Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 16
AÐALLINN LEIKUR SER Nemendaleikhúsió frumsýnir verkió „Komdu Ijúfi leiói“ í Lindarbæ kl. 20. ÞÓR- ODDUR BJARNASON fór ó æfingu og ræddi vió þrjó leikarg í sýningunni sem er hvort tveqqia í senn harmleikur og háósádeila SÝNINGIN er byggð á tveim leikritum eftir Georg Biichner, harmleiknum „Vojtsek" og háðsádeilunni „Leonce og Lena“, en sýningarhandrit er eftir Hávar Sigurjónsson, sem einnig leikstýrir verkinu, og leikhópinn. Leikritið sýnir okkur inn í heim aðalsins á fyrri hluta 19. aldar og samskipti hans við hirðina og fátækan almúg- ann, sem Vojtsek og lagskona hans standa fyrir. Persónusköpun og ljóðrænn texti skipa *' stóran sess í sýningunni, enda var ætlun leik- skáldsins í „Leonce og Lena“ að gera ádeilu- verk um líferni og háttalag aðalsins. Búchner var byltingarmaður á síns tíma mælikvarða, sósíalisti sem vildi yfirstéttina feiga og vildi bætt kjör alþýðunnar. „Við sýnum annars vegar harmleikinn um alþýðufólkið, sem er að berjast fyrir lífi sínu og hins vegar aðalinn og athafnir þeirra. Við byggjum þetta þannig upp að þeir karakterar sem eru í „Leonce og Lenu“ fara með mikinn texta úr „Vojtsek" en eru samt sem áður áfram sömu karakterar. Þeir fara út úr höllinni og leika sér að fátæka fólkinu, eins og Vojtsek og lagskonu hans,“ sagði Katla Mada Þor- geirsdóttir sem fer með hlutverK Maríu, lags- konu Vojtseks. „Það er ofsaleg hræsni í aðlin- um gagnvart fátæka fólkinu, þeir nota það sér til skemmtunar og afþreyingar," bæta „prinsessan“ Þrúður Vihjálmsdóttir og „siða- meistarinn" og „hirðmærin" Inga María Valdi- marsdóttir við. Þær segja að í rauninni sé höfundurinn að hæðast að obbanum af sam- tímaleikverkum hans, þar sem uppskrúfað, Morgunblaðiú/Halldór HER er prinsessan, leikin af Þrúði Vilhjálmsdóttur, að ræða við hirðmey sína sem leikin er af Hildigunni Þráinsdóttur. rómantískt orðalag einkenndi textann. Honum tókst þó ekki betur til en svo að leikverkin náðu vinsældum, þegar þau voru frumsýnd, löngu eftir dauða höfundarins, árið 1837, ekki síst fyrir málsnilld og ljóðræna fegurð. Æfóum eins og brúður Búchner reynir að benda á að það sé í rauninni einungis hin ofdekraða forréttinda- stétt sem hefur tíma og efni til að velta sér upp úr tilfinningasemi og rómantískum dag- draumum. I leikverkinu er hún upptekin við að finna sér eitthvað að gera, eða öllu heldur að halda sér upptekinni við að gera sem minnst, en velta því meira fyrir sér mikil- vægi hugsunar og dyggðar án þess kannski að skilja alltaf hvað þau hugtök þýða. Að- spurðar um hvort ekki mætti finna þennan heim í dag meðal nútíma aðalsfólk, kónga og kvikmyndastjarna, sögðu leikararnir að það væri vissulega hægt, þó það sé áhorfand- ans að komast að því hvort leikritið eigi er- indi við hann og hans samtíma. „Mér fannst svo skemmtilegt að takast á við þessar öfgar sem eru í persónum „Leonce og Lenu. Þetta er svo langt frá lífi Vojtceks," segir Þrúður, en persóna hennar, prinsessan, er í öllu lát- bragði mjög ýkt mynd af fordekraðri stúlku og íburðarmikill klæðnaður hennar ýtir þar undir. Látbragð og líkamsbeiting skiptir miklu máli í túlkun persónanna og segja leiknemarn- ir að á æfingatímabilinu á „Leonce og Lenu“ hafi þeir reynt að vera eins og brúður. „Við æfðum þannig á tímabili. Eins og dansarar í spiladósum," segir Inga, en hún er í hlutverki siðameistara konungs og notar látbragð í rík- um mæli, enda segir hann fátt nema já og amen þegar kóngurinn er nálægt. Vinna við verkið hófst 21. ágúst síðastliðinn og segja leikkonurnar þrjár að hún hafi verið mjög skemmtileg og hafi gengið vel. „Þetta hefur gengið svo vel hjá okkur að við flýttum frumsýningu um eina viku,“ sögðu þær Þrúð- ur, Katla og Inga að lokum. Aðrir leikarar í sýningunni eru Atli Rafn Sigurðsson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason og Hildigunnur Þráinsdóttir. Kristín Thors sér um förðun og hárgreiðslu, Aðalheiður Alfreðsdóttir saumaði búninga, Egill Ingibergsson sér um lýsingu, Axel Hallkell um leikmynd og búninga og 2. bekkur LÍ sá um tæknivinnu og aðstoð við sýningu. TVOFALT AFMÆLI í BÚSTAÐAKIRKJU Morgunblaðið/Ásdís BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur verður isviðsljósinu ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara í Bústaðakirkju annað kvöld. BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur mun leika uppáhaldsverkin sín á tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30, en fimmtán ár eru síðan fimmmenningarnir sameinuðu krafta sína í fyrsta sinn á tónleikum. Tilefnið er því ærið, W þótt ekki sé um formlega afmælistónleika að ræða, og kannski ekki síður vettvangur- inn, þar sem Kammermúsíkklúbburinn heldur fertugasta starfsár sitt hátíðlegt í vetur. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Krist- inn Örn Kristinsson píanóleikari. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa sem fyrr Bernharður Wilkinson flautuleikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Jósef Ognibene hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari en á efnisskránni eru Sex smálög fyrir blásara- kvintett eftir Ligeti, Kvintett fyrir blásturs- hljóðfæri, op. 43 eftir Nielsen, Sextett fyrir píanó og blásarakvintett eftir Poulenc og Kvintett fyrir píanó, óbó, klarínettu, horn og fagott í Es-dúr, K. 452 eftir Mozart. Einar Jóhannesson segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því Blásarakvintett Reykjavíkur kvaddi sér fyrst hljóðs á tónleik- um — verkefnum hafi fjölgað og áherslur breyst. „Við höfum af ráðnum hug dregið úr tónleikahaldi hér heima í seinni tíð af þeirri einföldu ástæðu að verkefni fyrir blás- arakvintetta eru ekki ótæmandi. Engu að síður eru skorpurnar hjá okkur orðnar fleiri og lengri, enda hefur tónleikaferðum til út- landa fjölgað verulega á sama tíma, auk þess sem við komum reglulega fram við hin ýmsu tækifæri hér heima." Einar segir að kvintettinn sé um þessar mundir að leggja drög að tónleikaferð til Suður-Ameríku í byijun næsta árs. Þá muni hann verða á ferð í Skotlandi og á Englandi vorið 1997 og meðal annars taka þátt í St. Magnus-tónlistarhátíðinni í Orkneyjum og tónlistarhátíðinni í Exeter. Loks sé stefnan sett á tónlistarhátíðina Vor í Sidney sem haldin verður, merkilegt nokk, haustið 1997. Af öðrum verkefnum Blásarakvintetts Reykjavíkur má nefna að innan fárra daga hefjast upptökur á geislaplötu á vegum Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna í Digranes- kirkju. „Við höfum í langan tíma verið með svokallaðar Kvöldlokkur á jólaföstu og fannst tími til kominn að hljóðrita eitthvað sem við höfum flutt þar. Varð stærsta serenaða Moz- arts, Gran partita, sem við höfum leikið nokkrum sinnum, fyrir valinu.“ Plata þessi er liður í nýju verkefni á vegum FIH sem nefnist klass-ís, en áður hafði jass- ís verið hleypt af stokkunum. „Þetta er virð- ingarvert framtak hjá FÍH sem léttir okkur róðurinn — við þurfum bara að spila, sem er harla óvenjulegt hér á landi.“ Einar segir að blásarakvintettinn hafi notið umtalsverðrar hylli á klassíska tíman- um en á þeim rómantíska hafi hann nánast horfið af sjónarsviðinu. Á tuttugustu öldinni hafi hann hins vegar sótt í sig veðrið á nýjan leik. György Ligeti er tuttugustu aldar tón- skáld, ungverskur að uppruna, en fluttist úr landi 1956, liðlega þrítugur, og hefur síðan búið lengst af í Þýskalandi. Á námsárunum var Ligeti undir áhrifum frá Stravinsky, Bartók og Kodály, en hann hefur samið margskonar tónverk. Kammertónverkið sem Blásarakvintett Reykjavíkur mun flytja er syrpa af sex stuttum tónsmíðum, bagatellum, sem hegast á örstuttu og einföldu stefi en síðan er unnið úr þeim með tilþrifum og stundum galsa. Danska tónskáldið Carl Nielsen samdi tals- vert af kammertónverkum og er kvintettinn fyrir blásturshljóðfæri að margra mati, þeirra á meðal Einars Jóhannessonar, eitt hið besta og skemmtilegasta sinnar tegundar sem til er. Sagt hefur verið að þar komi til næmi Nielsens fyrir mismunandi tónblæ hljóðfær- anna og hugkvæmni í sambeitingu þeirra — ásamt góðlátri danskri kímni. Francis Poulenc var eitt kunnasta tónskáld Frakka á fyrri hluta tuttugustu aldar. Var hann fjölhæfur tónlistarmaður sem þótti frumlegur í skáldskap sínum. í sextettinum, sem leikinn verður annað kvöld, er hann sagður fara á kostum. Sagt hefur verið að Wolfgang Amadeus Mozart haft haft einstakt lag á því að túlka mannlegar kenndir með tónum. Kvintettinn fyrir píanó og blásturshljóðfæri er eitt kunn- asta kammerverk sögunnar, saminn árið 1784, eða sama ár og stærsti jarðskjálfti Islandssögunnar átti sér stað. Að verki loknu skrifaði Mozart föður sínum að nú hefði hann samið sitt besta verk, en þá átti hann sjö ár ólifuð og 170 tónverk ósamin. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.