Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1996, Side 11
Mosfellssveit (skissa að olíumálverki), 1938.
shólmi, 1960. SKAFTAFELL og Skeiðarársandur, 1938.
ÞJÖÐMÁLA-
ÞANKAR
^VAL-
KOSTIR
Nýlega var haldið Menntaþing. Þar
sýndi fjöldi skóla ýmislegt sem þeir voru
að gera og var gaman að sjá hve mikil
gróska er í íslenskum skólum þrátt fyr-
ir allt. Þarna var líka haldinn fjöldinn
allur af ræðum sem var sosum ágætt
að heyra og þar á meðal fjallaði mennta-
málaráðherra um menntapólítík, eins og
hann hefði raunverulega áhuga á því.
Það er langt síðan við höfum haft slíkan
ráðherra.
Ég dróst inn í hóp um forvarnir, enda
alræmdur áhugamaður um þau mál. Þar
var ungur og brilliant nemi sem ræddi
um jafningjafræðsluna, það merka átak
og dvaldi nokkra stund m.a. við það
gamalkunna vandamál að unglingar eigi
sér ekki samastað.
Þetta er alveg rétt og hefur verið
haldið á lofti um áratugaskeið. Meira
að segja í mína daga — þarna aftur í
fornöld á áttunda áratugnum var þetta
talin lausnin framundan.
Síðan hef ég skipt eilítið um skoðun.
Ég hef komist að því að líklega vantar
unga fólkið ekki stað. Það skortir val-
kosti. Þökk sé okkur þessum fullorðnu,
þá er búið að leggja þessu góða fólki
þá línu að það þarf að komast inn á
stað og skemmta sér við rosa músík og
villuljós af bæði rafrænu og öðru tagi.
En þetta er fyrst og fremst af því að
svona er sá skemmtanamáti sem fyrir
þeim er hafður.
Ef málið er ígrundað kemur í ljós að
ferðir með unglinga, t.d. upp til fjalla
eða annað þar sem ekkert áfengi er
haft um hönd, heillar flesta jafn mikið.
Þegar farið er á þrekmiðstöðvar eða
fylgst með starfi íþrótta- og æskulýðsfé-
laga þá sjást glaðlegir krakkar á fullri
ferð við allt sem nöfnum tjáir að nefna
— heilbrigt — og virðast finna sér til-
gang í daglegum erli. Þau finna sam-
kennd með hvort öðru og njóta félags-
skapar sem er heiibrigður og góður. Þau
eru jafningjar sem njóta lífsins vel.
Stundum er í huga mér máltækið að
það sem hægt er að gera hvenær sem
er geri maður aldrei. Ég þekki fullt af
! fólki sem er svo yfirbókað í félagsstarfi
og öðru námi meðfram skóla að maður
undrast að það megi vera að því að
vera til. Þetta fólk skilar hinsvegar sínu
dagsverki vel.
Svo er mýgrútur annarra sem virðist
aldrei gera neitt, er ekki í neinu og
vafrast um en skilar litlu af sér. Þarna
held ég að sé mergurinn málsins. Það
vantar valkosti.
íþróttir heilla þau ekki því þau sjá það
sem keppnisvettvang sem þau vilja ekki
vera á og finnst margt annað of hallæris-
legt til að taka þátt í því. Svo má vera
að þau hafi ekki fjárráð til að taka þátt
í svoleiðis starfi. Samt hafa mörg þeirra
fé til að eyða í skemmtanahald.
Þau hafa oft áhuga á kvikmyndum
en um það er ekkert formlegt starf. Þau
bara fara í bíó og heim. Þau vildu geta
verið með í æfingastöðvum en slíkt er
dýrt og þau tíma því ekki. Frekar er
keypt flaska.
Einhvern tímann var það reiknað út
að tekjur ríkisins af áfengi og tóbaki
hiykkju ekki fyrir því að lækna þá sem
sýkjast af þess völdum. Og þá er óreikn-
anlegur fórnarkostnaður vegna þeirra
sem umgangast fíklana. Auk þess er
ekki tekið tillit til alls þess fjár sem fer
um svartamarkaðinn í vímuefnum, —
ólöglegu áfengi og fíkniefnum.
Þá fara nú margir að hugsa. Hvað
með hagræðingu í ríkisrekstri? Getur
hún ekki falist i því að hugsa um það
sem sparast — kannski ekki í ár en eft-
ir tíu ár? Tuttugu ár? Mér sýnist að það
mætti laga heilmargt með framsýninni
einni saman og velta því fyrir sér hvort
uppbygging valkosta fyrir unga fólkið
myndi ekki spara okkur margt erfiðið í
framtíðinni?
En gleymum því ekki að þau eru fleiri
sem eru í góðum málum en hin.
MAGNÚS ÞORKELSSON
JL
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LiSTIR 16. NÓVEMBER 1996 1 1