Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Page 4
ISLENZK tunga er áhyggjuefni um
þessar mundir þvíað hún á undir högg
að sækja. Það leiðir hugann að bar-
áttu Jóns Sigurðssonar og samheija
hans fyrir vernd hennar og rétti svo
notað sé þeirra eigið orð í Nýjum
Félagsritum og Andvara. Jón skrifaði
sjálfur um tunguna í Félagsritin og
varðaði veginn þarsem annars staðar. Mál-
flutningur hans birtist svo enn í nafnlausri
grein í Andvara 1876, Um rétt íslenzkrar
túngu. Meginkjarni þeirrar ritgerðar er aug-
ljóslega sóttur í málflutning Jóns í Nýjum
Félagsritum einsog ég mun drepa á. Andvara-
greinin er nánast útfærsla á skrifum Jóns
um íslenzka tungu og rétt hennar í Félagsrit-
um.
Auk Jóns forseta skrifuðu S.J. líklega Sig-
urður L. Jónasson og J.G. eða Jón Guðmunds-
son, um tungu okkar í Ný Félagsrit og er
grein hins fyrrnefnda með sömu fyrirsögn
og nafnlausa greinin í Andvara 1876. Grein
Sigurðar L. Jónassonar birtist í XXIII árg.
Nýrra Félagsrita, 1863. Báðir láta þeir S.J.
og J.G. geirinn gjalla gegn erlendum áhrifum
á mál okkar, og Jón Guðmundsson beinir
ekki sízt spjótum sínum að þeirri dönsku-
skotnu mállýzku sem tíðkaðist í Reykjavík
um og eftir miðja síðustu öld en þá töldu
ýmsir þessa upprennandi höfuðborg íslands
hálfdanskan bæ. Við hefðum haft gott af að
hlusta á slíkan eldhuga nú þegar að tung-
unni er sótt með svipuðum þunga og um
miðja síðustu öld, þótt áþrifin berist hingað
með öðrum hætti en þá. í grein S.J. í Nýjum
Félagsritum er drepið á svipuð efni og í
Andvara-greininni en þó er málflutningur
Jóns Sigurðssonar fremur fyrirmynd hennar
en greinar þeirra samheija Jóns forseta sem
ég hef nefnt. í grein Sigurðar L. Jónassonar
er talað um að við höfum ekki nennt að girða
akur okkar einsog hann kemst að orði og á
þá við íslenzka tungu og veija hann fyrir
ágangi annarra, „þar hefur því komizt inn
margt svínið, og margt eitt illgresið vaxið
þar“. Nú sé tími til kominn að uppræta illgr-
esið á þessum dýrlega akri og reka út svínin.
Þess má geta að Sigurður L. Jónasson var
bæði í ritnefnd með Jóni forseta í Nýjum
væntanlegir embættis-
menn sanna þessa kunn-
áttu sína með því að gang-
ast undir próf. Þetta hafi
þó ekki farið eftir og
danskir embættismenn á
íslandi kunni ekki „við-
sæmandi“ íslenzku.
4.
En snúum okkur þá að
Andvara-greininni. í hana
getum við sótt leiðsögn um
það hvetjar kröfur við eig-
um að gera til okkar sjálfra
þegar réttur tungunnar er
annars vegar. Allt er þetta
mál í miðþyngdarstað nú
um stundir og því ekki úr
vegi að láta herhvötina
fyrir 100 árum dynja á
þeirri samtíð sem nú
stendur ráðalítil andspæn-
is erlendri ásókn sem gæti
borið okkur ofurliði, eyði-
lagt tungu okkar og þar
með þann íslenzka arf sem
er frelsi okkar og fjöregg.
Jón forseti taldi tunguna
einhveija mikilvægustu
málsvörn okkar í sjálf-
stæðisbaráttunni. Án
hennar byggi um sig í
landinu önnur þjóð og
ókunnug.
Ástæðan til þess að
greinin Um rétt íslenskrar
túngu var skrifuð og birt
í 3ja árgangi Andvara
1876 var sú, að mikið hafði
á skort að íslenzkan væri
látin njóta réttar síns og
því var þess óskað í álits-
skjali alþingis 1863 til kon-
ungs að íslenzk tunga
verði við höfð í öllum
bréfaskiptum milli íslend-
inga og stjórnarinnar. En
afsvar hennar er í auglýs-
ingu til alþingis 1865. En
í 4. gr. stjórnarskrárinnar
JÓN FORSETIOG
RÉTTUR TUNGUNNAR
EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN
Félagsritum og Andvara og því augljóst hvert
hann hefur sótt eldinn í áhuga sinn.
3.
En nú skulum við líta á baráttu þeirra
félaga fyrir móðurtungunni sem átti þá eins-
og nú í vök að veijast á óhirtum akri sam-
tímans.
í greininni Alþíngi og alþíngismál í XVIII
árgangi Nýrra Félagsrita 1858 segir Jón
forseti m.a. þegar hann víkur að íslenzkri
tungu: „Að forminu til er mikill og undarleg-
ur galli á vorum lögum, sem vér ætlum ekki
eiga sér stað nokkurstaðar í heimi, þarsem
svo á að heita að þjóðin njóti þeirra réttinda,
að mega tala sínu máli; að eiga fulltrúaþíng
með réttindum til að ræða löggjafarmál og
sérhver önnur stjórnarmál landsins á þess
eigin máli; að hafa kirkjustjórn, skólastjóm
og dómaskipan einnig á sínu máli: Þessi
galli er sá, að lög íslands koma út bæði á
Dönsku og íslenzku, en þannig, að Danskan
ein er undirskrifuð af konúngi, og hefir að
því leyti meira gildi en Islenzkan, en Islenzk-
an ein er aptur þínglesin, og hefir að þeim
helmíngnum meira gildi en Danskan.“
Síðan segir Jón í þessari löngu og ítarlegu
grein að svo virðist sem sá texti gildi meira
sem konungur skrifar undir, en samt þyki
sjálfsagt að þau lög sem eigi að skuldbinda
menn verði að vera birt þeim á því máli sem
þeir skilja. í Andvara-ritgerðinni, Um rétt
Islenzkrar túngu (1876), er bent á hið sama
og Jón forseti nefnir í ritgerð sinni um alþing-
ismál, að bæði landsyfirréttur á íslandi og
jafnvel hæstiréttur með dönskum dómurum
hafí dæmt að lög væru ekki gild á Íslandi
nema þau væru þinglesin á íslenzku frá upp-
hafí til enda, einsog Jón kemst að orði. Laga-
frumvörp séu einnig lögð fram á íslenzku
og rædd á því máli og Alþingistíðindi prentuð
á íslenzku en ekki dönsku. „En samt lendir
í því á endanum," bætir Jón Sigurðsson við,
„að lögin koma út einsog aðalmálið á þeim
sé Danska, en þau eru birt einsog þau væri
ekki til á Dönsku". Sé þetta með þessum
hætti þótt enginn neiti því „að íslenzka sé
stofnmálið á Norðurlöndum" og er þess einn-
ig getið í fyrrnefndri Andvara-ritgerð, Um
rétt íslenzkrar túngu. Það megi því undar-
legt heita, bætir Jón forseti við, að stjórnin
skuli „neita oss um einn hluta af vorum nátt-
úrlegu réttindum, sem er að hafa fullgild lög
á voru eigin máli, einsog vér höfum öll þíng-
höld og dómaskipan". Þessi stefna kanselísins
sé til að kæla niður of mikla þjóðlega tilfinn-
ingu íslendinga og má það vafalaust vera.
3.
í grein Jóns Sigurðssonar sem birtist í
XXIX árg. Nýrra Félagsrita, 1872, Pijóna-
koddi stjórnarinnar, er kafli um íslenzka
tungu. Þar er í upphafí minnzt á hið sama og
í Andvara-ritgerðinni, Um rétt íslenzkrar
túngu, að einungis séu „hérumbil hundrað
manns sem talizt geta verið Danir að þjóð-
erni og túngu og skilji þó allflestir íslensku"
- og sé ástæðulaust að þýða þingmál á
dönsku fyrir þessar fáu hræður sem á ís-
landi búi. „Eigi að síður heldur þó stjórnin
áfram í þaula, að hafa sem mest í löggjöf
landsins og stjórnarathöfn á Dönsku.“ Það
sem hin íslenzka stjórnardeild í Kaupmanna-
höfn sendi frá sér ætti að vera ritað á ís-
lenzku en þó sé frumritað á dönsku og þýtt
af íslenzkum starfsmönnum, þótt þeir einir
ættu að starfa þar sem kynnu íslenzku til
hlítar.
Síðan bendir Jón forseti á að konungur
hafi frá 1859 skrifað undir hinn íslenzka
texta laganna handa íslandi og verði það því
ekki lengur sagt að danski textinn sé hinn
löggildi eða skuldbindandi texti. Hann sé því
óþarfur „og ekki nema til að gjöra vafa og
villur, og spilla málum manna“. Eigi að síður
haldi stjómin áfram að senda alþingisfrum-
vörp á dönsku með íslenzka textanum og
láta lögin handa íslandi koma út á dönsku.
Þá bendir Jón á að venja hafi verið frá því
konungur hóf að skrifa undir hinn íslenzka
texta lagaboðanna handa íslendingum „að
íslenzki textinn hefur verið settur á undan,
en hinn danski á eptir“. Loks bendir hann á
það sama og nefnt er í ritgerðinni Um rétt
Islenzkrar túngu, að með bréfí Kristjáns
konungs VIII sé fyrir lagt 1844 að „hver sá,
sem vill verða embættismaður á íslandi, skuli
sanna með áreiðanlegum vitnisburði, að hann
sé orðinn svo leikinn í íslenzkri túngu að
hann að minnsta kosti geti skilið mál manna,
og geti talað svo vel á túngu landsmanna,
að hann geti gjört sig þeim skiljanlegan"
(einsog vikið sé að í VII árgangi Pjölnis) -
og er þetta einnig tíundað síðar í Ándvara-
greininni. Um rétt íslenzkrar túngu. Skuli
sem birt er í Andvara 1874 með rækilegum
hugleiðingum og athugasemdum Jóns Sig-
urðssonar segir að „konúngur veitir öll þess-
konar embætti, sem hann hefír veitt híngað
til. Breytíngu má á þessu gjöra með laga-
boði. Engan má skipa embættismann á Is-
landi, nema hann hafí hin almennu réttindi
innborinna manna, og þar á ofan hafi fært
sönnur á, að hann hafí fullnægt því, sem
fyrir er mælt í hinum gildandi ákvörðunum
um kunnáttu í máli landsins."
Þetta er að sjálfsögðu hið merkasta ákvæði
þótt lágt fari og segir mikla sögu.
5.
í fyrrnefndri ritgerð Um rétt íslenzkrar
túngu er bent á að hálf viðreisn sé fallvölt,
„því þrátt fyrir það, að stjórnarbreytíngin
1874 hafi hreinsað svo mikið til, að synjun-
arátyllur þær, sem stjórnin þóttist hafa að
bera fyrir sig í þessu máli, megi þykja falln-
ar gjörsamlega í stafi, hefir hún þó eigi ein-
úngis látið sér lynda, að humma framaf sér
umbætur þær, sem hin nýja stjórnarskipan
útheimtir, heldur jafnvel ráðizt í að gjöra
sýnilega tilraun - og það í nærgöngulara
lagi - til að egna Dönskunni fyrir hið fyrsta
löggjefenda alþíng, og sæta lagi til að hafa
sitt hið gamla fram“.
Enn er reynt að vinna dönskunni fótmál
með því að stjórnin leggur fyrir alþingi
ákvæði um að „þegar Iagafrumvarp er sam-
þykkt af alþíngi, sjá forsetar beggja deild-
anna og landshöfðíngi í sameiníngu um, að
danski textinn sé saminn, þannig að málið
verði lagt fyrir hið sameinaða alþíng, ef þeim
kemur ekki saman“. Með þessu er talið að
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996