Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Side 7
ÞEGAR komið er inn til Guðmundu Andrésdóttur tekur vinalegur ilmurinn af olíu- litum á móti gestinum. Greinilegt er að málverkið deilir íbúðinni með húsráðandanum; í stofunni hanga verk eftir Þorvald Skúla- son og Karl Kvaran, auk vatns- litamynda eftir Guðmundu sjálfa. í innri stofunni standa málverk með veggjum, við gluggann eru penslar og litir á borðum og í dyrunum milli stof- anna trönur og á þeim nýtt málverk, eitt þeirra sem Guð- munda hyggst sýna að þessu sinni. „Ég kvíði fyrir því að sýna, ég neita því nú ekki,“ segir Guðmunda og fær sér sæti. „Og ég veit ekki hvað ég get sagt um málverkin. Ég er ekki marg- mál, vil láta myndirnar tala fyr- ir sig.“ Þetta er sjöunda einkasýning Guðmundu, en síðast sýndi hún í Nýhöfn árið 1994. Á Kjarvals- stöðum var haldin yfirlitssýning á verkum hennar 1990. Hún fæddist í Reykjavík árið 1922, hóf að læra myndlist í Stokk- hólmi, var þar í þrjú ár — „þar teiknaði ég bara og málaði mód- el“ — kom þá aftur heim og fór síðan til Parísar og var þar í tvö ár. Það voru mikil umskipti, engin módel og Guðmunda fór að mála abstrakt. Aðhylltist þá liststefnu sem kennd hefur verið við geómetríu, eða strangflat- arlist, og var í framvarðarsveit málaranna sem byijuðu að sýna Morgunblaðið/Einar Falur GUÐMUNDA Andrésdóttir við trönurnar. sjúklegt ástand. Ég veit ekki hvers vegna það var, en þetta kom nú í framhaldi af þessum fígúratívu málurum og allir héldu að málverk ætti að vera þannig. Svo komum við úr skól- um, eins og ég og fleiri sem komum frá París. Þá var geó- metrían í uppgangi þar svo við fórum að mála það líka, en hún var svo illa liðin hér heima að það var bara mannskemmandi. Við vorum hötuð. Þetta unga fólk sem nú er að mála og koma með nýjar stefnur veit ekki hveiju við þurftum að standa í. Við urðum fyrir líkamsmeiðing- um og öllu mögulegu," segir Guðmunda og hristir höfuðið. „Þetta voru furðulegir tímar. Móðir mín var aumkuð vegna þess að auminginn hún dóttir hennar var dottin í þetta! Það var fámennur hópur sem tók geómetríunni vel. Þetta var feykilega erfitt tímabil og skrýt- ið að maður skyldi ekki gefast upp! En það var þijóska í manni ...“ Eins og rothögg Við ræðum um þá staðreynd að fólk líti gjarnan enn á fyrstu kynslóðir íslenskra málara sem þá einu sönnu en Guðmunda segir þá líka hafa verið góða. „Sérstaklega Jón Stefánsson sem er mitt uppáhald. Hann var svo stór og sterkur í sínu mál- verki. Klár í formum og lit. Hann stendur uppúr af þeim gömlu. Ég man vel eftir fyrstu sýning- unni sem ég fór á, þá var ég ung og það var sýning á Jóni Stefáns- syni í Grænmetisskálanum sem kallaður var. Hún hafði geysi- lega sterk áhrif á mig. Ég man ÞETTA ER AÐ VERÐA KVENNASTARF Málverkin sem Guómunda Andrésdóttir hefur verió aó mála síóustu árin eru á gulum grunni og á hon- um aórir litfletir og form; vandlega uppbyggóar línur oq allnokkuó af svörtu. List Guómundu hefur tekió breytingum á rúmlega 40 ára ferli, en hún hefur samt ætíó verió trú þeim formrænu hugmynd- um sem hún lagói upp meó og hefur haldió áfram að þróa. Sýning á þessum nýju verkum hennar verður opnuð á Sóloni Islandus í dag. EINAR FALUR INGOLFSSON heimsótti Guðmundu. þær myndir sínar hér á árunum eftir 1950. Guðmunda tók þátt í síðustu sýningu Sept- emberhópsins árið 1952 og hefur sýnt reglu- lega síðan. Hún segist í málverkinu takast á við formræna glímu og breytingar komi smám saman inn. „Það byrjaði yfírleitt með nýrri sýningu. Við sýndum saman í Septem í mörg ár, byijuðum 1971, og þá kom ár eftir ár eitthvað nýtt inní myndirnar.“ Hún segir það misjafnt hvort hún máli eitthvað á hveijum degi, „en ég skoða mynd- irnar mikið og athuga“. Hún þagnar og horfir, eins og því til áréttingar, um stund á verkið sem stendur á trönunum. Heldur síðan áfram: „Ég mála yfirleitt á daginn. Mér gengur ekki vel að mála við lampaljós því þá breytast litirnir ansi mikið. Þess vegna mála ég lítið með olíu á veturna. Þá mála ég með vatnslitum og pastel. Mála með ol- íunni á sumrin. Ég var kjörin borgarlistamaður árið 1995 en var svo óheppin að mjaðmarbrotna og lá lengi á spítala. Svo var ég í Hveragerði í endurhæfingu og þá byijaði ég að mála með pastellitum. Annars málaði ég yfirleitt á veturna með vatnslitum, en það var svo mikið sull að ég gat ekki verið með það.“ Vil hafa myndirnar hjá mér Við göngum nú inn í annað herbergi þar sem eru rekkar upp undir loft, hlaðnir mál- verkum. Upp að veggnum hallast nýjustu myndirnar, þær gulleitu sem fara á sýning- una. Ég segi að þetta hljóti að vera á annað hundrað myndir, stór hluti ferilsins, en Guð- munda svarar því neitandi, segist hafa látið selja mikið. „En ég er hætt að selja,“ segir hún. „Ég vil ekki láta allar myndirnar fara.“ — En þú hlýtur að selja eitthvað á sýning- um? „Lítið. Ég vil hafa þær hjá mér,“ segir hún og hlær. „Ég er búin að selja alveg nóg. Mig vantar inní ákveðin tímabil, stund- um hef ég látið alltsaman frá mér.“ En hún segist ekki taka myndir fram til að skoða: „Ég man eftir þeim,“ segir hún stuttlega. Guðmunda bendir út í hornið, á stóra mynd byggða upp af hringformum. „Ég gerði svo mikið af hringamyndum um tíma. Eg fékk tólf mánaða starfslaun og þá mál- aði ég þessar stóru myndir. Þá málaði ég mikið. Vaknaði á morgnana klukkan sjö og málaði frameftir öllum degi. Annars var ég oftast í hálfu starfi, vann á Orkustofnun." Við göngum aftur inn í stofuna, setjumst niður fyrir framan málverkið á trönunum og ég spyr Guðmundu hvort hún sakni sýn- inga Septemhópsins. „Já, mér finnst eiginlega missir að þeim. Það var spenningur kringum sýningarnar á haustin. Þetta fólk vann yfirleitt launavinnu og gat ekki haldið stórar sýningar, en þá voru bara stórir sýningarsalir. Þá var gott að vera í hóp. Septem þýðir sjö en margir rugluðu okkur saman við Septemberhópinn. Eg tók þátt í síðustu sýningu þeirra árið 1952, en það var í fyrsta skipti sem ég sýndi. Ég var nýkomin frá París.“ — Var geómetrían þá allsráðandi? „Nei, hún var ekki allsráðandi en hún var mikil. — Nú var stundum sagt að geómetrían hafi verið einskonar trúarbrögð. „Það var vitleysa; það er hugsun en ekki trúarbrögð. En ég hef heyrt þetta." — Voru viðbrögðin við málverkunum ekki oft og tíðum öfgakennd? „Þau voru alveg rosaleg! Þetta var bara hana næstum því alla ennþá, hvaða myndir voru þar.“ Það var annars lítið um sýningar á þeim árum en Guðmunda sá þær sem settar voru upp og svo kom Svavar Guðnason heim árið 1946 og opnaði fræga sýningu i Listamanna- skálanum. „Ég hreinlega ruglaðist þegar ég sá þá sýningu!" segir Guðmunda. „Þegar ég kom heim spurði móðir mín hvort ég væri orðin veik! Hún heillaði mig svo, alveg hreint. Og þá fór ég að hugsa um að byija að mála. Það var eins og rothögg. Já, þetta var geysilega fín sýning og ég fór aftur og aftur.“ Talið berst nú aftur að væntanlegri sýn- ingu Guðmundu og hún segist aldrei verða sjóuð í sýningarhaldi, kvíði alltaf fyrir. „Þeg- ar við sýndum á hveiju ári kveið ég líka alltaf fyrir sýningunum. Það er verið að taka mann út; maður er að berhátta sig.“ Hún segir að starfið geti verið einmana- legt og þess vegna séu viðbrögðin líka mikil þegar myndirnar eru drifnar út og sýndar. Guðmunda er ekki sammála því að þetta séu stórar myndir sem hún málar um þessar mundir. „Þetta er ekki stórt. Ekki eins og menn mála núna. En það þarft engu að síð- ur að vinna með flötinn. En ég hef áður málað stórar myndir — eins og þær sem eru í tísku. Ég fer á einstaka sýningar, ef ég held að þær séu einhvers virði. Ég fór á allar sýningar í gamla daga. Þá voru svo fáir, þetta er óteljandi alveg núna. Það er svo furðulegt að það eru miklu fleiri konur að mála en karlmenn — þetta er að verða kvennastarf!“ segir Guðmunda og hlær. „Og það er ágætt.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.