Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - \ll \\l\( ./I IS I IH 41. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Gunnlaugur Scheving hélt sína fyrstu sýningu í Reykja- vík fyrir sjötíu árum og í tilefni af því verður í dag opnuð sýning á vatnslitamynd- um eftir hann í Stöðlakoti. Allar myndirn- ar á sýningunni eru í eigu Gunnlaugs Þórð- arsonar og hafa ekki verið sýndar áður. Þær eru flestar frá tíu ára tímabili, 1933 til 1943. A þeim árum var listamaðurinn fátækur og leið skort eins og sést ágætlega á myndunum frá þessu tímabili en þær eru málaðar á brúnan umbúðapappír. Viðfangsefni allra daga, er heiti á samantekt greina um móðurmálið, sem birtust í Morgunblaðinu á tveimur árum. Tilefnið er Dagur íslenskrar tungu og ennfremur birtist af sama tilefni greinin Jón forseti og réttur tungunnar. Málverkin sem Guðmunda Andrésdóttir hefur verið að mála síðustu árin eru á gulum grunni og á honum aðrir litfletir og form; vand- lega uppbyggðar línur og allnokkuð af svörtu. List Guðmundu hefur tekið breyt- ingum á rúmlega 40 ára ferli. Einar Falur Ingólfsson átti samtal við Guðmundu í til- efni sýningar á þessum nýju verkum henn- ar, sem er sjöunda einkasýning hennar. Terry Eagleton prófessor við Oxford-háskóla var í stuttri heimsókn hér á landi um síðustu helgi. Hann segir miklar breytingar hafa orðið á bókmenntafræðinni og raunar öllum svið- um hugvísinda á síðustu árum og áratug- um. Skilin milli greina hafi máðst út að miklu leyti og margt það áhugaverðasta sem er að gerast í hugvísindunum nú eigi sér stað á mærunum milli greina. Sveinn Einarsson leikhúsfræðingur, leikstjóri og rithöfund- ur, hefur lokið við síðara bindi sögu ís- lenskrar leikritunar. í samtali við Þröst Helgason segir hann bókina fjalla um tíma- bilið frá 1890 til 1920 en það hafi markað tímamót í sögu íslenskrar leiklistarsögu, þannig að þá hafi grunnurinn að því blóm- iega leikhúslífi sem nú fari fram hér á landi verið lagður. Guömundur Jónsson arkitekt er umsvifamikill í Noregi og hefur teiknað fjórar menningarmið- stöðvar víðsvegar um landið og ein þeirra hefur verið kynnt í alþjóðlegu tímariti um arkitektúr. Lesbókin hefur kynnt sér mál- ið. Forsíðumyndin er brot úr vatnslitamynd; Frá Stykkishólmi (1960) eftir Gunnlaug Scheving JÓNAS HALLGRÍMSSON ASTA Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegrai blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Veistu það, Ásta! að ástar þig elur nú sólin? veistu að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan skín þér í andlit og innar albjört í hjarta vekur þér orð sem þér verða vel kunn á munni? Veistu að lífið mitt Ijúfa þér liggur á vörum? fastbundin eru þar ástar orðin blessuðu. „Losa þú, smámey! úr Iási“ lítinn bandingja; sannlega sá leysir hina og sælu mér færir. Jónas Hallgrímsson, 1807-1845, er í huga þjóðarinnar „listaskáldið góða" og þarf varla að kynna hann. Ljóðið er birt í tilefni af Degi íslenzkrar tungu. RABB NORRÆN SKURÐ- GOÐAFRÆÐI FYRIR stuttu var ég í Svíþjóð í nokkra daga og hitti fjöldann allan af þarlendum sérfræð- ingum um utanríkis- og ör- yggismál. Tilgangur ferðar- innar var ekki sízt að heyra hvað Svíar væru að hugsa varðandi samskiptin við Atl- antshafsbandalagið og hugsanlega aðild að bandalaginu. Eg átti þó engan veginn von á að NATO-umræðan í Svíþjóð myndi minna mig jafnmikið á ákveðnar pólitískar umræður (eða skort á umræðum) heima á Fróni og raun varð á. Eftirfarandi kom fram strax í máli fyrsta viðmælandans: Tal um umsókn um aðild að NATO er tabú. Margir, sem eru í hjarta sínu þeirrar skoðunar að það eigi að sækja um aðild, þora ekki að segja frá því af ótta við að verða fordæmdir. Um- ræðan fer fram í fremur þröngum hópi fræðimanna, embættismanna og fáeinna blaðamanna. Almenningur er frekar áhugalaus og í spurningakönnunum segist meirihluti þeirra, sem hafa skoðun, vera á móti aðild. í fjölmiðlum er sagt frá umræðum um aðild i öðrum ríkjum, en þær virðast hafa lítil áhrif innanlands. Stóri stjórnarflokkurinn er klofinn í málinu og vill alls ekki fá umræður um það upp á yfirborðið, vegna ótta við afleiðingar slíks fyrir einingu flokksmanna. Flokk- urinn lítur jafnframt á sérhveija greiningu á málinu sem árás á sig, fremur en gagn- legt innlegg í umræðuna. Forsætisráð- herrann segir að málið sé ekki á dagskrá. Eini flokkurinn, sem er þeirrar skoðunar að það sé á dagskrá, er lítill fijálslyndur flokkur með kjaftforan formann. Minnir þetta ykkur á eitthvað? Kannski Evrópuumræðuna á íslandi? Evrópusinnaðir Svíar eru yfirleitt alveg steinhissa á því að ísland skuli ekki löngu vera gengið í Evrópusambandið og NATO- sinnaðir Islendingar eru jafnforviða á Svíum, að þeir skuli ekki vera komnir í Atlantshafsbandalagið. Það er nú líka einu sinni svo að Svíþjóð uppfyllir öll skilyrði fyrir aðild að NATO og ísland er prýði- lega í stakk búið til að fá skjóta aðild að Evrópusambandinu. Þetta er spurning um að vilja vera með, ekki fá að vera með, eins og nýfijálsu ríkin í Austur- og Mið- Evrópu biðja nú um. En kannski á þetta ástand á umræð- unni sér sínar skýringar. í báðum ríkjum snýst þessi aðildarumræða, þótt um mis- munandi bandalög sé að ræða, öðrum þræði um það hvort hreyfa beri við laun- helgum, sem eru mikilvægur hluti af sjálfsímynd landanna beggja í nútímanum. í Svíþjóð heitir skurðgoðið hlutleysi, á íslandi heitir það fullveldi. Nú er það svo að bæði eru goðin orðin dálítið þreytt. Fullveldið er ekkert fullveldi lengur og hlutleysið ekkert hlutleysi. „Fullveldi“ íslands í þeim skilningi að ís- lenzk stjórnvöld geti farið sínu fram án tillits til þess hvað gerist utan landamæra ríkisins og engar utanaðkomandi hömlur séu á þau lagðar, er löngu farið fyrir lít- ið. Hernám 1940, aðild að NATO með skuldbindingum um að taka þátt í að veija önnur ríki ef á þau verður ráðizt, alþjóða- væðing efnahagslífs, umhverfisvandamál sem virða ekki landamæri, hnattvæðing fjarskipta, gervihnattasjónvarp... pólitískt fullveldi íslands í hefðbundnum skilningi þess orðs er skelin tóm. Það verður ekki endurheimt nema einangrun landsins verði komið á að nýju — sem fæstum finnst eftirsóknarvert, eða hvað? Þetta er auðvit- að það sama og hefur komið fyrir önnur Evrópuríki og í viðleitni sinni til að ná aftur einhveiju af þeim áhrifum á eigin mál, sem breytingarnar hafa svipt þau, hafa þau sótzt eftir aðild að Evrópusam- bandinu. En hvað með hlutleysi Svíþjóðar? í fyrsta lagi halda margir því fram að hlut- leysisstefnan hafi ekki verið nein hlutleys- isstefna; það kunni að hafa tekizt að halda Svíþjóð utan við tvær heimsstyijaldir, en það hafi verið með sniðugri pólitík, sem var ekki hlutleysi í venjulegum skilningi þess orðs. í öðru lagi hafa menn sínar efasemdir um að sænsk hlutleysisstefna sé í raun framkvæmanleg, ætli Svíar ekki hreinlega að útiloka sig frá umheiminum og svipta sig í leiðinni áhrifum á um- hverfi sitt. Hversu mikið er eftir af sænsku hlutleysi og þeirri stefnu að standa utan hernaðarbandalaga nú þegar Svíar sækj- ast eftir samstarfi við NATO á öllum mögulegum sviðum? Þeir eiga áheyrnarað- ild að Vestur-Evrópusambandinu, sem er Evrópustoð NATO, eru í friðarsamstarfi NATO, vilja stofna til samstarfs við NATO um hergagnaframleiðslu, taka þátt í frið- argæzlu NATO í Bosníu... Það má bara ekki tala um aðild. Með sama hætti hallar ísland sér að Evrópusambandinu: Við erum búin að inn- byrða tvo þriðjuhluta af löggjöf ESB með EES-samningnum, ætlum að ganga lengra en sum ESB-ríkin með aðild að Schengen-samkomulaginu, erum í þann veginn að taka að okkur eftirlit með fisk- innflutningi fyrir ESB, tökum þátt í vís- inda- og menntamálasamstarfi ESB, utan- ríkispólitísku samráði með ESB-ríkjum og mörgu fleiru. Allt gerist þetta fremur hljóðlega; við sættum okkur við „næstum því-aðild“ til að þurfa ekki að fara í gegn- um hina erfiðu aðildarumræðu. Og um leið og aðrir sækjast eftir aðild að ESB og NATO og færa miklar fórnir til að verða hennar verðugir, læðumst við og Svíar í kringum fúin skurðgoð og pöss- um að blása ekki of fast á þau, svo þau hrynji ekki. Fróðlegt verður að sjá hvorir verða fyrri til að varpa goði sínu í foss breytinganna. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.