Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Síða 2
Ljóð leik- skólabarna í TILEFNI af Degi íslenskrar tungu gefur Félag íslenskra leikskólakennara út Ljóðabók eftir leikskólabörn. Stór þáttur í daglegu starfí leikskóla er málrækt og málörvun og setja ung börn gjaman hugsanir sínar og upplifanir í ljóðaform sem leikskólakennarar skrá,“ segir í kynningu. Ljóðin koma víða af landinu og var úr mikl- um fjölda að velja. Markmiðið er að auka veg íslenskrar tungu. Ljóðabókin verður send í alla leikskóla á landinu. Auk þess verður hún til sölu á vægu verði í bókabúðum Máls og menn- ingar, Skólavörubúðinni og hjá Félagi íslenskra leikskólakennara, Grettisgötu 89, Reykjavík. Handrit Laxness HANDRIT Halldórs Laxness verða afhent til varðveislu í handritadeild Landsbókasafns ís- lands - Háskólabókasafns við hátíðlega athöfn í þjóðarbókhlöðu í dag, á degi íslenskrar tungu. Það er Auður Laxness sem afhendir handrita- safn eiginmanns síns. Við athöfnina verður lesið úr áður óbirtu bréfí sem Halldór skrifaði móður sinni 1919 og Skúli Bjöm Gunnarsson, verðlaunahafí Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness, mun lesa úr verðlaunabók sinni, Lífs- klukkan tifar. Við þetta tilefni verður opnuð sýning á hand- ritum Halldórs og bréfum úr bréfasafni hans. Morgunblaðið/Kristinn Daguríslenskrartungu Móðurmólið mittgóða IDAG er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar en það mun verða gert ár hvert héðan í frá. Þema dagsins í ár er Jónas Hallgrímsson, líf hans og list, en yfirskrift dagsins að þessu sinni er einnig frá Jónasi komin: „Móðurmálið mitt góða.“ Verðlaun Jón- asar Hallgrímssonar verða veitt í fyrsta skipti á samkomu, sem menntamálaráðu- neytið gengst fyrir í Listasafni íslands, og fjölbreytt dagskrá verður víða um land í tilefni dagsins. Málræktarþing verður haldið í Háskólabíói og sérstakar dagskrár tileinkaðar Jónasi verða í skól- um, bókasöfnum, ýmsum stofnunum og í fjölmiðlum. Myndin hér að ofan er af opinni æfingu nemenda í islensku 502 í Menntaskólanum í Kópavogi á leikgerð Halldórs Laxness, Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar, með tónlist eftir Pál ísólfsson. Morgunbloðið/Golli ALDA Sigurðardóttir undirbýr sýninguna í klefa sínum. Myndlistarsýning í fangelsinu við Síðumúla SAMSYNING 16 myndlistarmanna verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í fangelsinu við Síðumúla 28 í Reykjavík. Fangelsismála- stofnun ríkisins lánar húsnæðið til þeirra nota en fangelsið var formlega lagt niður í maí sl. Sýningunni hefur verið gefíð nafn- ið Tukt. Hver listamaður hefur einn klefa til umráða fyrir innsetningu. Hugtakið „inn- setning“ er þekkt í myndlist og er notað þegar listamaður tekur mið af því rými sem hann sýnir verk sitt í eða ef verkið er unn- ið sérstaklega inn í rýmið. Hugtakið er einn- ig þekkt í fangelsum og þá í annarri merk- ingu. Eftirfarandi listamenn taka þátt í sýn- ingunni: Alda Sigurðardóttir, Anna Líndal, Áslaug Thorlacius, Eygló Harðardóttir, Finnbogi Pétursson, Finnur Arnarson, Guð- mundur Gíslason (sérstakur gestur lista- mannanna), Haraldur Jónsson, Hlynur Helgason, Illugi Eysteinsson, Magnea Þ. Ásmundsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Svala Norðdahl og Þóroddur Bjamason. Sýningin stendur í tvær vikur og lýkur sunnudaginn 1. desember. Opnunartími er frá kl. 16-20 alla virka daga og frá kl. 14-18 um helgar. Aðgangseyrir er 200 kr., en af honum renna 50 krónur til Verndar, félagasamtaka um fangahjálp. Umsjónarmaður sýningarinnar er Illugi Eysteinsson myndlistarmaður. Verk Guðmundar Hafsteinssonar FIMM verk eftir Guðmund Hafsteinsson tónskáld verða flutt á tónleikum í Fella- og Hólakirkju kl. 14.30 í dag. Verða þrjú þeirra frumflutt, Borgar- kveðja, kvartett fyrir víbrafón, hörpu, ung- verskt cimbalom og píanó, sem Pétur Grét- arsson, Elísabet Waage, Guðmundur Haf- steinsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgis- sonar; Hugur minn líður, tvö sönglög við ljóð Snorra Hjartarsonar, sem Marta Guð- rún Halldórsdóttir mun syngja með píanó- leik höfundar og Brum, lúðraþytur fyrir átta málmblásara og fjóra saxófóna, sem fluttur verður af blásurum í Sinfóníuhljóm- sveit íslands ásamt fleirum. Marta Guðrún mun einnig flytja Hann veitir kraft ásamt Ásgeiri Steingrímssyni, Eiríki Erni Pálssyni, Emil Friðfínnssyni, Sigurði Þorbergssyni og Lenku Mátéovu. Loks mun Sigrún Eðvaldsdóttir flytja Spuna II fyrir einleiksfiðlu. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verkum Kjarvals til 22. desember. Listasafn Islands „Ljósbrigði". Úr safni Ásgríms Jónss. til 8. des., ,A vængjum vinnunnar“ til 19. jan. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sjónþ. Guðrúnar Kristjánsd. til 15. des. Sjónarhóll - Hverfisgötu Sýn. Guðrúnar Kristjánsd. til 15. des. Gallerí List - Skipholti 50b Guðrún Indriðad. sýnir út mán. Listgallerí - Listhúsinu Laugardal Guðrún Lára Halldórsd. sýnir til 28. nóv. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Pekka Niskanen sýnir til 1. des. Gallerí Listakot - I.augavegi 70 Margrét Guðmundsd. sýnir til 18. nóv. Norræna húsið - Hringbraut Gunnar Örn sýnir til 1. des. og Roger Wester- holm sýnir til 24. nóv. Listasafn Kóp. - Hamraborg 4 Afmælissýn. Ljósmyndaraf. Isl./Guðbjörg Pálsd./Alistair Maclntyre/til 1. des. Hafnarhúsið - við Tryggvagötu Anna Jóa sýnir til 17. nóv. Gallerí Fold - Laugavegi 118 Haraldur (Harry) Bilson og Helen Margaret Haldene sýna til 17. nóv. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Benedikt Kristþórsson sýnir. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Steingrímur Eyfj./Margrét Sveinsd. til 17. nóv. Sólon íslandus - við Bankastræti Guðmunda Andrésd. sýnir til 8. des. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Sigrún Ólafsdóttir sýnir. Önnur hæð - Laugavegi 37 Lawrence Weiner sýnir til áramóta. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Verk eftir Gunnlaug Scheving til 1. des. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Jean Pospcco sýnir til 2. des. Gallerí Úmbra - Amtmannsstíg 1 Sari Tervaniemi sýnir. Gallerí Greip - Hverfisgötu 82 „Hinsta sýningin" 64 sýnendur, til 17. nóv. Listasafn Siguijóns - Laugarnect. 70 Valin verk Siguijóns Ólafssonar. Gullsmiðja Hansínu Jens - Laugav. 20b Ragnhildur Stefánsd. sýnir. Gallerí Míró - Fákafeni 9 Ingó sýnir ljósm. til 23. nóv. Gallcríkeðjan - Sýnirými Sýn. í nóv.: í sýniboxi: Victor G. Cilia. í barmi: Haraldur Jónss. Berandi: Valgeiður Matthíasd. Hlust: 5514348: Margrét Lóa Jónsd. Ljósmyndast. Myndás - Laugarásv. 1 Sigríður Kristín sýnir til 29. nóv. Laugardagur 16. nóvcmber Hátíðartónl. í Dómkirkjunni kl. 17. Reykja- lundarkórinn í Hlégarði kl. 20.30. Kór Menntask. að Laugarvatni í Langholtskirkju kl. 17. Karlak. Dalvíkur í Selfosskirkju kl. 15 og í félagsh. Seltjarnarn. kl. 20.30. Sunnudagur 17. nóvember Örn Magnússon píanól. á tónl. í Safnaðarh. Vinaminni, Akranesi. Mánudagur 18. nóvember Kammersveit Reykjav. í Listasafni ísl. kl. 20.30. Þriðjudagur 19. nóvember Elfsabet F. Eiríksd. og Elfn Guðmundsd. í Norræna húsinu kl. 20.30. Björk Jónsd., Signý Sæmundsd. og Gerrit Schuil á tónl. í Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Kennarar óskast frums. fos. 22. nóv. Nanna systir sun. 17. nóv., lau. í hvítu myrkri lau. 16. nóv., fim. Kardimommubærinn sun. 17. nóv. Þrek og tár lau. 16. nóv., sun. Leitt hún skyldi vera skækja sun. 17. nóv., mið., fös., lau. Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur lau. 16. nóv., lau. Largo desolato lau. 16. nóv., sun. BarPar á Leynibamum lau. 16. nóv., fös. Stone Free fös. 22. nóv. Svanurinn sun. 17. nóv., fim., lau. Trúðaskólinn sun. 17. nóv., lau. Leikfélag Akureyrar Sigrún Ástrós lau. 16. nóv. Dýrin í Hálsaskógi lau. 16. nóv., sun. Ég bið að heilsa lau. 16. nóv. Loftkastalinn Á sama tíma að ári lau. 16. nóv., fim. Delerium Búbónis fös. 22. des. Sirkus Skara Skrípó lau. 16. nóv., mán. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 16. nóv., mið., fös., lau. Kaffileikhúsið Spænsk kvöld lau. 16. nóv., fim. Hinar kýmar fös. 22. nóv. Hafnarborg Grísk veisla, fös. 22. nóv., lau. íslenska óperan Master Class lau. 23. nóv. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 17. nóv., fös. Möguleikhúsið Einstök uppgötvun sun. 17. nóv. Leikbrúðuland Hvað er á seyði? sun. 17. nóv. kl. 15. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.