ er eftir Beryl Bainbridge og segir frá lífínu um borð í farþegaskipinu Titanic, síðustu fjóra dag- ana áður en það hvarf ofan í ískalt Atlants- hafið. Hefur Bainbridge fengið frábæra dóma fyrir hæfileika sína til að skapa and- rúmsloft þar sem ógnin vofir yfír. Seamus Deane er höfundur „Reading in the Dark“ en hann hefur áður sent frá sér ljóðabækur. Deane er frá Derry á Norður- Irlandi en í þessari ævisögu segir hann frá uppvexti sínum á fímmta áratugnum, þar sem íjölskylduleyndarmál og gamlir draugar virðast í hverju homi. „The Orchard on Fire“ eftir Shena Mackay gerist á sjötta áratugnum í Bret- FORTÍÐAR Margaret Atwood Beryl Bainbridge Seamus Deane Shena Mackay Rohinton Mistry Graham Swift landi og þykir falleg lýsing á ljúfu sumri tveggja átta ára stúlkna, sem smám saman breytist í skelfilega martröð er dularfull fíöl- skylda flytur í smábæinn þar sem þær búa. „A Fine Balance" er 600-síðna doðrantur eftir Rohinton Mistry, sem gerist í Indlandi á áttunda áratugnum. Er bókin sögð gamal- dags frásögn þar sem hrært er saman sögu fjölskyldu einnar í Bombay og lýsingum á ástandinu í Indlandi, sem þykja heldur ýkju- kenndar á köflum. Graham Swift, höfundur „Waterland“ sem var af mörgum talin ein besta skáld- saga síðasta áratugar í Bretlandi, er til- nefndur fyrir nýjustu bók sína, „Last Ord- ers“. Hún segir frá fjölskylduuppgjöri sem á sér stað þegar flytja á ösku slátrarans Jack Dodds frá Bermondsey til Margate og dreifa henni yfír höfnina. Það gengur ekki hljóðalaust fyrir sig. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súr- realistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. októ- ber. Við Hamarinn - Strandgötu 50, Hf. Sigríður Ólafsdóttir sýnir til 13. október. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sjónþing Helga Þorgils Friðjónssonar. Sjónarhóll - Hverfisgötu Sýn. á verkum Helga Þorgils Friðjónss. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Eggert Pétursson sýnir til 3. nóv. Þjóðmii\jasafnið - Suðurgötu 41 Sýning á silfri til 13. okt. Norræna húsið - Hringbraut Jóhanna Bogadóttir sýnir til 20. okt. og í anddyrinu Finnska listakonan Barbro Gard- berg til 27. okt. Gallerí Greip - Hverfisgötu 82 Jóhann Torfason sýnir til 27. okt. Gallerí Fold - Laugavegi 118 Kjartan Guðjónsson sýnir til 27. okt. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Þorgerður Sigurðardóttir sýnir til 30. okt. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Orozco, Tiravanija og L.A. Angelmaker sýna til 27. okt. Hafnarborg - Strandgötu 34, Hf. 26 félagsmenn sýna undir yfirskriftinni „Leir í lok aldar“ til 15. október. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 ívar Török sýnir. Listhús 39 Yngi Guðmundsson sýnir til 14. október. Listakot - Laugavegi 70 Gunnhildur Ólafsdóttir sýnir til 23. okt. Gerðarsafn - Hamraborg 4, Kóp. Sigurður Þórólfsson sýnir silfurmuni, Ragn- heiður Jónsdóttir kolateikningar og Þor- björg Höskuldsdóttir sýnir olíumálverk til 20. okt. Önnur hæð - Laugavegi 37 Japanski listamaðurinn On Kawara sýnir. Gallerí Úmbra - Amtmannsstíg 1 Gunnar Snæland sýnir til 3. nóv. Listasafn Siguijóns - Laugarnest. 70 Yfirlitssýning á völdum verkum Sigutjóns Ólafssonar. Galleríkeðjan - Sýniiými Sýnendur í október: I sýniboxi: Ragna Hermannsdóttir. í barmi: Karl Jóhann Jóns: son. Berandi er: Frímann Andrésson. í Hlust: Hljómsveit Kristjáns Hreinssonar og hundurinn Gutti. Ljósmyndast. Myndás - Laugarásv. 1 Björn Valdimarsson sýnir til 18. október. TONLIST Sunnudagur 13. okt. Hollenskur flautukvartett í Siguijónssafni kl. 20.30. Þriðjudagur 15. okt. Gospeltónleikar í Bústaðakirkju kl. 20 og aðrir tónleikar kl. 22. Tríó Romance heldur tónleika i samkomusal íþróttahúss Bessa- staðahrepps kl. 20.30. Miðvikudagur 16. okt. Gospeltónleikar í Bústaðakirkju kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Nanna systir sun. 13. okt., fim. í hvítu myrkri lau. 12. okt., sun., fös., lau. KardimommuDærinn sun. 13. okt. Hamingjuránið lau. 12. okt., fös. Þrek og tár lau. 19. okt. Leitt hún skyldi vera skækja fim. 17. okt., sun, fös. Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur lau. 12. okt., fim., lau. Largo desolato lau. 12. okt., fim. BarPar á Leynibarnum lau. 12. okt., fös. Stone Free fös. lau. 12. okt., fös. Leikfélag Akureyrar Sigrún Ástrós lau. 12. okt., fös., lau. Dýrin í Hálsaskógi frums. lau. 19. okt. Loftkastalinn Á sama tíma að ári lau. 12. okt., fös. Sirkus Skara Skrípó lau. 19. okt. Sumar á Sýrlandi fim. 17. okt. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 13. okt. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 12. okt. Kaffileikhúsið Spænsk kvöid lau. 12. okt., fös., lau. Höfðaborgin „Gefin fyrir drama þessi dama. . . “ lau. 12. okt., þri., fös. Islenska óperan Master Class lau. 12. okt., sun., fös. Hafnarborg Grísk veisla, lög og ljóð gríska tónskáldsins Mikis Þeodorakis: lau. 12. okt., fös., lau. Möguleikhúsið Furðuleikhúsið sýnir Mjallhvít og dvergana sjö sun. 13. okt. KVIKMYNDIR MÍR „Venjulegur fasismi" sun. 13. okt. kl. 16. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.